Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 W Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða þriðjudaginn 26. apríl 1988 kl. 13-16, í porti bak við vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. stk. Mercedes Benz 280 SEL Mitsubishi Colt fólksbifr. Daihatsu Charmant .... Subaru 1800 station 4x4 Volkswagen Durby .... Mazda 323 sendif.bifr. . . Lada station.............. Volvo 244 ................ Mitsubishi Pajero diesel 4x4 Nissan King Cab. bensín 4x4 Chevrolet pic-up diesel 4x4 . Lada Sport 4x4 ................ Toyota Hi-Lux m/húsi 4x4 . . Mitsubishi L300 sendif.bifr. . Toyota Hi Ace sendif.bifr. . . Ford Econoline sendif.bifr. E.150 Citroen C35 sendif.bifr.......... Volkswagen sendif.bifr........... Mazda E2200 diesel Paner Van Volvo N 84 vörubifr. 10 farþ. . . Mercedes Benz 4x4 vörubifr. . Til sýnis hjá Síldarverksm. ríkisins Seyðisfirði 1 stk. U.S.A. 4x4.................... Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Ólafsvík 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki . Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Patreksfirði. 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki . Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi. 1 stk. Volvo FB 86 vörubifr. pall og sturtulaus 1 stk. Hino 2M 802 vörubifr. sturtulaus...... 1 stk. IHC 540 hjólaskófla................... 1 stk. Zetor 6718 dráttarvél m/ámoksturstæki til sýnis skrifstofu Árg. 1985 1983 1982 1982 1981 1982 1984 1981 1985 1983 1982 1983-85 1981 1982 1982 1979 1984 1971 1984 1971 1970 1979 1974 1974 . 1973 . 1982 . 1977 . 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. l|f Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar, óskareftir tilboðum í endurgerð plana við þvottastöð strætisvagna Reykjavíkur- borgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, fimmtudaginn 19. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ung stúlka lést og maður slasaðist þegar þau urðu fyrir bíl í kappakstri á Hverfisgötu: Kappakstur varð fljótt að harmleik . Glannaskapur í umferðinni seint um síðasta kvöld vetrar varð bani tuttugu og tveggja ára gamallar stúlku, en hún var á leið á skemmtun ásamt félögum. Hópurinn var á leið yfir Hverfisgötu skammt austan við Klapparstíg, þegar tveir bílar komu aðvífandi á ógurlegri ferð í kapp- akstri. Stúlkunni tókst ekki að forða sér af vinstri akrein götunnar og lenti framan á amerískum Dodge bíl og skall á framrúðuna. Félagi hennar varð einnig fyrir bílnum og bæði lentu þau á gangstéttinni. Stúlkan lést áður en henni var komið á Slysadeild Borgarspítalans, en félagi hennar, tuttugu og eins árs gamall maður, hlaut höfuðáverka og missti meðvitund. Hann var í gær kominn heim og er á batavegi. Mikil mildi var, að aðrir skyldu sleppa óskaddaðir. Kappakstursmennirnir þekkja ekki hvor annan. Dodge bifreiðin og græn BMW bifreið stönsúðu báðar á rauðu ljósi á mótum Lækjargötu og Hafnarstrætis. Þar hófst spyrnan, um leið og grænt ljós kviknaði. Leikurinn barst eftir Hverfisgötu með þeim hörmulegu afleiðingum, sem að framan er lýst. Ökumaður Dodge bifreiðarinnar er tvítugur. Hann hemlaði aldrei og kom ekki auga á fólkið fyrr en um Dodge bifreið hins ólánsama ökumanns, sem ók á tvo gangandi vegfarendur, þar sem hann stansaði loks tæpum 100 metrum frá slysstað. (Timinn: Pjciur) Linda Björk Bjarnadóttir, 22ja ára gömul, lést í bflslysinu. seinan. Hann stöðvaði ekki bílinn fyrr en undir Vatnsstíg, tæpum 100 metrum frá slysstað. Ökumaður var þegar sviptur ökuréttindum. Farþeg- ar í bílnum voru einn piltur og þrjár stúlkur. Ekki hefur tekist að hafa uppi á ökumanni og farþega grænu BMW bifreiðarinnar, sem ók honum samhliða, en Slysarannsóknadeild lögreglunnar heitir á þá að gefa sig fram. Stúlkan hét Linda Björk Bjarna- dóttir, fædd 21. október, 1965, og var til heimilis að Sogavegi 158 í Reykjavík. Hún bjó hjá afa sínum og ömmu. þj Þriggja kóra vortónleikar Árnesingakórinn í Reykjavík, Samkór Selfoss og Árneskórinn halda sameiginlega vortónleika í Bústaðarkirkju í dag, laugardag kl. 17. Kórar þessir hafa átt með sér gott samstarf á undanförnum árum og haldið sameiginlega tónleika í Ár- nesi, Selfossi og í Reykjavík. Á efnisskránni í dag verða bæði innlend og erlend lög. Stjórnendur kóranna eru Hlín Torfadóttir, Jón Kristinn Cortes og Loftur S. Loftsson. Undirleik annast þær Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Þórlaug Bjarnadóttir. Kók í dós Verksmiðjan Vífilfell hf. hefur hafið áfyllingu á Coca Cola drykknum í áldósir hér á landi, en til þessa hefur Coca cola í áldósum verið innflutt. Verksmiðjan hefur fest kaup á fullkominni áfyllingarsamstæðu sem getur fyllt á 25 til 33 þúsund dósir á klukkustund, allt eftir stærð þeirra. Lætur því nærri að framleiðslugeta hvers dags sé ein dós á hvert mannsbarn. Innan skamms er ætlunin að hefja áfyllingu annarra gos- drykkja verksmiðjunnar á dósir, þ.e. Sprite, Diet Sprite, Fanta, Fresca og Tab. -ABÓ 7 / .■ M/'%, 7. Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg fjár- festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu innan ákveðins tíma. Sé greiðsla fyrir gjaldfállin Bankabréf ekki sótt strax, bera þau almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið- skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa- deildum í útibúum bankans um land allt. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.