Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 28
Yfirdráttur á tékkareiKninea launafólks SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta ■ UL Tíniiim Líf og fjör á fyrsta degi verkfalls verslunarmanna: Hluthafafjölgun og tíð verslanaættarmót Verkfallsverðir verslunar- mannafélaganna á höfuðborgar- svæðinu þurftu ekki að kvarta undan verkefnaskorti á fyrsta degi verkfalls verslunarmanna í gær. Samkvæmt upplýsingum verkfallsnefndar VR þurftu verk- fallsverðir félagsins að hafa af- skipti af um 60-70 fyrirtækjum í Reykjavík vegna meintra verk- fallsbrota en verkfallsncfnd bár- ust tilkynningar um á annað hundrað tilvik, þar sem framin voru verkfallsbrot. Höfuðborginni var skipt niður í 10 vörslusvæði, og á hverju svæði réði harðskeytt lið verk- fallsvarða ríkjum. Um 300 félag- ar í VR komu á verkfallsvaktina í morgunsárið og þeim fjölgaði síðan jafnt og þétt er á daginn leið. Það var greinilegt á fólki að nú skyldi samstaðan ekki rofin, sótt yrði fram í nafni einingar þar til sigur ynnist. Það var mái manna að verkfall kynni að drag- ast á langinn, í það minnsta fram í miðja næstu viku. „Vesen með Hrafn, eins og venjulega“ En það voru ekki aðeins félag- ar í VR, sem höfðu í nógu að snúast við verkfallsvörsluna. Kollegar þeirra í Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar áttu einnig erfiðan dag. Reyndar þurftu þeir að kalla á hjálp frá VR, þegar stríðið stóð sem hæst, en „stríðsátökin" voru hvað mest í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ. Þar vörnuðu verkfallsverðir við- skiptavinum inngöngu á þeirri forsendu að kjötiðnaðarmenn verslunarinnar gengju í störf verslunarmanna, t.d. við að raða vörum í hillur og að „vera á kassa“. „Það er sama vesenið og venjulega, með Hrafn Bachmann," varð einum verk- fallsverði á orði. Vatnslagur og fingurbrot Unglingar gerðu aðsúg að ver- kfallsvörðum og gusuðu vatni yfir þá. Einn starfsmanna Kjöt- miðstöðvarinnar, og nokkrir ung- lingar sem voru á staðnum, reyndu inngöngu í verslunina með áhlaupi, með þeim afleiðing- um að einn verkfallsvarðafingur varð undan að láta og brotnaði. Lausn á þessu máli fékkst eftir nokkurra klukkustunda þref milli forsvarsmanna VH og eigenda Kjötmiðstöðvarinnar, á þann veg að kjötiðnaðarmenn voru sendir heim, en tveir eigendur og makar þeirra önnuðust eftir það öll störf verslunarinnar. í Kostakaupum í Hafnarfirði meinuðu verkfallsverðir við- skiptavinum aðgang að verslun- inni á fjórða tímanum í gær, en þar var opið fyrir hádegi og síðan átti að vera opið frá 15-19. Verk- fallsverðir töldu, eins og í Kjöt- miðstöðinni, að tveir kjötiðnað- armenn hefðu gengið í störf versl- unarfólks og þannig vísvitandi framið verkfallsbrot. Hver má vinna í verkfalli? í flestum þeim tilfellum, sem verkfallsverðir þurftu að grípa í taumana í gær, var ágreiningur um hverjir mættu vinnaoghverjir ekki í verkfallinu. Ekki var þó almennt neinn ágreiningur um rétt eigenda fjölskyldufyrirtækja til að vinna við þau. Hinsvegar voru deildar meiningar um hvort börnum eigenda fyrirtækja og skyldfólki væri heimilt að ganga í störf verslunarfólks. Eigendur fyrirtækja töldu að öllum nánum fjölskyldumeðlimum væri frjálst að vinna í verkfallinu, en fulltrúar verslunarmannafélaganna töldu að börn eldri en 16 ára gömul Hrafn Bachmann, annar eigenda Kjötmiðstöðvarinnar bað forsvarsmenn verkfallsvarða Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar, að hafa sig hæga og slappa af. Niðurstaða af rimmu verkfallsvarða og eigenda Kjötmiðstöðvar- innar var á þá lund að heimilt væri að hafa verslunina opna að því tilskildu að einungis eigendur og makar þeirra önnuðust öll verslunarstörf. hefðu ekki löglega heimild til þess. Hluthafaákvæðið umdeilanlegt Ákvæði laga um að hluthafar í fyrirtækjum mættu vinna í verk- falli olli einnig oft deilum milli verkfallsvarða og verslunareig- enda í gær. Samkvæmt laganna hljóðan mega strangt til tekið þeir hluthafar vinna, sem byggja lífsafkomu á hlutafjáreigninni. Öðrum hluthöfum er óheimilt að ganga í störf verslunarfólks í verkfalli. Grétar Hannesson, einn af forsvarsmönnum verk- fallsnefndar VR, sagði að þetta atriði væri vitaskuld umdeilan- legt, en staðreyndin væri sú að þegar þessi staða væri komin upp, vildu allir vera annaðhvort blóðskyldir verslunareigendum eða vera hluthafar sem hefðu afkomu af hlutafjáreign í við- komandi fyrirtæki. Létt kjaftshögg á Akureyri En það er víðar cn í Reykjavík sem verslunarfólk hefur lagt nið- ur störf. Á Akureyri voru verk- fallsbrot nokkuð tíð í gær, en mál voru leyst án vandræða í öllum tilvikum nema einu, en þá sló forstöðumaður bensínstöðvar til verkfallsvarðar þegar hann ætlaði að stöðva ólögmætt vinnuframlag systur forstöðumannsins. Á ísa- firði gengu málin átakalaust fyrir sig og án verulegra afskipta verk- fallsvarða. 1 Borgarnesi lokuðust allar verslanir Kaupfélagsins svo og sláturhús. Tímanum er ekki kunnugt um meint verkfallsbrot þar. Á Suðurlandi lamaðist vcrsl- un að mestu í gær vegna verkfalls- ins. Til dæmis er einungis vitað um eina verslun sem hafði opið á Selfossi. Samninganefndir verslunar- mannafélaganna og atvinnurek- enda sátu áfram á rökstólum hjá sáttasemjara í gær, en fyrsta fundi deiluaðila lauk klukkan 4 í fyrri- nótt. Að sögn Guðlaugs Þor- valdssonar hefur enn ekkert verið rætt um launalið samninga, en augum þess í stað beint að ýmsum auka- og hliðarmálum. Guðlaug- ur sagðist búast við að fundum yrði fram haldið um helgina. óþh BULGARÍA Tryggið ykkur sæti, þar sem sumar ferðirnar eru að fyllast NÁNARI UPPL ÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNNI KÝPUR TT'Y Kynnið tkkur einstaklega hagstætt verð EYJA Hjá okkur er opið ÁSTARINNAR p^RÐA Haínaistiæti 18 /ikV HF 14480 - 12534

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.