Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 Fundur um borgarmálefni Fimmtudaginn 28. apríl n.k. gengst borgarmálaráð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík fyrir fundi um málefni Reykjavíkurborgar í Nóatúni 21 kl. 18.00. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir störf borgarstjórnar Reykjavíkur Framsögumaður Sigrún Magnúsdóttir 2. Skipulagsmál, Alfreð Þorsteinsson 3. Umferðarmál, Sveinn Grétar Jónsson 4. Málefni S.V.R., Hallur Magnússon 5. Dagvistarmál, Þrúður Helgadóttir 6. Heilbrigðismál, Margeir Daníelsson 7. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin en sérstaklega er mælst til þess að þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík mæti á fundinn. Slgrún Hatlur Alfreð Sveinn Grétar Þrúður Margeir Framsóknarfélögin í Reykjavík Rabbfundir LFK í kjördæmum Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör- dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem hér segir. Hafnarfjörður: þriðju- daginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfis- götu 25. Ásta Ragnheiður Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Vík í Mýrdal: fimmtudaginn 28. apríl kl. 21.00. Ólafia Ingólfsdóttir Allar velkomnar. Guðrún Sveinsdóttir Unnur Stefánsdóttir Vestur-Húnvetningar - Austur-Húnvetningar Framsóknarfélögin I Húnavatnssýslum halda al- mennan kynningarfund um væntanlegan virðisauka- skatt I Víðihlíð sunnudaginn 24. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 21.00. Gunnlaugur Júlíusson flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir Framsóknarfélögin Skagfirðingar Framsóknarfélag Skagafjarðar heldur almennan kynningarfund um væntanlegan virðisaukaskatt I Höfðaborg Hofsósi mánudaginn 25. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 21.00. Gunnlaugur Júlíusson flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Skagafjarðar llllllllllll MINNING ■1 Eyrún Eiríksdóttir Fædd 23. ágúst 1912 Dáin 2. apríl 1988 Eyrún Eiríksdóttir fæddist í Hafn- arfirði, en ólst upp á Karlsskála í Grindavík, hjá móður sinni Guð- rúnu Steinsdóttur og stjúpföður, Ágústi Karli Guðmundssyni. Faðir hennar, Eiríkur Ingvason, drukkn- aði áður en hún fæddist. Guðrún var söngkona góð og mætti ötullega við messugerðir í Grindavík, enda sterkur hlekkur í kirkjukór Svavars Árnasonar organ- ista þar. Eiríkur Ingvason var Árnes- ingur og bróðir hans var Kristinn, sem lengi var vel þekktur organleik- ari við Lauganeskirkju í Reykjavík. Ekki er gott að staðhæfa hvaðan listgáfa kemur, sem einstaklingum er gefin, en hitt er víst að tónást var Eyrúnu í blóð borin og hefir hún dreifst ríkulega til afkomendanna, sem margir eru tónlistarmenn og fjölhæfir á ýmsum öðrum sviðum. Þegar ég sá Eyrúnu fyrst, átti hún heimili á Framnesi í Keflavík, hjá systrunum Guðlaugu og Jónínu Guðjónsdætrum, sem báðar voru kennarar við barnaskólann þar um áratugi. Þær systur voru afar gest- risnar og höfðu miklum fróðleik að miðla, enda skemmtilegt að koma á heimili þeirra og nutum við hjónin þess í ríkum mæli. Við þekktum fáa í byggðarlaginu, vorum meðal fjölda innflytjenda á þessum árum. Maður- inn minn, Hallgrímur, gerðist kenn- ari við sama skóla og Framnessystur, eins og þær voru almennt kallaðar og leiddu kynni hans og þeirra til þess, að við urðum nokkuð tíðir gestir á Framnesi. Þá var tíminn ekki orðinn eins hraðfleygur og nú, enda fjölmiðlafárið ekki byrjað að brjóta niður mannleg samskipti. Fólk gat leyft sér að hittast og blanda geði yfir kaffibolla á rólegum stundum. Já, sannarlega er ég þakk- lát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Framnesheimilinu, á þess- um fyrstu árum mínum í Keflavík. Eins og áður er getið, var Eyrún til heimilis á Framnesi um þessar mundir, en vann við afgreiðslustörf í Alþýðubrauðgerðinni. Ung var hún að árum, en lífið hafði úthlutað henni þeirri reynslu að missa eigin- mann sinn, Magnús Sigurðsson, eftir skamma sambúð, en hann drukkn- aði í ofsaveðri á leiðinni frá Reykja- vík til Keflavíkur á m/b Huldu. Magnús var fóstursonur Framnes- systra, en móðir hans var Ágústa systir þeirra. Eina dóttur höfðu ungu hjónin eignast, sem hlaut nafnið Gauja Guðrún og var í frum- bernsku, en sólargeisli heimilisins og yndi móður sinnar. Á Framnesi var einnig aldurhnigin kona, móðir systranna, Guðrún Torfadóttir, full- trúi hins gamla tíma. Sat hún oftast á rúmi sínu með prjóna í höndum, sem tifuðu mjúklega og seiddu fram klingjandi tóna, eins og lágvært undirspil við samtal fólksins. Unga konan, Eyrún, tók gjarna að sér húsmóðurskyldurnar ef hún var heima, hellti á könnuna og bar gestum kaffi. Hlýleg, glöð og höfð- ingleg gekk hún um beina og sá um að ekkert vantaði, - tók einnig þátt í samræðunum en virtist þó frekar hlédræg og hefir kannske ekki notið sín fyllilega í óljósri stöðu sinni, þó systurnar létu sér mjög annt um hana og væru henni góðar. En tímans elfur hélt áfram að streyma að ósi með sorgir og gleði, eins og ævinlega. Þannig barst til Keflavíkur ungur og glæsilegur Aust- ur-Húnvetningur, Sigtryggur Árna- son, duglegur hagleiksmaður. Réðst hann snemma til löggæslustarfa þar og varð síðan yfirlögreglumaður í 33 ár. Árni faðir Sigtryggs var rit- höfundur og minnist ég lítillar sögu eftir hann, sem ég las á unglingsárum og hét Æskuminningar smaladrengs. Þetta var hugljúf bók, ég naut henn- ar vel og lifði mig inn í hlutverk smaladrengsins. Móðir Sigtryggs hét Þórunn var Hjálmarsdóttir. Hún unni fögrum tónum, söng mikið og spilaði vel á harmóniku. Hálfbróðir hennar var Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson, fjölhæfur og listrænn maður. Hann stjórnaði kórum, spilaði á orgel í mörgum kirkjum, samdi lög og var góður hagyrðingur. Þá má geta þess að föðurfrændi Sigtryggs, skáldið á Bólu, skar með kutanum sínum ... máttuga megin stafi/ og myndir á askinn sinn,“ eins og Davíð Stefáns- son segir í kvæði sínu Askurinn. f Keflavík, eins og víða annars- staðar, lágu vegir til allra átta, þar hittust Eyrún og Sigtryggur og felldu hugi saman. Síðan lá leiðin inn í hjónabandið og um það leyti stofn- uðu þau sitt eigið heimili. Þá kom sér vel að Sigtryggur var vel verki farinn og laginn við smíðar. Notaði hann vel hverja frístund, sem gafst til að koma upp íbúð handa fjölskyldu, sem stækkaði óðum. Seinna byggði hann myndar- legt einbýlishús á Framnesvegi 8, enda þörfin vaxandi því börnin urðu sjö, auk Gauju Guðrúnar dóttur Eyrúnarfráfyrrahjónabandi. Gauja er gift Kjartani Finnbogasyni, lög- regluvarðstjóra á Keflavíkurflug- velli og búa þau í Keflavík. Elst af börnum Eyrúnar og Sigtryggs er Magnús Þór, flugvirki, Minnesota. Næstur er Eiríkur Árni, söng- og tónmenntakennari, Reykjavík. Guðlaug Jónína gift Gottskálk Ólafssyni, verslunarfulltrúa í Kefla- vík. Gunnar, sölumaður, Reykja- vík, kvæntur Kristínu Friðriksdótt- ur. Rúnar Sigtryggur, vinnur við hestatamningar og býr í Keflavík, kvæntur Margréti Sigurðardóttur. Ingvi Steinn og Bragi, búfræðingur, báðir í Reykjavík. Stutt er leiðin að Framnesi, frá heimili Eyrúnar og átti hún mörg spor þangað, til að rétta hjálparhönd og hlynna að systrunum, er þær tóku að eldast og eiga við lasleika að stríða. En slíkt bar Eyrún ekki á torg né kvartaði yfir. Hljóðlát vann hún störf sín af alúð og eftirtölulaust, hvort heldur var á hennar eigin heimili eða utan þess. Eftir að börnin voru flest búin að hleypa heimdraganum og farið að hægjast um, réðst Eyrún til verslun- arstarfa hjá Kaupfélagi Suðurnesja og þar unnum við saman í vefnaðar- vörudeildinni fáein ár og hófst því nýr kapítuli í kynnum okkar. Að vísu höfðu tengslin aldrei rofnað, í tímans rás, þrátt fyrir umfangsmikið ævistarf Eyrúnar við umönnun átta barna og önnur óþrjótandi verk húsmóður á stóru heimili. Þegar hún hófst handa í kaupfé- laginu er ekki ótrúlegt að hún hafi verið farin að lýjast nokkuð, en það kom aldrei fram í störfum hennar þar. Henni var heldur ekki tamt að hlífa sjálfri sér á kostnað annarra og öllum hlaut að líða vel í návist Eyrúnar, hún var alltaf í jafnvægi, alltaf glöð, traust og æðrulaus. í hraða nútímans er gott að geta minnst slíkra samferðamanna. Þakkir mínar og blessunaróskir sendi ég henni yfir landamærin. Eftirlifandi eiginmanni Eyrúnar, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum flyt ég innilegar samúðar- kveðjur. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför Kristjönu Jónsdóttur fyrrum húsfreyju Bergi, Keflavík Guð blessi ykkur öll Kristín Nikolaidóttir Ólafur H. Kjartansson Jón Nikolaison Erla Delberts Elías Nikolaison ÞórunnTorfadóttir Axel Nikolaison Ásta Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Sóknarfélagar Aöalfundur starfsmannafélagsins Sóknar veröur haldinn þriðjudaginn 26. apríl kl. 20.30 í fundarsal félagsins að Skipholti 50A. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Munið að sýna skírteini. Stjórnin Selfoss - félagsfundur Framsóknarfélag Selfoss boðar til félagsfundar þriðjudaginn 26. apríl n.k. að Eyrarvegi 15, og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Staða bæjarmála. Framsögur. Fyrirspurnir og almennar umræður. Kökur og kaffi. Mætum öll. Stjórnin Lóa Þorkelsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.