Fréttablaðið - 12.02.2009, Page 28

Fréttablaðið - 12.02.2009, Page 28
Bók er stofuprýði BÆKUR ERU PRÝÐI EF ÞEIM ER RAÐAÐ Á RÉTTAN MÁTA. Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eru að raða upp í bókahill- urnar á heimilinu. Flokkaðu bækurnar eftir höf- undum eða efni. Raðaðu bókunum upp eins og á bókasafni. Gott er að hafa stærri bækurnar til vinstri og minni bækurnar til hægri. Verðmætar bækur er gott að geyma í skápum með glerhurð- um til að halda þeim rykfríum. Handbækur ætti að geyma í hillu fyrir ofan tölvuna þar sem auðvelt er að ná í þær þegar unnið er við skrifborðið. Svo er ávallt góður siður að þurrka af bókum annað veifið. Úti er snjór og frost. Fjölskyldan ákveður að fara saman í sleðabrekkuna. Hlátrasköll og skrækir hljóma um grundir þegar mamma, pabbi og börnin þjóta niður snjóklædda hæðina. Þegar heim er komið liggja snjófötin um alla ganga, vettlingar og húfur á ofnunum. Börnin bíða spennt í stofunni meðan ilmurinn af heitu súkkulaði berst úr eldhúsinu og fyllir vitin. Svo leggst þögn yfir ærslabelgina meðan þeir súpa af hinum ástsæla drykk með rjómarönd. solveig@frettabladid.is Rjúkandi súkkulaðibolli Í þeim frosthörkum sem staðið hafa á landinu undanfarið er freistandi að búa til heitt súkku- laði til að ylja sér. Til að auka á vellíðan má súpa kakóið úr fallegu máli eða bolla. Þessi bolli minnir óneit- anlega á nýjasta mynstur Royal Copenhagen. Fæst í Duka á 2.500 krónur. Kakó er best í stóru höldulausu máli enda gott að hita kaldar hendur með því að halda utan um heitan bollann. Þetta svart/hvíta mál fæst í Duka og kostar 2.400 krónur. Blómum prýdd kakó- kannan minnir á góðar stundir í eldhúsinu hjá ömmu. Þessi er frá Tékk-Kristal og kostar 8.990 krónur. Rjúkandi heitt súkkulaði er gott í kalda kroppa eftir viðburðaríkan dag úti í snjónum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Ákaflega breskur bolli og undir- skál skreytt bleikum rósarunna. Fæst í Duka á 3.490 krónur. Litríkur kaffibolli sem vel má nýta undir rjúkandi kakó. Fæst í Tékk-Kristal á 3.700 krónur. ÍSSKÁPURINN er alltaf meira aðlaðandi ef hann er snyrti- legur. Gott er að affrysta hann og þrífa reglulega og tilvalið að nota tækifærið þegar kalt er til að geta geymt viðkvæmustu matvælin úti meðan á verkinu stendur.                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. VANDAÐAR DANSKAR BÓKAHILLUR VIÐARTEGUNDIR LJÓS - EIK. HLYNUR. COFFEE OG KISUBERJA HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA - 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 & 553 1400 heimilispriði.is hallarmuli@islandia.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.