Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 18
18 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna „Verstu kaupin? Já, þú segir það. Ætli það hafi ekki bara verið að fá sér vísakort og önnur plastkort“ segir Helena Jónsdóttir listamaður þegar hún er spurð að því hver hafi verið hennar verstu kaup í lífinu. „Ég man ekki hvenær ég fékk mér kort fyrst, það er orðið ansi langt síðan. Ég bara fylgdi straumnum og keypti það sem mig vantaði og eyddi umfram getu, enda erfitt að halda utan um öll plöstin,“ segir Helena og hlær. Helena telur kortin vera raun- veruleikafirrt fyrirbæri og saknar þess að peningar skuli ekki notaðir oftar. Í dag hefur hún látið loka nokkrum af kortunum en segir að vegna ferða- laga sinna erlendis sé nauðsynlegt að eiga að minnsta kosti eitt kort til að borga hótelgistingu með. „Bestu kaupin voru án efa „second hand“ upptökuvél sem ég keypti af sænskum háskóla,“ en Helena og Þorvaldur Þor- steins sambýlismaður hennar voru þar við vinnu árið 2002. „Háskólinn var að endurnýja vélarnar hjá sér og þeir seldu mér eina fína sem lifir enn.“ Helena segist hafa notað vélina til að gera 13 dansmyndir, tónlistarmyndbönd, og svo notar hún vélina við kennslu í Listaháskólanum og líka þegar hún er með námskeið erlendis. „Þessi kaup opnuðu heiminn fyrir mér og urðu hvatning að því að ég fór að gera stuttmyndir.“ NEYTANDINN: HELENA JÓNSDÓTTIR LISTAMAÐUR Upptökuvélin opnaði heiminn ■ Forseti Alþingis reynir að vera nýtinn en viðurkennir að hann er dug- legri í uppvaskinu en matargerð. „Ég reyni að nýta matinn vel og það geri ég til dæmis með því að helminga brauðin og frysta restina,“ segir Guð- bjartur Hannesson, sem viðurkennir að vera betri í uppvaskinu en matargerð. Nú þurfi að nýta alla hluti og mælir hann því með að fólk skiptist á hlut- um innan fjölskyldunnar. „Til dæmis leikföng og dót sem við ætlum kannski að geyma fyrir barnabörnin en hægt er að nýta strax,“ segir hann. Gott sé að spara með því að nýta muni sem safna ryki í geymslunni. HÚSRÁÐIÐ FRYSTA NÝKEYPT BRAUÐ Útgjöldin > Kílóverð á nautagúllasi í byrjun febrúar ár hvert Gengishrun íslensku krón- unnar hefur áhrif víða. Erlingur fugla- vinur skrifar: „Bónusrúsín- ur 500 g sem kostuðu 119 kr. í fyrravetur kosta núna 238 kr. Þrestirnir sem eru í fæði hjá mér kvarta hástöfum yfir þessu. Þeir fá núna bara hálfan skammt, sem þeir segja að sé alls ekki nóg. Ég lofaði að athuga hvort Bónus hefði ekki bara reiknað vitlaust og leiðréttu þetta, svo þeir fengju aftur fullan skammt af sínum uppáhalds- mat.“ Guðmundur Marteinsson framkvæmdarstjóri Bón- uss útskýrir: „Það er rétt að Bónus-rúsínur kost- uðu 119 kr. frá því fyrsta mars 2007 fram í maí 2008, frá þeim tíma hefur margt gerst og hallað á ógæfu- hliðna. Fyrst hráefnishækkanir vegna uppskeru- brests og síðan veiking krónunnar. Í Bónus í dag er því verðið 238 kr. Á næstu vikum munum við fá inn rúsínur frá Euroshopper í 500 g pokum og það er von mín að sú vara geti verið á 198 kr. pokinn, ef ekkert óvænt gerist í gengismálum.“ Í febrúarmánuði hafa 74 bláar tunnur og 88 grænar tunnur verið pantaðar hjá Sorphirðu Reykjavíkur og tengir Reykjavíkurborg það við upplýsingamiða um breytta sorphirðu sem sendur var til Reykvíkinga um síðustu mánaðamót. Það sem af er mánuði hafa svörtum tunnum fækkað um 200 í borginni. Af sorptunnum Reykjavíkur er bláa tunn- an ódýrust. Árgjald blárra tunna er 7.400 krónur og eru þær losaðar á þriggja vikna fresti. Í bláu tunnurnar má setja allan pappír, jafnt dagblöð sem sléttan pappa og karton og eru rúmlega tvö þúsund slíkar í umferð. Árgjaldið fyrir grænar tunnur er 8.150 krónur og eru þær fyrir almennt sorp, en einungis losaðar á tveggja vikna fresti. Um 2.600 slíkar tunnur er að finna í Reykjavík. Svartar tunnur fyrir almennt rusl eru losaðar vikulega og þarf að greiða fyrir þær 16.300 á ári. ■ Sorptunnur í Reykjavík Fleiri vilja bláar og grænar tunnur ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 1.300 1.200 0 2005 2006 2007 2008 1.648 kr 1.661 kr 1.502 kr 1.835 kr Heimild: Hagstofa Íslands ÞÚ FÆRÐ TÍMARITIN HJÁ OKKUR Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 20% A F S L ÁT T U RAF AMERÍSKUM OG ENSKUM TÍMARITUM Nýtt kortatímabil Leigumarkaður hefur breyst mikið frá því efna- hagsástandið komst í óefni. Fréttablaðið leitaði ráða hjá Guðbjörgu Matthías- dóttur, lögfræðingi hjá Húseigendafélaginu, hvað gott væri að hafa í huga vilji menn leita lags á þeim markaði. Að finna leiguíbúðir Hægt er að finna þær á veraldar- vefnum á slóðunum leiga.is, leigu- listinn.is sem og á husaleiga.is. Svo má einnig finna þær í smáauglýs- ingum dagblaðanna. Framboð og eftirspurn Guðbjörg segir barist um leigj- endur um þessar mundir. Leigu- verð hefur lækkað um 20 prósent frá því í haust. Þetta kann þó að breytast, segir hún, ef fólk streym- ir í auknum mæli úr eigin húsnæði og á leigumarkað. Byggingarfulltrúi Guðbjörg mælir með því að leigu- taki kalli á byggingarfulltrúa til að fara yfir íbúðina áður en flutt er inn. Það er gert til þess að kom- ast hjá ágreiningi síðar meir. Til dæmis ef leigusali telur ranglega að leigutaki hafi orðið valdur að tjóni á íbúðinni, þá getur leigutak- inn vísað í úttekt byggingarfull- trúa. Eins getur leigusali vísað í slíka úttekt ef hann vill sanna að eitthvert tjón hafi verið unnið í búsetutíð leigutaka. Byggingar- fulltrúar starfa á vegum sveitar- félaganna. Tryggingar Leigusalar fara að sjálfsögðu fram á tryggingar. Fjórar leiðir eru algengastar. 1) tryggingarvíx- ill, 2) sjálfskuldarábyrgð þriðja manns, 3) tryggingargreiðsla sem leigusali heldur og 4) banka- ábyrgð. Samningar Mikilvægt er fyrir leigutaka að átta sig á muninum á tímabundn- um og ótímabundnum samning- um. Tímabundnir samningar eru óuppsegjanlegir nema þá ef sér- stök forsenda fyrir slíku er til- greind í leigusamningnum. Til dæmis ef leigutaki setur ákvæði í samninginn um að ef hann þurfi að flytja utan þá megi hann segja samningnum upp. Segi leigutak- inn samningnum upp án þess að slíkum forsendum sé fyrir að fara getur leigusali gengið að trygg- ingunni og haldið áfram að krefj- ast mánaðargreiðslna þar til nýr leigjandi er fundinn. Munnlegur samningur telst ótímabundinn, í slíkum tilfellum er sex mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur. Að útkljá ágreining Komi til ágreinings getur leigutaki farið með mál sitt fyrir kærunefnd húsaleigumála sem er á vegum félagsmálaráðuneytisins. jse@frettabladid.is Barist um leigjendur GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR Lögfræðingur Húseigendafélagsins hvetur leigutaka til að fá byggingarfulltrúa til að gera úttekt á íbúðinni áður en flutt er inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMNeytendur: Bónusrúsínur hafa hækkað Gengishrunið bitnar á smáfuglum SMÁFUGLARNIR FÁ BARA HÁLFAN SKAMMT Gengishrunið hefur víða áhrif.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.