Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. apríl 1988 Tíminn 13 „Eigðu hana, Constan- tine - hún er þín“ - Spjallað við Constantine Lyberopoulos, ræðismann, í tilefni grískrar kvikmyndaviku „Við höfum lengi þráð að koma á auknum menningartengslum milli íslands og Grikklands,“ segir Lyberopoulos. „Viðskiptatengsl eru gömul í milli landanna, en þau mætti enn auka með því að kynna gríska menningu og menningararf á Islandi og gagnkvæmt. Við Em- ilía höfum sl. 17 ár komið á hverju ári hingað til lands og þá hefur þetta alltaf borið á góma. ÍJm var að ræða þrjár Ieiðir-gríska tónlist, en Grikkland á sér ríkar hefðir á því sviði, leiklist og loks kvikmynd- ir. Leiklistin er nokkuð erfiður kostur, því hún útheimtir að flytja leikflokka alla þessa leið og því varð kvikmyndin fyrst fyrir valinu. En þó verð ég að láta þess getið að okkur hefur líka hugkvæmst að kynna hér gríska málaralist, en á því sviði er mikið um að vera í Grikklandi og við erum þeirrar skoðunar að þar mundu fslending- ar finna margt áhugavert. En svo við víkjum að kvik- myndavikunni, þá mun hún hefjast mánudaginn 25. apríl í Regnbog- anum og verða þar sýndar myndir sem einna mesta athygli hafa vakið í Grikklandi síðari árin og menn- ingarmálaráðuneyti okkar hefur mælt með að hentuðu til sýninga erlendis og í þessu tilviki einkum á íslandi. Þótt ætla mætti að það hafi verið auðvelt að koma þessu um kring, þá get ég fullvissað þig um 'að betta hefur kostað mikið átak. Eg vona því að íslendingar muni hér heyra rödd Grikklands og kynnast ímynd þess, sem aftur verði til þess að enn fleiri fslending- ar muni heimsækja land okkar. Þetta gæti enn orðið til að styrkja viðskiptatengslin, eins og ég áður sagði. Við kaupum nú mikið af fiski af íslendingum, en íslendingar kaupa ekki svo mikið frá okkur. Þannig erum við hér að flytja út nokkuð sem Grikkir eiga í ríkum mæli, þ.e. menningu, í þeirri von að það leiði til enn frekari sam- skipta. Hér er margt merkra kvik- mynda, eins og „Stella“, þar sem Melina Merkouri er í aðalhlut- verki, en hún er nú menningar- málaráðherra okkar. Enn er mynd- in ekki komin, en við vonumst til að það takist að fá hana fyrir mánudag. Allar hafa myndirnar að geyma dýpri þýðingu í listrænum, þjóðfélagslegum og menningar- sögulegum skilningi." Nú ert þú aðalræðismaður fslands í Aþenu. Hvert var upphaf tengsla þinna við landið? „Ég vil orða það svo að ég hafi gerst Islendingur af fúsum og frjáls- um vilja. Þetta hófst árið 1961, en þá kom ég hér til kaupa á þorsk- hrognum, því fiskkaupmennska hefur lengi verið í minni ætt og bæði fæðir minn og afi voru í þessum viðskiptum. Við höfðum keypt hrognin áður af Svíum, uns við uppgötvuðum að þau komu frá fslandi og snerum viðskiptunum þá milliliðalaust hingað. Nú, smám saman laðaðist ég meir og meir að landi og þjóð: mér kom vel saman við alla hér og viðskiptin döfnuðu. Kom þar að ég árið 1972 varð aðalræðismaður, tók við af fyrri í tilefni af grískri kvikmyndaviku eru hér nú stödd hjónin Emilía Kofoed Hansen og Constantine Lyberopoulos, adalræðismaður Islands í Aþenu. A fyrra ári var Emilía skipuð vararæðismaður og er óhætt að segja að hag íslendinga sem til ræðismannsskrifstofunnar þyrftu að leita sé eins yel borgið og kostur er á, þar sem þau hjón eru. Það er ekki síst fyrir áhuga hr. Lyberopoulos að þessi menningarviðburður á sér nú stað og í vikunni gafst okkur kostur á að ræða við hann um gríska menningu og kynni hans af íslandi og íslendingum. ræðismanni, sem þá dró sig í hlé, meira en áttræður. Um leið gerðist ég fulltrúi Sambands íslenskra fisk- framleiðenda, enda viðskipti land- anna mest á sviði verslunar með fisk. Segja má að þar með hafi ekki vantað annað en að ég blandaði blóði við íslensku þjóðina og 1969 hitti ég Emmu. Við giftum okkur 1971, giftum okkur tvisvar sinnum - einu sinni á íslandi og svo einu sinni í Grikklandi. Nú, faðir hennar tók þessu ákaf- lega vel. Hann sagði: „Eigðu hana, Konstantín - hún er þín." Ég hélt að hann mundi vera á báðum áttum, en svo er að sjá að hann hafi verið búinn að kynna sér flest um mína hagi og ekki hefur spillt fyrir að hann var mikill Grikklandsvin- ur. Þetta hefur svo gengið ákaflega vel. Við höfurn verið gift í sautján ár og Emrna hefur aðlagað sig Grikklandi, eins og best verður á kosið, lært að skilja til fullnustu grískan hugsunarhátt og lífshætti og við erum hamingjusöm og stolt hvort af öðru. Árlega komum við til íslands - ekki vegna þess að hún þjáist af hcimþrá - aðeins vegna þess að hingað er alltaf jafn gaman að koma. Þá kemur nú mikill fjöldi íslendinga til Grikklands og við höfum náið samncyti við þá íslend- inga sem í Grikklandi búa, en það eru ekki síst stúlkur, giftar Grikkj- um eða í hjónabandshugleiðing- um.“ Eins og þú segir, þá hefur fjöldi ■slenskra ferðamanna sem heim- sækir Grikkland farið mjög vax- andi. Mæðir þetta ekki mikið á ykkur? „Nei, alls ekki. Leiðsögu- mennirnir eru orðnir það góðir núorðið að þess gætir lítið. Það er ekki nema ef einhver meiri óhöpp verða, slys eða annað, að það kemur til okkar kasta, þótt alltaf séu við boðin og búin til aðstoðar. Ferðamennirnir eru líka upp til hópa mjög sjálfstætt fólk, sem áhuga hefur á landinu, menningu þess og sögu. Ákvörðunarstaðirnir cru valdir í samræmi við þetta. Fólk vill sjá sögustaði okkar og svo eyjarnar, sem eru einstakar. Grikkland er einstætt meðal Evr- ópulanda með 3000 eyjar undan ströndum sínum. Líklega eru það Rhodos og Aþena sem flesta þyrst- ir í að heimsækja um þessar mundir. Við höfum talsvert lagt okkur fram um að auka ferðir til Krítar og Makedoníu, en árangur er ekki teljandi hvað komið er. í framtíðinni viljum við benda fólki á þá möguleika sem ferðir einstak- linga á bátum meðal eyjanna gefa og rútuferðir um landið, en þetta væri hægt að sameina. Segja má að okkur langi að auka möguleika íslendinga á að kynnast sál lands okkar, og kvikmyndavikan er líka spor í þá átt, eins og ég sagði." Hjónin Emilía Kofoed Hansen og Constantine Lyberopoulos. Agnar Kofoed Hansen, faðir Emilíu, sagði þegar Constantine bað um hönd hennar: „Eigðu hana, Constantine - hún er þín (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.