Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 20. apríl 1989
FRÉTTAYFIRLIT
AMMAN - Öryggissveitir
böröust viö mótmælendur sem
mótmæltu verðhækkunum í
Jórdaníu og segja ibúar i
Amman að fimm manns hafi
látist og fjórtán slasast.
WASHINGTON — Husse-
in konungur Jórdaníu hrósaöi
George Bush forseta Banda-
ríkjanna fyrir friðarumleitanir
hans í Miðausturlöndum, en
hann minntist ekkert á áætlun
ísraela um kosningar meðal
Palestínumanna á hernumdu
svæðunum. Það er hins vegar
meginatriðið í friðartilboði
Bandaríkjamanna.
BEIRÚT - Reiðir kristnir
Líbanar héldu í mótmæla-
göngu gegn friðarsinnum í líb-
anska þinginu sem kröfðust
vopnahlés í átökunum milli
kristinna manna og Sýrlend-
inga. Fimm vikur eru liðnar frá
því hinir grimmilegu bardagar
hófust. Síðan hefurað minnsta
kosti 231 fallið.
GAZA — (sraelskir hermenn
skutu og særðu 25 Palestínu-
menn, þar af tvö sex ára börn,
i einum hörðustu átökum sem
verið hafa á hernumdu svæð-
unum I Gaza á þessu ári. i
Jerúsalem beitti lögreglan vél-
menni til að gera sprengju
óvirka.
MOSKVA — Sex fulltrúar á
hinu nýja þingi Sovétríkianna
hafa sagt að kynþáttaóeirðir
eins og brutust ut i Georgíu á
dögunum gæti orðið endalok
umbótastefnunnar í Sovétríkj-
unum.
LOS ANGELES - Hin
ástsæla leikkona Lucy Ball var
hætt komin í gær þegar hún
fékk hjartaáfall, en lífi hennar
var bjargað eftir átta tíma dvöl
á skuroarborðinu þar sem
læknar gerðu á henni hjartaað-
gerð. Líðan leikkonunnar, sem
orðin er 77 ára gömul, er
sæmileg miðað við aðstæður
og eru ættingjar hennar von-
goðir um bata.
Lucy Ball fann sáran sting
fyrir brjóstinu í gærmorgun og
ók Gary Morton eiginmaður
Lucyar henni á sjúkrahús. Inn-
an stundar var hún komin á
skurðarborðið þar sem skipt
var um hluta stóru slagæðar-
innar sem liggur frá hjartanu.
Mátti ekki miklu muna að Lucy
væri öll.
ÚTLÖND
Kynþáttabaráttan í Júgóslavíu ógnar stoðum sambandsríkisins:
Slóvanar verjast
yfirgangi Serba
Barátta hina ýmsu þjóðarbrota er
byggja sambandsríkið Júgóslavíu
komst á nýtt og alvarlegt stig í gær
þegar allir fulltrúar Slóvana í mið-
stjórn kommúnistaflokksins skáru
sig frá öðrum miðstjórnarmönnum í
mikilvægri atkvæðagreiðslu.
Slóvanía er frjálslyndasta lýðveld-
ið í sambandsríkinu og greiddu full-
trúar Slóvana atkvæði gegn tillögu
sem Serbar hafa lagt áherslu á að
fáist samþykkt um að þing kommún-
istaflokksins í Júgóslavíu sem haldið
verður í desember verði lýst sérstakt
neyðarþing.
Með atkvæðagreiðslunni í gær
hafa Slóvanar tekið fyrsta skrefið í
áttina til þess að sniðganga flokks-
þingið í desember og fara eigin
leiðir. Slóvanía liggur að landamær-
um Austurríkis og eru lífskjör þar
best í Júgóslavíu og yfirbragð
vestrænt.
Slóvanar telja hættu á að Serbar
sem eru fjölmennastir þjóðarbrota í
Júgóslavíu hyggist nota neyðarþing-
ið til þess að ná auknum yfirráðum í
yfirstjórn Júgóslavíu og innan
kommúnistaflokksins. Serbía er
stærst hinna sex lýðvelda sem mynda
sambandsríkið Júgóslavíu.
Slóvanar hafa verið sérstaklega á
verði gagnvart yfirgangi Serba eftir
að þeir sóttu til aukinna áhrifa í
sjálfsstjórnarhéraðinu Kosovo þar
sem fólk af albönsku bergi hefur haft
nokkra sjálfsstjórn. Sú sjálfsstjórn
var minnkuð í síðasta mánuði og
völd Serba aukin. Það leiddi til
harkalegra átaka og dauða 24
manna.
Stjórnmálaleiðtogar Slóvaníu
saka Serba nú um að raska því
valdajafnvægi sem Josip Bros Tito
kom á í landinu með stjórnarskrá
árið 1974.
Krafan er aukið lýðræði og frjálslynd umbótastefna:
Kínverjar mótmæla
í tugþúsundatali
Ekkert lát er á mótmælafundum í
Kína og fara mótmælin frekar harðn-
andi en hitt og fleira fólk tekur þátt
í þeim. Í gær söfnuðust þúsundir
námsmanna saman að nýju á Torgi
hins himneska friðar, kröfðust lýð-
ræðis og hrópuðu slagorð gegn
stjómvöldum.
Þá héldu námsmenn áfram að
gera aðsúg að hermönnum sem gæta
höfuðstöðva kínverska kommún-
istaflokksins og kínversku ríkis-
stjórnarinnar, en ekki hlutust alvar-
leg meiðsl af ef marka má fréttir að
austan.
Tugir þúsunda Kínverja minntust
einnig Hu Yaobang við hið 36 metra
háa minnismerki hetja þjóðarinnar
og voru margir með andlitsmyndir af
Hu sem er nú orðinn persónugerv-
ingur frjálslyndrar umbótastefnu í
Kína.
Hu sem var formaður kommún-
istaflokksins um skeið, en varð að
taka pokann sinn vegna mikillar
andstöðu íhaldsmanna innan flokks-
ins árið 1987 var talsmaður aukins
lýðræðis og umbóta á valdatíma
sínum. Hann lést á laugardaginn.
Fleiri mótmælagöngur og mót-
mælafundir eru ráðgerðir að sögn
leiðtoga námsmanna í háskólum í
Peking.
Fráfall Hu kemur á versta tíma
fyrir kínversk stjórnvöld, því fyrir
skömmu var ákveðið að draga úr
umbótum á vestræna vísu og herða
ólina vegna þeirrar miklu verðbólgu
sem gosið hefur upp í Kína að
undanförnu. Því var andlát Hu
kveikjan að víðfeðmum mótmælum
almennings.
Bandaríska herskipio lowa:
47 sjóliðar fórust
er fallbyssa sprakk
Saksóknari
drepinn í
El Salvador
Roberto Garcia Alvarado sak-
sóknari í E1 Salvador var myrtur
í San Salvador í gær. Maður
kastaði sprengju að bifreið sak-
sóknarans sem lést samstundis í
sprengingunni. Lífvörður hans
særðist í árásinni, en tilræðismað-
urinn komst á brott.
Enginn hefur enn lýst því yfir
að hafa vegið Alvarado. Hins
vegar var hinn hægri sinnaði Ric-
ardo Alvarenga forseti þingsins
ekki tengi að saka vinstrí sinnaða
skæruliða um að hafa framið
ódæðið.
Garcia Alvarado tók við emb-
ætti saksóknara í desembermán-
uði eftir að þingið rak Roberto
Giron Flores sem gegnt hafði
þessu starfi. Giron Flores hefur
sakað hinn hægri sinnaða Arena
flokk sem er við stjórn í landinu
um að hafa rekið sig úr starfi
vegna þess að hann var um það
bil að finna hverjir stóðu að
morðinu á erkibiskupinum Osc-
ari Arnulfo Romero sem var
myrtur árið 1980. Segir Giron
Flores að háttsettir menn innan
flokksins séu tengdir morðinu á
Romero sem barðist mjög fyrir
mannréttindum í E1 Salvador.
Garcia Alvarado saksóknari
sem myrtur var í gær var ekki
meðlimur í Arena flokknum, en
stóð honum nærri.
Fjörutíu og sjö bandarískir sjólið-
ar fórust þegar fallbyssa sprakk í
bandaríska orrustuskipinu Iowa á
æfingu á Atlantshafi í gær. Spreng-
ingin reif stórt gat á skipið þar sem
það var statt 280 sjómílur norðaustur
af Puerto Rico og gaus upp eldur.
Sjóliðar náðu að ráða niðurlögum
eldsins og er skipið ekki í hættu.
Talsmaður varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna sagði að flugmóður-
skipið Coral Sea hafi verið í 120 km
fjarlægð og hafi þyrlur skipsins verið
sendar á vettvang með fleiri lækna
og sjúkragögn. Þá hafi sjóliðar verið
fluttir til sjúkrahúss í landi.
Byssur skipsins hafa verið þær
sömu alla tíð frá því skipið var
smíðað í síðari heimsstyrjöldinni.
Hins vegar hefur skipið oftsinnis
verið gert upp.
Sextánhundruð sjóliðar eru í
áhöfn Iowa.
Eldflaugaáætlun
Indverja
Indverjar hófu brottflutning ellefu
þúsund manna úr sjávarþorpum í
austurhluta Orissa ríkis í gær.
Ástæðan er sú að Indverjar hyggjast
skjóta fyrstu langdrægu Agni eld-
flauginni á loft á þessum slóðum, en
Agni eldflaugin er fyrsta eldflaugin ,
sem Indverjar hanna og smíða.