Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 16
Mikið stáss er að gamla kirkjugarðinum á horni Kirkju- og
Aðalstrætis. Stundum er hann kenndur við landlækni og
garðagróður, og stundum við föður Reykjavíkur, Skúla fogeta.
Að baki styttu hans og við hliðina á vönduðum símabúnaði er
mikil fjölbreytni í húsagerðarlist.
Torgin við Aðalstræti eiga engin sína líka í byggingarsögu höfuðborga heimsins
Hallærispian og Grjótaþorp í baksýn.
Útsýn frá Aðalstræti til austurs. Arkitektúrinn til hægri tilheyrir Pósti og síma og eru útbyggingar úr mötuneyti
stofnunarinnar. í bakgrunni sér í glæsilega byggingu við Pósthússtræti, handan við Austurvöll. Gluggarnir sem bera
við húsið með áletruninni „Gredda, Elsa, Helga Best“ eru á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík.
Frá miðju Aðalstræti gefst gott
tækifæri til að njóta þessarar
fjölbreyttu byggingalistar.
Grjotag
FOGUR BORG
Tæpast er hægt að segja að
kalt sé við kórbak
Dómkirkjunnar, því þar er
komin forláta ölkrá með
tilheyrandi ílátum.
Enn eitt sjónarhornið frá
fjölbreytileika Hallærisplans
Grjótagata. Veggurinn sem konuna ber í er hluti af
Innréttingum Skúla Magnússonar og er verndaður i A-flokki
samkvæmt þjóðminjalögum. Er hann talinn standa við
Aðalstræti. Miklar verndunarhugsjónir tengjast þessu
svæði.
Hrein torg - fögur borg eru einkunnarorð sem ráðamenn
Reykjavíkur brýndu eitt sinn fyrir borgarbúum og eru þau
enn í fullu gildi, hverjar svo sem efndirnar kunna að vera.
örlitla fleti Reykjavíkurborgar sem
takmarkast af Vonarstræti, Tjarn-
argötu, Aðalstræti, Tryggvagötu,
Lækjargötu og Skólabrú.
Langflestar eru myndirnar teknar
af fyrrnefndum götum, þar sem
þetta útsýni blasir við vegfarendum.
En hver og ein einasta þessara
miðborgarmynda er tekin af al-
mannafæri, göngustígum eða bíla-
stæðum. Hvergi er farið neins staðar
á bak við eitt eða neitt, þar sem
almenningur hefur ekki aðgang að
og getur hver og einn farið í útsýnis-
ferð og andað að sér borgarbragnum
og sannfærst um að höfuðborgin
okkar er nákvæmlega svona.
Hjarta Reykjavíkur er á eiðinu
milli hafnarinnar og Tjarnar. Þar er
aðsetur æðstu stjórnar lands og
borgar, öflugustu bankarnir og höf-
uðstöðvar stofnana sem hafa mikið
umleikis, svo sem Póstur og sími,
skattstofan og tollurinn með alla
sína skattheimtu og Gjaldheimtan,
Morgunblaðið og sjúkrasamlagið og
er margt ótalið.
Metnaðarfull borgaryfirvöld cru
að reisa ráðhús og Alþingi kaupir
upp hús og lóðir, ætlar að fara að
byggja og kannski eignast hótel.
Eins og aðrar höfuðborgir vill
Reykjavík státa af glæsilegum bygg-
ingum og einhver ósköp er talað og
skrifað um hvernig miðborgin eigi
að vera og eru margar afbragðs
hugmyndir uppi.
Menningarsinnað fólk vill auðvit-
að vernda borgina sína og er það
gert með þeim hætti að breyta helst
engu en smáir og stórir húsbrunar
eru einkum það sem breytir yfir-
bragði borgarinnar.
Myndirnar á þessum síðum eru
allar teknar um síðustu heigi á þeim
Hvaða embætti þessi bygging hýsir er best að minnast ekki á
eins og á stendur.
Við Tryggvagötu eru margir veitingastaðir, enda er lystilegt þar
um að litast. Frægastur þeira er sjálfsagt Bæjarins bestu, sem
sér í hér til vinstri og er þar biðröð eins og endranær.
REYKJAVIK
IRAVEL BUREAU
Efri gluggarnir á vesturgafli
Alþingishússins bera birtu inn í efri
deild. í um 20-30 metra fjarlægð frá
sæti forseta deildarinnar er eitt af
húsum í eigu þingsins. Um mubluna
og önnur búgögn sem tilhlýðilegt
þykir að geyma á þessum stað er
ekki annað að segja, en að séu þau
ekki farin, eru þau þar enn, eins og
stendur í Ijóðinu.
ÚTVECSBAi
Öll BANK
ODDUR
ÓLAFSSON
Hornið á Tjarnargötu og Vonarstræti. Torgið og húsin sem sést
í eru öll í eigu Alþingis, nema Dómkirkjan. Húsið sem sér í
lengst til hægri mun vera leigt út og eins lóðin sem fylgir þvi.
Því mun sú lóðanotkun sem hér er viðhöfð ekki vera beinlínis
á vegum löggjafans.
Hér er forláta bygging við Hafnarstræti og sér í gafl
Útvegsbankans og ef vel er að gáð sér í klukkuna á Lækjartorgi
'og hinn virðulega Menntaskóla.
Kunnum kennimanni er sómi sýndur með styttu og tilbehör við
Dómkirkjuna.
Eigendur fyrirtækja í miðborginni eru smekkmenn miklir. Þetta stendur við Aðalstræti
1 ; • ■111!
*
■wWi'f-'v
timí" Wmmí
L' ‘ ■ -J* ■1 ■