Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 llllillllllllllllllillll AÐUTAN illlllllllillllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllll Bremerhavenbúar laga sig að aðstæðum - fiskiðnaður stendur þar með blóma og unnið að því að auka fiskneyslu Þegar allmörg ríki í Norður-Evrópu færðu landhelgi sína út í 200 mílur á áttunda áratugnum missti fiskveiðifloti Vestur-Þýskalands aðgang að mörgum fengsælum fiski- miðum sem hann hafði stundað um langa hríð. Viðbrögð margra útgerðarfélaga voru þau að selja skipin. Yfirvöld í Bremerhaven, einni helstu fisklöndunarhöfn Þýska- lands, áttu úr vöndu að ráða við þessar aðstæður en tóku þá það til bragðs að landa fiski úr erlendum fiskiskipum með góðum árangri. Vegna þessa innflutnings hefur íbúum Bremerhaven tekist að halda við sínum aðalatvinnuvegi, sem byggist á fiski og aftur fiski og hefur verið að þróast alla tíð í 160 ára sögu þessarar hafnarborgar. Frá þessari þróun segir í nýlegu hefti tímaritsins Lufthansa’s Germany. Enginnfiskur-engirpeningar Vegna þessarar þróunar í fisk- veiðiflota Þjóðverja sjálfra hafa þeir orðið að laga sig að nýjum aðstæðum. Gott dæmi um góðan árangur er Dieter Ehsemann skip- stjóri og 5 manna áhöfn hans á skuttogaranum Stoertebecker. Nafnið Stoertebecker er fengið af alræmdum sjóræningja sem at- hafnaði sig á Norðursjónum um aldamótin 1400. Hvað Ehsemann varðar er Stoertebecker meira en skip, togarinn er líka vitni um framtak skipstjórans sem lagði sjálfur mikla fjármuni í fyrirtækið. Af eigin fé lagði hann fram 700.000 þýsk mörk, auk bankaláns sem nemur 1,3 milljón þýskra marka og fékk þá ríkisstyrk til viðbótar að upphæð 1,7 milljón mörk. Fyrir þessa upphæð gat hann keypt glæ- nýtt skip 1983. Áhöfnin, sem telur 5 manns, fær enga kauptryggingu en í staðinn fær hún prósentuhlut af ágóðanum af veiðinni. Enginn fiskur, engir peningar. Einn sjó- mannanna orðar það svo: Við erum allir á sama báti. 1 10 daga veiðiferð utan Noregs- stranda fengu þeir yfir 140.000 kíió af ufsa og skipstjórinn ákvað að aflinn væri „viðunandi". Þá var snúið heim á leið. Þegar netið hefur verið lagt aftur eftir gott „hal“ fara sjómennirnir að gera að fiskinum. Hér áður fyrr hefðu þeir þurft að standa í aðgerð- inni á dekki, óvarðir fyrir vindi, kulda og úrkomu. En nýtísku veiðiskip eins og Stoertebecker eru útbúin færiböndum, sem flytja fiskinn undir þiljur. Þar hefjast sjómennirnir handa, rista fiskinn á kvið og draga innan úr. Þetta er leiðigjörn og einhæf vinna og tekur marga klukkutíma að gera að aflanum, en sjómennimir vita að tekjurnar þeirra fara nákvæmlega eftir afköstunum og meiri hvatn- ingu þurfa þeir ekki. Áður var aðaláhætta fiskveiði- mannanna bundin því að stunda vinnuna í vondum veðrum. Nú á dögum er mikilvægast að þora að taka fjárhagslega áhættu. Dieter Ehsemann sýndi af sér sérstaklega mikinn kjark, þegar hann vogaði sér að leggja sparifé sitt í skipakaup á sama tíma og fiskiflotinn var að dragast stórlega saman. Á síðustu 25 árum hefur flotinn dregist sam- an úr 190 skipum með heimahöfn í Bremerhaven eða Cuxhaven í aðeins 13. Útgerðarmennirnir gripu til þess ráðs að selja skipin vegna þess að við blasti að þeir misstu aðgang að mikilvægum fiskimiðum í Norður-Evrópu. T.d. fóru íslendingar að færa út land- helgi sína þegar 1958, allt frá 4 sjómílum til 200 sjómílna, í þeim tilgangi að stemma stigu við ofveiði útlendinga. „Bandalags hafið“ bjargar miklu Vestur-Þýskaland hefur stutta strandlengju og hefði landið ekki átt aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu hefði það orðið að sjá alveg á eftir úthafsveiðiflota sínum. Aðildarríki bandalagsins settu sjálf á eigin 200 mílna land- helgi 1977 og mynduðu þannig „Bandalags haf“. Með vandlegu skipulagi og stjórn getur þetta svæði gefið af sér allt að þrjár milljónir tonna af fiski á ári. Há- mark alls afla er ákveðið með reglulegu millibili. Á síðasta ári fékk Vestur-Þýskaland 12,6% afl- ans í sinn hlut eða 346.000 tonn af fiski. En þó að stjórnvöld hafi lýst ánægju sinni með þennan „góða árangur af samningum“ er fjár- hagsstaða margra skipaeiganda afar óviss. Oft tekst ekki að veiða upp í kvóta, vegna þess að aflinn hefur minnkað vegna líffræðilegra- og loftslagsþátta. Og oft eru netin tóm vegna þess að fiskurinn er horfinn úr sjónum vegna ofveiði. Ormafárið í haust olli miklum skaða - en hafði líka í för með sér umbætur Þegar ormar fundust í ferskum og pækilsöltuðum fiski skapaðist skelfing í fiskiðnaðnum í haust er leið. Sums staðar féll veltan niður um 80% og nokkur fyrirtæki í Hamborg og Bremen urðu að leggja upp laupana. Viðskiptavinir fylltust ógeði á fiski þegar band- ormarnir fundust vegna þess að þessir ormar eru ekki einungis ólystilegir, þeir geta líka verið heilsuspillandi. Þegar viðskiptavinir hættu að kaupa fiskinn urðu fiskverkendur að setja niður ljósaborð í fisk- vinnslunni til að hreinsa bandorm- ana úr fiskflökunum og skera burt stykkin sem verst voru farin. Önn- ur afleiðing er sú að vísindamenn við Fiskveiðistofnun sambandslýð- veldisins, sem hefur aðalbæki- stöðvar í Hamborg og útibú í Bremerhaven, munu framvegis sinna meira rannsóknum á alls kyns ormum sem taka sér bólfestu í fiski. Þýskir fiskifræðingar stunda líka rannsóknir til að ákveða stærð fiskstofna og ástandið í sjónum og eru niðurstöður þessara rannsókna lagðar fram í formi ráðlegginga til opinberra stjórnunarstofnana um tímabundið bann á veiðum vissra fisktegunda á vissum svæðum, eins og t.d. síld í Norðursjónum, til að komast hjá ofveiði. Þetta er gert í því augnamiði að koma upp sterk- ari stofnum á löngum tíma. Annars konar rannsóknir koma líka fiskiðnaðinum til góða: vís- indamenn hafa verið að þróa nýjar veiðiaðferðir, s.s. notkun sérstakr- ar tegundar neta sem sparar orku þegar þau eru höluð inn og draga þannig úr rekstrarkostnaði. Líf- fræðingar fylgjast með ferðum fiska á tveim rannsóknarskipum, og geta þannig upplýst sjómenn um hvar líklegast er að þeir komist í gott fiskirí. Þjóðverjar veiða sjálfir aðeins 25% - afganginum landa erlend skip Stoertebecker snýr aftur til heimahafnar í Bremerhaven eftir tveggja vikna útiveru. Fiskurinn sem fyrst var veiddur er nú 11 daga gamall og þess vegna verður að landa eins fjótt og frekast er mögu- legt. Verkamenn, sem fá greitt visst á einingu, hífa kassana hátt og tæma innihaldið hratt á færiband, sem rennur beint inn í uppboðssal- inn. Umgengni við fiskinn fer fram með handsnertingu allt frá því hann er veiddur þar til hann er kominn á markað. Meira en 90.000 tonnum af fiski var landað í Bremerhaven á árinu 1986. Meira en helmingur alls fersks fisks sem landað er í vestur- þýskum hafnarborgum skiptir um eigendur hér. En vegna þess hvað þýski fiskveiðiflotinn hefur dregist gífurlega saman veiða þýskir sjó- menn aðeins 25% af öllum þeim fiski sem kemur þar á markað, afgangurinn er úr erlendum skipum. fslendingar, Norðmenn og Bretar flytja mestan hluta fisksins til Bremerhaven nú orðið. Borgin er orðin aðalmiðstöð viðskipta með frystan fisk frá þessum löndum, þar sem allt að 98% af þeim fiski sem til Vestur-Þýska- lands kemur fer um Bremerhaven. Einokunarfyrirtæki í eigu borgarinnar - tryggir sanngjarnt verð Einokun á því að ferma og afferma skip er í höndum fyrir- tækisins Fischereihafen Betriebs- gesellschaft, sem starfrækir fiski- höfnina og gengur undir skamm- stöfuninni FBG í daglegu tali. Eigandi er aðeins einn, borgríkið Bremen. FBG tekur út til einkafyr- irtækja vöruhús, fiskvinnslustöðv- ar og aðra aðstöðu á um 200.000 fermetra svæði í fiskiskipahöfn- inni. f þjónustu FBG eru líka verkamennirnir sem landa úr Stoertebecker og vinna sumir þeirra á næturvakt. Eftir að fiskinum hefur verið landað er næsta skrefið uppboðið. sem FBG heldur á hverjum virkum degi kl. 7 að morgni. Ufsinn hans Ehsemanns skipstjóra fer undir hamarinn í 550 metra löngum upp- boðssal. Hvítu kassarnir, fullir af ísuðum fiski, standa í röðum sem þröngt er á milli og bíða þess að verða seldir. Stórkaupendurnir í Bremerha- ven virða fiskinn vandlega fyrir sér, taka stöku sinnum einn upp og vega hann hugsandi í hendi sér og þefa af tálknunum. Þannig ganga þeir úr skugga um hversu ferskur fiskurinn er, en ferskleikanum er svo viðhaldið með réttri vinnslu og stöðugri kælingu. Vegna þess hvað fiskur skemmist fljótt var hans ekki neytt að neinu ráði nema í strandhéruðum allt þar til langt var liðið á 19. öld. En eftir því sem nýtískulegur kæliútbúnaður var aukinn og endurbættur, sem hægt var að beita jafnóðum og fiskurinn var veiddur, var unnt að halda fiskinum ferskum miklu lengur. Auk þessarar þróunar reyndist út- breiðsla járnbrautarkerfisins vel við að dreifa fiskinum lengra inn í landið. Þegar fiskurinn er kominn þangað grandskoða viðskiptavin- irnir hann ekki síður en heildsal- arnir í Bremen, vel vitandi að alþýðuvísdómurinn um að ferskur fiskur þefji ekki er í fullu gildi. Þó að vitneskjan um veiði, þann afla sem landað er og heildartekjur hljóti að vera mismikil, ber ysinn og þysinn í uppboðssalnum mjög áþreifanlega með sér að hér er svo sannarlega um að ræða markað við sjávarsíðuna. Uppboðshaldarinn hefur komið sér fyrir í handkerru sem verkamaður dregur meðfram kassaröðunum. Stórkaupendurnir gefa merki með næstum ósýnilegri hreyfingu vísifingurs þegar þeir gera tilboð og uppboðshaldarinn notast við hljóðnema þegar hann kallar upp talnarununa sína, verðið á pundi, svo að hún heyrist um allan salinn. Uppboðshaldararnir eru starfs- menn FBG og það er yfirlýst stefna fyrirtækisins að þeir fái ekki hlut- deild í söluágóðanum. Það er tii að tryggja að enginn uppboðshaldari reyni að hækka verðið framyfir það sem raunhæft er. FBG er nefnilega í hlutverki hlutlauss milliliðar sem ekki er ætlast til að skili gróða, heldur á það að tryggja að bæði fiskimennirnir og stór- kaupendurnir 45, sem leyfi hafa til að höndla á svæðinu fái sanngjarna verðlagningu. Klukkustundu síðar er ekki ann- að að sjá en að Ehsemann skip- stjóri sé ánægður, ufsinn hans hef- ur fært honum 109.000 þýsk mörk. Þegar skattar og laun hafa verið dregin frá hefur hann nettó hagnað sem nemur 90.000 mörkum og þá eru líka sjómennirnir hans ánægð- ir, þar sem þeir fá 45% af ágóðan- um í sinn hlut. Þrátt fyrir aukna iðnvæðingu eru fiskveiðar áfram veiðiskapur og árangurinn er aldrei fyrirfram tryggður, sem aftur hefur í för með sér talsverða áhættu. En árið 1987 var hagstætt Ehsemann skipstjóra og nýtískulega skipið hans gerði honum kleift að ná inn hagnaði. Ástæðan til hinnar góðu útkomu Ehsemanns skipstjóra byggist ekki eingöngu á því að hann sé aflakló, eins og áhöfnin hans heldur þó fram, heldur má líka rekja hana til tækjabúnaðar sem er honum til aðstoðar við að finna fiskivöður. Meðal tækjanna er bergmálsdýpt- armælir og annað tæki með tveim skjám sem sýna hvaða fisktegundir og af hvaða stærð eru að svamla í netið. Aflesturinn af tækjunum þarfnast sérfræðilegrar túlkunar sem merkir að skipstjórinn þarf í raun og veru að geta treyst á eðlishvöt ekki síður en reynslu. Það er ekki af tilviljun sem Stoertebecker á heimahöfn í Bremerhaven. Lega borgarinnar er mjög hagkvæm, beint á strönd- inni sem hentar bæði fiskveiðiskip- um og viðskiptum, og tengist mark- aðnum innar í landinu um ár og fljót. Borgin Bremen stofnaði Bremerhaven sem hafnarborg sér til handa fyrir 160 árum, þar sem Geestefljót rennur saman við Wes- er og þar sem Weser rennur út í Norðursjóinn. í síðari heimsstyrj- öld eyðilögðust 97% Bremerhaven í loftárásum bandamanna. Eftir stríðið var hafnarborgin endur- byggð, þ.e.a.s. nær lagi væri að segja hafnaborgin. Þarna var málmgrýtishöfnin, farþegahöfnin, kaupskipahöfnin, gámastöðin, bílastöðin, bananaaðstaðan og fiskihöfnin, allar milli íbúðahverf- anna og vatnsins. Nú er borgin líkust járnbrautarstöð í fjöruborð- inu. Bremerhaven á nú allt sitt undir fiskiðnaðnum, sem veitir 6000 manns vinnu við höfnina eina, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.