Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 30
 12. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Sigurður Ó. Sigurðsson veit hvernig á að vera útbúinn fyrir vetrarferðir á hálendi Íslands. Sigurður Ó. Sigurðsson hjálpar- sveitarmaður hefur tekið þátt í leit að fólki og farið á fjöll sér til dægradvalar. Svo er hann aðstoð- arskólastjóri Björgunarskólans og leiðbeinir á námskeiðum fyrir fjallafólk. Til hans leituðum við til að fræðast um hvernig bæri að grafa sig í fönn ef til kæmi af illri nauðsyn. Hann var fús til að svara, en benti á að í skólanum væri fólki kennt að vera rétt búið og velja verkefni við hæfi svo það lenti ekki í ógöngum. „Viss búnað- ur á að vera með í öllum ferðalög- um í fjalllendi að vetri til; þar á meðal skófla sem er öryggistæki lendi einhver í snjóflóði og eins ef maður þarf að láta einhvers staðar fyrirberast. Snjóflóðaýla er æski- leg og mikið veltur á hlýjum og góðum klæðnaði. Vist í snjóhúsi þarf ekki að vera slæm ef menn eru rétt búnir,“ segir hann. „Þegar fólk grefur sig í fönn þarf að varast hlíðar sem snjó- flóðahætta gæti verið í og finna skorninga á flatlendi. Stundum má nota eitthvað sem maður er með til að búa til skjól fyrir vindi og hægt að setja bakpoka í gatið. Síðan þarf að stilla klukku svo hún hringi á klukkutíma fresti, fara á stjá og koma blóðinu á hreyfingu. Málið er að halda sér virkum en detta ekki í mók sem býður hætt- unni heim.“ Sjálfur hefur Sigurður grafið sig í fönn í aftakaveðri á Vatna- jökli 1996. „Smá næturstund varð að þremur sólarhringum í litlu snjóhúsi með átta manns. Við vorum á leið úr Snæfelli í Goða- hnjúka og nokkrir kílómetrar eftir. Vatnajökull getur verið óút- reiknanlegt veðravíti með mik- illi ofankomu. Við vorum aldrei í lífshættu. Það fór bara illa um okkur. Þetta er alltaf spurning um að geta beðið þar til óveðrinu lýkur.“ - gun Björgvin Björgvinsson, skíða- kappi frá Dalvík, fékk fyrstu skíðin sín þriggja ára. „Bróð- ir minn keypti fyrstu skíðin handa mér á flóamarkaði á Dal- vík,“ segir Björgvin en þar með fékk hann skíðabakteríuna og keppti á sínu fyrsta móti sex ára. „Ég byrjaði nú bara á að labba upp litlar brekkur bak við húsið heima en um fjögurra ára aldur byrjaði fjörið. Þá fór ég að æfa og fimm ára byrjaði ég í alvöru keppnisþjálfun. Ég keppti fyrst á Andrésar andar leikunum sex ára og keppti upp fyrir mig í aldri því keppendur þurftu að vera orðnir sjö ára.“ Afrekaskrá Björgvins í skíðaíþróttinni er löng en þegar blaðamaður náði af honum tali var hann staddur í Austurríki við æfingar fyrir heimsmeist- aramót sem fram fer í Frakk- landi 15. febrúar. Hann segir ekki til betri tilfinningu en þá að þeytast niður brekkurnar í sól og góðu veðri og viðurkenn- ir að sækja í spennu. „Ég hef stokkið stærsta teygjustökk í Evrópu sem er um 200 metrar. Það var ágæt- isstökk en ef ég frétti af ein- hverju stærra þá er ég spennt- ur fyrir því,“ segir hann hlæj- andi. „Tilfinningin er ekki sú sama og í bröttustu brekkum en þó eitthvert kikk sem mér finnst gaman að fá. En svo hef ég stundað smávegis golf á sumrin og þar slaka ég á.“ - rat Sækir í hraða og spennu Björgvin Björgvinsson skíðakappi hefur stundað skíði frá unga aldri en hann fékk fyrstu skíðin sín þriggja ára. MYND/GUÐMUNDUR JAKOBSSON Skíða- og brettaskóli barna í Hlíðarfjalli er fyrir fimm til tólf ára börn. Þar öðlast byrj- endur öryggi í brekkunum og læra undirstöðuatriði eins og að stoppa í plóg, eða pitsu eins og það er stundum kallað, beygja, stjórna hraðanum og að nota barnalyftuna. Börn sem eru lengra komin læra á stólalyftuna. Þeim er kennt að komast úr plógnum og að taka samsíða beygjur. Þegar börnin hafa náð góðum tökum á íþróttinni geta þau svo fengið að kanna nýjar hliðar á fjallinu, kynnast Strýtunni og ævintýra- leiðum undir leiðsögn kennara. Í skólanum er blandað saman leik og kennslu. Þá er lögð áhersla á að börnin læri reglur og umgengni á skíðasvæðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.akureyri.is. - ve Læra svig, brun og að fara í plóg eða pitsu Byrjendur læra undirstöðuatriði eins og að beygja og stjórna hraðanum hvort sem er á skíðum eða snjóbrettum. Þversnið af snjóhúsi. Skófla er mikilvægt öryggistæki að sögn Sigurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrír dagar í snjóhúsi HJÁTRÚARSÝNING Á TORGI Kl. 19:00 Barnaleiðsögn um grunnsýninguna um hjátrú Kl. 19:30 Leiðsögn um sýninguna Endurfundi Kl. 20:00 Spilmenn Ríkínís leika og syngja þjóðlega tónlist Kl. 20:30 Stuttur fyrirlestur um hjátrú Kl. 20:30 Barnaleiðsögn um grunnsýninguna um hjátrú Kl. 21:00 Leiðsögn um sýninguna Endurfundi Kl. 21:30 Stuttur fyrirlestur um hjátrú Kl. 22:00 Spilmenn Ríkínís leika og syngja þjóðlega tónlist Opið 11-24 Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Föstudaginn 13. febrúar verður fjölbreytt dagskrá á Þjóðminjasafni Íslands í tengslum við Safnanótt. Aðgangur ókeypis 17-24 HJÁTRÚ Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Á SAFNANÓTT 7 9 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.