Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Sovétleiðtoginn Mikhaei Gorbatsjov og utanrík- isráðherra Bandaríkjanna George Shultz hittust í von um að ná samkomulagi um samn- ing um kjarnorkuvopn sem undirritaður yrði á fundi Gor- batsjovs og Reagans í Moskvu í næsta mánuði. Litlar líkur eru taldar á að samkomulag náist. Sovétmenn sprengdu kjarn- orkusprengju neðanjarðar á meðan á viðræðunum stóð. Bandaríkjamenn styrkja stöðu sína í kjölfar átaka við írana: Þrettán ný herskip send til Persaflóa NOUMEA - Aðskilnaðar- sinnar Kanaka á hinni frönsku Nýju-Kaledoníu gerðu skot- árás á hóp franskra lögreglu- þjóna með þeim afleiðingum að fjórir lögregluþjónar létu lífið og fimm særðust. Þá tóku Kan- akarnir tuttugu gísla. Jacues Chiraq forsætisráðherra Frakka kallaði stjórnina saman á neyðarfund vegna þessa máls. Ríkisstjórnin ákvað að senda 3000 franska hermenn til Nýju-Kaledóníu vegna þessa máls. MOSKVA - Sovéskur tals- I maður vísaði á bug fréttum um að Yegor Ligachev, sem talinn hefur verið næstráðandi Gor- batsjov, hafi verið vikið úr starfi R sem formaður hugmynda- fræðinefndar kommúnista- flokksins. HÖFÐABORG - Tillögur I forseta Suður-Afríku P.W. Botha um að blökkumönnum yrði boðið sæti í ríksstjórn landsins voru snarfelldar af hægri sinnuðum hvítum mönn- um auk þess sem forystumenn blökkumanna tóku þeim kulda- lega. BAGDAD - írakar sögðust hafa sökkt meðalstóru herskipi írana á Persaflóa og sagði forseti irak að franar væru nú komnir úr öllu jafnvægi. Hátt- settur embættismaður iraka hafnaði boði írana um samn- ingaviðræður ríkjanna tveggja sem miði að því að binda enda á Persaflóastríðið. Bandaríkjamenn hyggjast styrkja stöðu sína á Persaflóa í kjölfar átakanna við frana á mánudag og hafa nú sent þrettán herskip til viðbótar við þau tuttugu og níu sem fyrir eru á flóanum. Líkur eru á að einhver þeirra skipa sem fyrir eru á flóanum haldi heim á leið í stað hinna nýju. Bandarísk hernaðaryfir- völd neita þó að þessi aðgerð sé í tengslum við atburðina á mánudag þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á tvo íranska olíuborpalla, sökktu tveimur fallbyssubátum og löskuðu fjögur herskip írana. Nú er komið í Ijós að Reagan Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að herskip sín og þotur skyldu sökkva írönskum fallbyssubátum ef þeir gerðu sig líklega til að verjast árás Bandaríkjamanna og ráðast að bandarískum herskipum. Formaður hernaðarnefndar bandaríska þingsins, demókratinn Les Aspin sagði í gær að ákvörðun Bandaríkjaforseta um að ráðast að olíuborpöllum írana til að hefna fyrir meintar tundurduflalagnir ír- ana hafi verið rangar og óskynsam- legar. Aspin telur langt frá því öruggt að írönsk hernaðaryfirvöld hafi fyrirskipað tundurduflalagnirn- ar, heldur séu allar líkur á að öfgahópar innan frans sem mótfalln- ir eru ákvörðun írönsku stjórnarinn- ar um að leggja ekki tundurdufl í flóann svo koma mætti í veg fyrir átök við Bandaríkjamenn, hafi kom- ið tundurduflunum fyrir. Khameini forseti frans lýsti for- ráðamönnum Bandaríkjanna sem stórglæpamönnum í ræðu í íranska útvarpinu í gær. Hann varaði Banda- ríkjamenn við að auka herstyrk sinn á Persaflóa og hótaði hefndum. Bandaríkjamenn senda fleiri herskip á Persaflóa eftir átökin við írana. Svend Augen formaður danskra sósíaldemókrata: Natoríki með puttana í dönskum innanríkismálum VARSJÁ - Um 5000 stál- iðnaðarmenn í suðaustur Pól- landi stóðu fyrir mótmælum og hótuðu að fara í verkfall ef kröfum þeirra um kauphækk- anir og stofnun verkalýðsfé- laga yrði ekki mætt. PARÍS - Mitterrand forseti Frakklands saqðist eiga góða möguleika á að sigra forseta- kosningarnar strax í fyrstu umferð, en kosningarnar verða haldnar á sunnudaginn. NÝJA DELHI - Reiðialda gekk yfir indverska þingið í kjölfar þess að stærsta dag- blað Indlands birti fréttir um að sænska Bofors vopnafyrirtæk- ið hafi greitt bresku fyrirtæki mútur upp á 1,3 milljarða doll- ara til að liðka fyrir vopnasölu til Indlands. DUBLIN - Forsætisráðherra Breta, Margaret Tatcher og stjórnarandstaðan í Indlandi sökuðu forsætisráðherra (r- lands Charles Haugey um að hafa hafnað ensk-írsku sam- komulagi sem hefði getað komið á friði á Norður-írlandi. Svend Augen formaður danskra sósíaldemókrata sakar Bandaríkja- menn og Breta um að skipta sér af dönskum innanríkismálum og telur það mikil mistök hjá Poul Schlúter að boða til þingkosninga 10. maí. Bandaríkjamenn og Bretar hafa lýst því yfir að þeir séu mjögóánægð- ir með þá ákvörðun danska þingsins um að hér eftir verði skipherrum allra þeirra herskipa sem sigla um danska lögsögu tilkynnt að stefna panmerk- ur sé sú að kjarnavopn verði ekki á dönsku yfirráðasvæði á friðartímum og að ákvörðunin gæti orðið til þess að herskip ríkjanna haldi sig utan danskrar lögsögu í framtíðinni. Bretar hafa meira að segja lýst því yfir að bresk herskip muni sniðganga danska lögsögu fram yfir kosnin- garnar 10. maí. Þá var Natofundur, sem átti að halda í Danmörku, fluttur til Brussel. Þessi viðbrögð telur Svend Augen að séu afskipti af dönskum innanrík- ismálum. „Þetta eru íhaldssamar ríkis- stjórnir og ég býst við að það sé mannlegt hjá þeim að styðja við íhaldsama ríkisstjórn í Danmörku," sagði Svend Augen í viðtali í gær. „Eg vil ekki vera að ráðast að fólki sem ég þarf að vinna með eftir kosningar. Við búumst við að sigra í kosningunum. Það eina sem ég segi er að í augum margra Dana eru viðbrögð Bandaríkjamanna og Breta bein íhlutun í innanríkismál okkar. Danir eru dyggir stuðnings- menn Nato, en þeir vilja örugglega sjálfstæða danska stefnu innan Nato.“ Viðbrögð Bandaríkjamanna og Breta við ákvörðun danska þingsins hafa verið ótrúlega harkaleg. I gær neyddist Marlin Fitzwater blaðafull- trúi Reagans Bandaríkjaforseta til að biðja Dani afsökunar á orðum sínum fyrir stuttu þegar hann sagðist mundu éta Dani í morgunmat. Ríkisstjórn Poul Schlúters hefur stutt stefnu Nato í varnarmálum dyggilega. Því óttast menn í höfuð- stöðvum Nato þá stefnubreytingu sem óhjákvæmilega yrði ef sósíal- demókratar og aðrir vinstri flokkar í Danmörku ná völdum. Svend Aug- en vill skýra viðbrögð Bandaríkja- manna og Breta í þessu ljósi og telur Bandamenn óttast að Danir tækju undir kröfu Svía og Finna um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd en sú hugmynd er eitur í beinum Nato. Augen sagði að hann sem forsætis- ráðherra myndi hafna kröfum Nato um aukin framlög til vígbúnaðar. Þess í stað myndi hann móta svokall- aða „Slökunar-varnarstefnu" sem miði að uppbyggingu varnarvopna sem fæli andstæðinga frá árásum á Danmörku, en yrðu ekki nothæf í árás á önnur ríki. Sýrlendingar að sættast við PL0 Sættir virðast vera að nást milli Frelsissamtaka Palestínu og sýr- lenskra stjórnvalda, en Sýrlending- ar ráku samtökin úr landi fyrir fimm árum. Er gert ráð fyrir að Yassir Arafat muni halda til Sýr- lands á næstunni og hitta Assad Sýrlandsforseta að máli til að undirstrika sættimar. Fyrstu merki þessara sátta voru að útför Al-Wazirs æðsta herfor- ingja PLO sem myrtur vará dögun- um fór fram í Damascus, en ekki í Amman eins og fyrst stóð til. Flestir æðstu embættismenn PLO aðrir en Arafat voru viðstaddir útförina í Sýrlandi. Þeir hittu vara- forseta Sýrlands að máli á fimmtu- dag og tilkynntu um sættirnar eftir þann fund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.