Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 23. apríl 1988
Tíminn 23
lllllllillllflll MINNING
Halldór Jörgensson
Akranesi
Fæddur 24. júní 1911
Dáinn 25. mars 1988
Halldór Jörgensson fyrrv. tré-
smíðameistari á Akranesi andaðist
25. mars sl. Útför hans var gerð frá
Akraneskirkju 2. apríl sl. að við-
stöddu miklu fjölmenni. Með hon-
um er genginn traustur mannkosta-
maður, sem margir sakna.
Halldór var fæddur á Akranesi 24.
júní 1911. Foreldrar hans voru Sig-
urbjörg Halldórsdóttir og Jörgen
Hansson, greindar- og dugnaðar-
hjón. Ættfeður þeirra bjuggu á
Akranesi og í næsta nágrenni. Bræð-
ur hans eru: Hans, lengi skólastjóri
í Reykjavík, og Björgvin kennari á
Akureyri. Guðrún systir þeirra er
húsmóðir í Ytri-Njarðvík. Tvær syst-
ur létust ungar að árum.
Halldór dvaldi við nám í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni veturna
1931-1933. Fór nokkru síðar í tré-
smíðanám til Ingimars Magnússonar
frá Arnardal. Vann lengi við hús-
byggingar sem trésmíðameistari og
má raunar segja að það hafi verið
ævistarf hans. Halldór kvæntist
Steinunni dóttur Ingimars 1937
- glæsilegri konu og myndarlegri
húsmóður - en hún lést langt um
aldur fram í september 1962.
Þau eignuðust 4 börn, sem eru
þessi talin í aldursröð: Sigrún Ingi-
björg tónlistakennari, gift sr. Hreini
Hjartarsyni í Reykjavík, Sigurbjörg
sjúkraliði, gift Hallgrími Arnasyni
byggingarmeistara í Reykjavík,
Ingimar trésmíðameistari, starfs-
maður Iðnskólans í Reykjavík,
kvæntur Sigríði Ólafsdóttur hjúkr-
unarfræðingi og Guðbjörg, kennari,
gift Valdimar Sæmundssyni flug-
virkja í Reykjavík.
Andlát Steinunnar var mikið áfall
fyrir Halldór og fjölskylduna, en tvö
yngstu börnin voru þá vart komin af
barnsaldri. Halldór tók slíku mótlæti
af miklu jafnaðargeði og rósemi
- sem honum var líkt - en faðmur
hans stækkaði og umhyggjan fyrir
börnunum færðist í aukana, svo líf
þeirra gæti verið með sem eðlilegust-
um hætti, þrátt fyrir móðurmissinn.
Aftur birti upp í lífi Halldórs er
hann kvæntist 1964 - Ragnheiði
Guðbjartsdóttur frá Hjarðarfelli á
Snæfellsnesi. Hún missti mann sinn
1958 frá 4 börnum og voru 2 þeirra
ung. Fáum árum síðar flutti Ragn-
heiður á Akranes. Hjónaband þeirra
var mikið heillaspor fyrir þau bæði
og yngstu börn þeirra, sem eignuðust
á ný samhenta foreldra og gott
heimili. Ragnheiður er mikil atgerv-
is- og dugnaðarkona. Hefur heimili
þeirra í tæpan aldarfjórðung verið
rausnargarður og menningarreitur,
sem margir hafa notið því bæði voru
þau samhent í gestrisninni sem öðru.
Samvinna þeirra hjóna og fórnfúst
starf að málefnum Akraneskirkju og
safnaðarheimilis hennar mun þó
sennilega halda minningu þeirra
lengst uppi. Verður vikið að því
síðar.
Halldór gegndi mörgum trúnaðar-
störfum, en þó færri en hann átti
kost á. Hann var hlédrægur og hélt
sér lítt fram til mannvirðinga. Sam-
ferðamennirnir treystu honum hins
vegar vel. Hann var lengi í stjórn
Trésmiðafélags Akraness og for-
maður um skeið. í byggingarnefnd
bæjarins og stjórn rafveitunnar og
formaður hennar lengi. 1 fasteigna-
matsnefnd og oft dómkvaddur mats-
maður. Lengi í sóknarnefnd og for-
maður hennar um tíma. Fyrir
skömmu var hann kjörinn í bæjar-
stjórn í sögunefnd bæjarins, en
áformað er að saga hans komi út á
50 ára afmælinu 1992. Þar var réttur
maður á réttum stað. Hann bjó yfir
gífurlegum fróðleik um Akranes allt
frá síðustu aldamótum. Er það mikið
tjón að hann skyldi hverfa frá því
starfi. í>á var Halldór lengi í Karla-
kórnum Svönum og Kirkjukór
Akraness og formaður hans í mörg
ár. Hann var mikill og góður söng-
maður.
Ég kynntist Halldóri fyrst í Laug-
arvatnsskólanum haustið 1932.
Hann var þá í skólanum á öðrum
vetri. Hann varð öllum nemendum
minnisstæður og geðþekkur. Bar
margt til. Hann var skarpur náms-
maður, ekki aðeins í bóklegum
fræðum, heldurogeinnigí íþróttum,
smíðum og söng. Þá var hann ágætur
félagsmálamaður og í forustusveit
skólafélagsins þennan vetur. Hann
var fullmótaður maður, enda með
þeim eldri í skólanum. Fór sér hægar
en margir aðrir, en nemendur fundu
fljótt að hann bjó yfir mikilli þekk-
ingu og vitsmunum og því gott til
hans að leita í ýmsum vanda. Hann
naut einnig mikils álits kennara
sinna, enda skólaþegn eins og þeir
geta bestir verið.
Það var stór stund í lífi okkar
Halldórs í mars 1933, er við, ásamt
Þórði Magnússyni frá Flateyri, vor-
um settir f þann vanda að flytja
erindi í beinu útvarpi frá skólanum
á Laugarvatni. Þetta var í fyrsta
sinn, sem þaðan var útvarpað, enda
hvorttveggja ungt að árum, skólinn
og útvarpið. Söngur skólakórsins
var að sjálfsögðu fyrirferðarmestur í
dagskránni undir frábærri stjórn
Þórðar Kristleifssonar söngkennara,
en ræðum okkar, ásamt öðru efni,
skotið inn í. Helgi Hjörvar kóm
daginn áður. Fór yfir erindi okkar og
mældi tímann, sem flutningurinn
tók. Allt varð að vera hnitmiðað og
nákvæmlega undirbúið, sem birtist í
útvarpinu á þeim árum. Eitt van-
hugsað orð gat haft langan eftirmála.
Öll þjóðin hlustaði af athygli. Kröf-
urnar um útvarpsefnið voru
strangar. Halldór lét sér hvergi
bregða og virtist ekki kvíða neinu,
var það meira en hægt var að segja
um ýmsa aðra. Honum fórst þetta
ágætlega og man ég enn hve flutning-
ur hans var eðlilegur og fumlaus.
Eftir að leiðir okkar Halldórs
skilja á Laugarvatni sá ég hann
sjaldan næstu 20 árin. Þó bar það
við. Eftir að ég flutti á Akranes 1954
urðu að sjálfsögðu með okkur fagn-
aðarfundir. Fannst mér mikill fengur
í því að geta haft dagleg samskipti
við þennan gamla skólabróður og
vin, ef þörf var á.
Halldór var heilsteyptur og traust-
ur maður, sem gott var að ræða
málin við. Ég leitaði oft álits hans á
ýmsu, sem ekki lá Ijóst fyrir, einkum
á meðan ég var ókunnugur á Akra-
nesi og gafst ætíð vel. Hann var
hollráður og athugaði hvert mál
gaumgæfilega. Flanaði aldrei að
neinu. Þá skal þess minnst hversu
fróður hann var og sagði vel frá.
Ágætur hagyrðingur og kunni
ógrynni af ljóðum og vísum. Virtist
hann ekki hafa neitt fyrir að læra
hinn sundurleitasta kveðskap og
aldrei gleyma neinu. Veitti hann
mörgum ánægjustundir með flutn-
ingi sagna og ljóða. Trygglyndið var
Halldóri í blóð borið og ræktaði
hann vináttu við gömul skólasystkini
og félaga, þótt ár og dagar liðu án
samfunda. Það gerði hann með
heimsóknum og símtölum langt um-
fram flesta aðra sem ég þekki. Hefur
hann hlotið þakklæti margra fyrir
hugulsemi sína og vináttu.
Maður með slíka skapgerð hlaut
að vera trúr uppruna sínum og
æskustöðvum. Það var hann svo
sannarlega. Hér undi hann hag sín-
um best. Hann átti mikinn metnað
fyrir bæinn sinn - vöxt hans og
viðgang. Hann átti framtíðarsýn um
öflugt atvinnulíf, fjölþættar fram-
kvæmdir og fagurt mannlíf. Og þó
fyrst og fremst um fallegan og hrein-
legan bæ, sem bæri íbúum sínum
fagurt vitni. Sjálfur gekk hann á
undan með góðu fordæmi í þeim
efnum.
Árið 1974 verða tímamót í lífi
Halldórs. Hann leggur hamarinn frá
sér og gerist umsjónarmaður
kirkjugarðsins í Görðum. Ragnheið-
ur hafði þremur árum áður tekið að
sér starf kirkjuvarðar á Akranesi.
Þau unnu síðan bæði fyrir Akranes-
söfnuð til 1. janúar 1987 af miklum
myndarbrag og dugnaði svo orð fór
af. Lengst af þennan tíma var Hall-
dór einnig útfararstjóri á Akranesi
og annaðist jafnframt fjármál og
bókhald kirkjunnar og kirkjugarðs-
ins.
Á síðustu árum af starfstíma
þeirra var byggt mikið og vandað
safnaðarheimili á Akranesi, sem hef-
ur margþættu hlutverki að gegna og
var reist á skömmum tíma. Höfðu
þau hjón mikilvæga forustu í þeim
málum í góðri samvinnu við arkitekt
og byggingarmeistara. Halldór var
fjármálastjórinn og sýndi þar sem
endranær hyggindi og útsjónarsemi.
Það var mikill hamingjudagur í lífi
þeirra, 24. ágúst 1986, er þetta
glæsilega hús var vígt og tekið í
notkun. Við það tækifæri hlutu þau
lof margra fyrir mikið og fórnfúst
starf. Spor þeirra munu því sjást á
ókomnum árum og bera vitni um,
hversu kyrrlátt og einbeitt starf getur
skilað góðum árangri, sé það unnið
af brennandi áhuga og fórnarlund.
Að verkefni þessu unnu þau hjónin
sem einn maður og verður aldrei
sundurgreint, hvað hvort þeirra
lagði þar til málanna.
Starf útfararstjóra er ekki vanda-
laust. Það snertir oft margra, sem
eiga um sárt að binda. Orð fór af
því, hve háttvís og nærgætinn Hall-
dór var í starfi sínu. Hafa margir
tilgreint það við mig með ýmsum
dæmum. Þar tileinkaði hann sér
áreiðanlega spekimál E. Ben.
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Pel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í titerveru sálar. “
Hugarfar þetta átti Halldór í ríkum
mæli og það kom svo sannarlega að
góðum notum í fyrrgreindu starfi.
Saga Halldórs Jörgenssonar er
öll. Lífsbók hans hefur verið skráð.
Hann hverfur af þessum heimi og
lætur eftir sig hugljúfar minningar
um líf sitt og starf. Þær lifa með
okkur öllum, sem þekktu hann þar
til yfir lýkur. Við þökkum honum
samfylgdina, langa eða stutta, eftir
atvikum. Við blessum minningu
hans og sendum ástvinum hans öll-
um einlægar samúðarkveðjur.
Daníel Ágústínusson.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar-
greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að
vera vélritaðar.
Félag járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 1988 kl.
20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Kjaramál
3. Tillaga um takmörkun yfirvinnu
4. Önnur mál
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Starfsmaður
Laus er staða starfsmanns við Fjölskylduheimili
fyrir unglinga. Um er að ræða vaktavinnu á
sambýli fyrir 5-6 unglinga.
Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldismála
æskileg.
Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00.
Umsóknarfrestur er til 9. maí n.k.
|f| REYKJKIÍKURBORG IBI
MF Aommx Stádun,
Árbæjarsafn
- sumarstörf
Árbæjarsafn óskar eftir leiðsögumönnum og
starfsfólki í miðasölu. Málakunnátta nauðsynleg.
Einnig vantar fólk til starfa við veitingasölu. Um er
að ræða fullt starf og/eða afleysingar um helgar.
Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Nánari uppiýsingar eru veittar
á skrifstofu Árbæjarsafns í síma 84412.
Umsóknir óskast sendar til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar eða á skrifstofu Árbæjarsafns
á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988.
HR REYKJNJÍKURBORG »«l
«*•»
'I* Jleuttevi Stödun
Skólaskrifstofa
Reykjavíkur
Staða stjórnanda (aðalkennara) nýrrar skólalúðra-
sveitar við grunnskóla Reykjavíkur er laus til
umsóknar.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum
sendisttil Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu
12, fyrir 15. maí n.k., en þar eru veittar nánari
upplýsingar um starfið.