Fréttablaðið - 12.02.2009, Side 8
8 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
1 Hvaða hljómsveit lék á
mótmælafundi fyrir utan
Seðlabankann á þriðjudag og
heimtaði Davíð burt?
2 Hvað heitir íslenski fiðluleik-
arinn í kvartettinum Pacifica
sem nýverið fékk Grammy-verð-
laun?
3 Hvaða lið lagði KR að velli
í körfunni, fyrst liða á leiktíð-
inni?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
AFGANISTAN, AP Átta menn vopn-
aðir sprengjuvestum gerðu árás-
ir á þrjár opinberar byggingar í
Kabúl, höfuðborg Afganistans,
í gær. Árásirnar kostuðu alls
28 manns lífið, að meðtöldum
árásasarmönnunum átta.
Árásirnar voru gerðar rétt
áður en Richard Holbrooke,
nýskipaður erindreki Banda-
ríkjaforseta í þessum heims-
hluta, var væntanlegur í heim-
sókn til borgarinnar.
Zabiullah Mujaheed, talsmað-
ur talibana, sagði í símtali við AP
fréttastofuna að árásirnar væru
viðbrögð við illri meðferð sem
talibanar eru sagðir fá í fangels-
um landsins. - gb
Sprengjuárás talibana:
Tuttugu manns
fórust í Kabúl
UMSÁTUR VIÐ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Afganskar öryggissveitir við dómsmála-
ráðuneytið í Kabúl, þar sem árásarmenn
höfðu hreiðrað um sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Brotist inn í söngskóla
Lögregla hefur til rannsóknar tvö
innbrot sem framin voru í fyrrinótt.
Brotist inn í fyrrverandi verslunarhús-
næði við Laugaveg. Þar hafði þjófur-
inn ekkert upp úr krafsinu. Einnig var
brotist inn í söngskóla við Snorrabraut
og peningum stolið. Skemmdir urðu
á báðum stöðum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Um 1.900 pör
slíta sambúð á hverju ári hér
á landi, óháð sambúðarformi.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Stefanía Katrín Karlsdóttir tók
saman. Á hverju ári upplifa um
1.600 börn sambúðarslit.
Hin síðari ár er algengast að
foreldrar deili forræði og er for-
ræðið sameiginlegt í tæplega 75
prósentum tilfella. Móðir hefur
forsjá í um fjórðungi tilfella
en faðir aðeins í 2 prósentum. Í
skýrslunni segir að rannsóknir
sýni að sameiginleg forsjá skipti
börn miklu máli. Skilnaðarbörn
sem búa við hana hafi almennt
betri tengsl við báða foreldra. - kóp
Um 1.900 skilnaðir á ári:
Fjöldi skilnað-
arbarna mikill
ALÞINGI Ragnheiður Ólafsdótt-
ir, varaþingmaður Frjálslynda
flokksins, vakti athygli á áhrif-
um sólgosa og
skógarelda á
jörðina í þing-
umræðu um
uppbyggingu
álvers í Helgu-
vík í gær.
Ragnheiður
sagði að sífellt
væri talað um
mengun frá
verksmiðjum
en ekkert væri rætt um sólgos
og skógarelda í því sambandi.
Yrði málið rannsakað kæmi í
ljós að áhrif þeirra þátta væru
alvarlegri en frá álveri og járn-
blendinu.
Ragnheiður sem er teiknimiðill
býr á Akranesi og sagði að verk-
smiðjurnar tvær á Grundartanga
hefðu haft jákvæð áhrif á Vest-
urlandi. Hún lauk máli sínu á að
segja að ekki væri bara hægt að
lifa á grasi og káli. - bþs
Varaþingmaður frjálslyndra:
Áhrif sólgosa á
jörðina mikil
RAGNHEIÐUR
ÓLAFSDÓTTIR
Grétar formaður
Grétar Mar Jónsson er nýr formaður
þingflokks Frjálslynda flokksins og
Guðjón A. Kristjánsson varaformaður.
Birgir spyr um stjórnarskrá
Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki
hefur lagt fram fyrirspurn til forsætis-
ráðherra um áform ríkisstjórnarinnar
um breytingar á stjórnarskrá. Spyr
hann meðal annars hvernig áformin
samrýmist hugmyndum um stjórn-
lagaþing.
Efnahagsmál utan dagskrár
Utandagskrár umræða um efna-
hagsmál fer fram í þinginu í dag.
Málshefjandi verður Geir H. Haarde
formaður Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir,
til andsvara.
ALÞINGI
ÍSRAEL, AP Búast má við erfiðum
stjórnarmyndunarviðræðum í Ísra-
el, sem gætu staðið vikum saman.
Hálfgerð pattstaða kom upp í þing-
kosningunum á þriðjudag, þar sem
tveir stærstu flokkarnir, Kadima
og Likud, fengu álíka marga þing-
menn.
Bæði Tzipi Livni, leiðtogi Kad-
ima og utanríkisráðherra í frá-
farandi stjórn Ehuds Olmert, og
Benjamin Netanyahu, leiðtogi
Likud og fyrrverandi forsætisráð-
herra, gera því tilkall til stjórnar-
myndunarumboðs.
Hægrimaðurinn Netanyahu ætti
þó væntanlega auðveldara með að
mynda stjórn en miðjumanneskj-
an Livni, því flokkar hægrimanna,
þjóðernissinna og rétttrúaðra gyð-
inga unnu mjög á í kosningunum og
eru nú með samtals 65 þingsæti á
móti þeim 55 þingsætum sem féllu
í hlut miðju-, vinstri- og araba-
flokka.
Harðlínustjórn hægriflokk-
anna þýðir væntanlega að þær
litlu vonir sem enn eru gerðar til
friðarviðræðna við Palestínumenn
verða nánast að engu. Litlu flokk-
arnir yst til hægri hafa ekki sýnt
minnsta vilja til samninga, auk
þess sem Netanyahu sjálfur hefur
ítrekað lýst andstöðu við nokkra
eftirgjöf í erfiðustu deilumálun-
um.
Yisrael Beiteinu, flokkur Avig-
dors Lieberman, vann mikinn
sigur í kosningunum, varð þriðji
stærsti flokkurinn og gæti ráðið
úrslitum um stjórnarmyndun. Lík-
legast þykir að Lieberman, sem
höfðar ekki síst til hins fjölmenna
hóps rússneskra innflytjenda og
vill sýna arabískum íbúum Ísraels
mikla hörku, fari í stjórn með Net-
anyahu, en Livni biðlar nú til hans
og virðist vona að hann gangi í lið
með Kadima um stjórnarmyndun.
„Við viljum hægristjórn,“ segir
Lieberman sjálfur, en heldur þó
öðrum möguleikum opnum: „Við
útilokum samt engan.“
Þriðji möguleikinn væri sá að
Netanyahu og Livni kæmu sér
saman um miðjustjórn, væntan-
lega með tilstilli annaðhvort Verka-
mannaflokksins eða Liebermans,
en jafnvel þótt slíkt tækist er lík-
legt að allar viðræður við Palest-
ínumenn yrðu enn erfiðari en þær
hafa þó verið til þessa.
Til dæmis verður vart séð að
Hamashreyfingin á Gasasvæð-
inu fáist auðveldlega til að skrifa
undir vopnahléssamkomulag við
stjórn, sem Palestínumenn myndu
ekki treysta til að standa við neina
slíka samninga.
Óvissan um framtíð friðarsamn-
inga er svo enn meiri vegna þess að
kosningar eru á dagskrá hjá Palest-
ínumönnum á næstunni. Forseta-
kosningar hefðu átt að fara fram í
janúar síðastliðnum og þingkosn-
ingar á næsta ári, en þau áform
eru í uppnámi vegna harðvítugra
deilna tveggja helstu fylkinga Pal-
estínumanna, Hamas og Fatah.
Takist að leysa úr þeim deilum
verður væntanlega boðað til sam-
eiginlegra forseta- og þingkosn-
inga, þar sem Hamas gæti sem
hægast endurtekið sigurgöngu sína
frá síðustu kosningum.
gudsteinn@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
Livni og Netanyahu
vilja bæði stjórna
Stjórnarkreppa virðist í uppsiglingu í Ísrael þar sem tveir stærstu flokkarn-
ir keppast um að fá stjórnarmyndunarumboð. Rússneski þjóðernissinninn
Avigdor Lieberman er í lykilhlutverki. Palestínumenn bíða upp á von og óvon.
EFNAHAGSMÁL Samkvæmt tilmæl-
um fjármálaráðuneytisins var álag
vegna skila á virðisaukaskatti fellt
niður til 13. febrúar. Það þýðir í
raun að frestur til að skila vaskin-
um inn rennur út á morgun en ekki
5. febrúar, líkt og reglur gera ráð
fyrir. Samkvæmt reglum leggst
eitt prósent ofan á vaskinn fyrir
hvern dag umfram skiladag í tíu
daga og eftir það dráttarvextir.
Tilmæli fjármálaráðuneytis-
ins voru sett fram vegna „áfram-
haldandi truflana sem orðið hafa
á bankastarfsemi hér á landi og
áhrifa þess á atvinnulífið“ líkt og
segir í tilkynningunni. Ljóst er að
einhver fyrirtæki munu lenda í
vandræðum með að greiða vaskinn
á morgun og því er þetta ákveðinn
prófsteinn á raunverulegt ástand
efnahagslífsins.
Nokkrir atvinnurekendur hafa
rekið augun í að skuldin kemur
fram í heimabanka, þrátt fyrir til-
mæli ráðuneytisins. Þetta á við um
þá sem skiluðu virðisaukaskatts-
skýrslu á tímabilinu 1. til 30 janúar
með rafrænum hætti, um 12.000
skýrslur. Á þær hefur lagst skuld
frá og með 6. febrúar, en hún verð-
ur felld niður 15. febrúar. Það er
því mikilvægt að þeir sem þannig
er ástatt um greiði ekki skuldina,
þar sem þeir eru með réttu skuld-
lausir. - kóp
Frestur til niðurfellingar álags á virðisaukaskatt að renna út:
Vaskurinn greiddur á morgun
FÓLK Fyrirtæki þurfa að standa skil á
virðisaukaskatti á morgun, þegar frestur
til niðurfellingar álags á virðisaukaskatt
verður felldur niður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Léttöl
PILSNER Drukkinn í 92 ár
G
ot
t
fó
lk
Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn.
Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt
sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði.
Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.
© GRAPHIC NEWS
Tveir flokkar lýsa yfir sigri
Miðju-, vinstri- og
arabaflokkar: 55
Hægri- og
rétttrúnaðarflokkar: 65
Araba-
flokkar: 11
Maretz-
Yahad: 3
Verkamanna-
flokkurinn: 13
Kadima: 28
Likud: 27
Ísrael
Beiteinu: 15
Shas: 11
Lögmálið-
Gyðing-
dómur: 5
Þjóðernis-
bandalag: 4Heimkynni
gyðinga: 3
Knesset
120 þingmenn
Kosningaþátttaka: 65,2 prósent
Heimildir: Yfirkjörnefnd Ísraels og Haaretz