Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 23
Tíminn 23
Fimmtudagur 20. apríl 1989
BÆKUR
■
Afleitur frágangur
Guðjón fsberg, Rafn Sigurðsson:
Töflureiknirinn Excel,
Tölvutal, 1989.
Pað fer víst ekki á milli mála að
tölvur hafa breytt lífinu mikið víða í
þjóðfélaginu. Fyrir okkur, sem vinn-
um við ritstörf, hafa þær haft í för
með sér algjöra byltingu. Nú eru
prentsmiðjuhandrit á pappír nánast
úr sögunni, ásamt þeirri prentvillu-
hættu sem þeim fylgdi alltaf óhjá-
kvæmilega. í staðinn semja menn nú
texta sína inn á disklinga, láta tölv-
una prófarkalesa þá og senda disk-
lingana síðan í prentsmiðjur, þar
sem aðrar tölvur eru notaðar til að
setja prenttexta beint upp af þeim.
Það er að segja þeir sem vinna ekki
í neti og senda textana beint frá sér
inn í setningartölvuna.
Þess vegna er ég víst síður en svo
einn um það þessi misserin að hafa
áhuga á öllu sem viðkemur tölvum.
Meðal annars af þeim sökum fór ég
að lesa mér til í þessari nýju kennslu-
bók í meðferð töflureiknisins Excel,
þegar hún barst mér í hendur á
dögunum. Reyndar er hér um tvær
bækur að ræða um sama efni, aðra
fyrir þá útgáfu þessa forrits sem
gengur á PC-vélar og hina fyrir
Macintosh. Ég valdi mér PC-útgáf-
una, því að slíkum vélum er ég
vanari.
En mér brá þó illilega þegar ég fór
að lesa. Bókin hefst nefnilega á
þessari málsgrein: „Þessi bók er um
Microsoft Excel töflureiknirinn fyrir
IBM og samhæfðar vélar og miðast
hún við útgáfu 2.0 af forritinu." Ég
hélt satt að segja að allir vissu að
orðið „töflureiknir" beygist eins og
„læknir“, þ.e. r-laust í þolfalli og
þágufalli, þannig að hér á vitaskuld
að tala um „Microsoft Excel töflu-
reikninn".
En því miður er þessi málvilla
langtífrá einsdæmi í bókinni. £ inn-
gangi, sem er rétt um það bil ein
bókarsíða, fann ég sex mál- og
prentvillur. Ég hélt áfram og fór yfir
fyrsta kaflann, sem er 25 blaðsíður.
Þar rakst ég við fljótan yfirlestur á
40 villur. Þar hætti ég svo frekari
leit, en gat þó ekki betur séð en að
á svipaðan hátt væri haldið áfram
bókina á enda. Með öðrum orðum
að við gerð þessarar bókar hafi allir
hinir nýju og í rauninni stórkostlegu
möguleikar ritvinnslunnar síður en
svo verið notaðir. Þvert á móti lítur
hún út eins og óleiðrétt próförk af
þeirri tegund sem menn gátu fengið
í hendur meðan enn var notað blý
og sátur hér í prentsmiðjum.
Það þarf í rauninni ékki orðum að
því að eyða að svona á ekki að ganga
frá bókum. Það á til dæmis ekki að
þurfa að tala um „vistri" hluta vinnu-
blaðs í stað „vinstri“ hluta eins og
gert er á blaðsíðu 5. Það á líka að
vera óþarfi að tala um „dálka" sem
„bálka" eins og gert er á blaðsíðu 8.
Að ekki sé minnst á að tala um „all
vinnublaðið" eins og er á síðu 20, en
ekki „allt vinnublaðið". Þá er líka
talað um „remmibrautirnar" á blað-
síðu 25, sem væntanlega ættu að
heita „rennibrautir" upp á góða og
gilda gamaldags íslensku.
Allir, sem setjast niður til að
skrifa bók, þurfa nefnilega að kunna
stafsetningu og einföldustu reglur
um málbeitingu. Ef þeir eru veikir
fyrir er tvennt til, að þeir setjist
sjálfir niður og læri reglurnar eða fái
einhvern sér málfróðari til að laga
fyrir sig textann. Þetta hefur ekki
verið gert hérna, og því verður
frágangur bókarinnar hreint út sagt
að teljast afleitur að þessu leyti.
Að því er efnið í þessari bók
varðar get ég ekki orðið annað en
fáorður. Þar er á ferðinni kennsla í
vinnubrögðum á töflureikninn
Excel, en með það forrit hef ég
aldrei unnið og þekki það því ekki
af eigin reynd. Éftir lýsingu þess í
bókinni að dæma virðist þó vera hér
um býsna fullkominn hugbúnað að
ræða, sem gefi notendum mikla
möguleika til að setja saman töflur
hvers konar, sem og að setja þær
fram í línu-, köku- eða súluritum
líkt og nú er mikið tíðkað.
En aftur á móti er svo að sjá af
bókinni að seljendur þessa forrits
hér á landi hafi ekki enn lagt í að láta
íslenska í því skipanirnar, heldur
séu þær allar á ensku. Fyrir íslenskan
notendamarkað hlýtur slíkt að verða
að teljast töluvert mikill galli. Hér á
landi hefur síðustu árin verið lögð
mikil vinna í að íslenska tölvumálið,
sem vitaskuld er bæði rétt og skylt.
Þessu fylgir líka að innflytjendur
erlends hugbúnaðar þurfa eiginlega
að reyna eftir fremsta megni að láta
íslenska jafnóðum þau forrit sem
hér eru sett á markað til almennrar
notkunar í fyrirtækjum og heima-
húsum.
I þessu eru reyndar hæg heimatök-
in til samanburðar, því að hér á
Tímanum vinnum við með rit-
vinnsluforritið Orðsnilld (Word
Perfect), þar sem allar skipanir eru
á íslensku. Skilst mér reyndar að
seljendur þess hér á landi hafi einnig
sett á markaðinn töflureikni, sem sé
samstilltur við þessa ritvinnslu og
þar sem allar skipanir hafi sömuleið-
is verið íslenskaðar. Ég legg það
ekki að jöfnu hvað það er ólfkt
þægilegra að vinna með slíkt íslensk-
að forrit heldur en önnur þar sem
allar skipanir eru á ensku. Að því þá
ógleymdu að vitaskuld eiga allir
landsmenn að leggja metnað sinn í
að reyna að standa vörð um tunguna
með því að gera íslenska tölvumálið
íslenskt.
Að því er bókina varðar þá veldur
þetta því að í henni úir allt og grúir
af enskum orðum þar sem verið er
að ræða um hinar ýmsu skipanir
forritsins. Af því leiðir svo stíll á
borð við þennan: „Ef við afveljum
gridlines í option valmyndinni þá
verða þeir reitir, sem ekki eru
locked, undirstrikaðir og við getum
unnið með þá eins og reiti á óvernd-
uðu vinnublaði (sjá nánar cell prot-
ection skipunina hér á eftir)“ (bls.
52). Þetta er vægast sagt ákaflega
óeðlilegt málfar og raunar mjög
óþægilegt aflestrar í íslenskri bók.
Þó er hér vitaskuld ekki við höfunda
bókarinnar áð sakast, því að þeir
geta að sjálfsögðu ekki annað en
notað þau nöfn á skipunum sem
væntanlegur notandi forritsins þarf
síðan að vinna með á skjánum.
Þvert á móti stafar þetta af því að
ekki hefur enn verið haft fyrir því að
láta íslenska þetta enska forrit, þó
að það hafi verið sett hér inn á
íslenskan notendamarkað. -esig
MINNING
Jón Sigurðsson
Rjóðri, Djúpavogi.
Jón Sigurðsson, Rjóðri, Djúpa-
vogi, andaðist skyndilega á pálma-
sunnudag s.l. Hress og kátur eins og
venjulega var hann er ég hitti hann
á förnum vegi fyrir helgina. Sá hinn
sami og við höfðum þekkt hann í
mörg ár með bros á vör, vísu og
glettniyrði á hraðbergi. Ég ætla ekki
að rekja æviatriði Jóns í Rjóðri í
smáatriðum. Það hefur Brynjólfur
bróðir hans gert vel og skilmerkilega
í blaðagrein. En skylt er mér að
mæla nokkur kveðj uorð eftir þennan
vin minn og félaga. Svo löng og góð
var viðkynning okkar orðin og verð-
ur aldrei fullþökkuð.
Jón ólst upp á Melrakkanesi í
Álftafirði hjá góðu fólki, Sigþóru
Guðmundsdóttur og Helga Einars-
syni. Mörg voru spor hans um þessar
æskuslóðir og þar þekkti hann hvern
stein. Margsinnis leitaði hann á vit
náttúrunnar, annaðhvort einn síns
liðs eða sem fræðari og leiðsögumað-
ur annarra. Jón var fyrsti bílstjóri á
Djúpavogi. Hann ók um skeið
vörubíl sem Kaupfélag Berufjarðar
fékk vorið 1942. Stundaði hann
akstur og ökukennslu um skeið, en
annars ýmsa vinnu er til féll. Jóni í
Rjóðri var margt til lista lagt. Kunn-
astur var hann fyrir kvæði sín og
vísur. Oft var hann beðinn að yrkja
ljóð við ýmis tækifæri. Kom reyndar
oft ótilkvaddur er mest lá við og
flutti snjallt kvæði. Lausavísur gerði
hann fjölmargar af ýmsu tilefni.
Hann hafði gott vald á móðurmáli
sínu og setti saman ljóð af einstakri
smekkvísi, enda þaullesinn í verkum
hinna eldri meistara. íþróttir hugans
voru honum tamar og kærar og hög
var einnig hönd hans. Á síðari árum
smíðaði hann báta- og skipalíkön af
einstökum hagleik. Dvaldi löngum í
kjallaranum í Rjóðri við þá iðju er
frístundir gáfust. Hafa skip hans
víða farið. Jón var eftirsóttur félagi
á mannamótum. Hafði hann alltaf á
takteinum eitthvert efni til að gera
fólki glatt í geði, frásögn, kvæði eða
vísu. Lionsmenn á Djúpavogi þakka
honum sérstaklega samfylgd og sam-
starf í 16 ár. Alltaf var hann hinn
óeigingjarni og góði félagi tilbúinn
að leggja góðu máli lið.
Það er bjart yfir minningu Jóns í
Rjóðri. Lítið sjávarþorp á Aust-
fjörðum er eyðilegra og fátækara
eftir að þorpsskáldið og sögumaður-
inn er burt kallaður. Ég og fjölskylda
mín vottum Jónínu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilega samúð okkar.
Ingimar Sveinsson
Afmælis* og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á
afmælis- og eða minningar-
greinum í blaðinu, er bent
á, að þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að
vera vélritaðar.
■nr—fiTi W
rkvnnau i m "E
Steingrímur J.
Sigfússon
ráðherra
Guðni Ágústsson,
alþingismaður
Borgfirðingar - nærsveitamenn
Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns fundar um:
Framtíðarsýn í landbúnaðar- og samgöngumálum.
Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 25. apríl kl.
20.30.
Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar og
samgönguráðherra, og Guðni Ágústsson, alþingismaður.
Dagskrá: 1. Ræður framsögumanna.
2. Fyrirspurnir og almennar ræður.
Allir velkomnir.
Framsóknárfélagið í Borgarnesi.
Páskahappdrætti SUF 1989
Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir:
20. mars, vinningur nr. 1, 5242
vinningur nr. 2, 3145
21. mars, vinningur nr. 3, 1995
vinningur nr. 4, 144
22. mars, vinningur nr. 5, 538
vinningur nr. 6, 7401
23. mars, vinningur nr. 7, 7342
vinningur nr. 8, 7227
24. mars, vinningur nr. 9, 3991
vinningur nr. 10, 1377
25. mars, vinningur nr. 11, 868
vinningur nr. 12, 6818
26. mars, vinningur nr. 13, 5356
vinningur nr. 14, 5960
Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana, það er 20. til 26. mars
1989.
Velunnarar SUF eru hvattirtil að leggja baráttunni lið. Munið, ykkar stuöningur styrkir okkar starf.
SUF
SUF á Akureyri
Helgi Pétursson
SUF og kjördæmissambandið efna til fjölmiðlanámskeiðs á Akureyri
helgina 22.-23. apríl nk., ef næg þátttaka næst.
Leiðbeinandi: Helgi Pétursson.
Efni: A. Áhrif fjölmiðla.
B. Þjálfun í sjónvarpsframkomu.
Þátttaka tilkynnist Braga Bergmann í síma 96-24222, Sigfúsi
Karlssyni f síma 96-26600 og Skrifstofu Framsóknarflokksins í
Reykjavík, sími 91-24480.
SUF
Létt spjall á laugardegi
Húsbréf - Ráðherrastóil
Laugardaginn 22. apríl n.k. mun Guðmundur
Gylfi Guðmundsson, yfirhagfræðingur Fast-
eignamats ríkisins, fjalla um húsnæðiskerfið á
fundi í Nóatúni 21, kl. 10.30.
Allir velkomnir.
Fulitrúaráðið
Guðm. Gylfi
Skagfirðingar -
Sauðárkróksbúar
Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyni, alþingismanni,
laugardaginn 22. apríl kl. 10 til 12 í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sfmi 43222.
K.F.R.