Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. apríl 1988
Tíminn 17
lllllllllllllllllllllllllll AÐUTAN ........................................................... ................... ......................... .............................. ' ......................................................................................................... ■
Hu Yaobang, til vinstri á myndinni, var felldur úr stöðu flokksformanns 1987. Nýi forsetinn, Yang Shangkun,
fremst á myndinni yngir ekki upp forystuna, hann er 81 árs gamall.
Gömlu kínversku kommún-
istarnir verða fyrir
áfalli í kosningum
í fyrsta sinn í sögu Kína undir stjórn kommúnista komu
fram mörg mótatkvæði og auð við kosningu á forystu
flokksins nýlega, en þeir sem forystusveitina skipa verða
sífellt aldnari.
Jafnvel Deng Xiaoping, sem orðinn er 84 ára en nýtur
almennra vinsælda sem æðsti leiðtogi, varð að láta sér
lynda að fá 25 mótatkvæði og 8 auð þegar hann hlaut
endurkosningu sem stjórnarformaður hinnar alvöldu hern-
aðarnefndar, en það er, að forminu til, eina virðingarstað-
an sem hann gegnir enn.
Úrslit kosninganna, sem hefur
verið haldið leyndum fyrir almenn-
ingi, sýna að sífellt vex spennan
milli íhaldsmanna og endurbóta-
sinna í efstu valdastöðum í kín-
verska stjórnkerfinu. Yang
Shangkun hershöfðingi, sem orð-
inn er 81 árs, var kosinn forseti
með 2.725 af 2.883 atkvæðum. 712
voru mótatkvæðin og 77 auð í
kosningunni á Wang Zhen, 80 ára,
í embætti varaforseta.
Tölur lágu ekki fyrir í kosning-
unni á hinum umdeilda Li Peng til
forsætisráðherraembættis þegar
síðast var vitað, en álitið var að
hann hefði fengið mörg mótat-
kvæði eftir að fulltrúarnir höfðu
beint spjótum sínum að honum
ótæpilega vikuna fyrir kosningarn-
ar.
Einn þeirra gagnrýndi Li Peng
fyrir að hafa láðst að nefna mennt-
unarmál í ræðu sinni við opnun
kínverska þingsins, sem starfar í
þrjár vikur. Og það jafnvel þó að
Li Peng sé formaður menntunar-
nefndar ríkisins. Annar ásakaði Li
Peng fyrir að einbeita sér að efna-
hagslegum og tæknilegum um-
fjöllunarmálum og láta sig engu
skipta félagslega og menningarlega
framþróun í Kína.
Úrslit kosninganna komu emb-
ættismönnum auðsýnilega á óvart,
en þeir höfðu ekki stillt atkvæða-
talningatölvuna á að reikna með
atkvæðum þeirra sem kjósa að
sitja hjá og tafði sú skyssa fyrir því
að úrslitatölur lægju fyrir.
Pað hafði verið reiknað með
sýningu á leikstýrðu lýðræði í þing-
haldinu. Kínverjar vildu sýna
heiminum fram á að þeir fylgi
þeirri stefnu um að opna þjóðfélag
sitt frekar, sem samþykkt var á 13.
þingi kommúnistaflokksins í síð-
astliðnum október.
Nú voru í fyrsta sinn sumir
þingfundir opnir erlendum frétta-
mönnum og fjölmargir þingmenn
gagnrýndu stefnu ríkisstjórnarinn-
ar. En þetta nýja lýðræði gekk
greinilega lengra en áætlað hafði
verið.
Ein umdeild tillaga var lögð
fram þess efnis að nafn Maos
Tse-tungs yrði strikað út úr stjórn-
arskránni.
Mistókst að yngja upp
forystuna - en viska
og elli er álitið fara
saman í Kína
Að hluta til má útskýra hinn
mikla fjölda mótatkvæða og hjá-
setu gegn fjöldamörgum forystu-
mannanna með því hvað þeir eru
orðnir aldnir að árum. Þrettánda
flokksþingið átti að marka upphaf-
ið að því að yngja upp forystuna.
En forystusveitin sem sigur hafði í
kosningunum nú getur tæpast kall-
ast ung að árum.
Einn þeirra sem nú var í fyrsta
sinn kosinn í forystusveitina fædd-
ist 1898 og flestir aðrir nefndar-
menn eru á áttræðis- og níræðis-
aldri.
En í Kína er löng hefð fyrir því
að leggja að jöfnu háan aldur og
visku og margar vegtyllurnar, sér-
staklega forsetaembættið, eru fyrst
og fremst virðingarstöður. Peir
sem tóku þátt í göngunni löngu,
eins og nýi forsetinn gerði, njóta
sérstakrar virðingar.
Pað verður líka að hafa í huga
að það er ekki þingið sem tckur
ábyrgðarmestu ákvarðanirnar
heldur kommúnistaflokkurinn.
Þetta opna þinghald var auðsýni-
lega eitthvað í ætt við tilraun, þar
sem ætlað var að leyfa íhaldsmönn-
um og endurbótasinnum að fá
útrás við tiltölulega viðráðanlegar
aðstæður.
Erfitt að fást við augljósar
óvinsældir Li Peng
Erfiðasta viðfangsefni stjórnar-
forystunnar verður að fást við aug-
ljósar óvinsældir Li Peng. Nýi for-
sætisráðherrann er tæknikrati, sem
hlaut menntun sína í Rússlandi og
hallast að íhaldssemi. Að skapferli
til er hann t' algerri andstöðu við
Zhao Ziyang, hinn nýja flokks-
formann.
Pegar Zhao hefur tilhncigingu
til að geysast áfram í cndurbótun-
um talar Li um að treysta núver-
andi ástand. Það er álitið að Deng
Xiaoping hafi haft stjórn á kosning-
unum á þessum tveim mönnum á
bak við tjöldin í þeim tilgangi að
ná jafnvægi í forystunni sem tekur
við völdum að honum gengnum.
í kjölfar árásanna á Li í þinginu
kom órói við háskólann í Peking.
Par voru veggspjöld hengd upp þar
sem kvartað var undan skorti á
lýðræði. Á einu spjaldinu stóð:
„Minnihlutahópur glæpamanna
stjórnar meirihlutahópi heimsk-
ingja“. Á öðru stóð: „Þjóð sem býr
við steinrunna menntun er vesæl
og vanhæf. Þeir sem þekkja ástand-
ið og reyna ekki í verki að breyta
því eru fulltrúar hneisu þjóðarinn-
ar.“
Enn meiri áfellisdómur fólst í
þessari áletrun: „Leiðtogarnir hafa
mestan áhuga á efnislegri fram-
leiðslu og pólitískum árangri á
kostnað menntunar. Þannig sýna
þeir á skammarlegan hátt tæki-
færissinnað hugarfar sitt.“
Álitið var að veggspjöldunum
væri beint gegn Li Peng. Lögreglu-
menn voru í viðbragðsstöðu til að
koma í veg fyrir að stúdentarnir
cfndu til fjöldamótmælaaðgerða á'
Tiananmen torgi.
VOR ’88
-ftHOWARD
jarðtætarar
HOWARD jarðtætarinn er í stærðunum
60"-70'' og 80'' og hentar flestum venju-
legum heimilisdráttarvélum. Skiptihjóla-
kassi tryggir alltaf réttan snúningshraða
á hnífaás.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Velabær hf„ Andakilshr. S. 93-51252
Ólafur Guðmundsson
Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Ðúðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson
Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93-
41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198
J.R.J. Varmahlið S. 95-6119
Bilav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380
Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122
Dragi, Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540
Vikurvagnar, Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson
Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840
....
Forval
Ætlunin er að bjóða út byggingu síðari áfanga
Hugvísindahúss Háskóla íslands, Odda, við
Sturlugötu. Húsið er um 300 m2 að grunnfleti,
kjallari og 3 hæðir. í verkáfanga þeim sem út
verður boðinn skal steypa upp húsið og ganga frá
því að utan, leggja hita-, hreinlætis- og raflagnir,
múra húsið að innan og fullgera það undir tréverk.
Einnig skal leggja loftræsilagnir og fullganga frá
lóðundirtrjágróður. Áætlaðurverktímierum 1 ár.
Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari
könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í
verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem
áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu
4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef
hæfir þykja.
Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkis-
ins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr.
skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á
sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl.
15:00._______________________
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 __
Óska eftir dráttarvél
Massey Ferguson 675 eða 690 árgerð 1984 til
1986, með eða án framdrifs eða SAME traktor 70
til 83 hestöfl árg. 1983 til 1986, með eða án
framdrifs. Upplýsingar gefur Þórir Gunnarsson í
síma 99-7269.