Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 24
24 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 llllllllllillllllll DAGBÓK IIIIIHH Tónlistarfélagið í Reykjavík: Ursula, Judith og Mirjam halda tónleika í íslensku óperunni f dag, laugard. 23. apríl mun Ursula Ingólfsson-Fassbind, píanóleikari og dæt- ur hennar Judith, 14 ára fiðluleikari og Mirjam, 13 ára sellóleikari, halda tón- leika í fslerisku óperunni kl. 14:30 á vegum Tónlistarfélagsins. Ursula Ingólfsson-Fassbind fæddist f Zurich í Sviss og hóf píanónám aðeins 4 ára gömul. Hún lærði bæði í Mozarteum í Salzburg og tónlistarháskólanum í Zurich, en sótti framhaldsnám til Banda- ríkjanna. Hún hefur komið oft fram sem einleikari og í flutningi kammertónlistar víðs vegar í Evrópu. Ursula fluttist til íslands með manni sínum, Katli Ingólfssyni, og lék sem píanóleikari bæði með Sinfóníuhljóm- sveit fslands og á einleikstónleikum, auk þess kenndi hún við Tónlistarskólann í Reykjavík um 10 ára skeið. Judith, fiðluleikari og Mirjamsellóleik- ari eru nú 14 og 13 ára gamlar. Þær hófu báðar hljóðfæranám mjög ungar að aldri í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og eru nú yngstu nemendur í hinum fræga Curtis-tónlistarskóla í Philadelphiu. Þær hafa unnið til fjölda viðurkenninga og unnið samkeppni, en auk þess að koma stöðugt fram sem einleikarar hafa mæðg- urnar lagt sérstaka stund á flutning kam- mertónlistar. Á efnisskránni eru þrjú verk: Tríó í B-dúr cftir Mozart, Tríó í g-moll eftir Beethoven og „Dumky“-tríó í e-moll eftir Dvorák. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Sunnudagsferðir F.í. 24. apríl Kl. 10:30 - Skógfellaleið - gömul þjóðleið. Gangan hefst á móts við Voga á Vatnslcysuströnd á Skógfellaleið, en henni verður síðan fylgt til Grindavíkur. Þægileg gönguleið á jafnsléttu en í lengra lagi. (800 kr.) Kl. 10:30 - Fljótshlíð/ökuferð. Ekið sem leið liggur um Suðurlandsveg og síðan Fljótshlíðarveg allt austur að Fljótsdal. Markverðir staðir í Fljótshlíð skoðaðir. (1000 kr) Brottför í báðar sunnudagsferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna tónleika eftir helgi. Fyrri tón- leikarnir verða í Bústaðakirkju mánudag- inn 25. apríl kl. 20:30. Á þeim tónleikum leikur hljómsveit Tónlistarskólans ásamt tveimur einleikurum og cinsöngvara, og eru tónleikarnir hluti af lokaprófi þeirra frá skólanum. Á efnisskrá eru: Klarinettkonsert í A-dúr eftir Mozart, einleikari Ármann Helgason, Konsert í F fyrir óbó og hljómsveit, einlcikari á óbó Hólmfríður Þóroddsdóttir, Serenaða op. 48 fyrir strengjasveit eftir Tsjaikovsky og Folk Songs eftir Luciano Berio, einsöngvari Guðný Árnadóttir mezzósópran. Stjórnendur á tónleikunum eru Bern- harður Wilkinson og Mark Reedman. Seinni tónleikarnir eru 8. stigs söngtón- leikar í sal skólans, Skipholti 33, þríðj- udaginn 26. apríl kl. 20:30. Hlíf Káradótt- ir, sópran og Sigurdríf Jónatansdóttir mezzósópran flytja lög eftir íslcnska og erlenda höfunda. Gallerí Borg: Sýning á uppboðsverkum Nýlega var opnuð í Gallerí Borg sýning á þeim verkum sem verða á 14. uppboði Gallerísins, sem haldið verður í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benedikts- sonar. Uppboðið verður á Hótel Borg á morgun, sunnudaginn 24. apríl og hefst kl. 15:30. Uppboðsverkin verða sýnd í Gallert Borg, Pósthússtræti fyrir uppboð- ið. GRAFÍK • GALLERÍ BORG í glugga Grafík-Gallerísins, Austur- stræti 10 (Penninn) stendur nú yfir kynn- ing á grafík-myndum eftir Þórð Hall og keramik-verkum eftir Guðnýju Magnús- dóttur. Háskólafyrirlestur um norræna sagnadansa Dr. Bengt R. Jonsson, forstöðumaður Svenskt visarkiv, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Hásícóla fslands þriðjudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Den nordiska balladens áldsta historia" og verður flutt- ur á sænsku. Bengt R. Jonsson er einn lærðasti núlifandi fræðimaður á sviði norrænna sagnadansa. Doktorsritgerð hans „Svensk balladtradition" kom út árið 1967 og hann var einn höfunda að ritinu „The Types of Scandinavian Medieval Ballad" (1978). Jonsson er ritstjóri nor- ræna þjóðfræðatímaritsins Arv og ritstýr- ir einnig ársritinu Sumlcn, sem fjallar um þjóðkvæði og þjóðlög. Auk þess flytur Bengt R. Jonsson fyrirlestur á vegum Norræna hússins mánudaginn 25. apríl kl. 20:30 og nefnist sá fyrirlestur „Svensk visforskning i dag“. Leikfélag Reykjavíkur: Frumsýning á HAMLET Harmleikurinn um Hamlet Danaprins eftir William Shakespeare verður frum- sýndur annað kvöld, sunnud. 24. apríl kl. 20:00 í Iðnó. Shakespeare samdi Hamlet árið 1602. Hamlet hefur tvisvar áður verið sýndur í íslensku leikhúsi, í Iðnó 1948-’49 og í Þjóðleikhúsinu 1963-’64. Leikstjóri nú er Kjartan Ragnarsson og er uppfærsla hans að mörgu leyti nýstár- leg. Leikmynd og búninga hannar Grétar Reynisson og lýsingu Egill Örn Árnason. Tónlistin í sýningunni er eftir Jóhann G. Jóhannsson en Pétur Grétarsson útsetti. Þeir félagar flytja tónlistina sjálfir („life"). Leikarar er: Þröstur Leó Gunnarsson (Hamlet Danaprins), Sigurður Karlsson (Kládíus Danakonungur), Guðrún Ás- mundsdóttir (Geirþrúður Danadrottn- ing), Steindór Hjörleifsson (Pólóntus ráð- gjafi), Sigrún Edda Björnsdóttir(Ófelía), o.fl. o.fl. Aðalfundur Sógufélags Árnesinga Aðalfundur Sögufélags Árnesinga verður haldinn á Hótel Selfossi miðviku- daginn 27. apríl kl. 20:30. Fundurinn hefst með fyrirlestri. Ög- mundur Helgason flytur fyrirlestur um þjóðfræðasafnara úr Árnesþingi, Guð- mund Sigurðsson frá Loftsstöðum. Guð- mundur fæddist í Syðri Gegnishólum árið 1808 og dó árið 1874. Hann var vinnu- maður alla ævi, lengst af í Gaulverjabæ. Guðmundur skráði fjölda þjóðsagna og þjóðkvæða sem sum hafa verið prentuð á víð og dreif í þjóðfræðasöfnum annarra. Eftir fyrirlesturinn taka við venjuleg aðalfundarstörf. Fyrirlesturinn er öllum opinn og nýir félagar velkomnir. Opnunartími sundstaða fráog með18. apríl: Laugardalslaug - Vesturbæjarlaug - Breiðholtslaug. Þessar sundlaugar eru allar opnar á sama tíma: Mánudaga-föstudaga (virka daga) kl. 07:00-20:30 Laugardaga kl. 07:30-17:30 Sunnudaga kl. 08:00-17:30 Sundhöll Reykjavíkur: Mánudaga-föstudaga (virka daga) kl. 07:00-20:30, en vegna æfinga íþrótta- félaga verða frávik á opnunartíma í Sundhöllinni á tímabilinu 1. okt.-l. júní, og er þá lokað kl. 19:00 virka daga. Laugardaga 07:30-17:30 Sunnudaga 08:00-15:00. Lokunartími er miðaður við þegar sölu er hætt, en þá hafa gestir 30 mínútur áður en vísað er upp úr laug. Revíuleikhúsið: Sætabrauðskarlinn Síðasta sýning á Sætabrauðskarlinum verður sunnudaginn 24. apríl kl. 15:00 í Kópavogsleikhúsinu. Miðapantanir eru í síma 656500 og miðasala er opin frá kl. 13:00 sýningardaginn. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10:30. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í verkið „Sætúnsræsi 5. áfangi“. Verkið felst í uppsteypu og lagningu stokka meðfram núverandi Skúlagötu og í útrásum. Einnig er innifalið í verkinu 4 þveranir á Skúlagötu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu frá og með þriðjudegi. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 10. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Blásarakvintett Reykjavíkur: Tónleikar í Stykkishólmi og Ólafsvík Blásarakvintett Reykjavíkur heldur í tónleikaferð til Snæfellsness um helgina. Tónleikar verða í sal Grunnskólans í Stykkishólmi laugardaginn 23. apríl kl. 14:00 og í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:00 á sunnudag. Flutt verður léttklassísk tónlist eftir Mozart, Malcolm Arnold, Jean Francaix, Scott Joplin, Ferenc Farkas og Þorkel Sigurbjörnsson. Á þessu ári hefur Blásarakvintettinn farið í tónleikaferð til Svíþjóðar og leikið fyrir Musica Nova, Kammersveit Reykja- víkur og Tónlistarfélag Njarðvíkur. í maí eru fyrirhugaðir tónleikar á Akranesi, auk þess tónleikaferð til Englands, þar sem kvintettinn tekur einn- ig upp tvo útvarpsþætti fyrir B.B.C. Þetta er sjöunda starfsár Blásarakvint- etts Reykjavíkur, en hann hafa skipað frá upphafi: Bernharður Wilkinson flautu- leikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Einar Jóhannesson klarínettleikari, Jo- scph Ognibenc hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari. Sunnudagsferð Útivistar Strandganga í landnámi Ingólfs 12. ferð. Rafnkelsstaðaberg- Garðskagi Hvalsnes. Kl. 10:30 Rafnkelsstaðaberg Hvalsnes. Gengið um Kirkjuból og Garð- skaga. Kl. 13:00 Kirkjuból - Hvalsnes. í þennan hluta mæta þeir sem ekki hafa tíma í alla gönguna. Gengið um Bæjar- sker, Fuglavík og Sandgerði. Sjá má sögulegar minjar og fjölbreytt fuglalíf. Brottför frá BSf bensínsölu. Farmiðar við bíl (800 kr.).Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku í „Strandgöngunni". Sími Útivistar: 14606 Gallerí GANGSKÓR: Sýning Ingibergs Magnússonar Ingiberg Magnússon opnar sýningu á þurrkrítarmyndum í Gallerí GANG- SKÖR Amtmannsstíg 1 í dag, laugardag- inn 23. apríl kl. 14:00. Á sýningunni verða 12 myndir, flestar unnar á þessu ári. Sýningin stendur til 8. maí. Ingiberg Magnússon stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1965-1970. Hann hefur haldið einkasýn- ingar í Reykjavík, á Egilsstöðum, ísafirði Akranesi, í Kópavogi, Odense og síðast í Stokkhólmi 1987. Einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk hans eru í eigu Listasafns íslands, Listasafns ASÍ, Listasafns Kópavogs, Neskaupstaðar, Norrænu myndlistarmið- stöðvarinnar Sveaborg í Finnlandi og Norræna hússins í Reykjavík. Sýning Ástu Guðrúnar í Hafnargalleríi Þann 7. apríl opnaði Ásta Guðrún Eyvindsdóttir málverkasýningu í Hafn- argalleríi við Hafnarstræti á hæðinni ofan við bókaverslun Snæbjarnar. Sýningin er opin á verslunartíma og mun standa til 24. apríl. Breyting verður á opnunartíma sýning- arinnar, - ef til verkfalls verslunarmanna kemur og bókabúðin verður lokuð ein- hvem tfma. Þá verður sýning Ástu Guð- rúnar opin vikuna eftir að verkfail leysist, á sama tíma og bókabúðin. Þetta er fyrsta sölusýning Ástu, en hún stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands og síðan við Central School of Art and Design í London. Á sýning- unni eru 14 olíumálverk, flest frá nýliðnu ári. Húnvetningafélagið heldur sumarfagnað Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur sumarfagnað sinn í Domus Medica laug- ardaginn 23. apríl. Hann hefst kl. 21:00 með skemmtidagskrá, þ.á m. spurninga- keppni þar sem norðan- og sunnanmenn etja kappi saman. Þar mætir lið Húnvetn- inga úr sjónvarpsþætti Ómars Ragnars- sonar „Hvað heldurðu” Að lokinni skemmtidagskrá leikur hljómsveitin Upp- lyfting fyrir dansi. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík verð- ur með félagsvist laugardaginn 23. apríl í félagsheimilinu, Skeifunni 17 og hefst hún kl. 14:00. Neskirkja ■ Félagsstarf aldraðra Samverustund í dag, laugardaginn 23. apríl, kl. 15:00 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Samúcl Ólafsson segir frá dvöl sinni í Afríku í máli og myndum. Nem- endur úr Tónskóla Sigursveins flytja KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbekíi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga ogsunnudaga kl. 13:30^-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrákl. 11:00-17:00. Kvikmyndasýning MÍR í dag, laugard. 24. apríl kl. 16:00, verður kvikmyndin „Lenin 1918“ sýnd í bíósal MÍR Vatnsstíg 10. Myndin er nær hálfrar aldar gömul, gerð árið 1939. Leikstjóri er Mikhaíl Romm, sá sami og gerði myndina „Lenin í október“ 2 árum áður. Skýringar á ensku eru fluttar með myndinni. Aðgangur er öllum heimill. Félag eldri borgara Opjð hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudag. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 - dansað til kl. 23:30. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN Kammermúsíkklúbburinn heldur fjórðu tónleika sína á starfsárinu 1987- 1988 sunnudaginn 24. apríl kl. 16:00 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá er: Tríó í Es-dúr, op. 3 (1792 ?) eftir Ludwig van Beethoven (1770-1827) og Kvartett fyrir píanó og strengi í G-moll, op. 25 (1861) eftir Johannes Brahms (1833- 1897). Flytjendur eru: Laufey Sigurðardóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir lágfiðla, Rich- ard Talkowsky knéfiðla og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó. III ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllllllllllll Laugardagur 23. apríl 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Heimir Steinsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist. 9.30 Saga bama og unglinga: „Drengirnir frá Gjögri“ eftir Bergþóru Pálsdóttur Jón Gunn- arsson les (3). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Vikulok Brot úr þjóðmálaumræðu vikunnar, fréttaágrip vikunnar, hlustendaþjónusta, viðtal dagsins og kynning á helgardagskrá Útvarps- ins. Tilkynningar lesnar kl. 11.00. Umsjón: Einar Kristjánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hódegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.10 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Slnna Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mól Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 8.45). 16.30 Lelkrit: „Jekyll .læknir og herra Hyde“ eftir Robert Louis Stevenson. Leikgerð samdi Jill Brooke. Þýðandi: Karl Emil Gunnarsson. Leik- stjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Amar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Steindór Hjörleifs- son, Jón Sigurbjörnsson, Unnur Stefánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Valdimar Lárusson, Karl Guðmundsson, Jón Hjartarson, Helga Þ. Stephensen, Rósa Guðný Þórsdóttir og Ragnar Kjartansson. (Einnig útvarpað nk. þriðjudags- kvöld kl. 22.30). 18.00 Gagn og gaman Umsjón: Sigrún Sigurðar- dóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Tónlist. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 14.05). 20.30 Maður og náttúra. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 21.30 Danslög 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Útvarp Skjaldarvík Leikin lög og rifjaðir upp atburðir frá liðnum tíma. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) 23.00 Mannfagnaður á vegum Ungmennafélags Hveragerðis. 24.00 Fréttir. 24.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir klassíska tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagt frá veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 10.05 Nú er lag Gunnar Salvarsson tekur á móti- gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hódegisfréttir 12.45 Léttir kettir Jón Ólafsson gluggar í heimilis- fræðin... og fleira. 15.00 Við rásmarkið. Sagt frá íþróttaviðburðum dagsins og fylgst með ensku knattspyrnunni. Úrslitaleikir karla og kvenna í bikarkeppninni í körfuknattleik. Umsjón: Amar Björnsson, Sam- úel Örn Erlingsson og Skúli Helgason. 17.00 Lög og létt hjal Svavar Gests kynnir innlend og erlend lög og tekur gesti tali um lista- og skemmtanalíf um helgina. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Snorri Már Skúlason ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttlr kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20, 16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 23. apríl 13.30 Fræðsluvarp 1. Útlaginn. íslensk kvikmynd frá 1982. Handrit og leikstjórn: Ágúst Guð- mundsson. Aðalhlutverk Arnar Jónsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Bjarni Steingrímsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þráinn Karlsson og Helgi Skúlason. Mynd þessi er gerð eftir Gísla sögu Súrssonar en hún er lesin af nemendum 9. bekkjar grunnskóla fyrir samræmt próf í íslensku. 2. Lærið að tefla - Fimmti þáttur - Skákþáttur fyrir byrjendur. Umsjónarmaður Áskell örn Kárason. 15.30 Hlé. 16.20 Reyklaus dagur - Endursýning. Helgi E. Helgason fréttamaður stýrir umræðum um skaðsemi reykinga. Þessi þáttur var áður á dagskrá 5. apríl sl. 17.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixsson. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Smellir. 19.30 Litlu prúðuleikararnir (Muppet Babies) Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.45 Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Lögin í úrslitakeppninni. Kynnir: Her- mann Gunnarsson. 20.55 Landið þitt - ísland. Umsjónarmaður Sig- rún Stefánsdóttir. 21.05 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Maður vikunnar 21.50 Lifi Lucy! (We Love Lucy) Bandarísk mynd þar sem sýndar eru svipmyndir úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lucy Ball. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 23.25 Síðasta sakramentið (Inspector Morse - Service of All the Dead) Bresk sakamálamynd frá 1986. Aðalhlutverk John Thaw. Morse lögregluforingi er beðinn um að rannsaka morð sem framið er í sveitakirkju rétt fyrir utan Oxford. Fyrr en varir liggja fleiri í valnum en þrátt fyrir það er erfitt að fá starfsfólk kirkjunnar til að leysa frá skjóðunni, jafnvel þvottakonan virðist búa yfir leyndarmáli. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 23. apríl 09.00 Með afa. Þáttur með blönduðu efni fyrir yngstu bömin. Afi skemmtir og sýnir börnunum stuttar myndir: Skeljavík, Kátur og hjólakrílin og fleiri leikbrúðumyndir. Emma litla, Júlli og töfra- Ijósið, Depill, Yakrai, I bangsalandi, Litli folinn og félagar, og ný mynd sem nefnist Lokkadísa. Sagan af Sollu Bollu og Támínu eftir Elfu Gísladóttur. Myndskreytingar eftir Steingrím Eyfjörð. Allar myndir sem bömin sjá með afa, eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Júlíus Brjánsson, Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir. 10.30 Peria. Teiknimynd. Þýðandi Björgvin Þóris- son. 10.55 Hinir umbreyttu. Teiknimynd. Þýðandi Ástráöur Haraldsson 11.15 Guð í alheimsgeimi. Leikin barna- og unglingamynd. 12.00 Snóker. Bein útsending frá Islandsmótinu í snóker. Umsjónarmaður er Adolf Erlingsson. 14.05 Fjalakötturinn Kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2. Sýningarmaðurinn. The Picture Showman. Aðalhlutverk: Rod Taylor, John Meillin og John Ewart. Leikstjóri: John Power. Handrit: Joan Long. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Ástralía 1977. Sýningartími 100 mín. 15.45 Ættarveldið. Dynasty. Des reynir að fá Alexis til samstarfs við sig og Fallon hittir myndarlegan milljónamæring. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 16.20 Nærmyndir Nærmynd af Leifi Breiðfjörð. Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 17.00 NBA körfuknattleikur. Einhverjir snjöllustu íþróttamenn heims í hörðum leik. Umsjónar- maður: Heimir Karlsson._______________ 18.30 íslenski listinn. Bylgjan og Stöð 2 kynna40 vinsælustu popplög landsins. Vinsælir hljómlist- armenn koma fram hverju sinni. Þátturinn er gerður í samvinnu við Sól hf. Umsjónarmaður: Felix Bergsson og Anna Hjördís Þorláksdóttir. Stöð 2/Bylgjan. 19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og iþróttafréttum.____________________________ 20.10 Fríða og dýrið Beauty and the Beast. Nýtt lyf kemur á markaðinn sem reynist hafa alvar- legar aukaverkanir. Cathy vill grafast fyrir um uppruna lyfsins og biður Vinsent um aðstoð. Þýðandi: Davíð Þór Jónsson. Aðalhlutverk: Linda Hamilton og Ron Perlman. Republic 1987. 21.00 Næstum fullkomið samband. Almost Perfect Affair. Aöalhlutverk: Keith Carradine, Monica Vitti og Raf Vallone. Leikstjórn: Michael Ritchie. Framleiðandi: Terry Carr. Paramount 1979. Sýningartími 90 mín. 23.30 Á villigötum. Fallen Angel. Aðalhlutverk Dana Hill, Melinda Dillon og Richard Masur. Leikstjóri: Robert Lewis. Framleiðendur: Jim Green og Allen Epstein. Þýðandi: Ingunn Ing- ólfsdóttir. Columbia 1981. Sýningartími 90 mín. 01.00 Hinir ósigruðu. Undefeated. Vestri segirfrá fornum fjendum sem að loknu þrælastríðinu leggja saman upp í ferðtil Mexíkó. Aðalhlutverk: John Wayne, Rock Hudson og Bruce Cabot. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. Framleiðandi: Robert L. Jacks. Þýðandi: Björn Baldursson. 20th Century Fox 1969. Sýningartími 110 mín. 03.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.