Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 23. apríl 1988
Tíminn 21
MINNING
Svanhildur Þorleifsdóttir
Fædd 9. septcmber 1934
Dáin 13. apríl 1988
Hún Svana, konan hans Ragnars
Þórarinssonar vörubílstjóra á
Blönduósi, er dáin.
Svanhildur Sóley hét hún fullu
nafni Porleifsdóttir Ingvarssonar í
Sólheimum í Svínavatnshreppi. Þar
var hún fædd og uppalin. Hún var af
svokallaðri Grundarætt í Svínadal,
sem komin er út af Þorsteini Helga-
syni, Eiríkssonar í Bolholti á Rang-
árvöllum, sem Bolholtsætt er kennd
við.
Ung varð Svana eiginkona Ragn-
ars Þórarinssonar og þau tóku sér
búsetu á Blönduósi. Börn þeirra eru
fjögur, öll uppkomin og búsett í
heimahéraði. f>au eru Þorleifur,
Sigurlaug, Þórunn og Ragnhildur.
Barnabörnin eru í frumbernsku og
er yngstur Andri Þorleifsson, fæddur
5. þ.m. Fæðing hans var sólargeisli er
féll á banabeð Svönu síðustu lífdaga
hennar.
Fáar vikur eru síðan Svana gekkst
undir uppskurð á Akureyri. Hún
kom heim stuttu síðar og hress í
bragði. Var um nætur sakir heima í
Sólheimum hjá bróður sínum og mág-
konu. Heimsótti dóttur þeirra
hjóna, sem búsett er á Kornsá í
Vatnsdal. Kom með manni sínum
og söng við guðsþjónustu í
Blönduóskirkju, eins og gerst hafði
um árabil. Hún veitti gestum þeirra
hjóna við borð sitt, eins og hennar
var vandi að gamalgrónum sveitasið,
mótuðum af uppeldi og upplagi
þeirra hjóna beggja. Hún var sterk
og yfirveguð. Sagði að lífið væri búið
að gefa þeim hjónum mikið þ.á m.
og fyrst og fremst að koma upp
börnum þeirra. Eftir fáa daga átti
hún aftur að fara á vit lækna sinna á
Blönduósi
Akureyri. Hún gerði sér ijóst að
brugðið gæti til beggja vona, en að
svo stutt væri til leiðarlokanna kom
vart í hugann.
Svana var sterkur persónuleiki og
hafði fastmótaðar skoðanir og fram-
komu. Frá henni stafaði öryggi og
gleði er var örfandi fyrir þá sem hún
umgekkst. Margir komu til þeirra
hjóna og vinahópurinn traustur.
Þau hjónin Ragnar og Svana hafa
verið mjög traustir og virkir félagar
í kór Blönduóskirkju um langt ára-
bil. Tenór hans og sópran hennar
settu svip á söng kórsins. Við söng-
félagarnir minnumst margra glaðra
og góðra stunda frá samstarfinu í
kirkjuloftinu þegar tekist var á við
verkefnin, oft af fáu fólki. Þess
samstarfs minnumst við með þakk-
læti.
Sólheimar, æskuheimili Svönu,
standa við rætur Auðnufells, sem er
þar nokkru utar og ofar. Þar við
rætur fellsins og í suðvesturhlíð þess
hafa systkinin frá Sólheimum hafið
skógrækt. Víðsýni er þar mikið yfir
litbrigði landsins. Þangað áttu þau
Ragnar og Svava vaxandi erindi og
unað í samheldnum hópi ættmenna
og venslafólks.
Okkur í kór Blönduóskirkju er
geðþekkt að hugsa til Svönu í víðsýni
nóttlausrar veraldar, umvafða gróðri
og fögrum hljómum þess tilveru-
sviðs, sem stendur huganum nærri á
kveðjustund.
Ragnari Þórarinssyni, börnum
þeirra hjóna, barnabörnum, systkin-
um og öðrum venslamönnum vott-
um við einlægan samhug.
Svanhildur Þorleifsdóttir var
jarðsungin frá Blönduóskirkju í gær,
föstudaginn 22. apríl 1988.
Kórfélagar Blönduóskirkju
Það sló ský fyrir vorsólina, sem
skein skært, þegar ég heyrði lát
Svönu frá Sólheimum. Þar fór kona
sem vert er að minnast. Svanhildur
eins og hún hét fullu nafni, en ætíð
kölluð Svana, var dóttir heiðurs-
hjónanna í Sólheimum þeirra Sigur-
laugar Hansdóttur og Þorleifs Ingv-
arssonar sem bjuggu þar myndarbúi
um langt skeið. Sólheimar standa í
hlíðinni austan Svínavatns. Það er
víðfeðmt og fagurt útsýni yfir vatnið
og fram til dalanna og vestur í
Svínadal. Þarna er og hefur um langt
árabil verið rekið myndarlegur og
snyrtilegur búskapur, gestkvæmt
hefur ætíð verið þar og gestrisni þar
í hávegum. Við þessar aðstæður ólst
Svana upp í föðurgarði ásamt þrem-
ur systkinum sem öll hafa reynst
fyrirmyndarfólk. Frá æskuheimili
sínu erfði hún myndarskap, víðsýni
og félagsþroska.
Svana giftist Ragnari Þórarinssyni
bifreiðarstjóra á Blönduósi og stóð
heimili þeirra þar. Það bar vott um
allt sem góða húsmóður prýðir. Þar
var myndarskapur og snyrtimennska
á hávegum og gestum, sem að garði
bar, var tekið opnum örmum með
gleði og hjartahlýju. Þangað vargott
að koma. Þau hjón voru bæði söngv-
in og sungu bæði lengi í kirkjukórn-
um á Blönduósi, auk margrar annarrap
félagsstarfsemi sem Svana sinnti.
Þau Svana og Ragnar eignuðust
fjögur börn: Þorleif, Sigurlaugu og
Ragnhildi, sem öll eru búsett á
Blönduósi og Þórunni búsetta á
Kornsá í Vatnsdal. Allt er þetta
fyrirmyndarfólk sem erft hefur
mannkosti foreldra sinna.
Öll höfum við ánægju af að sjá
börnin okkar og barnabörnin vaxa
úr grasi og það veit ég að svo hefur
einnig verið með Svönu. Ellefu
Erlendur Sigurjónsson
í dag verður til moldar borinn
Erlendur Sigurjónsson, Víðivöllum
2, Selfossi. Erlendur var fæddur 12.
september 1911 að Tindum í Svína-
vatnshreppi í Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru Guðrún
Erlendsdóttir Eysteinssonar, bróður
Björns Eysteinssonar, og Sigurjón
Þorláksson, ættaður frá Brennistöð-
um í Skagafirði.
Erlendur ólst upp í foreldrahúsum
þar til hann fór til búnaðarnáms að
Hólum í Hjaltadal veturna 1930-
1932. Haustið 1936 tók hann að sér
barnakennslu austur í Fljótshlíð.
Við kennsluna var hann í 2 vetur en
þá fluttist hann að Selfossi. Á Sel-
fossi kynntist Erlendur Helgu Gísla-
dóttur frá Reykjum í Hraungerðis-
hreppi. Þau giftust 16. júní 1940. Ári
síðar fluttust þau austur á Hvolsvöll
þar sem Erlendur fékk vinnu við
kaupfélagið. Hálfu öðru ári síðar
lést Sigurjón á Tindum, faðir Er-
lendar, og varð það til þess að þau
fluttust norður að Tindum. Eftir eitt
ár fyrir norðan fluttust þau aftur til
Selfoss og nú til þess að vera.
Erlendur byggði sér hús skammt frá
Laugardælum sem hann kallaði
Tinda. Þar bjuggu þau þar til flutt
var í nýtt hús við Víðivelli 2 sem
varð framtíðar heimilið.
Það má með sanni segja -að Er-
lendur hafi lifað hamingjusömu lífi.
Helga var honum góður lífsföru-
nautur og saman stofnuðu þau gott
heimili, en Helga var honum einnig
sú kjölfesta í lífinu sem hann þarfn-
aðist með.
Það var ekki einungis að fjöl-
skyldulífið væri gott, hann vareinnig
heppinn með starf. 1948 réðst Er-
lendur til starfa við Hitaveitu
Selfoss, skömmu eftir að fram-
kvæmdir hófust við hana. Þetta var
mikið gæfuspor, bæði fyrir Erlend
en ekki síður fyrir hitaveituna. Þarna
var Erlendur að hefja sitt ævistarf.
Eftir þetta var erfitt að greina á milli
Erlendar og hitaveitunnar, enda helg-
aði hann hitaveitunni alla krafta
sína. Tvo menn ber hæst í sambandi
við uppbyggingu og viðgang hitaveit-
unnar, en það eru Erlendur og Egill
Thorarensen, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Árnesinga. Selfossbúar
standa í þakkarskuld við þessa menn
fyrir hina ágætu framkvæmd sem
hitaveitan er.
Erlendur í hitaveitunni, eins og
flestir þekktu hann, var einstakt
snyrtimenni, einn af þessum lán-
sömu mönnum sem aldrei sér á þótt
þeir vinni óhrein verk. Allt sem
hann tók sér fyrir hendur var vel
unnið, enda var Erlendur handlag-
inn í betra lagi og hafði mikla löngun
til að gera allt vel, en um leið varð
allt að gerast fljótt, ekkert mátti
dragast.
Einn var sá þáttur í fari Erlendar
sem ekki vcrður gengið framhjá en
það var áhugi hans á bílum. Erlend-
ur eignaðist marga bíla um dagana
en átti þá flesta stuttan tíma. Mikið
hlakkaði hann til þegar búið var að
ákveða kaupin og biðin gat þá verið
erfið ef um nýjan bíl var að ræða.
Allir voru á einu máli um það að
betra væri að kaupa bíl af Erlendi en
öðrum mönnum þar sem hann hófst
þegar handa um að endurbæta grip-
ina um leið og hann fékk þá.
Fyrir rúmu ári missti Erlendur
Helgu sína og varð einmana og
eirðarlaus á eftir; kannski var það
gott að fá að fara núna. Fyrir mig,
sem þetta rita, er vináttan sem
þróaðist með fjölskyldu Erlendar og
minni eitt af því besta sem mig hefur
hent um mína daga og verður aldrei
full þakkað. Það er gott að eiga góða
vini og það er einnig gott að njóta
minninganna um þá, að þeim
gengnum.
Erlendur eignaðist 4 börn: Erlu
sem hann eignaðist áður en hann
giftist. Hún er fædd 11. júní 1934.
Maður hennar er Árni Guðmunds-
son bóndi. Þau búa að Böðmóðs-
stöðum í Laugardal. Börn þeirra
eru: Karólína, Garðar og Auðunn.
Karólína á 2 börn og Garðar á 2
börn.
Með Helgu átti Erlendur 3 syni:
Gísla, forstjóra í Reykjavík. Gísli er
fæddur 30. desember 1940. Kona
hans er Jónína Hjartardóttir. Börn
þeirra eru: Helga, Hjördísog Hulda.
Helga á tvö börn.
Sigurður Jóhannes, trésmiður á
Selfossi. Hann er fæddur 23. mars
1946. Kona hans er Auðbjörg Ein-
arsdóttir. Börn þeirra eru Linda,
Rögnvaldur og Eva. Linda á eitt
barn.
Rögnvaldur, fæddur 17. ágúst
1952, dáinn 16. ágúst 1957.
Ég og fjölskylda mín vottum ást-
vinum Erlendar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Jón Guðbrandsson
kom í veg fyrir að sú ósk hennar
rættist en ég veit að hún mun fylgjast
með þroska þeirra þó að við verðum
þess ekki vör. Hylli Guðs fylgdi
henni meðan hún dvaldi meðal
okkar, hann gaf henni góðan mann
og mannvænleg börn og barnabörn
sem halda uppi merki hennar. Ég
óska þess að ættarheill og ættarkostir
fylgi öllum niðjum Svönu. Með
söknuði og djúpum trega kveðjum
við þessa heiðurskonu og þökkum
Guði fyrir þau ár sem hann gaf henni
hérna megin grafar og það fyrirheit
sem Kristur gaf þegar hann sagði:
„Ég lifi og þér munuð lifa“.
Við vottum Ragnari, börnum
þeirra, barnabörnum og systkinum
hennar, dýpstu samúð og biðjum
Guð fyrir framtfð þeirra.
Skúli Jónasson.
Kaupfélag Árnesinga
auglýsir
Af óviðráðanlegum ástæðum verður deildarfundi,
sem auglýstur var þriðjudaginn 26. apríl, frestað til
mánudagsins 2. maí og hefst kl. 20.30 í fundarsal
félagsins á Selfossi.
Kaupfélag Árnesinga
t
Sendum öllum þakkir sem sýnt hafa okkur hlýhug og hjálp í veikindum
og við andlát og jarðarför
Péturs Þórissonar
bónda, Baldursheimi
Þórunn Einarsdóttir
og börn
t
Eiginmaður minn
Andrés Magnússon
bóndi,
Vatnsdal, Fljótshlíð
andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 20. apríl.
Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
Friðrik Guðmundsson
fyrrum bifreiðastjóri
Nesvegi 64, Reykjavík
lést af slysförum þann 20. apríl
börn, tengdabörn og barnabörn
t
Inniiegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
Eyrúnar Eiríksdóttur
Suðurgötu 12, Keflavík
Sigtryggur Árnason
Gauja Guðrún Magnúsdóttir
Magnús Þór Sigtryggsson
Eiríkur Árni Sigtryggsson
Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir
Gunnar Sigtryggsson
Rúnar Sigtryggur Sigtryggsson
Ingvi Steinn Sigtryggsson
Bragi Sigtryggsson
barnabörn og barnabarnabörn
t
Móðir okkar
Soffía Ásgeirsdóttir
frá Fróðá
lést á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 20. apríl.
Börn hinnar látnu
Kjartan Henry Finnbogason
Gottskálk Ólafsson
Kristín Friðriksdóttir
Margrét Sigurðardóttir
barnabörnin þeirra hjóna voru henni
afar kær, hið óvænta fráfall hennar