Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 15 14 Tíminn C c c c halda skátarnir í Kópavogi sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kökum. Einnig verða skátarnir með kaffi, vöfflur og rjóma í Digranesi meðan á skemmtiatriðum stendur. Styrlcið okkur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR Lögregluforínginn Jobic á bak við lögmann sinn virðist ekki hafa neitt á samviskunni „Það getur verið að þið trúið mér ekki vegna þess að hann er dómari en ég götudrós,“ sagði hún í réttin- um. „En þettá er sannleikurinn.“ Það er hins vegar ekki ótítt í Nanterre að minnisleysi beri sann- leikann ofurliði. Það var einmitt minnisleysi sem heltók Fati-la- Grande þar sem hún stóð í vitna- stúkunni. Þá gat hún allt í einu ekki munað hvar skrifstofa Jobics er til húsa, þó að því sé haldið fram að hún hafi afhent honum verndar- gjald þar. Allar deildir laganna verða komnar í hár saman En það er ekki nóg með að lögreglan og dómararnir séu komn- ir í hár saman, þar sem aðstoðar- yfirmaður lögreglunnar í París hef- ur kært Hayat fyrir ærumeiðingar þar sem aðdróttanimar um fjár- söfnun lögreglunnar fyrir RPR eiga í hlut. Lögreglan og herlögreglan eru líka komnar í hár saman. Nýlega sagði aðstoðarmaður Jobics: „Við í lögreglunni erum ásakaðir vegna þess að við förum inn á skuggalega bari og hittum skuggalegt fólk. En við förum þangað til að vinna. Hins vegar hef ég séð yfirmenn í herlögreglunni á ýmsum allundarlegum stöðum, og þeir voru þar ekki til að vinna.“ Djellali Triki, sem vinnur á ræð- ismannsskrifstofu Alsírs í París, gaf vitnisburð Jobic í hag. Hann fullyrðir að herlögreglumenn sem fundu skammbyssu, sem sagt er að aðrir hafi komið fyrir í íbúð hans, hafi sagt við hann: „Við höfum ekki áhuga á byssunni þinni. Það sem við höfum áhuga á er að koma Jobic á kaldan klaka“. Triki heldur því fram að nafn- greindur höfuðsmaður í herlög- reglunni hafi sagt við hann: „Við ætlum að gera út af við Jobic og alla frönsku lögregluna." Varðandi vitnisburð vændis- kvennanna gegn Jobic sagði Triki: „Allir vita að hórur ljúga. Spurn- ingin er, hver er að hvetja þær til að ljúga?" Næst málamiðlun? Málareksturinn :' hefur gert ímynd laganna varða slíkan óskunda að svo kann að fara að málamiðlun náist fram. Ein leiðin væri e.t.v. sú að sakfella mætti Jobic fyrir að „skattleggja" vænd- iskonur til að fjármagna styrjöld sína gegn glæpum. Þegar allt kem- ur til alls fær Parísarlögreglan alls ekki næg fjárframlög frá því opin- bera. Þá yrði lögregluforinginn aðeins sakaður um að sýna of mikið kapp og heiður hans og lögreglunnar biði engan hnekki. Það yrðu álíka skrítin málalok og sagan öll. Oskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars Mjólkurbú Flóamanna Óskum öllum gleðilegs sumars. SflMTAKfn huseiningarLJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann á Laugum er laus staða íþróttakennara. Við skólann er auk hefðbundinnar íþrótakennslu, starfrækt íþróttabraut. Við Menntaskólann á Akureyri er laus til umsókn- ar staða stærðfræðikennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 19. maí n.k. Menntamálaráðuneytið. Vændiskonan Patricia Bosquetto styður mál lögregluforingjans í Frakklandi takast lögregla og dómarar á í réttarsölum: Lögregluforingi skækju verndari ? Hið undarlega mál Jobic lögregluforingja, bráðsnjaUs lögreglumanns í París sem kærður er fyrir að lifa af tekjum sem fengnar eru með ósiðlegum hætti, heldur nú Frökkum föngnum. Þar er kominn ærslaleikur af líflegri gerðinni með skrautlegu leikliði þar sem m.a. má telja melludólginn Pedro og Fati-la-Grande. En þessi leiksýning hefur líka leitt í Ijós hið djúpstæða hatur milli dómara, Iögreglumanna og hægri og vinstri sinnaðra pólitíkusa. Efnilegir jafnaldrar fulltrúar dómara og lögreglunnar Yves Jobic er 31 árs, lögfræðing- ur að mennt og var á sínum tíma yngsti lögregiuforinginn í Frakk- landi. Yfirmenn álíta hann einn besta lögreglumanninn í sfnum aldursflokki. Maðurinn sem bar fram ákærurnar á hann, Jean- Michel Hayat, er á sama aidri og samdómarar hans hafa á honum álíka gott álit og lögreglan á Jobic. En annar hvor þeirra segir ósatt, og það meira en lítið. Réttarhöldin hafa færst niður á svo lágt stig að lögreglan hefur hótað „að sýna virkilegan áhuga í framtíðinni" á lögfræðingunum, sem aftur á móti kalla lögregluna „kjölturakka" hægri sinna. Lögregluforinginn verndari vændiskvenna og fíkniefnasala? Jobic var tekinn höndum eftir að Hayat hafði safnað sönnunargögn- um um að hann tæki „verndarpen- inga“ frá vændiskonum. Zoulika „Zouzou“ Zenatti gaf í skyn að hún hefði afhent Jobic yfir 50.000 kr. Önnur vændiskona, sem kölluð er Fati-la-Grande, sagðist hafa borgað Jobic tæpar 70.000 kr. á viku í 15 mánuði. Jobic var líka kærður fyrir að koma á bráða- birgðalausn Jean-Claude „Le Cheri" Moustafa úr fangelsi, en þangað var hann kominn vegna ákæra um fíkniefnamisferli. Þessar aðalpersónur í málinu sem gætu hafa stokkið út úr sögu eftir Damon Runyon, hafa aðsetur í Rue de Budapest, í grennd við Gare Saint Lazare í París þar sem ferjulestirnar leggja af stað til Dieppe. Vændiskonumar 400, „turbineueses" við Rue de Buda- pest eru sagðar afla 25 milljóna sterlingspunda á ári hjá viðskipta- vinum sínum. Saksóknaraembætt- ið hefur gert því skóna að hér væri komið hið sígilda dæmi um lög- reglumann sem snýr sér að glæpum. Þáttur „litla bleika dómarans“? En öldugangsins vegna varnar- árásar Jobics hefur orðið vart langt út fyrir réttarsalinn í Nanterre, rétt utan við París, þar sem réttarhöld- in fara fram. Jobic segir að Hayat, sem hjá lögreglunni er kallaður „litli bleiki dómarinn“ vegna stjórnmálaskoðana sinna, hafi boðist til að fella niður ákærurnar gegn honum gegn því að fá greiða að launum. Að sögn Jobics var Hayat sann- færður um að hópur háttsettra lögregluforingja hefði fé af vænd- iskonum og eiturlyfjasölum og legði fram fé til ný-gaullistaflokks- ins RPR. Þetta fé ætti að nota til að standa straum af kosningabar- áttu foringja RPR flokksins og þáverandi forsætisráðherra, Jacq- ues Chirac, þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum á síð- asta ári, þar sem hann reyndar beið ósigur. „Þú þarft ekki að taka á þig skellinn fyrir yfirmenn þína,“ segir Jobic að Hayat hafi sagt við hann við yfirheyrslu. „Hjálpaðu mér. Þú getur hringt í mig hvenær sem er, að degi eða nóttu.“ Hayat heimtaði að hafa réttinn til að neita þessum tengslum opinberiega. „Ég segi og fullyrði að þú sér lygari,“ sagði hann við lögregiuforingjann. Morðhótanir frá „Heiðri lögreglunnar“? Hayat sagði líka að hann hefði fengið a.m.k. 60 morðhótanir, að mestum hluta frá samtökum sem kalli sig „Heiður lögreglunnar“. Því var það að hann fékk vernd herlögreglunnar (gendarmerie) frekar en lögreglunnar. Ein vændiskona, Patricia Bosq- uetto, hefur gefið byr undir báða vængi ásökunum Jobics. Hún held- ur því fram að Hayat hafi reynt að leiða lögregluforingjann í gildru með því að leggja fast að henni að afhenda honum skartgripi, númer- aða peningaseðla eða fíkniefni. AÐ J0KLAF0LD 41r CRAFARVOGI ERTILSÝNISIDAG. SÝNINGARTÍMI KL.14-19 HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMIUS ALDRADRA SJÓMANNA 1 Sendum öllum félagsmönnum okkar og öðrum viðskiptavinum bestu óskir um rgleðilegt sumar KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.