Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 T ilf W Forval Ætlunin er aö bjóða út uppsteypu viöbyggingar viö Háskólabíó. Nýbyggingin er kjallari (1.937 m2) og ein hæö (1.896 m2). Heildarrúmmál 15.9153. Grafið hefur verið fyrir viðbyggingunni. Auk upp- steypu skal verktaki ganga frá þökum hússins, setja í og ganga frá gluggum o.fl. Áætlaður framkvæmdatími er um 1 ár. Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkis- ins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl. 15:00. I'I'IMM'IUÍI BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 IANDSVIRKJUN Vinnubúðir til sölu Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð fást, vinnubúðir við Búrfellsstöð. Um er að ræða tvö hús af Moelven gerð. Stærð annars hússins er 82,5 m2 og hins 63,0 m2. Dagana 25. og 26. apríl munu starfsmenn Lands- virkjunar sýna væntanlegum bjóðendum húsin frá kl. 10:00-18:00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Lands- virkjunar. Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupa- deild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 29. apríl n.k. Frá Fósturskóla íslands Eins árs framhaldsnám fyrir fóstrur með starfs- reynslu verður starfrækt á vegum Fósturskóla íslands skólaárið 1988-1989. Námið hefst í sept- ember og lýkur í lok maí. Námið er einkum ætlað fóstrum sem hyggja á stjórnunar og umsjónarstörf á dagvistarheimilum. í hluta námsins er valið námsefni um skóladagheimili og börn með sérþarf- ir. Kennt er síðdegis. Umsóknir þurfa að hafa borist skólanum fyrir 20. maí n .k. Skólastjóri Útboð Hólmavíkurvegur 1988 á Stikuhálsi ''//V/M mr Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Lengd vegarkafla 2,3 km, bergskering 2.900 m3, fyllingar 37.000 m3 og burðarlag 11.400 m3. Verki skal lokið 15. september 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 9. maí 1988. Vegamálastjóri VETTVANGUR Máttugasta verkfærið í tilefni af undirritun samninga um pólitíska lausn mála í Afganistan Það er skiljanlegt að alinenn athygli beinist um þessar SIGUR HINS NYJA mundir að Genf, þar sem undirrituð hafa verið plögg, sem HUGSUNARHÁTTAR gera kleift að koma á friði á afganskri grund. En áður en ég kem að þessum viðburði, langar mig til að fara út í smáhugleiðingar. Ekki aðeins vegna þess að mér hefur fallið í skaut sá heiður að starfa hér á landi, heldur vegna þess að óvilhallur maður getur ekki annað en tekið eftir eftirfarandi: IANDA REYKJAVIKUR Gerð pólitfsks samkomulags um Afganistan, sem kallað hefur verið tímamót í lausn svæðisbundinna deilna og talandi dæmi um nýjan hugsunarhátt í heimsmálunum, hefði ekki reynst möguleg, án „Reykjavíkurandans", en upp- hafsmaður hans, Míkhaíl Gorbat- sjov. hefur hvað eftir annað sagt að Reykjavíkurfundurinn hafi mark- að „söguleg tímamöt" og átti þar við að öll alþjóðleg málefni hefðu verið skoðuð frá nýju grundvallar- sjónarmiði, sem er í samræmi við almenna hagsmuni fólksins, sem byggir hinn innbyrðis háða heim okkar - hinn brothætta hcim, sem er svo vandlifað í, en svo dásamleg- ur, þegar þar ríkir friður og samstarf. Fyrir ári lögðu Míkhaíl Gorvat- sjov og Steingrímur Hermannsson áherslu á þetta á fundi sínum í Moskvu, en sá síðarnefndi var þá í opinberri heimsókn í Sovétríkjun- um. Ég vitna hér í frásögn af fundi þeirra, sem birtist í Prövdu: Að Reykjavíkurfundinum afloknum er aðeins hægt að ganga lengra, vinna þannig að andi hans haldi áfram að gegna hlutverki sínu í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, í samskiptum austurs og vesturs, norðurs og suðurs og í samskiptum milli manna yfirleitt, sagði Steingrímur Hcrmannsson. En M.S. Gorbat- sjov sagði þá: „Við erum í raun tilbúnir til að finna lausnir í anda Reykjavíkurfundarins". LEIÐIN TIL FRIÐAR Og við urðum vitni að afar mikilvægu skrefi í þessa þátt. Þar talar sínu máli upptalning á þeim plöggum, sem undirrituð voru um Afganistan. í „Genfarpakkanum" voru (orðið „pakki" er líka komið frá Reykjavíkurfundinum): Tví- hliða samkomulag milli afganska lýðveldisins og pakistanska lýð- veldisins um gagnkvæm tengsl, m.a. um að ekki skuli hlutast til um málefni hins aðilans og afskiptum hafnað og er þetta plagg undirritað af utanríkisráðherrum Afganistans og Pakistans; yfirlýsing um alþjóð- lega tryggingu, sem utanríkisráð- herrar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna undirrita fyrir hönd landa sinna; tvíhliða samkomulag milli Afganistans og Pakistans um að flóttamenn fái að snúa heim; sam- komulag um gagnkvæm tengsl til að koma reglu á ástandið varðandi Afganistan. A blaðamannafundi, sem hald- inn var í Genf, sagði utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, að Sovétríkin fögnuðu undirritun þessa sam- komulags, þar sem „með því væri bundinn endi á afskipti utanað- komandi aðila í málefni Afganist- ans og afganska þjóðin fengi tæki- færi til að koma á friði og eindrægni í eigin landi“. í þessu skyni tóku Afganistan og Pakistan á sig skuld- bindingar, sem útiloka afskipti af málefnum hins aðilans í hvers kyns fornii: - Að láta ekki landsvæði sitt Sovéski ráðherrann minntist sér- staklega á hlut Perez de Cuellar. framkvæmdastjóra SP, og per- sónulegs fulltrúa hans, Diego Cor- dovez, í þessum samningum, en hann endurspeglaði ekki aðeins hlutverk þeirra í að koma á hinu langþráða markmiði, heldureinnig hina gífurlegu ntöguleika SÞ til að vinna að lausn í svæðisbundnum átökum og öðrum átökum. „En þrátt fyrir stöðugt og markvisst friðarstarf þeirra", sagði E. She- vardnadze, sem sjálfur hefur lagt hönd á plóginn í þessum málum, „hefði árangurinn í dag ekki reynst mögulegur, ef ekki hefði komið til viska, góður vilji og löngun til að finna skynsamlega lausn í þágu friðar og öryggis. Þar varð þung á metunum sú stefna lands okkar, sem Míkhaíl Gorbatsjov hefur lýst yfir, sem beinist að því að leysa brýn alþjóðamál eingöngu eftir pólitískum leiðum. Það var höggv- ið á „Afganistan-hnútinn" með aðstoð máttugasta verkfærisins á vorum dögum, sem við köllum nýjan pólitískan hugsunarhátt". Aðalritari miðstjórnar KFS undir aðgerðir, sem eru fjandsam- legar í garð hins aðilans. - Að halda sig frá hvers kyns afskiptum. leyndum eða Ijósum, frá hvers kyns íhlutun, hernaðar- legri, pólitískri eða stjórnmála- legri. - Að stuðla ekki að uppreisnar- starfsemi eða aðskilnaðarstarf- semi, né hvetja til slíkseða styðja. - Að leyfa ckki að málaliðum sé kennt, þeim látin í té vopn og fjármagnaðar aðgerðir þeirra á landsvæði samningsaðila, án tillits til uppruna málaliðanna. - Að gera ekki samkomulag eða sáttmála við önnur ríki, sem fela í sér íhlutun eða afskipti af innanrík- is- eða utanríkismálum hins aðil- ans. - Að leyfa enga aðstoð við hryðjuverkahópa eða skemmdar- verkamenn, sem beina aðgerðum sínum í garð hins aðilans. E. Shevardnadze skýrði frá því að með þessu væri komið í veg fyrir íhlutun í málefni Afganistans. Slíks væri þörf svo að afganska þjóðin gæti sjálf mótað eigin örlög. Nú tæki hún til við það verkefni. gæti bundið enda á styrjöldina, komið á friði í landi sínu á grund- velli þjóðarsáttar og sameiningar allra föðurlandselskandi afla. Samkvæmt ákvæði í þeim plöggum, sem undirrituð voru, mun sérlegur fulltrúi SÞ fylgjast með því, hvort hlutaðeigandi aðil- ar munu framfylgja skuldbinding- um sínum, en það eykur trú manna á að samkomulaginu verði fylgt eftir í verki. sagði Genfarsamkomulagið vera viðburð sem í engu gæfi eftir Samningum um upprætingu meðal- drægra eldflauga hvað varðar af- leiðingará alþjóðavettvangi. Hann lét jafnframt í ljós þá von, að þessi samningar yrðu frekari hvati á lausn svæðisbundinna deilna. Og enn á ný sýndi M. Gorbatsjov hollustu sína við Reykjavíkurand- ann og framkvæmd hans í raun á öllum sviðum og sagði, að þar sem Sovétríkin og Bandaríkin væru að- ilar að lausn vandans í Afganistan sem milligöngumenn og opinberir ábyrgðarmenn, væru þau þar með að „skapa fordæmi í samræmdum aðgerðum, sem eru nauðsynlegar til að bæta alþjóðasamskiptin í heild. Og fái önnur lönd tækifæri til að byggja upp stefnu sína á sviði utanríkismála með tiiliti til skynsamlegra og raunhæfra að- gerða Washington og Moskvu, en ekki til algerrar samkeppni milli þessara aðila, breytir það miklu í eðli alþjóðasamskipta. Þá munu hinir fjölþættu hagsmunir þess heims, sem við búum í, ekki skipt- ast í andstæðar fylkingar, heldur fela í sér margs konar möguleika á friðsamlegu samstarfi ríkja og þjóða“. Lesendur hljóta að vera því sammála að þetta er skynsamleg niðurstaða, sem allir gætu komist að að afloknum Genfarsamningun- um og góð einkunnarorð fyrir leið- togafundinn, sem haldinn verður í Moskvu eftir 6 vikur. Dr. Vladimír Verbenko yfirmaður APN á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.