Fréttablaðið - 12.02.2009, Side 34
12. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vetrarlíf
Kristján G. Kristjánsson hefur
boðið upp á jeppaferðir frá
árinu 1995 og segir jeppa-
mennsku vera hálfgerða fíkn.
Náttúran skartar fagurhvítum
búningi um vetrartímann og er þá
kjörið að fara í jeppaferðir til að
komast á nýja staði. „Þegar snjór
er yfir öllu þá opnast ýmsir mögu-
leikar þar sem hægt er að fara
um á jeppum án þess að skemma
landið. Snjórinn er eins og varnar-
skjöldur á landinu,“ segir Kristján
G. Kristjánsson, stofnandi og eig-
andi Mountain Taxi.
„Á veturna er einna skemmti-
legast að fara inn í Landmanna-
laugar. Svo er mjög gaman að fara
yfir Kaldadal og upp á Langjökul,
Vatnajökul eða í Þórsmörk,“ segir
Kristján sem er vanur jeppamað-
ur en hann hefur rekið fyrirtæki
sitt frá árinu 1995. Kristjáni þykir
landið einstaklega fallegt í vetr-
arbúningi en þegar allt er á kafi í
snjó er mikilvægt að vera rétt út-
búinn. „Oft er heilmikið verkefni
að komast á leiðarenda á veturna
og ekki hægt nema á öflugustu bíl-
unum. Frá og með janúar og febrú-
ar er mikið farið á fjöll en þá skipt-
ir miklu að allur búnaður og öryggi
sé í lagi. Tækin þurfa að virka,
menn þurfa að vera vel nest aðir
og mikilvægt er að ferðast saman
í hópi. Síðan þarf að huga sérstak-
lega að veðurspám,“ segir hann
ákveðinn og bætir við að veður
geti orðið válynd á fjöllum.
Á vefsíðunni mountaintaxi.is
má finna allar helstu upplýsing-
ar um fyrirtækið og þar er hægt
að setja sig í samband við Kristján
og félaga. „Við gerum fólki tilboð
í jeppaferðir og hægt er að koma
með eigin hugmyndir að ferð. Við
sérsníðum ferðina að óskum við-
skiptavinarins,“ segir Kristján og
bætir við að febrúar líti vel út. „Nú
þegar er búið að bóka jafnmikið og
á síðasta ári en þetta eru nánast
eingöngu útlendingar. Þeim þykir
mikið ævintýri að lenda í alvöru
byl eða íslensku veðri sem breytist
á klukkutíma fresti. Gaman er að
segja frá því að við fáum oft sömu
viðskiptavinina aftur og aftur.“
Rekstur jeppaferða er kostn-
aðarsamur en það stöðvar fæsta.
„Frelsið og hin ólýsanlega nátt-
úrufegurð sem maður upplif-
ir á góðum dögum er þó vel þess
virði. Þetta verður hálfgerð fíkn
hjá þeim sem byrja og í mínu til-
felli varð þetta nánast eins og
sjúkdómur og eina lækningin var
að stofna fyrirtæki svo ég gæti
unnið við að vera á fjöllum og haft
þannig efni á því,“ segir Kristján
og hlær. - hs
Frelsið og náttúran heilla
Kristján fékk jeppabakteríuna fyrir mörgum árum og hefur ekki losnað við hana
síðan. Hann stofnaði Mountain Taxi árið 1995 og fékk þannig draumastarfið.
Ísland er ekki síður fallegt í vetrarbúningi og þegar snjór þekur jörð er hægt að komast á nýja staði. MYND/MOUNTAIN TAXI
Oft myndast skemmtileg stemning í jeppaferðunum enda mikið ævintýri.
Viðskiptavinir Mountain Taxi eru einna helst af erlendu bergi brotnir og koma sumir
aftur og aftur. Óútreiknanlegt veðurfarið og náttúrufegurðin heilla.
Langsleðar eða bobsleðar urðu fyrst vinsælir á nítjándu öld í
St. Moritz í Sviss. Hins vegar voru það ekki Svisslendingar sem
voru upphafsmenn að langsleðabruni sem nú er keppt í á Ólymp-
íuleikum heldur auðugirir enskir túristar sem voru gestir hins
sögufræga Krup Hótels.
Ævintýragjörnum og ríkum gestum hótelsins datt í hug að
breyta hefðbundnum sleðum bæjarins í tæki sem hægt væri
að keppa á. Mikil stemning myndaðist og hraðskreiðir sleðarn-
ir þutu niður götur bæjarins og lentu stundum á gangandi veg-
farendum. Til að minnka hættuna á slíkum atvikum var byggð
braut árið 1870 sem er að stórum hluta búin til af náttúrunni og
hefur tvisvar verið notuð á vetrarólympíuleikum.
Fyrsta langsleðafélagið var stofnað árið 1897. Með tímanum
breyttust langsleðabrautirnar frá því að vera beinar í að vera
með beygjum. Einnig urðu miklar breytingar á sleðunum sem
fyrst voru úr viði en urðu síðar straumlínulagaðir úr trefjaplasti.
Hraðametið í langsleðabruni er 201 kílómetri á klukkustund. - sg
Íþrótt ævintýragjarnra
Þotið af stað. NORDICPHOTOS/GETTY