Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn .Fimmtudagur 20. apríl 1989 Valgerður Sverrlsdóttir Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Aðalfundur Hörpu veröur haldinn miövikudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður segir frá störfum á Alþingi og í Norðurlandaráði. 3. önnur mál. Kaffiveitingar. Gestir velkomnir. Stjórnin. Kennarar Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftir- taldar stöður: Yfirkennari Enskukennari íþróttakennari Húsnæði á góðum kjörum er í boði og greiddur flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21172 eða 97-21365. Óskum öllum gleðilegssumars. Sigfús Kristinsson, byggingameistari, Selfossi. Óskum öllum gleðilegssumars. HVOLSVEGI 1 - SlMAfí 99-8145 é 99-8186 - HVOLSVELll Aðalfundur „Framnes hf.“ verður haldinn laugardaginn 29. apríl 1989 í húsi félagsins Hamra- borg 5 og hefst kl. 10.00 f.h. Dagskrá samkvæmt 16. gr. félagslaga. Lögð verður fyrir fundinn tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hluthafar, eða löglegir umboðsmenn þeirra mæti vel og stundvíslega. Stjórnin. Hafirðu smákkað - láttiTþér þá MJDREI detta í hug að keyra! | UMFERÐAR Iráð Fulltrúar ETPO funduðu nýlega á Hótel Sögu. Fulltrúar útflutningsráða Vestur-Evrópulanda: ETPO fundar í Reykjavík Fyrir skömmu fór fram í Reykjavík vinnufundur tuttugu fulltrúa frá útflutningsráðum Vestur-Evrópulanda. Fulltrúarnir eru allir meðlimir í ETPO (European Trade Promotion Organization). Þeir hittast reglulega, tvisvar á ári, til að ræða sameiginleg hagsmunamál og skiptast á skoðunum. Aðalumræðuefni fundarins að þessu sinni er upplýsingamiðlun í viðskiptum. Auk þess er rætt um sölu á þjónustu vestur-evrópsku útflutningsráðanna og gagnagrunnskerfl þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra Útflutningsráðs íslands, Ingjalds Hannibalssonar, hefur ráðið ekki tekið reglulega þátt í þessum fundum. En hann segir aftur á móti vera afar gagnlegt að fylgjast með því sem önnur Evrópulönd eru að gera fyrir útflytjendur sína til að íslendingar geti náð betri markaðs- og söluárangri á erlendum mörkuðum. jkb Ágætis hagnaður og 10% arður greiddur Hagnaður Ágætis hf. á árinu 1988 nam 6,2 milljónum króna eftir reikn- aða skatta. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Ágætis hf. en aðalfundur fyrirtækisins var haldinn á Selfossi fyrir skömmu. Þá kom einnig fram í skýrslu stjórnar að fyrsta starfsár félagsins hafi gengið bærilega, þrátt fyrir mikla spennu á markaðinum og lágt verð á kartöflum fyrri hluta ársins. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru á árinu um 160 milljónir króna. Þar af var hlutur innlendrar kartöflusölu 39%, innlent og erlent grænmeti 38% og grænmetisvinnsla og skræld- ar kartöflur 16%. Hagnaður ársins eftir reiknaða skatta nam 6,2 millj- ónum króna og var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Þá var einnig samþykkt að veita stjórninni heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 18 milljónir króna og að kaupa húsnæði yfir starfsemina. Á fundinum var tveim fram- leiðendum veitt viðurkenning fyrir „Bestu kartöflur 1988“. Viðurkenn- ingu hlutu Kristján Gestsson, For- sæti, og Bjarki Reynisson, Mjó- syndi. Tilgangurinn með viðurkenn- ingunni er að hvetja framleiðendur til að leggja sig alla fram við að framleiða úrvalsvörur. -ABÓ Hlöðuball að hætti Holtseta Á laugardaginn kemur verður haldið þýsk-íslenskt hlöðuball að hætti Holtseta, á Hótel Selfossi. Sveitahljómsveitin Jurgen Stach Mússen við Lauenburg í Holtsetalandi leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Jafnframt mun níu meyja þjóðdansaflokkur frá Ratzeburg, Die Scheunentánzer, skemmta gestum. Ballið er haldið á vegum Þýsk- íslenska vinafélagsins en tildrög stofnunarinnar þess má rekja fjörutíu ár aftur í tímann. Þann níunda júní árið 1949 kom hingað tvö hundruð manna hópur þýsks landbúnaðarverkafólks. Hópur- inn kom vegna auglýsinga Búnað- arsambandsins um störf í land- búnaði á íslandi og að loknu sumri höfðu komið hingað um hundrað manns í viðbót. jkb Átak á vegum Hollustuverndar ríkisins: Notuðum rafhlöð- um saf nað saman Innan skamms veröur tekið til við að safna notuðum rafhlöðum, en víðtækur undirbúningur er þegar haflnn. Átakið er tvíþætt og er einn angi norræns samkomulags um verndun hafsins gegn mengun sem víða er orðin mikil. Ætlun Hollustuverndar ríkisins var að hefja kynningarátak vegna innsöfnunar á rafhlöðunum fyrsta maí en því hefur verið frestað vegna verkfalls BHMR. Þegar hefur verið útbúinn bæklingur, sem verður lík- iega sendur inn á öll heimili. Þar er að finna upplýsingar um rafhlöðurn- ar, efnin sem í þeim eru, notkun, skaðleg áhrif á umhverfi og fleira. Jafnframt hefur verið útbúið plakat til að minna landsmenn á mikilvægi söfnunarinnar. „Átakið verður tvískipt. í haust er ráðgert að taka þráðinn upp aftur í samvinnu við grunnskóla landsins. En þaðan í frá standa vonir til að skil á rafhlöðum verði mönnum jafn töm og kaup á þeim,“ sagði Birgir Snorrason um- hverfisskipulagsfræðingur Hollustu- verndar ríkisins í samtali við Tímann. Framkvæmdin verður í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Siglingamálastofnun, Náttúruvernd- arráð, Landvernd og Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins. Þá verður leitað samvinnu við einstök sveitar- félög, heilbrigðisnefndir og fulltrúa, innflytjendur rafhlaðna og fleiri. Sérstökum söfnunarílátum verður komið upp í verslunum og á fleiri stöðum. Þaðan verður rafhlöðunum skilað til Hollustuverndar ríkisins sem sendir þær út til endurvinnslu. í Danmörku hefur verið sett hátt skilagjald á rafhlöður og verður að öllum líkindum einnig tekið upp hér á landi þegar fram líða stundir. Á hverju ári flytja íslendingar um 130 tonn af rafhlöðum til landsins. „Hættulegustu efnin í þessum raf- hlöðum eru þungmálmar eins og kadmíum og kvikasilfur. Þessi efni eiga tiltölulega greiða leið út í lífríki náttúrunnar. Þeir gufa upp við bruna, til að mynda þegar sorpi er brennt, eiga greiða leið að jurtum með vatni og svo framvegis. Því er mörgum þáttum lífkeðjunnar mikil hætta búin, eins og til dæmis fiskum. Víða erlendis er ástandið orðið þannig að kvikasilfur í fiskum mælist í það miklu magni að þeir eru ekki taldir neysluhæfir. Meginhættan við þessi efni er að þau geta valdið fósturskaða, bæði í dýrum og mönnum. Þegar þau eru einu sinni komin út í náttúruna er ómögulegt að hreinsa þau burt aftur,“ sagði Birgir. A st'ðari árum hafa verið þróaðar rafhlöður sem ekki innihalda þessi skaðlegu efni. Stefnan er að í sam- vinnu við innflytjendur verði hlutur þeirra aukinn á markaðnum. Einnig er í bígerð að teknar verði upp sérstakar merkingar á rafhlöðum í samvinnu við hin norðurlöndin og fleiri lönd innan Evrópu. En í dag eru margar þeirra aðeins merktar á máli framleiðslulandsins sem getur verið Japan eða annað land í þeim heimshluta. „Þetta átak okkar tengist norrænu samstarfi sem miðar að uppbyggingu sameiginlegrar endurvinnslustöðv- ar, Þá er þetta huti af norrænni áætlun um varnir gegn mengun hafsins. En þar var ákvæði um að á öllum Norðurlöndum skyldi vera komið upp, fyrir árslok ’89, inn- söfnunarkerfi á notuðum rafhlöð- um,“ sagði Birgir. Bráðlega gengur sömuleiðis nýtt ákvæði norræna samningsins í gildi, varðandi það að leyfilegt hámarksmagn þungmálma í rafhlöðum verði minnkað. Magn kadmíums til dæmis niður í 0,25% en í dag er það í mörgum tilvikum allt að 10 til 15 prósent. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.