Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 6
Laugardagur 23. apríl 1988 6 Tíminn^ 13. þing Málm- og skipasmiðasambandsins: Ekki náttúrulögmál að starfa í kulda og ryki Þrettánda þingi Málm- og skipasmiðnsamhands íslands lauk í vikunni. Þingið var fjölsótt, en yfir 100 fulltrúar auk gesta sátu fundina. Þingið fjallaði um fræðslu- og eftirmenntunarmál, at- vinnu-, kjara- og vinnu- verndarmál og samningamál. Samdar voru ályktanir og einnig var ný stjórn sam- bandsins kjörin. í ályktun um kjaramál segirmeðal annars, að árangurinn í kjaramálum ráðist ekki af óskhyggju einstakra verkalýðsfélaga, sérsambanda eða starfshópa, heldur hafi starf verka- lýðshreyfingarinnar í heild, skipu- lag, starfshættir og áhrif í þjóðfélag- inu þar úrslitaáhrif. Ósamstaða inn- an hreyfingarinnar hafi alltof lengi hamlað starfi og árangri. „Þessi sundrung birtist m.a. í innbyrðis átökum um launahlutföll innan sérsambanda og milli þeirra. Dæmi þar um er að í kjarasamningi eru sett ákvæði um að önnur stéttar- félög megi ekki semja um meiri launahækkun en viðkomandi samn- ingur segir til um,“ segir m.a. í kjaramálaályktuninni. Einnig segir þar að umsamin laun séu í mörgum tilvikum lægri en þau laun sem séu greidd og það veiki stéttarfélögin. Þá er það sett sem höfuðskilyrði fyrir árangri að verka- lýðshreyfingin skipuleggi sig betur, samræmi vinnubrögð og breyti starfsháttum, m.a. með því að skapa svigrúm fyrir einstök félög til sér- samninga og forystumenn ræði laun- ahlutföll í hreinskilni. í ályktun um atvinnumál er beint framtið I 11. t>MG MÍLM-ÖG SKIPASMÍÐASAMBANDS ÍSLANDS Frá B.þingi Málm-og skipasmiðasambands íslands, sem haldið var á Holiday Inn í vikunni. Tímamynd: Pétur til fyrirtækja að þau setji sér skýr markmið í starfsemi sinni, hagi fjár- festingum í samræmi við markmið, greiði laun sem laði að starfskrafta, hafi samvinnu sín á milli og bæti stjórnun í fyrirtækjum og skipulagi „Málmiðnaðarmenn! Það er ekk- ert náttúrulögmál að við vinnum í ryki, reyk og kulda. Gerum því stórátak í aðbúnaðarmálum og ger- um kröfu til að farið verði eftir vinnuverndarlögum," segir í ályktun um vinnuvernd. Lagðar eru fram tillögur til úrbóta í þeim efnum, en þingið taldi þau mál stefna í óefni. Loks var gengið til kosninga og ný stjórn kjörin. Guðjón Jónsson, sem verið hefur formaður sambandsins síðan 1976 og setið í stjórn þess frá stofnun, baðst undan endurkjöri og var Örn Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður í álverinu kjörinn í hans stað. Guðjóni voru þökkuð unnin störf og sæmdi þingið hann og Kjartan Guðmundsson, sem setið hefur í stjórninni í fjöldamörg ár, gullmerki sambandsins. -SÓL 40 milljónir króna til hluthafa fóðurstöðva Lána nýrra Byggðastofnun hefur að undan- förnu kannað stöðu fóðurstöðva í loðdýrarækt í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar þann 15. mars 1988, um lausn á vanda loðdýrarækt- arinnar. Reynt hefur verið að meta umfang þess vanda sem að stöðvun- um steðjar og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til þess að lausnir í anda samþykktarinnar séu möguleg- ar og skynsamlegar. Fyrsta skref í aðgerðum Byggða- stofnunar var stigið með samþykkt stjórnarinnar þann 28. mars síðast- liðinn, en þá var forstjóra heimilað að lána allt að 20 millj. króna til nýrra hluthafa í fóðurstöðvum. Þessi aðgerð var þó fremur hugsuð sem lausn á einstökum staðbundnum til- vikum, en að með henni væri hægt að leysa vanda þeirra allra. Á fundi sínum þann 20. þessa mánaðar sam- þykkti stjórn Byggðastofnunar hins vegar að heimila forstjóra hennar að lána allt að 40 millj. króna til nýrra hluthafa í fóðurstöðvum í loðdýra- rækt og var fyrri samþykkt stjórnar um að forstjóra væri heimilt að lána allt að 20 millj. króna, jafnframt felld úr gildi. Forstjóra stofnunar- innar er einnig heimilt að skuld- breyta allt að 50 millj. króna af veittum lánum til fóðurstöðva eða breyta þeim í hlutafé í eigu Byggða- stofnunar. Til þess að hlutafjárþátttaka Byggðastofnunar sé möguleg þarf að ganga frá ákveðnum formsatrið- um, sem fela m.a. í sér að rekstur stöðvanna þarf að vera í hlutafélags- formi og samþykktir þeirra þannig að aðrir fóðurkaupendur geti átt hlut og aðild að stjórn þeirra. Stjórn stofnunarinnar telur einnig óæski- legt að eiga meira en 40% í hverri stöð og að hlutafé hennar og lán til nýrra hluthafa fari yfir 70% af öllu hlutafé. Markmið þessara aðgerða er að létta af stöðvunum kostnaði vegna taprekstrar á undanförnum árum og minnka greiðslubyrði langtímalána á næstu tveim árum. Samhliða því, þarf að hagræða rekstri stöðvanna og meta framtíðarhorfur loðdýra- ræktar á einstökum framleiðslu- svæðum. Stjórn stofnunarinnar bendir á, að í þeim efnum verði menn að vera reiðubúnir til að meta þessa möguleika raunhæft og tak- marka umfang loðdýraræktar með það í huga. - ABÓ Afgreiöslufólk lyfja fékk ekki undanþágu frá verkfalli VR: Apótekarar við búðarborðið „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur beiðni Apótek- arafélags íslands um undanþágu fyrir afgreiðslufólk í apótekum í boðuðu verkfalli Verslunarmanna- félags Reykjavíkur verið hafnað af verkfallsstjórn félagsins. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að ef til boðaðs verkfalls kemur munu apótekin verða opin eins og venjulega og leitast verður við að veita fullnægjandi þjónustu. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla verður óbreytt. Reykjavík, 20 apríl, 1988 f.h. Apótekarafél. íslands Guðmundur Reykjalín (sign)" Svohljóðandi er bréf Apótekara- félags íslands, sem sent var Tíman- um, undirritað af framkvæmda- stjóra félagsins. Guðmundur Reykjalín sagði, að því færi fjarri að þetta væri „stríðsyfirlýsing" gegn verkfallinu. „Það er ekki verið að hunsa verkfallið. Afgreiðslufólk í apótek- um fer í verkfall, en lyfjafræðingar og apótekararnir sjálfir verða að störfum. Afgreiðslustörfin færast bara yfir á þá. Það verða náttúrlega lyf, hjúkrunar- og sjúkragögn sem verða í fyrirrúmi." Guðmundur sagði, að margir óttuðust að apótekin lokuðu í verk- fallinu, en til að leiðrétta þann misskilning, vildi Apótekarafélag- ið koma því á framfæri, að það yrði ekki. Spurður hvort ekki yrði litið á það sem verkfallsbrot, ef lyfja- fræðingar gengju í störf afgreiðslu- fólksins, sagði Guðmundur, að lyfjafræðingarnir hefðu ætíð „sinnt afgreiðslu að hluta til líka“. Hann teldi því ekki, að litið yrði á það sem verkfallsbrot. Hins vegar hefðu apótek áður fengið undan- þágu frá verkfalli. - En hvers vegna ekki nú? „Ég er dálítið hissa á því og veit ekki hver ástæðan fyrir því er. Nú gaf Pétur Maack hjá VR þá yfirlýs- ingu að heilbrigðisgeiranum yrði veitt undanþága. Ég lít nú þannig á, að afgreiðsla lyfja sé heilbrigðis- þjónusta. Ætli það sé ekki verið að leggja aukinn kraft á þetta verkfall." þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.