Fréttablaðið - 12.02.2009, Page 10

Fréttablaðið - 12.02.2009, Page 10
10 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR ÞÝSKALAND Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, „grefur undan viðleitni ríkisstjórnarinnar til að endurheimta glatað traust Íslands erlendis − en það er sannarlega ekki auðvelt verk, svo lengi sem maður með eldgosalundarfar gegnir þjóð- höfðingjaembættinu“. Þetta skrifar þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung í gær um það hvernig Ólafur Ragnar hefur tjáð sig í þýskum og öðrum alþjóðlegum fjölmiðlum síðustu daga. Mikla athygli vakti í Þýskalandi er þýsk útgáfa Financial Times birti í fyrradag uppsláttargrein þar sem forsetinn var sagður hafa sagt að Íslendingar ætluðu sér ekki að standa þýskum sparifjáreigendum hjá Kaupþingi skil á innistæðum þeirra, sem hafa verið frystar síðan bankinn var ríkisvæddur fyrir fjór- um mánuðum. Ólafur Ragnar sagði sjálfur að rangt hefði verið eftir sér haft, ríkisstjórnin ítrekaði að íslenska ríkið myndi standa við allar sínar skuldbindingar og skilanefnd Kaup- þings ítrekaði að þýsku sparifjár- innistæðurnar yrðu greiddar út að fullu. Í Frankfurter Allgemeine er í gær hins vegar lítið gefið fyrir skýr ingar forsetans á ummælunum; hann hafi með þeim aðeins staðfest að hann hafi reynt með ummælun- um að koma sökinni á efnahags- hruninu á Íslandi á útlendinga. Það sé „gegnsætt lýðskrum“. - aa Ummæli forseta Íslands um bankahrunið enn rædd í þýskum fjölmiðlum: Sagður grafa undan viðleitni til að endurheimta traust „ÆSINGABELGUR“ Í umfjöllun Frankfur- ter Allgemeine er forseti Íslands sagður pólitískur „æsingabelgur“ (Hitzkopf). KANADA, AP Kínversk stjórn- völd eru afar ósátt við ákvörð- un stjórnvalda í Kanada, sem í síðustu viku veittu kínversk- um flóttamanni, Lai Changxing, atvinnuleyfi í Kanada. Lögmaður Lais segir þetta tryggja það, að framsal hans til Kína sé ekki á dagskrá á næst- unni. Hann hefur búið í Kanada í tíu ár. Jiang Yu, talsmaður utanríkis- ráðuneytis Kína, segir að kanad- ísk stjórnvöld ættu að framselja hann án tafar frekar en að veita honum atvinnuleyfi. Kínversk stjórnvöld saka hann um smygl og spillingarstarfsemi. - gb Kínverskur flóttamaður: Kínastjórn krefst framsals Ferðaskrifstofa 18. til 25. febrúar. Vika m/v 2 saman í íbúð, stúdíó eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. EFNAHAGSMÁL Íslenska banka skort- ir reynslu og þekkingu á endurupp- byggingu fyrirtækja, að mati sér- fræðinganefndar. Nefndin leggur til að stofnað verði sérstakt eigna- sýslufélag til að styðja endurreisn tíu til 15 stærstu fyrirtækjanna. Mats Josefsson, sænskur banka- sérfræðingur sem leiðir nefnd um endurreisn fjármálakerfisins, kynnti fyrstu niðurstöður nefnd- arinnar fyrir fjölmiðlafólki í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Nefndin setur fram tillögur, en stjórnvöld ákveða hvort farið verður eftir til- lögunum. Verði af stofnun eignasýslufé- lags mun það hafa það hlutverk að styðja endurreisn stærri fyrir- tækja sem eru mikilvæg fyrir samfélagið. Það mun einnig taka að sér að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum úr félögum sem fara í þrot, segir Josefsson. Talið er að það geti tekið tvo til fjóra mánuði að ljúka lagabreyt- ingum svo hægt verði að stofna eignasýslufélagið. Stjórnvöld hafa hingað til ekki komið fram eins og eigendur bank- anna, en það virðist nú vera að breytast, segir Josefsson. Ríkið eigi að tilkynna bönkunum að gera verði breytingar á því hvern- ig þeir stundi sín viðskipti. Stjórn- endur bankanna verði að átta sig á breyttu umhverfi og styðja ríkis- stjórnina í að koma fram stefnu um endurreisn efnahagslífsins. Enn er unnið að því að meta eignir bankanna, og er búist við að þeirri vinnu ljúki í lok mars, segir Josefsson. Þegar verðmati ljúki verði bankarnir endurfjár- magnaðir með ríkisskuldabréfum. Nefndin bíður einnig eftir efna- hagsreikningum viðskiptabank- anna fyrir 2008. Josefsson segir enn of snemmt að segja til um hvort rétt sé að sameina banka hér á landi. Fyrst verði að leysa mest aðkallandi vandamálin, svo megi líta á skipu- lag bankanna í stærra samhengi. Stjórnendur og stjórnarmenn íslensku viðskiptabankanna geta ekki komið ábyrgð á því hvernig fór yfir á eftirlitsstofnanir, stjórn- völd eða aðra, segir Josefsson. Endanleg ábyrgð á því að bankarn- ir hafi farið í þrot hvíli á herðum stjórnendanna. Bankahrunið hér á landi mun komast í sögubækurnar, að mati Josefsson, enda verður það að lík- indum stærsta hrunið miðað við höfðatölu. brjann@frettabladid.is Bankastjórarnir bera ábyrgð á bankahruni Stofna þarf eignasýslufélag til að styðja endurreisn og endurskipulagningu mikilvægustu fyrirtækjanna að mati nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Stjórnendur viðskiptabankanna bera sjálfir endanlega ábyrgð á hruni þeirra. Fyrstu tillögur nefndar um endur- reisn fjármálakerfisins taka til átta atriða: ■ Stofnað verði eignasýslufélag sem styðji endurreisn og endurskipu- lagningu mikilvægra fyrirtækja. ■ Ríkisstjórnin geri bönkun- um grein fyrir breytingum á viðskiptaháttum. ■ Stjórnendur banka geri sér grein fyrir breyttu umhverfi. ■ Laga- og framkvæmdarammi varðandi uppgjör gömlu bank- anna verði endurbættur. ■ Skipting verðmæta sem fást með sölu eigna gömlu bankanna milli kröfuhafa verði réttlát og gegnsæ. ■ Íhugað verði að stofna eignar- haldsfélag til að fara með hlut ríkisins í bönkum og fjármála- stofnunum. ■ Mótuð verði afstaða til framtíð- areignarhalds á bönkunum og mögulegrar sölu á hlutabréfum. ■ Settar verði reglur og eftirlits- rammi í samræmi við það sem best gerist annars staðar. REGLUR VERÐI EINS OG BEST ÞEKKIST FYRSTU TILLÖGUR Mats Josepsson (til hægri) kynnti fyrstu tillögur nefndar um endurreisn fjármálakerfisins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Með honum voru þau Einar Gunnarsson (lengst til vinstri), Jónína S. Lárusdóttir og Guðmundur Árnason, sem sitja í nefndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir vissan samhljóm með tillögum nefndar um endurreisn fjármálakerf- isins og þess sem áður hefur verið rætt milli ASÍ, Samtaka atvinnulífs- ins og Við- skiptaráðs. „Við reyndar gerð- um ráð fyrir því að stofna Fjárfestingasjóð Íslands eða endurreisnarsjóð með þeim hætti að fyrirtækin sem bankarn- ir væru að taka til sín og þyrftu nýja eigendur yrðu ekki í eignar- haldi bankanna heldur yrðu ein- mitt tekin út úr bönkunum. Það er mjög erfitt fyrir banka að reka annars vegar bankaþjónustu og vera samhliða í samkeppni við viðskiptavini,“ segir Gylfi. - gar Forseti ASÍ um nefndartillögu: Lögðum líka til endureisnarsjóð GYLFI ARNBJÖRNSSON EGILL JÓHANNSSON Hann vill fá 156 milljónir króna með verðbótum fyrir lóðina að Esjumelum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir að í dag eða á morgun verði tekin ákvörðun um málshöfðun á hendur Reykjavíkurborg fyrir að synja fyrirtækinu um að skila inn á lóð á Esjumelum. „Við erum hundrað prósent viss- ir um að við erum að fylgja lögun- um en þeir ekki. Þeir eru að beita dæmigerðri valdníðslu embættis- manna og stjórnmála,“ segir Egill. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fékk Brimborg lóð- ina á árinu 2006 og hugðist reisa byggingu þar. Fyrirtækið greiddi 113 milljónir króna í gatnagerð- argjöld en ekkert varð af fram- kvæmdum. Þann 9. október óskaði Brimborg eftir að skila lóðinni og fá gatnagerðargjöldin endur- greidd. Borgin telur sér ekki skylt að taka við lóðinni. „Nú eru þeir búnir að vinna sér inn þrjá mánuði og þetta er nátt- úrulega ekkert eðlileg stjórn- sýsla,“ segir forstjóri Brimborgar. - gar Forstjóri Brimborgar: Sakar borgina um valdníðslu Aðstoðarmaður ráðinn Ása Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. Ása er lektor við lagadeild Háskóla Íslands. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI AUGLÝSINGAR „Það er auðvitað bara hlægilegt að BYKO hafi kært okkur fyrir að nota þetta slagorð fyrir tíu árum síðan og dragi það svo sjálfir á flot núna,“ segir Krist- inn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá Húsasmiðjunni. BYKO kærði Húsasmiðjuna fyrir samkeppnisyfirvöldum árið 1999 fyrir að nota slagorðið „Hvergi betra verð“ í auglýsingum sínum. Samkeppnisstofnun úrskurðaði að notkun slagorðsins væri óheimil á sínum tíma, en um helgina birt- ust auglýsingar frá BYKO í prent- miðlum þar sem sama slagorðið er notað. Fyrir áratug var Húsasmiðjunni meinað að nota slagorðið „Hvergi betra verð“ á þeim forsendum að óheimilt sé að veita rangar eða villandi upplýsingar í auglýsing- um. Húsasmiðjan hafi ekki fært sönnur á að hvergi hafi verið betra verð en hjá þeim. Húsasmiðjan hóf þá notkun á sambærilegum fullyrðingum á borð við „Besta verðið í Húsa- miðjunni“. Það féll ekki í kramið hjá Samkeppnisstofnun og fór svo að Húsasmiðjan var dæmd til dag- sekta fyrir hvern þann dag sem bannið yrði brotið. Eggert Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO, segir notkun slagorðsins í auglýsingum um helgina hafa verið mistök sem verði ekki end- urtekin. - kg BYKO notar slagorð sem fyrirtækið kærði Húsasmiðjuna fyrir að nota árið 1999: Ólöglegt slagorð dregið á flot HVERGI BETRA VERÐ Þessi auglýsing frá BYKO birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn. Mistök sem verða ekki endurtekin, segir framkvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO. KLIFRAÐ UPP Á FÍL Hann togar í eyrað, stígur á tönn og stefnir upp á höfuð fílsins, indverski fílaknapinn sem ætlar að ríða reiðskjóta sínum á fílahátíð, sem haldin er í þjóðgarðinum Kazir- anga á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Ég myndi halda að slík leið væri afar vafasöm,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um þá tillögu sérfræð- inganefndar að stofnað verði eignasýslufélag til að styðja end- urreisn valdra fyrirtækja. Vilhjálmur telur ekki eðli- legt að ríkið eignist stóran hluta atvinnulífsins með þeim hætti. „Bæði held ég að upp kæmi mikil tortryggni og vandamál vegna samkeppnismála, og eins efast ég um að pólitískur trúverðug- leiki gæti ríkt í kringum slíka leið. Þannig væri verið að búa til kerfi sem byði upp á spillingu og pólitíska misnotkun,“ segir Vilhjálmur Egilsson. - kg Vilhjálmur Egilsson: Telur leiðina afar vafasama

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.