Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. aprí! 1988 Tíminn 7 Vegna gífurlegra haekkana á tryggingariögjöldum dráttarvéla, óska bændur eftir afskráningu: Ótryggðar dráttarvélar við vinnu á túnunum Stéttarsamband bænda hefur sent Tryggingareftirlitinu erindi þess efnis að það kanni allar hugsanlegar leiðir til lækkunar á tryggingariðgjöldum dráttarvéla til nota í land- búnaði. Ósk Stéttarsambandsins kemur fram í framhaldi af fundi forráðamanna þess með fulltrúum Tryggingareftirlitsins nýverið. Eins og Tíminn greindi frá fyrr í þessum mánuði er mikill kurr meðal bænda vegna hækkunar á tryggingar- iðgjöldum á dráttarvélum. Bein ið- gjaldshækkun er rúm 60% og síðan leggst við ökumannstrygging upp á um 3200 kr, en sú tala gengur jafnt yfir alla ökumenn, jafnt á bflum, fjórhjólum, snjósleðum eða dráttar- vélum, samkvæmt nýjum umferðar- lögum. Þegar allt er tekið nema iðgjöld af hverri dráttarvél í ár á bilinu 5-7 þúsund krónur og hafa hækkað úr 1-2 þúsundum frá fyrra iðgjaldsári, Það er nú komið á daginn, eins og í raun var búist við, að bændur leggja númer dráttarvélanna inn hjá Bifreiðaeftirlitinu eða hreinlega afskrá þær ónýtar. Með því móti komast menn hjá því að greiða tryggingargjöld af vélunum. Erlingur Gunnlaugsson, hjá Bif- reiðaeftirlitinu á Selfossi, staðfesti það í samtali við Tímann að mikið væri þar um afskráningar dráttar- véla. f sumum tilfellum væri um að ræða gamlar og slitnar vélar, en vitað væri einnig um að menn vildu afskrá vélar sem væri í góðu ásig- komulagi. Erlingur sagði það vitað að flestar þær vélar, sem bændur vildu afskrá, yrðu áfram í notkun, einkum þó yfir hábjargræðistímann. Erlingur bætti því við að Bifreiða- eftirlitinu bærust þessa dagana ekki aðeins óskir um afskráningu dráttar- véla, heldur væri mikið um að menn vildu afskrá bæði fjórhjól og snjó- sleða. Að sögn Erlendar Lárussonar, forstöðumanns Tryggingareftirlits- ins, er unnið þar að athugun á þessu máli í heild. Hann nefndi að meðal annars hefðu menn rætt um þann möguleika að taka upp einhverskon- ar bónus í tryggingarkerfi dráttar- véla. Aðspurður um hvort unnt væri að Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Jón G. Tómasson stjórnarformaður á aðalfundi sparisjóðsins s.l. laugardag. Um 32ja milljóna hagnaður hjá SPRON 1987: SPRON opnar útibú í Breiðholti í haust Umsvif Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis jukust á öllum sviðum langt umfram verðlagshækkanir milli áranna 1986 og 1987, að því er fram kom í skýrslum stjórnarfor- manns og sparisjóðsstjóra á aðal- fundi SPRON s.l. laugardag. Heild- artekjur sjóðsins voru rúmar 577 milljónir kr. á árinu (92% hækkun frá 1986) og heildargjöld 536 millj. kr. (82% hækkun). Rekstrarhagnað- ur eftir skatta var rúmar 32 millj. kr., sem er 5,6% af heildartekjum. Heildarinnlán sparisjóðsins voru rúmlega 1.887 millj. króna í lok ársins 1987, sem 39,2% aukning á árinu. Heildarútlánin í árslok námu 1.460 millj. kr. og höfðu þá aukist um 52,3% frá 1986. Rekstur veðdeildar sparisjóðsins, sem starfað hefur í rúmt ár, gekk vel á árinu að sögn stjórnenda SPRON. Heildarútlán hennar voru rúmlega 134 millj. kr. í árslok. Lausafjár- staða SPRON við Seðlabankann var sömuleiðis yfirleitt góð. Eigið fé sjóðsins var rúmlega 181 milljón kr. í lok ársins 1987 og hafði þá aukist um rúmar 50 millj. kr. á árinu. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 10,4% eða rúmlega tvöfalt það hlutfall sem kveðið er á um í lögum um spari- sjóði. Tromp-innlán er var í árslok lang stærsti innlánaflokurinn, með tæp 58% heildarinnlánanna. Það er nær sama hlutfall og á stærsta útlána- flokknum, sem voru verðtryggð úrlán. Hluti þeirra hafði aukist úr tæplega 37% í árslok 1986 en hluti óverðtryggðra skuldabréfa minnkað að sama skapi. Af útlánunum voru rúmlega 47% til einstaklinga, um 45% til atvinnuvega og afgangurinn til opinberra aðila. Stöðugildi hjá SPRON voru 69 í lok ársins og hafði fjölgað um 3 á árinu. Fram kom að sparisjóðurinn mun opna nýtt útibú að Álfabakka 14 í Breiðholti í haust. -HEI VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 - 686655 leiðrétta tryggingariðgjöld dráttar- véla á þessu iðgjaldsári, sagðist Er- lendur telja slíkt erfiðleikum bundið. „Hinsvegar er það á valdi viðkomandi tryggingarfélags hvort það lækkar iðgjöld á þeim vélum, sem bændur geta sýnt fram á að þurfi leiðréttingar við,“ sagði Erlendur Lárusson. óþh NORDSTEN Turbo-matic Áburðardreifarar-500 og 800 lítra Frá þekktasta fyrirtæki á Noröurlöndum í f ramleiðslu á sáðvélum. Verð frá kr. 49.400 2 3 • v-»-j. ■mwiéiwi^ ^ ** . vr * vá|Éí'j||pl§ ~ .... , e* 1. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. - Dreifibreidd 12 m. 2. Reiknistokkur til nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. hektara. 3. Kögglasigti hindrar að áburðarkögglar komist niður í dreifibúnaðinn ög loki fyrir aðrennsli til dreifiskífunnar og valdi þar með ójafnri dreifingu. Hleðsluhæð 500 I dreifarans er aðeins 82 cm og 800 I aðeins 90 cm. 4. Kapalstýring úr ekilshúsi fyrir stillingu á áburðarmagni og áburðardreifingu til hægri eða vinstri, þegar dreift er meðfram skurðum og girðingum. 5. Áburðartrektin er á hjörum, sem auðveldar þrif á dreifibúnaði og tengingú við dráttárvél. 6. Aukabúnaður: Lok sem ver áburðinn í trektinni fyrir raka. Nordsten: Viðurkennd vara fyrir gæði og nákvæmni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.