Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 21 Foringinn var Adolf Hitler kallaður af aðdáendum sínum sem þótti hann hafa endurreist virðingu Þjóðverja og Þýskalands. Hann dró stórlega úr atvinnuleysi, m.a. með því að gangast fyrir gerð fyrstu hraðbrautanna. Hér er hann á leið að taka skóflustungu að einhverju stórvirkinu. Atvinnuleysi minnkar og borgurum léttir Nú eru ekki lengur sex milljónir atvinnulausra í landinu, þeir eru ekki nema 2,5 milljónir. Þó að merkilegt megi virðast finn- ur borgarastéttin, ruddaleg og ótta- slegin í senn, til léttis eftir atburði lönguhnífanætur. Þar féll fyrst og fremst í valinn forystusveit SA- manna, sem réttilega var litið á sem óeirðaseggi. Og Hitler notaði tæki- færið og kom af stað dylgjuherferð. Hafði kannski átt að leiða saman í einn farveg kaupbannið á verslanir gyðinga um allt þýska ríkið í apríl- byrjun 1933, bókabrennurnar 10. maí og mátti skrifa þetta allt á reikning SA-sveitanna? Hitler þurfti nú bara að yfirstíga eina hindrun á leið sinni til að ná alvaldi og almættið sjálft kom hon- um þar til hjálpar. 2. ágúst 1934 dó Paul von Hindenburg ríkisforseti. Nú gæti ekkert stöðvað Hitler nema veikindi (hann hafði sjálfur trú á að hann yrði ekki langlífur) eða ein- stakur árásarmaður hindraði hann í að ná markmiðum sínum. Sagan segir frá tveim slíkum sem næstum tókst að ráða hann af dögum. Hvað aðhöfðust stjórnmála- foringjar í öðrum löndum? Hvað aðhöfðust menn í öðrum löndum í ljósi þeirra blóðugu ódæð- isverka sem framin voru í Þýskalandi og allir vissu um? Saga þessara ára sýnir að Hitler vann einn stóran pólitískan sigur á fætur öðrum í samskiptum sínum við erlendar þjóðir. Hann gerir samninga út og suður, væntanlega við góðan fögnuð viðsemjenda sinna, en snýr að vísu stundum óðar við blaðinu. Og heima fyrir eru líka unnir sigrar, atvinnu- leysi heldur áfram að minnka og 1. október 1936 eru þeir ekki nema ein milljón og nokkrum dögum fyrr hafði Hitler opnað þúsundasta hrað- brautarkílómetrann fyrir umferð. En stærsti sigurinn á þessum árum er vafalaust Sumarólympíuleikarnir 1936 sem fóru afar glæsilega fram. Þýskum borgurum hafði verið uppálagt að taka á móti erlendum gestum „meira töfrandi en Parísar- búar, léttúðugri en Vínarbúar, fjörugri en Rómarbúar, alþjóðlegri en Lundúnabúar og hagsýnni en New Yorkbúar". Franska sendi- nefndin marséraði inn á leikvöllinn og heilsaði foringjanum með nasista- kveðju. Að vísu var það ekki heppi- legt að mesti sigurvegari leikanna, Jesse Owens sem vann fern gullverð- laun var svartur en bót í máli var að Þjóðverjar unnu til flestra verð- launa. Á meðan þessu fór fram gleymdi Hitler aldrei tveim meginmarkmið- um sínum, að tortíma Sovétríkjun- um og gyðingum í Evrópu. En hvert mál hefur sinn tíma og eins og áður er sagt var Hitler bráðsnjall stjórn- málamaður. Enginn gerði sér grein fyrir þá að hann var vitskertur. Ja, það varð að viðurkennast að sjá mátti bletti og hrukkur á Þriðja ríkinu. Gyðingar urðu að sæta niður- lægingu og pyntingum. 1935 samdi óþekktur ráðuneytisembættismaður skýringar við hin skammarlegu „Núrnberg-lög“, sem voru upphafið að þeirri niðurlægingu gyðinga sem fram að þeim tíma hafði verið óhugs- anleg. Það voru settar á fót fangabúðir, s.s. Dachau, þar sem fólk sætti barsmíðum og ýmsu enn verra. En stjórnarandstæðingar sem ekki unnu beint gegn stjórninni, s.s. fyrrum þingmaður kommúnista Ernst Torgler, sem ákærður var og sýknað- ur vegna þinghússbrunans, eða fyrr- um yfirborgarstjóri Kölnar, Konrad Adenauer, urðu ekki fyrir skaða. Óforbetranlegum andstæðingum eins og Kurt Schumacher fyrrum þingmanni og séra Martin Niemöller var haldið bak við lás og slá. Hvað átti venjulegur borgari að halda um þessa stjórn? Hvað átti venjulegur borgari, sem ekki var neinn sérstakur andstæðing- ur nasista, að láta sér finnast um þessa stjórn? Ekki bara gott, en þó líka gott. Enginn venjulegur Þjóð- verji gat vitað að Hitler vildi stríð umfram allt, m.a.s. nánasti sam- starfsmaður hans Hermann Göring vissi það ekki. Enginn gyðingur gat vitað að ákveðið hafði verið að ganga af öllum gyðingum dauðum, ekki einu sinni Göring, Göbbels né Himmler vissu það. Og ýmsar rósir bættust í hnappa- gat Þjóðverja. 7. janúar 1937 giftist hollenski krúnuarfinn Júlíana fyrr- um SS-hershöfðingjanum Bernhard von Lippe-Biesterfeld. 7. janúar 1937 tilkynnir Hitler komu Volks- wagens. 11.-23. október er fyrrver- andi konungur Englands sem var nýbúinn að segja af sér konungdómi til að giftast ástkonu sinni, Wallis Simpson, og ber nú titilinn hertoginn af Windsor í heimsókn hjá Hitler í Obersalzberg. 25. nóvember hlýtur Leni Riefenstahl „Grand Prix“ verð- launin á heimssýningunni í París við mikil fagnaðarlæti fyrir mynd sína um flokksþing nasista, „Sigur viljans". Og Hitler opnar tvöþús- undasta kílómetrann af hraðbraut- um fyrir umferð 17. desember þetta sama ár. Og á meðan öllu þessu fór fram og allt til innrásar Þjóðverja í Pólland T. september 1939 voru erlendir stjórnmálaforingjar reiðubúnir að ræða og semja við Hitler eins og hvern annan þjóðhöfðingja. Þeir létu undan yfirgangi hans lengst af og gerðu sér ekki grein fyrir að það var ekki friður sem hann vildi heldur stríð. Enda var hann ekki til friðs fyrr en hann hafði hrint af stað heilli heimsstyrjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.