Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tveir af bestu mönnum íslenska landsliðsins, þeir Axel Nikulásson og Guðmundur Bragason í baráttu um frákast í leiknum í gær. í tilefni dagsins: Dýr golfbíll! Það er ekki sama hvernig golfbíl þú ekur þegar þú bregður þér á golfvöllinn. Hvers vegna ekki að fá sér einn fyrir litlar 1.050.587,00? Að vísu er þessi golfbíll „Rolls“ allra golfbíla. Golfbíllinn er af gerð- inni Royal Ride og hann inniheldur ýmsa aukahluti sem aðrir golfbílar hafa ekki. Má þar t.d. nefna; örygg- isgler, stereó útvarp og segulband, sígarettukveikjara, klukku, sérstök- um höldurum fyrir drykki, speglum, sérstökum te uppáhellara, fiber þaki, litasjónvarpi, ísskáp og frysti, háum og lágum ljósum, bremsuljós- um, hjólkoppum, grilli o.fl. Bíllinn er að sjálfsögðu rafdrifinn og er þess vegna hægt að fá sérstak- lega sterka rafgeyma til að knýja öll ósköpin áfram. Nú er bara að fá sér einn og bregða sér svo á rúntinn upp í Grafarholt. . FH. Körfuknattleikur: Varnarleikurinn í og tap hjá lands gegn ungversku meisturunum CSEPEL 86-98 fslenska landsliðið í körfuknatt- leik tapaði óvænt fyrir ungversku meisturunum CSEPEL, er liðin mættust í Laugardalshöll í gærkvöld. Ósigur íslenska liðsins kom á óvart því í fyrsta leik Iiðanna á mánudags- kvöld sigraði íslenska liðið með ali miklum mun. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum í gær, en Ungverjarnir áttu síðan góðan leikkafla og breyttu stöðunni í 15-31 sér í hag. Þessi munur hélst með liðunum og tölur eins og 22-39 og 31-43 sáust á stigatöflunni. Þegar að leikhléinu kom voru Ungverjarnir 19 stigum yfir 39-58. íslenska liðið kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik, staðráðið í því að bæta varnarleikinn, sem hafði verið í molum í fyrri hálfleik. Ung- verjarnir héldu áfram að hitta eins og óðir væru og íslenska vörnin átti ekkert svar. Þegar líða tók á hálfleik- inn fór íslenska liðið að pressa meira á Ungverjana með góðum árangri. Munurinn breyttist úr 50-70 í 63-73. Minnstur munur var á liðunum 71- 80, en þrátt fyrir góðan varnarleik komust okkar menn ekki nær. Er þar um að kenna að skothittnin brást þegar mest á reyndi. Lokatölurnar 86-98 gefa rétta mynd af gangi leiksins. Með smá stemmningu og hvatn- ingu áhorfenda hefði íslenska liðið sigrað í leiknum. Áhorfendur voru því miður ekki í Laugardalshöliinni í gær, ef undan eru skildir einar 35 hræður. Fleiri hefðu gjarnan mátt gefa sjónvarpinu frí eitt kvöld og orðið vitni að ágætlega leiknum körfuboltaleik. íslenska liðið undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir Norðurlandamótið, Körfuknattleikur NBA-deildin: N.Y. Knicks og Uta meistarar í sínum Nú styttist óðum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik, en þar kemur fyrst í Ijós hinn raunverulegi styrkleiki liðanna. Tvö lið hafa þegar tryggt sér meistaratitil- inn i sínum riðlum, New York Knicks eru meistarar í Atlantshafs- riðli austurstrandarinnar og Utali Jazz hefur tryggt sér meistaratitilinn í Miðvesturriðli vesturstrandarinn- ar. í Miðriðli austurstrandarinnar er jafnan hörð keppni og allt útlit er fyrir sigur Detroit Pistons í riðlinum. Öll liðin í riðlinum að Indiana Pacers undanskildu hafa tryggt sér þátt- tökurétt í úrslitakeppninni, en lík- legt er að þau tvö lið sem uppá vantar í úrslitin verði Philadelphia ’76ers og Boston Celtics. Washing- ton Bullets gætu þó sett strik í reikninginn hjá Boston, en 4 leikjuin munar á liðunum sem stendur. Á vesturströndinni er öllu meiri óvissa. Auk Utah Jazz hafa lið Denver Nuggets og Houston Rock- ets tryggt sér úrslitasæti af liðum í Miðvesturriðlinum, en i Kyrrahafs- riðlinum eru Los Angeles Lakers, Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Golden State Warriors komin i úrslitin. Reyndar berjast Lakers og Suns harðri baráttu um sigurinn í riðlinum. Áttunda liðið í úrslita- keppnina verður að öllum líkindum Portland Trail Blazers, en Dallas Mavericks verður sennilega að sitja eftir. Úrslit leikja síðustu daga: Sunnudagur: Cleveland Cavaliers-Chicago B........111-92 Houston Rockets-Dallas Mavr.........114-112 Philadelphia-New York Knicks .... 115-112 Detroit Pistons-Washington B.........104-98 Milwaukee Bucks-N.J.Nets.............100-96 L.A.Lakers-Miami Heat...............121-108 Mánudagur: Boston Celtics-Charlotte H..........113-108 Chicago Bulls-New York Knicks .... 104-100 Houston Rockets-S.A.Spurs ........... 99-91 Utah Jazz-L.A.CIippers..............108-102 Phoenix Suns-Sacrnmento Kings........140-85 Seattle Supers.-Golden State........116-109 Þriðjudagur: Washington B.-Boston Celtics.......121-113 Detroit Pistons-Cleveland C.........118-102 Dallas Mavricks-Miami Heat...........103-99 Charlotte Hornets-N.J. Nets.........121-105 Philadelphia-Miwaukee Bucks........124-102 Atlanta Hawks-Indiana Pacers.......121-114 L.A.CIippers-Utah Jazz............... 95-92 Seattle Supers.-Golden State........122-118 L.A.Lakers-Denver Nuggets...........142-118 Sacramento Kings-Portland T.........120-118 Staðan í deildinni er nú þessi: Unnir leikir, tapadir leikir og sídast ímynduð stig. Austurdeildin-Atlantshafsriðill: New York Knicks.............. 50 30 100 Philadelphia ’76ers ......... 44 35 88 Boston Celtics ............... 41 38 82 Washington Bullets............ 39 40 78 New Jersey Nets .............. 26 53 52 Charlotte Hornets ............ 20 60 40 Austurdeildin-Miðriðill: Detroit Pistons................60 19 120 Cleveland Calaliers........... 56 24 112 Atlanta Hawks................. 50 29 100 Milwaukee Bucks............... 47 31 94 Chicago Bulls............... 46 33 92 Indiana Pacers.............. 26 53 52 Vesturdeildin-Miðvesturriðill: Utah Jazz .................. 50 30 100 Houston Rockets ............ 43 36 86 Denver Nuggets.............. 43 36 86 Dallas Mavericks............ 36 44 72 San Antonio Spurs........... 21 58 42 Miami Heat.................. 14 66 28 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Enginn var með 12 rétta síðast og því er þrefaldur pottur á laugardag- inn og sprengipottur að auki. Það verður því há upphæð í boði á laugardaginn fyrir 12 leiki rétta, eða um 7 inilljónir króna. Það voru aðeins 2 vinningshafar í síðustu leikviku getrauna. Þeir voru báðir með 11 rétta, og fengu í sinn hlut 371.273 kr. sem er hæsti vinn- ingur vetrarins fyrir 11 rétta. Fylkir var söluhæsta félagið í síð- ustu viku, en Fram var í öðru sæti. Haukar eru enn að færa sig uppá skaftið og þeir eru nú komnir í 3. sætið. Staðan í hópleik getrauna er nú mjög spennandi. Ein vika er eftir af leiknum og staðan á toppnum er sú að ROZ, BIS og FYLKISVEN eru jafnir með 104 stig. í fjölmiðlaleiknum hefur MBL enn góða forystú með 74 stig, Bylgj- an kemur næst með 69 stig, en aðrir miðlar hafa minna. Þjóðviljinn hafði vinninginn í síðustu viku með 6 rétta, en Tíminn og Stöð 2 höfðu 5 leiki rétta. Aðrir miðlar höfðu færri leiki rétta. En þá er ekki úr vegi að líta á leikina á seðlinum, 16. leikvika: Charlton-Manchester United: 2 Eftir tapið á heimavelli um síðustu helgi rísa United menn uppá aftur- lappirnar og vinna sigur á Lundúna- liðinu. Coventry-QPR: 1 Coventry er öllu heilsteyptara lið og FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 22. APRÍL ’89 J m 5 > Q TÍMINN Z Z > s 2 | DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN CM S (/> STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Charlton - Man. Utd. X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 8 Coventry - Q.P.R. 1 1 1 1 X X 1 2 1 6 2 1 Derby - Sheff. Wéd, 1 1 X 1 X 1 1 X 2 5 3 1 Middlesbro - Nott. For. 2 2 2 2 1 X 2 2 1 2 1 6 Newcastle - Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 X 8 1 0 Norwich - Aston Villa 1 1 1 1 2 1 1 1 1 8 0 1 Southampton - Wimbledon 1 2 X X X 1 X X 2 2 5 2 Tottenham - Everton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 West Ham - Millwall 2 X X X 1 1 X X X 2 6 1 Brighton - Swindon X 1 1 X X 2 1 X 1 4 4 1 Chelsea - Leeds 1 1 1 1 X 2 1 X 1 6 2 1 Ipswich - W.B.A. X 1 2 2 2 X X 1 2 2 3 4 * x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.