Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 5vetrarlíf ● fréttablaðið ●
„Þetta er búið að vera meiri hátt-
ar og held ég óhætt að fullyrða að
aldrei frá upphafi hafi verið svona
gott start í Bláfjöllum,“ segir Einar
Bjarnason, rekstrarstjóri skíða-
svæðisins í Bláfjöllum, sem hefur
verið opið sextán daga í röð.
Hann segir yfirleitt milli tvö
og þrjú þúsund manns á svæð-
inu á virkum dögum en um helg-
ar tvöfaldist fjöldinn. Nýlega var
opnunartíminn lengdur, er nú
opið til níu á kvöldin en ekki
til klukkan átta. Einar segist
ekki hafa orðið var við mikla
fjölgun skíðaiðkenda en fólk
nýti vissulega tímann og
skíði lengur.
Nokkrar nýjungar urðu
á svæðinu í haust. „Við
breyttum brekkunum
gríðarlega, stórbættum
aðstöðuna fyrir æfinga-
fólk á suðursvæðinu og
gerðum norðurleið sem
flestir þekkja sem öxl-
ina. Hún er alveg ný og
er flottasta skíðabrekk-
an á landinu,“ segir
Einar en einnig var lýs-
ingin stórbætt og bætt
við snjó girðingum sem hafa nýst
vel. „Til dæmis opnuðum við norð-
urleiðina í fyrsta skipti, held ég, í
sögu Bláfjalla á undan öðrum lyft-
um,“ segir Einar.
Skíðamenningin hefur breyst
nokkuð síðustu ár. Einar segir að
brettafólki hafi fjölgað mikið, sér-
staklega sé það áberandi á virkum
dögum. Um helgar sé meira af fjöl-
skyldufólki sem virðist halda sig
frekar við skíðin. Þarfir þessara
hópa séu ólíkar en hluti af nýju
norðurleiðinni sé hugsuð fyrir
brettafólk, þar hafi verið gert
ýmislegt fyrir það eins og
að ýta í palla.
Nú spáir hlýind-
um, er draumurinn
búinn? „Við kunn-
um bara að hugsa
jákvætt hér og
munum örugg-
lega bara fá
snjókomu,“ segir
Einar glaðlega.
- sg
Öxlin flottasta brekkan
Einar Bjarnason rekstrar-
stjóri er ánægður með
skíðavertíðina í Bláfjöllum.
Brettafólki hefur fjölgað í brekkum Bláfjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þrjár ískrosskeppnir verða haldn-
ar á Mývatni í ár. Sú fyrsta hefur
nú þegar farið fram, eða hinn 17.
janúar síðastliðinn, en önnur um-
ferð Íslandsmeistaramótsins í ís-
og snjókrossi verður 14. febrúar
næstkomandi. Síðasti skráningar-
dagur var í gær. Þriðja keppnin
verður síðan 14. mars.
Í ískrossið eru notuð hefðbund-
in mótorkrosshjól. Akstursíþrótta-
félag Mývatnssveitar (AM) hélt
fyrstu umferð Íslandsmeistara-
mótsins á Mývatni og mættu rúm-
lega 40 keppendur til leiks, sem
var toppmæting. Búist er við góðri
mætingu í febrúar. - hs
Ískross á Mývatni
Þátttaka var með besta móti í síðasta ískrossi á Mývatni sem fram fór 17. janúar
síðastliðinn en þrjár keppnir verða haldnar á Mývatni í ár. MYND/PÉTUR BJARNI GÍSLASON
Notuð eru hefðbundin mótorkrosshjól.
www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40
Rýmum lagerinn fyrir nýrri hjólasendingu
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
02
07
FJÖLÞJÁLFAR
frá aðeins
kr. 49.900
HLAUPABÖND
frá aðeins
kr. 149.900
Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
www.motormax.is
Vertu klár fyrir veturinn
með Mótormax