Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 30

Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 30
 29. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Helga Skowronski söðlasmiður býr á Dalsbúi í Helgadal í Mos- fellssveit. Þar á hún litla smiðju þar sem hún getur gert við reið- tygi. „Þegar ég byrjaði að svipast um eftir söðlasmíðanámi á sínum tíma voru þeir meistarar sem voru á landinu með mjög langa biðlista. Ég leitaði því eftir námi erlend- is og fór í skóla í London,“ segir Helga, sem lærði almenna söðla- smíði fyrsta árið en sérhæfði sig í hnökkum seinna árið. Nú eru hnakkar mjög misjafn- ir eftir því hvort þá á að nota á stóra útlenska hesta eða litla ís- lenska og er Helga spurð hvernig hún hafi brugðist við því. „Sem út- skriftarverkefni gerði ég íslenskan hnakk með spöðum,“ svarar Helga, sem hannaði hnakkinn frá grunni út frá hugmyndum sem hún fékk þegar hún vann hjá Söðlasmiðnum í Nethyl sumarið á milli námsár- anna tveggja. „Ég hannaði virkið, löfin, undirdýnuna og allt saman,“ segir Helga, sem bjó til tvo hnakka sem hún seldi síðan frá sér. Þegar Helga sneri heim tók hún íslenskt sveinspróf til að fá rétt- indi á Íslandi. Þá dreif hún sig líka á Hóla og tók tamningapróf, enda er hestamennskan líf henn- ar og yndi. Í dag býður hún upp á viðgerð- ir og viðhald á reiðtygjum. „Þetta er reytingur,“ svarar Helga þegar hún er innt eftir því hvort mikið sé að gera. Helst segir hún að hestamenn láti stoppa í undir- dýnur hnakka sinna og gera við saumsprettur. Þótt hún hafi ekki enn orðið vör við það hefur Helga þó velt fyrir sér hvort hestamenn láti ekki frekar gera við reiðtygi sín í nánustu framtíð í stað þess að kaupa ný eins og var oft raunin í góðærinu. - sg Söðlasmíði er handverk Helga Skowronski annast viðgerðir og viðhald á reiðtygjum á Dalsbúi í Helgadal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fátt er jafn samofið íslenskri þjóðarvitund og íslenska sauð- kindin, en vinsældir hennar fara síst minnkandi. „Íslensk ull hefur sérstöðu á heims- vísu því hún hefur bæði tog og þel frá náttúrunnar hendi. Aðrar þjóð- ir hafa annað hvort valið að rækta fíngerða ull á þurrum landssvæðum eða grófa ull í vindasamri og blautri veðráttu, en sauðkindin okkar hefur ull eins og kindur báru í upphafi, áður en sérstök ræktun hófst,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmda- stjóri Ístex í Mosfellsbæ, sem er eina fyrirtækið sem fullvinnur ís- lenska ull. „Við keyptum þrotabú Álafoss 1991 og höfum rekið fyrirtækið síðan. Þegar gengi krónunnar var sem hæst fengum við alltof lágt verð fyrir útflutning okkar, en 60 prósent af okkar tekjum koma inn vegna útflutnings um allan heim. Eftir að krónan veiktist fáum við hins vegar mjög gott verð, og ánægju- legt hvað salan er mikil innanlands líka,“ segir Guðjón sem í janúarlok sér fram á metsölu á íslenska lop- anum. „Við urðum vör við töluvert meiri sölu á vormánuðum í fyrra og enn jókst hún í haust, þegar við héldum að allir væru að prjóna jólagjaf- ir. Það reyndist ekki vera því salan varð ekkert minni í desember og á nýja árinu höfum við ekki séð aðrar eins sölutölur. Bæði er fólk að prjóna í fataskáp fjölskyldunnar en einnig er umfangsmikill heimilisiðnaður hérlendis, þar sem fjöldi fólks prjón- ar lopapeysur fyrir verslanir.“ Ístex er í eigu starfsmanna og fjölda bænda. „Við kaupum alla ull sem til fellur, þvoum hana í ullar- þvottastöð okkar á Blönduósi og vinnum úr henni lopa hér í Mos- fellsbæ. Védís Jónsdóttir hönnuð- ur hannar alla okkar liti, sem og munstur og útlit okkar framleiðslu. Þá framleiðum við ýmsar tegundir lopabands, eins og einband, léttlopa, gamla Álafosslopann og bulky-lopa sem er sérstaklega þykkur,“ segir Guðjón, en þess má geta að íslensk- ir framleiðendur prjóna mest úr plötulopa. „Þel í íslenskum lopa hlífir gegn kulda, og tog gegn regni og vindi. Fatnaður úr íslenskri ull einangrar því sérstaklega vel um leið og hann blotnar ekki eins og annar fatnað- ur þegar regndropar hripast niður eftir toghárunum,“ segir Guðjón, sem selur lopa hérlendis til prjóna- verksmiðja á Hvammstanga, í Vík, á Hvolsvelli og Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt, en alls kaupir Ístex um 900 tonn af óhreinsaðri ull af bændum á hverju ári. -þlg Íslenska sauðkindin einstök Hér má sjá appelsínugult lopabandi í hespum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Yndisfagurt ullarteppi eftir Védísi Jóns- dóttur úr Interior-línu Ístex. Karlmannleg lopapeysa eftir Védísi Jónsdóttir sem hannar fjölbreyttar flíkur úr íslenskri ull fyrir Ístex. Allar hennar uppskriftir má fá í prjónabæklingum Ístex. Útsala 25 - 70 % afsl. af öllum vörum Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.