Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudágur20. aprííiááé Tíminn 7 Verkafólk á Vesturlandi ekkert yfirlit fengið um Iífeyrisréttindi sín frá 1982: Lífeyrisiðgjðld Olsara lögð á bankareikninga? „Staðan er þannig, að það er meira en hugsanlegt að brugðið verði á það ráð að fyrirtæki hér í Ólafsvík hætti að skila iðgjöldum starfsmanna sinna (10% íauna) til Lífeyrissjóðs Vesturlands en leggi þau þess í stað inn á sérstaka bankareikninga á nafni hvers og eins. Þetta fyrirkomulag er hugsað sem nokkurskonar bráðabirgðaúrræði þar til málefnum lífeyrissjóðsins veröur komið á hreint. Því við núverandi ástand verður ekki lengur unað,“ sagði Bráður Jensson, starfsmaður verkalýðsfélagsins í Ólafsvík, og formaður þess um áraraðir þar til á aðalfundi s.l. sunnudag, þar sem lífeyrissjóðamálið var enn einu sinni tekið til umfjöllunar. Að sögn Bárðar hafa breytingar í þessa vegu verið í undirbúningi frá s.l. áramótum. Forsvarsmenn fyrirtækja hafi tekið þessu mjög vel. Endanleg ákvörðun bíði þess að nýkjörinni stjórn verkalýðs- félgsins gefist tími til starfa, en nýkjörinn formaður hefur verið upptekinn vegna sjóróðra. Engir ársreikningar í fjögur ár Þolinmæði margra félaga verka- lýðsfélaganna á Vesturlandi er að verða á þrotum í þessu máli. En níu verkalýðsfélög í kjördæminu eiga aðild að Lífeyrissjóði Vestur- lands. Til ársins 1982 sendi sjóður- inn hverjum sjóðfélaga yfirlit um stöðu sína (innborganir og réttindi) í sjóðnum, en síðan ekki söguna meir. Vitað er um fólk sem leitað hefur upplýsinga um réttindi sín beint til sjóðsins án árangurs. Full- trúaráð Lífeyrissjóðs Vesturlands, á að halda fund og afgreiða reikn- inga árlega. Frá árinu 1984 var hins vegar enginn fundur haldinn og engir reikningar lagðir fram á fimmta ár. Fundir í verkalýðsfélög- um, a.m.k. í Ólafsvík og Borgar- nesi, hafa ítrekað samþykkt kröfur um að fundir yrðu haldnir, reikn- ingar lagðir fram og málin skýrð. Jafnframt var lýst vantrausti á stjórnarformann lífeyrssjóðsins og þess krafist að skipt yrði um stjórn- armenn. Að sögn Bárðar var það svo loks í desember s.l. að fundur var haldinn í fulltrúaráðinu og árs- reikningar lífeyrissjóðsins fyrir 1984 og 1985 lagðir fram, hvar af fulltrúaráðsmenn hafi aðeins getað samþykkt þá síðarnefndu. Þá hafi því verið lofað að reikningar fyrir 1986 mundu liggja fyrir snemma á þessu ári og reikningar 1987 svo síðsumars. Þó komið sé vorið 1989 hafi enn ekkert gerst. „Og nú hef ég frétt að boða eigi til fundar í maí þar sem ekki eigi þó að leggja fram neina reikninga," sagði Bárður. Engin skýr svör Hvaða skýringar eru stjórnar- mönnum verkalýðsfélaganna gefn- ar á þessu og hvenær er búist við að mál lífeyrissjóðsins komist á hreint? „Það eru aldrei nein skýr svör um það - og það er einmitt það sem maður er hvað óánægðastur með, hvað þetta er allt saman hulið og lokað. Það vekur með manni grun- semdir um að eitthvað alvarlegt sé að. Við höfum t.d. ekki hugmynd um hvort mál skýrast á þessu ári. Sjóðsstjórnin hefur viljað klína þessu á fyrrverandi endurskoðanda sjóðsins, hvers starfsbræður treysta hins vegar ekki verr en það að þeir hafa nú kjörið hann formann sinna samtaka," sagði Bárður. Ekkert lífeyrissjóðaeftir- lit með 70.000milljónum Eignir lífeyrissjóðanna voru taldar um 70 milljarðar króna nú um síðustu áramót og vantar því ekki orðið mikið á að þær jafnist við heildarinnlán allra banka og sparisjóða í landinu. Þarna er því um gífurlega fjármuni að ræða. Sá er hins vegar munurinn að innláns- stofnanir eru undir eftirliti banka- eftirlits sem grípur í taumana ef „hallast fer á merinni" hjá bönkum eða sparisjóðum. Ekkert samsvar- andi eftirlit er hins vegar enn til staðar hvað lífeyrissjóðina varðar, samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra SAL, þó ákvæði séu hins vegar um það í því lífeyris- sjóðafrumvarpi sem bíður þess að vera lagt fram á Alþingi. Opinber rannsókn? Að sögn Bárðar hefðu verka- lýðsfélögin því ekki aðra mögu- leika til að komast endanlega til botns í svona málum heldur en að óska opinberrar rannsóknar. Og fari ekki alveg á næstunni að fást botn í þetta lífeyrssjóðamál fer að verða ástæða til að óska slíkrar rannsóknar, þótt engin ákvörðun þar um hafi verið tekin ennþá. „En ég sé ekki betur en að fullkomin ástæða sé til að þessi mál verði skoðuð niður í kjölinn." Tíminn hafði samband við Valdimar Indriðason stjórnar- formann Lífeyrssjóðs Vesturlands. Hann sagði málefni lífeyrissjóðsins í fullri vinnslu, en kvaðst ekki vilja ræða það frekar í fjölmiðlum að svo komnu máli. -HEI Ný hverfamiðstöð Á myndinni sést ný hverfamiðstöð á vegum gatnamálastjóra sem var vígð fyrir skömmu. Stöðin er staðsett við Stórhöfða og þjónar Ártúnsholti, Grafarvogi og Selási. Þessar Hverfamiðstöðvar þjóna því hlutverki að vera bækistöðvar fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að vera eins konar tengliður milli íbúa hverfanna og starfsmannanna og getur fólk snúið sér þangað með ábendingar, eða jafnvel þegið ráðleggingar. Hverfamiðstöðin við Stórhöfða er sjötta miðstöðin af þessu tagi. SSH Garðyrkjuskóli ríkisins: \jai uyi r\juorxu11 iimoiiio. Fagna sumrinu með opnu húsi Glettingur hf. Þorlákshöfn Fyrsta dag sumars hafa nemendur Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi opið hús, frá tíu um morgun- inn til sex. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að kynna skóíann og námið við hann og hins vegar er þetta fjáröflunardagur nemenda fyrir námsferð til Englands í haust. Til sýnis verða skipulagsteikning- ar af umhverfi skólans og sýnishorn af vinnu nemenda, bananahúsið og fleiri gróðurhús verða opin. Upplýs- ingar um trjárækt verða veittar og landslagsarkitektar svara spurning- um gesta, nokkur fyrirtæki kynna vörur sínar og ný braut við skólann, umhverfisbraut, verður kynnt. Þá verða til sölu pottaplöntur og afskor- in blóm, grænmeti og garðskála- plöntur, kaffi, kökur sælgæti og ís. Gróðurskálinn sem er hluti af skóla- húsinu skartar nú sínu fegursta og verður hann einnig opinn gestum og gangandi. jkb Færeysk hljómsveit í Þórscafé: Víkinga bandið mætir til leiks í dag, miðvikudag, og um næstu helgi heldur hið færeyska Viking band uppi fjörinu í Þórscafé. Þeir félagar munu spila lög af nýrri plötu sem inniheldur íslensk lög við færeyska texta. Þar á meðal eru lög eins og „Út á gólf“ sem Hermann Gunnarsson flutti eða „Upp á gólv“ eins og það heitir á færeysku. Að auki bjóða þeir upp á fjölbreytt úrval laga sem spannar allt frá rokkinu til nýjustu smellanna. Víkingarnir eru sex talsins og fyrir flokknum fer íslendingurinn Njáll Sigurjónsson. Auk hans skipa hljómsveitina Færeyingarnir Koll- bein Simonsen, Ronny Nielsen, Arnbjörn Sívensen. Hans Karl Jens- en og Georg Eystan Á. óskar landsmönnum gleðilegs sumars og þakkar jafnframt starfsfólki og viðskiptavinum ánægjuleg viðskipti jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.