Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. apríl 1988 Tíminn 9 Aldamótakynslóðin nýja. Forsvarsmenn útflutningsfyr- irtækja sýndu fram á það með fullum rökum að rekstur þeirra gæti ekki staðist þessa þróun nema til kæmu efnahagslegar ráðstafanir, sem bættu rekstrar- stöðu þeirra. Kröfum um úrbæt- ur var beint að ríkisstjórninni sem eðlilegt var, því að opinber- ar aðgerðir voru nauðsynlegur þáttur í því að bæta rekstrar- grundvöllinn. Pví miður hefur ekki orðið sá árangur af starfi ríkisstjórnar- innar að útflutningsframleiðslan haldi hlut sínum. Pess vegna eru horfur í rekstri þessara undir- stöðugreina mjög alvarlegar. Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til þess að grípa til aðgerða, sem duga til þess að rétta við rekstrarafkomu útflutnings- greinanna. íslensk útflutnings- fyrirtæki eru því enn komin í þá aðstöðu að geta ekki keppt við erlend fyrirtæki á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtæki sem þann- ig eru sett eru augljóslega van- búin þess að taka á sig miklar launahækkanir. Þau geta það reyndar ekki nema afkomuskil- yrði þeirra batni að öðru leyti. Skilningur verkafólks Ef horft er til vinnudeilnanna í fiskvinnslunni, sem nú eiga að heita leystar, þá verður ekki sagt að kröfur verkafólks hafi keyrt úr hófi eða að þær hafi verið sóttar með offorsi. Pað sýnir að starfsmenn í fiskvinnslu hafa skilning á rekstrarstöðu þeirrar atvinnugreinar, sem þeir vinna við. Hins vegar hefur meiri hluta ríkisstjórnarinnar skort skilning á því að hún gat ýmislegt gert til þess að létta rekstrarkostnað fiskvinnslunn- ar, m.a. með breyttri stefnu í vaxtamálum. Það er réttilega talað um það að innlendur kostnaður geri útflutning ósam- keppnisfæran á erlendum mörkuðum. Þá beina margir sjónum að launakostnaði um- fram annan rekstrarkostnað, en horfa fram hjá gífurlegum fjár- magnskostnaði, sem vaxið hefur meira en aðrir kostnaðarliðir. Framsóknarmenn hafa lagt sér- staka áherslu á að stefnunni í vaxtamálum verði breytt. Þeir hafa ekki fengið því framgengt í ríkisstjórninni vegna andstöðu samstarfsflokkanna. Forystumenn Alþýðuflokks- ins hafa reynst jafn ófúsir að slaka á markaðsstefnunni í vaxtamálum og sjálfstæðis- menn. Enn er þó von til að á þessu geti orðið breyting, ef framsóknarmenn halda áfram að sækja það mál af einurð og festu innan ríkisstjórnarinnar. And-byggðastefna Pegar rætt er um atvinnumálin og ástand efnahagslífsins, þá hlýtur mönnum að koma í hug sú þróun sem er að verða í landsbyggðarmálum. Margir sjá það fyrir sér að línurnar milli höfuðborgarsvæðisins og ann- arra landshluta séu að skerpast, að togstreitan milli borgarbúa og landsbyggðarfólks fari vax- andi. Ekkert vafamál er að þró- unin fer í þessa átt og er út af fyrir sig ekki nýtt fyrirbrigði. Hins vegar er það nýtilkomið og á sér ekki langa sögu, að and- byggðastefna - sem svo má kalla - eigi jafn mikinn hljómgrunn meðal áhrifamanna eins og ástæða er til að ætla. í sinni grófustu mynd hefur and- byggðastefnan það markmið að ísland verði borgríki við Faxa- flóa. E.t.v. verða ekki margir til þess að viðurkenna fyrir öðrum að þeir sjái byggðina óhjá- kvæmilega þróast á þann veg, en undir niðri blundar trúin á að hjá því verði ekki komist að byggð dragist saman í landinu enn frekar en orðið er. Rekstrareiningar Eftirtektarvert er að í umræð- um þeim, sem orðið hafa um afkomu útflutningsframleiðsl- unnar undanfarna mánuði, hef- ur verið að því vikið að rekstrar- einingar í þessum atvinnugrein- um, ekki síst fiskvinnslunni, séu of litlar. Hugleiðingarnar um smæð rekstrareininganna hafa gjarnan leitt til þeirrar niður- stöðu að nauðsynlegt sé að stækka þær. Við ríkjandi að- stæður getur slík stefna ekki orðið til annars en að fækka fiskvinnslustöðvum í landinu, leggja þær niður á sumum stöðum, en stækka þær á öðrum. í huga sfnum geta menn auð- veldlega séð hvaða afleiðingar slík stefna myndi hafa fyrir byggð og búsetu fólks. En menn híjóta þá einnig að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort svo afdrifarík uppstokkun á um- ræddri atvinnugrein svari kostn- aði, þegar málið er skoðað í heild og látið tengjast fleiri sam- félagsviðhorfum en þeim sem snerta talnarök rekstrarhag- fræðinnar nú um stundir, enda ekki sjálfgefið að þau standist gagnrýni út af fyrir sig, hvað þá meira. Hagfræðikenningar koma og fara. Fiskvinnslan og landsbyggðin Byggðastefnan á vissulega í vök að verjast fyrir andbyggða- stefnunni, og það því fremur ef byggðastefnumenn sjálfir eru að missa trúna á ýmis haldbestu rökin fyrir stefnunni. Til þeirra teljast ekki síst þau rök að sjávarútvegur og fiskvinnsla séu betur sett úti um Iandsbyggðina en í Reykjavík. Fram til þessa hefur varla verið ágreiningur um, að verkaskipting að þessu leyti væri eðlileg milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Um flest gátu menn deilt, en ekki þetta atriði. Samt er það svo að sú stefna hefur átt vax- andi fylgi að fagna að „hagkvæmt" sé að flytja út í verulegum mæli óunninn fisk til sölu á uppboðsmörkuðum í Englandi og Þýskalandi, þótt vitað sé að 50-90% af þessum fiski er seldur til vinnslu í hrað- frystihúsum í þessum löndum í beinni samkeppni við fram- leiðslu íslenskra vinnslustöðva, auk þess sem slíkir uppboðs- markaðir eru bæði frumstæðir, • gamaldags og brigðulir og engin sönnun fyrir því að þeir skili þeim hagnaði í þjóðarbúið, sem íslensk fiskvinnsla gerir, þar sem veiðar og vinnsla eru skipulagð- ar sem ein heild og samvirk framleiðslukeðja til þess að ná sem víðtækustum hagnaði fyrir þjóðarbúið. Allt of margir hafa gleypt við kenningunni um ís- fisksölu á skyndimörkuðum er- lendis af ótrúlegu fyrirhyggju- leysi, sem nauðsynlegt er að endurskoða í ljósi fenginnar reynslu. Kenningin um aðskiln- að útgerðar og fiskvinnslu er ekki til neinna þrifa fyrir þjóðar- heildina. Hún er auk þess and- stæð byggðastefnu út af fyrir sig. Rekstrarskipulag sjávarút- vegsgreina skiptir höfuðmáli fyr- ir landsbyggðina og þróun hennar. Á því hefur engin breyt- ing orðið. Framkvæmd byggða- stefnu veltur enn á því hvernig uppbyggingu sjávarútvegsgreina verður hagað. Auðvitað kemur þar fleira til. Hlutur landbúnað- arins er ekki vanmetinn, þótt rækilega sé nú bent á mikilvægi sjávarútvegs fyrir viðhald byggðar í landinu. Þáttur sam- göngumála og félagslegrar upp- byggingar í víðasta skilningi er heldur ekki gleymdur. Nýjar atvinnugreinar og stuðningur við nýsköpunarhugmyndir eru einnig nauðsynlegar fyrir farsæl- an árangur byggðastefnunnar. Mikilvægast er að umræður um byggðamál verði teknar upp með sama áhuga og var fyrir 15-20 árum, sömu trú á gildi byggðastefnunnar fyrir íslenskt þjóðfélag og þjóðartilveru. Þjónusta eða brask Eins og hér hefur verið bent á hefur orðið alvarleg breyting til hins verra á afkomu atvinnulífs- ins. Hjá því verður ekki komist að ríkisstjórnin taki efnahags- ástandið til gagngerrar athugun- ar. Fyrirtæki, sem skiluðu góð- um hagnaði fyrir einu ári, eru nú rekin með miklum halla. Þetta ástand á ekki síst við úti á landsbyggðina þar sem gjaldeyr- isöflunin á sér stað, en sncrtir alla útflutningsframleiðslu, hvar sem hún er stunduð eins og dæmið af Granda h/f í Reykja- vík sýnir. Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík hafa hins vegar aldrei haft meiri umsvif og meiri gróða að því er virðist. Hins vegar á smásöluverslun við mikla afkomuörðugleika að stríða og augljóslega tímabært að fara rækilega ofan í skipulag hennar til þess að koma henni á réttan kjöl, enda brýnt hags- munamál almennings að versl- unarskipulagið sé skynsamlega upp byggt og tiltæk verslunar- aðstaða nýtt af hagsýni. Slíku er síst til að dreifa eins og sakir standa. Verslun og viðskipti er sú þjónustugrein sem skiptir af- komu almennings lang mestu. Á undanförnum árum hefur sótt í það horf að versiun og viðskipti eru í vaxandi mæli rekin sem spákaupmennska en ekki þjón- ustustarfsemi í þágu almenn- ings. Gróðahyggja markaðs- stefnunnar hefur tekið völdin, reyndar hugarfar skyndigróð- ans, sem að líkindum er nú að leggja skynsamlega verslunar- hætti í rúst, ekki aðeins úti um landsbyggðina heldur einnig í höfuðborginni. Verslunin getur ekki til lengdar risið undir brjál- aðri samkeppni sjálfrar sín um smíði ævintýrahalla og annarri offjárfestingu. Kaupmenn og kaupfélög þurfa í sameiningu að móta nýja stefnu í verslunarmál- um, - í þjónustu sinni við al- menning -, eins konar hófsemd- arstefnu í verslunarháttum, sem stefnt sé gegn fjárfestingarbruðli og auglýsingabraski nýkapital- istanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.