Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.04.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. apríl 1988 Tíminn 19 A FJORUM HJOLUM - Reynsluakstur - Seat Ibiza 1,2 GLX LYGILEG NÝTING Á FÁUM HESTÖFLUM Varla verður annað sagt en að vel hafi tekist til með bflasmíði Spánverja. í stór- um dráttum er ekki annað hægt en að vera ánægður með Ibizuna enda er mikið í hana lagt. Sterkasta hliðin er vél og gírkassi sem gefa ökumanni tilfinningu fyrir að hann hljóti að vera að aka kraftmiklum sportbfl. Þetta þarf ekki að vera neitt skrýtið ef miðað er við að yfir vélasmíðinni og gírkass- avinnunni er töluð hrein suður- þýska. Hvort tveggja er hannað í Porsche verk- smiðjunum og framleitt undir ströngu eftirliti þeirra og verkstjórn á Spáni. Veikir punktar eru að vísu nokkrir eins og jafnan er að finna í bifreiðum. Flest af því sem ég tíni til í þessari grein eru frekar smá- vægilegir hlutir þó að ég telji þá frekar óþægilega. Fyrst er að nefna miðstöðina. Hún er frekar hávær þó að hún skili góðum hita. Undan- teknig á því er þó að ekki er jafn mikill blástur á fætur farþega í framsæti og fætur bílstjóra og er bagi af þessu. Veikleiki þessi kom fram við erfiðar aðstæður. Mikill hliðarvindur var og var farþeginn áveðurs. Kom þá annað til að auki. Hurðir bílsins reyndust ekki af- burða þéttar þannig að ákveðinn þrýstingsmunur myndaðist inni í bílnum. Innsogið hrekkjótt f þessum greinum mínum hefur mér fundist best að ljúka fyrst af öllum leiðinlegum athugasemdum um galla bílanna. Pann hátt ætla ég að hafa á í þetta skipti líka, enda Engu er likara en að framleiðendur vilji helst af öllu að ungt og frísklegt fólk eignist Ibisuna öðrum bðum fremur. Þannig eru þessar myndir við sportbáta og leikvelli lýsandi fyrir kynningarbæklingana frá Spáni. Tímamyndir Gunnar er mikíll munur að geta Iofað kosti hans í upphafi og lok greinar. Annar leiður galli sem ég varð var við varðar innsogið á þessum ágæta bíl. Það er sjálfvirkt og ekki nógu gott miðað við það. í gamla daga voru vinir mínir vanir að taka sjálfvirka innsogið úr sambandi vegna eyðslunnar. Nú eru flestir nýir bílar þannig úr garði gerðir að þeir eru búnir beinni innspýtingu, sem ekki notar innsog, eða þá að sjálfvirkt innsog er vandað og ein- göngu til þæginda. Ibizan verður að teljast undantekning frá þessu. Átti bíllinn til að rjúka upp í 3000 snúninga, án sjáaníegrar ástæðu, á meðan vélin var að ná alveg réttum hita. Kom þessi galli fram í ótrú- lega mikilli eyðslu miðað við lítinn skrokk. Að síðustu skal sá ókostur tíund- aður að hnéin mín áttu til að rekast í umgjörð stýrisins og kassann sem er á milli framsætanna. Annað- hvort var að þarna fór klaufaskap- ur minn, eða óþarflega knöpp hönnunaráferð, nema hvort tveggja hafi verið. Vel heppnuð skipting En þá er að fjalla um það sem gott er. Af talsverðu er að taka þar sem Ibisan hefur upp á margt að bjóða. Ég var áður búinn að minn- ast á hvað vélin var vinnslugóð og gírkassinn léttur. Skiptingin er þannig heppnuð að ekki er annað hægt að segja en að vel hafi tekist til. Við liggur að segja að það sé bara gaman að skipta honum milli gíra. Reyndar er það svo að það verður að vera gott og þægilegt að skipta milli gfra. Eins komma tveggja lítra vélin er þrátt fyrir allt í minna lagi. Það er kannski ástæð- an fyrir því að á næstunni hyggst Hekla hf., umboðið hér á landi, auka fjölbreytnina og hefja inn- flutning á Ibiza með 1,5 lítra vél. Þá er einnig á döfinni að flytja inn í framtíðinni Ibisu með beinni innspýtingu á stærri vélina. Verður það einn af minni meðalstærð með eina af stærri meðalvélum í flotan- um. Þægilegur á flestum vegum Fjöðrun bílsins er góð. Sá sem Tíminn reynsluók var á lágum vetrardekkjum og á álfelgum. Gaf hann af sér góðan þokka og var reynslan af honum góð í heild. Á einum stað var skrifað að ekki væri nokkur leið að aka bílnum á malarvegum. Þetta er ekki rétt. Tíminn tók hann til kostanna við breytilegar aðstæður. Eftir góðan bíltúr, var ekki annað að sjá en honum væri alveg sama hvort ekið var á glimrandi olíumalbikinu eða grjóthörðum og ofaníburðarlaus- um malarvegum. Á öllu lá hann límdur við veg og brá hvorki mann- skepnunni né farkostinum. Spodsætin Eitt af því sem hjálpaði þar til voru þessi ágætis sæti sem Ibizan er búin. Sér nú orðið mikinn mun á frágangi bílsæta og bólstrun þeirra. Ég held að ég fari ekki með fleipur þótt ég segi að flestir eða allir Seat-bílarnir séu búnir sætum sem teljast verða með í flokki sport- sæta. Þá var Ibisunni einnig gert í reynsluakstrinum að flytja með sér þrjá farþega í klukkutíma akstri. Var honum ekki mjög brugðið. Hins vegar var það þannig að þegar hann tók hægar og virðulegar dýfur á malbikinu, strukust aurhlíf- arnar léttilega við yfirborð veg- anna. Kvað þó hvorki meir að þessu eða minna en gengur og gerist með létta bíla. í heild var ég ánægður með bílinn. Það var gaman að geta tekið á sprett og það létti einnig lífið að geta notið þeirra þæginda sem boðið er upp á í Spánverjanum litla. Kristján Bjömsson + G írkassi og skipting Vinnslan í vélinni Öll sæti bílsins Fjöðrunin Sjálfvirka innsogið Rúðuþurrkutakkinn Þröngt fyrir bílstjórahné Miðstöðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.