Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. apríl 1988
Tíminn 3
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins:
Ekki gerð tillaga
um gengisfellingu
„Við erum ekki með neinar tillög-
ur um gengisfellingu og það sem ég
hef heyrt á Stöð tvö og lesið í
blöðum um tillögur okkar í efna-
hagsmálum, er meira ogminna fleip-
ur. Sömu sögu er að segja um þá
hugmynd að við ætlum að lækka
matarskattinn og leggja tolla á bif-
reiðar. Það er enginn fótur fyrir
þessum hugmyndum,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, í tilefni þess að nú er að
hefjast í dag sá miðstjórnarfundur
Framsóknarflokksins sem mikið hef-
ur verið gert úr í fjölmiðlum að
undanförnu.
„Við erum hins vegar með fjár-
magnsmarkaðinn mjög til um-
fjöllunar. Fjármagnsmarkaðurinn er
náttúrlega nokkuð sem hver einasti
maður finnur fyrir. Ég hef kallað
hann ófreskju. Það er of vægt til
orða tekið, ef marka má orð þeirra
sem ég hef hitt og hafa lent í þessari
ófreskju sjálfir. Ég efa ekki að
fjármagnsmarkaðurinn verður mjög
til umræðu," sagði Steingrímur og
vildi hann ekki fara neitt út það
nánar. Sagðist hann vilja ítreka það
að þessar upptalningar sem hafa
komið úr blöðum og sjónvarpi um
ákveðnar leiðir í efnahagsmáium
væru meira eða minna úr lausu lofti
gripnar.
„Hins vegar munum við ræða
ítarlega um það óskaplega ástand
sem er að skapast í atvinnulífi þjóð-
arinnar. Við munum ræða um
byggðaröskunina, um fjármagns-
markaðinn og um þann viðskipta-
halla sem í stefnir og við getum ekki
búið við. Við munum ræða um þessi
megin einkenni hins sjúka efnahags-
lífs sem eru að koma í ljós. Við
munum áreiðanlega gera okkar
kröfu til ríkisstjórnarinnar um að
taka á þeim málum.“
„Hótanir um stjórnarslit eru ekki
inni í myndinni því að fundurinn er
kallaður saman til að fara yfir hvern-
ig gengið hefur á þessu ári. Eitt af
því sem sérstaklega verður farið
yfir, er hvernig tekist hefur að ráða
við þessi mál í samræmi við það sem
við skrifuðum undir í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar," sagði for-
maðurinn. Þau höfuð atriði sem
líklegt er að lögð verði mest áhersla
á í þessu samhengi eru vaxtaskilyrði
atvinnuveganna, byggðaþróunin,
viðskiptajöfnuðurinn og hóflegir
raunvextir. Sagði formaðurinn að
þetta væru allt atriði sem væru skýrt
afmörkuð í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar og að fundurinn væri
kallaður saman til að gera fcér grein
fyrir því hvernig til hefur tekist að
mæta þessum atriðum.
Steingrímur var spurður um
möguleika á því að fram kæmu
sterkar tillögur um að slíta stjórnar-
samstarfinu frá hópi miðstjórnar-
manna. „Þegar stjórnin var mynduð
voru nokkuð skiptar skoðanir í mið-
stjórninni. Sumir töldu að þetta yrði
Útvegsbændafélag Vestmannaeyjum:
Mótmæla stýringu
á gámafisksölu
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum
héldu með sér fjölmennan fund á
fimmtudagskvöld, vegna fyrirhug-
aðrar stýringar á sölu á gámafiski á
erlendum markaði.
Hilmar Rósmundsson hjá Útvegs-
bændafélaginu, sagði í samtali við
Tímann í gær, að fundurinn hefði
verið vel sóttur og málið brynni
mjög heitt á mönnum.
„Það eru þó nokkrir bátar hér þar
sem reksturinn stendur og fellur
með þessari gámasölu. Þetta eru
aðallega minni bátarnir og fiska
lítið, en hafa fengið mjög gott verð
fyrir aflann með því að koma honum
á erlendan markað,“ sagði Hilmar.
Hann sagði að þeir væru fylgjandi
stýringu í fjórar vikur á ári. Það
væru þær vikur sem væru í styttra
lagi og hefðu frídag í byrjun viku.
Það hefði sýnt sig að þá væri salan
léleg.
„Menn töldu sig vera sammála um
að í þeim vikum væri reynt að passa
magnið á markaðina. Við erum
náttúrlega á móti því að það sé verið
að flytja út fisk til að gefa, það
kemur ekki til greina, en útgerðar-
menn hérna þeir þekkja það ekki.
Utan einu sinni hafa þeir fengið
miklu hærra verð en þeir fá hér. Það
var bara þessi vika eftir páska,“
sagði Hilmar.
Hann benti á að fiskvinnslan í
Eyjum væri lömuð vegna verkfalla
og ekki hægt að vinna nema mjög
takmarkaðan afla. Því væri ekki um
annað að ræða en að flytja hann út.
Hins vegar væri starfshópur sjáv-
arútvegsráðherra ekki enn tekinn til
starfa og þeir biðu eftir niðurstöðum
og aðgerðum þess hóps.
Fundurinn samþykkti síðan að
fela Kristjáni Ragnarssyni, formanni
LÍÚ að annast þeirra mál. -SÓL
Þjóðminjasafnið fær bækur
Ríkisstjórn Bretlands hefur
ákveðið að færa Þjóðminjasafninu í
tilefni af 125 ára afmælinu nokkrar
bækur um fornleifafræði að gjöf.
Bækurnar taka yfir rúmlega 1000 ára
sögu Bretlands og Irlands. Þær valdi
Sir David Wilson, sem er þekktur
fornleifafræðingur og forstjóri Brit-
ish Museum og hefur hann m.a.
heimsótt fsland til fyrirlestrahalds.
Sendiherra Bretlands, Mark F.
Chapman, afhendir Þór Magnússyni
þjóðminjaverði bækurnar í safninu,
miðvikudaginn 27. apríl, klukkan
11.00. -ABÓ
ríkisstjórn frjálshyggju og stjórn-
leysis, en við viljum nú ekki trúa því.
Ég er sannfærður um það að sumir
telji sig geta fært rök fyrir því að svo
sé.
En ég á ekki von á því að fram
komi mjög hörð andstaða við ríkis-
stjórnina. Ég á von á því að fram
komi mjög hörð varúðarorð eða
viðvörunarorð og mjög harðar
ábendingar um það ástand sem
myndast hefur í viðskiptalífinu.
Verslanir eru t.d. sumar að loka
endanlega og lengi mætti telja,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
Átti hann von á því að eftir
miðstjórnarfundinn gætu ráðherrar
Framsóknarflokksins lagt fram
mótaðar tillögur um markmið í efna-
hagsmálum. Alls ekki yrði um það
að ræða að lagðir verði fram úrslita-
kostir um ákveðnar leiðir sem til
greina komi. Sagðist formaðurinn
halda að þessi fundur yrði góður
fundur og kvaðst hann ekki kvíða
neinu þrátt fyrir að mikið væri búið
að magna hann upp fyrirfram í
fjölmiðlum. KB
Vinna i verkföllum
Hverjum er heimilt að vinna í verkfalli
og þá hvaða störf?
Eina lagaheimildin sem fjallar um hverjum er heimilt að vinna í verkfalli og hverjum
ekki er 18.gr. laga, nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilurog hljóöar þannig:
"Þegar vinnustöövun hefur veriö löglega hafin, er þeim, sem hún aö
einh verju leyti beinist gegn, óheimilt aö stuöla aöþvlaöa fstýra henni
meö aöstoö einstakra meölima þeirra félaga eöa sambanda sem aö
vinnustöövuninni standa."
Vinnustöðvun nær eingöngu til félagsmanna þess félags sem stendur að
verkf allsboðuninni og starfa á vinnustöðum og við störf sem verkfallsboðunin nær
til.
Þeim starf smönnum sem ekki eru í verkfalli, er heimilt að vinna sín venjulegu störf,
enstarfsskyldurþeirrahvorkiaukast néminnkavegnaverkfallsaðgerðanna. Sem
dæmi mátaka bifvélavirkja eða kjötiðnaðarmenn, sem starfa við afgreiðslu í krafti
sérþekkingar sinnar. Verkfall raskar ekki stöðu slíkra manna á neinn hátt.
Eigendum fy rirtækja er heimilt að vinna við fyrirtæki sín, hvort sem þeir haf a unnið
þar að staðaldri eða ekki. Á það einnig við um maka, börn og nánustu ættingja.
Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli nema að hlutafjáreignin sé grundvöllur
lífsafkomu þeirra og starfið jafnframt grundvallað á hlutafjáreigninni.
Verkfall nær ekki til stjórnenda fyrirtækja, svo sem framkvæmdastjóra,
fjármálastjóra, starfsmannastjóra, skrifstofustjóra, verslunarstjóra og annarra
sambærilegrayfirmanna með stjórnunarábyrgð. Slíkum yfirmönnum ber að sinna
stjórnunarstörufm sínum og er tvímælalaust heimilt að ganga inn í störf
aðstoðarmanna sinna, svo sem fulltrúa, ritara, símavarða og umsjónarmanna
húsakynna.
Vinnuveitendasamband íslands
Steingrímur Hcrmannsson, formaður Framsóknarflokksins.