Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 20. apríl 1989 Halldór Ingi Haraldsson flugkennari og Magnús Sigurðsson flugnemi, með mynd af TF-FFA í baksýn. Tímamynd: Árni Bjama Rætt við mennina tvo sem komust heilir frá iwoiru i wía Dnrgarhóla: mminn og jörð saman í eitt „Við vorum fastir í vélinni í smá tíma, en Magnúsi tókst að spyrna á hurðina, þannig að við komumst út,“ sagði Halldór Ingi Haraldsson flugkennari hjá flugskólanum Vesturflug í samtali við Tímann. Hann var ásamt nemanda sínum Magnúsi Sigurðssyni á æfíngaflugi, þegar kennsluvélin TF- FFA, sem þeir voru á brotlenti skammt frá Borgarhólum á Mosfellsheiði í fyrradag. Halldór sagði að það sem hefði bjargað var að þeir voru reyrðir í þriggja punkta öryggisbelti og því köstuðust þeir ekki á mælaborðið. Einu meiðsl þeirra voru að sauma þurfti eitt spor í efri vör Halldórs, líklega eftir glerbrot úr framrúð- unni. Magnús og Halldór voru á sér- stöku æfingasvæði, sem flugmálayf- irvöld láta í té til kennsluflugs og voru þeir að æfa neyðarlendingar, en þá er farið í gegnum viss atriði, sem flugmenn þurfa að kunna mjög góð skil á. Halldór sagði að þegar þeir byrjuðu æfingarnar hefðu þeir verið í þeirri hæð sem ráðlagt er við æfingar sem þessar. „Pað sem orsak- aði þetta var snjóblinda. Himinn og jörð runnu saman í eitt. Það er ekki hægt að skýra það mikið nánar,“ sagði Halldór. Aðspurðir sögðu þeir að lendingin hefði verið frekar mjúk. Flugvélin rann í snjónum á hjólunum um 23 metra, áður en hún snerist á bakið. Halldór sagði að í þessu tilfelli væri ekki rétt að tala um brotlendingu, því vélin var mjög heilleg og brotn- aði ekki neitt. „Höggið var það lítið að neyðarsendirinn fór ekki sjálf- krafa í gang, svo ég þurfti að kveikja á honum. Okkur leið dálítið illa að geta ekki komið boðum áfram því talstöðvarloftnetið brotnaði. En við tókum eftir því að siglingarloftnetið var heilt og náðum að skipta um loftnet, þannig að við gátum látið vita að við vorum heilir á húfi,“ sagði Halldór. Hann sagði að þeir hefðu fyrst reynt að nota talstöðvar- loftnetið, en ekki treyst því að það heyrðist í þeim og því skipt. Halldór sagði að þeir hefðu haldið sig að mestu við vélina eftir lending- una, en biðin við þessar aðstæður hefði verið löng. „Að vísu gekk ég aðeins frá, því mér fannst ég sjá bíl þarna nærri, en það var bara fjar- lægðarskynið sem brást,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort þeir hefðu ekki verið hræddir um að kviknaði í vélinni, sagði Halldór að þegar þeir voru ennþá inní flugvél- inni, hefði það hvarflað að þeim. „Ég fann enga bensínlykt og því urðum við rólegri," sagði Halldór. Þeir fóru í loftið klukkan 17.12 og höfðu verið á flugi í um hálftíma áður en slysið varð. Yfirflugkennari flugskólans fór að leita þeirra og fann þá um fimmtán mínútur yfir sex og hringsólaði yfir þeim, þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og fór með þá til byggða. Aðspurðir hvort þeir hefðu gert sér grein fyrir hvað var að gerast áður en vélin kom niður, sagði Magnús að það hefði ekki verið. „Ef maður hefði vitað það áður, þá hefði þetta ekki komið fyrir. Við höfðum alla möguleika á að bjarga þessu hefðum við vitað hvað var að gerast,“ sagði Magnús. Halldór sagðist vilja koma því á framfæri að fjölmiðlar hefðu verið einum of aðgangsharðir. „Það voru ekki allir aðstandendur búnir að fá að vita af þessu, þegar myndir komu af okkur í sjónvarpinu," sagði Halldór. Þetta var sjötti tími Magnúsar í fluginu, og sagðist hann vera stað- ráðinn í að halda áfram. Þegar Tíminn hitti hann að máli síðdegis í gær hafði hann ætlað að fara að fljúga, en vegna lélegs skyggnis var það ekki hægt. Halldór hefur stund- að flugið meira og minna síðan 1985 og á að baki 310 flugtíma og sagði hann að allar reglur væru mjög strangar og þyrfti hann að standast hæfnispróf reglulega og læknisskoð- un árlega. Magnús bar kennara sín- um vel söguna og sagði Halldór mjög færan og virka vel á nemand- ann. „Þetta er mjög góð reynsla. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er,“ sagði Magnús. Báðir vildu þeir koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu þeim til aðstoðar. -ABÓ Til ökumanna Gleðilegt sumar Sumardekkin undir bifreiðina Sparíð naglana, bensínið og malbikið. Eindaginn er 1. maí. GA TNAMÁLASTJÓRI Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu verjenda ellefu ákærðra í Hafskipsmálinu: Urskurður á mánudag Munnlegur málflutningur um frá- vísunarkröfu verjenda ellefu ákærðra í Hafskipsmálinu, fór fram í Sakadómi Reykjavíkur í gærmorg- un. Að loknum málflutningi sagði Sverrir Einarsson dómsformaður að úrskurður um frávísunarkröfuna yrði kveðinn upp nk. mánudag kl. 10.00. Rök verjendanna fyrir frávísunar- kröfunni eru einkum þau að ekki sé hægt að reka saman mál á hendur starfsmönnum Hafskips og starfs- mönnum Útvegsbankans. Þá telja verjendurnir að verknaðarlýsing sé óljós, þ.e. að sakargiftum sé ekki nægjanlega lýst. Einn verjendanna, Hjörtur Torfason hrl. sagði að verið væri að saka skjólstæðing sinn um athafnaleysi, sem gæti ekki staðist miðað við lýsingu á meintu broti, nema aðgerðarleysi skjólstæðingsins hafi verið algjört. Hann sagði að sér sýndist að ákveðin hugsanavilla væri með sameiningu málanna, starfs- manna Hafskips og starfsmanna Út- vegsbankans. Páll A. Pálsson hæstaréttarlög- maður, aðstoðarmaður sérstaks saksóknara sagði að hér væri ákært í einu lagi, bæði er varðar saknæmt atferli starfsmanna Hafskips og Út- vegsbankans og vísaði í því sambandi til 28 gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar segir að ef fleiri en einn maður eru viðriðnir refsivert brot, eitt eða fleiri, þá skuli að jafnaði sækja málið í einu lagi. Að auki tiltók aðstoðarmaður sérstaks sak- sóknara til stuðnings við ákæruna að um náin hagsmunatengsl væri að ræða, fjallað væri um sömu atvik og að með brotinu hafi verið náð gífur- legum fjármunum frá Útvegsbank- anuin. Páll lagði á það mikla áherslu að mál allra fylgdust að, annað mundi leiða til mikils óhagræðis, auk þess sem þá yrðu tafir á málinu. Frávísunarkrafa verjendanna kom fram þegar málið var þingfest í Sakadómi Reykjavíkur á mánudag. -ABÓ Stuttar þingfréttir Sveigjanleg starfslok Þingsályktunartillaga Guðna Ágústssonar og fleiri um sveigjan- leg starfslok og starfsréttindi hefur verið afgreidd af þinginu og send til ríkisstjórnarinnar. Upphaflega var tillagan orðuð þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd er hafi það hlutverk að móta reglur um sveigjanlegri starfslok, t.d. á aldursbilinu 64-74 ára. í breyting- artillögu við ályktunina voru ald- urstakmörkin tekin út, en að öðru leyti stendur hún óbreytt. Tækniskóli á Keldum Guðmundur G. Þórarinsson al- þingsmaður Iagði fram fyrir skömmu þingsályktunartillögu um byggingu fyrir Tækniskóla íslands á Keldnaholti. Þar er ályktað að fram verði látin fara hugmyndasamkeppni um arkitektateikningar fyrir framtíð- arbyggingu Tækniskóla íslands á þeirri lóð sem hann hefur fengið fyrirheit um á Keldnaholti. Guðmundur G. Þórarinsson. Takmörkun sauðfjár- búskaps í þéttbýli Fram er komin tillaga til þings- ályktunar um takmörkun sauðfjár- búskaps í þéttbýli. Þar er rakin sú stefna er kemur fram í búvöru- samningnum að minnka fram- leiðslu kindakjöts og segir að að- gerðir stjórnvalda, þar sem bændur hafa verið styrktir til að taka upp breytta búskaparhætti til að vega upp á móti samdrættinum hafi ekki skilað árangri. Þess vegna sé eðlilegt að við þessar aðstæður sé sauðfjárbú- skapur takmarkaður við lögbýli og þá aðila eina er hafa lífsviðurværi af þessari atvinnugrein. Það eru þingkonurnar Margrét Frímanns- dóttir og Málmfríður Sigurðardótt- ir sem flytja tillöguna. Breyting á biðlaunum Að frumkvæði forseta Alþingis er flutt frumvarp í efri deild er afmarkar rétt þingmanna til þing- fararkaups. Þar kemur fram sú breyting að afsali þingmaður sér þingmennsku og hverfi til annarra launaðra starfa, falli réttur hans til biðlauna niður. Jón Helgason fv. ráðherra mælti á þriðjudag fyrir frumvarpi, er hann flytur ásamt fleirum, og fjall- ar um breytingar á lögum um þingfararkaup alþingismanna. Samkvæmt núgildandi lögum nýtur þingmaður biðlauna er hann hættir þingmennsku, í 3 mánuði eftir eins kjörtímabils þingsetu, en 6 mánuði eftir 10 ára eða lengri þingsetu. í frumvarpi þessu er lagt til að kveðið sé skýrt á um að réttur til biðlauna falli niður ef þingmaður afsalar sér þingmennsku fyrir lok kjörtímabils og taki við öðru starfi. Þessi breyting hefur engin áhrif á rétt þingmanna til biðlauna að kjörtímabili loknu. Ingi Björn formaður Á fyrsta þingflokksfundi Frjáls- lynda hægri flokksins á miðvikudag var Ingi Björn Albertsson kjörinn formaður þingflokksins. Varafor- maður er Hreggviður Jónsson, en ritari er Kolbrún Jónsdóttir fyrsti varamaður flokksins í Reykjanes- kjördæmi. Þá opnaði Frjálslyndi hægri flokkurinn skrifstofu í Hafnar- strætinu sama dag. Að sögn Inga Björns mun flokkurinn ekki bjóða fram við næstu sveitarstjórnar- kosningar. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.