Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 28

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 28
28 Tíminn FÍmmtudágúr'ÍD. ápríl 1989 Kristín Eysteinsdóttir. Afmæli Kristín Eysteinsdóttir, Snóksdal, Dala- sýslu er 80 ára á morgun, föstudaginn 21. apríl. Eiginmaður hennar var Pálmi Jónasson bóndi og bjuggu þau í Snóksdal frá 1931. Pálmi lést 1974, en Kristín býr enn í Snóksdal. Kristín tekur á móti gestum í félags- hcimili Suðurdala, laugardaginn 22. apríl eftir kl. 14:00. Listasafn íslands: MYND MÁNADARINS Mynd aprílmánaðar í Listasafni íslands er MOSIVIÐ VlFILSFELL eftir Jóhann- es S. Kjarval. Myndin er unnin í olíu árið 1940, stærð hennar er 115 X 143.5 sm og var hún keypt til Listasafnsins árið 1941. Mosi við Vífilsfell hangir nú uppi í sal 1. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer frama í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30-14:45 og er leiðsögnin ókeypis. Listasafnið er opið alla daga kl. 11:00- 17:00 og er veitingastofa hússins opin á sama tíma. Sumarfagnaður Húnvetnmgafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur sumarfagnað laugardaginn 22. apríl í félagsheimili Seltjarnarness. Hljómsveit örvars Kristinssonar leikur. Húsið opnað kl. 21:00. Allir velkomnir. Hönnum auglýsingu FRÍTT þegar þú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASlMI 680001 BILALEIGA meö utibu allt í kringurri landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á einum slað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar Nýr sýningarsalur: Art-Hún í Stangarhyl Nýlega opnuðu myndlistarmennirnir Elínborg Guðmundsdóttir, Erla B. Ax- elsdóttir, Helga Ármanns, Margrét Sal- ome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnars- dóttir sýningu á verkum sínum í nýjum sýningarsal að Stangarhyl 7, á Ártúnsholti f Reykjavík. Þær hafa allar stundað nám í myndlista- og handíðaskólum hér á landi og erlendis. Þær Elínborg, Sigrún og Margrét Salome sýna hér verk sín í fyrsta sinn, en Helga og Erla hafa sýnt áður og tekið þátt í samsýningum. Starfsemin að Stangarhyl 7 nefnist Art-Hún og samanstendur af vinnustof- um og sýningarsal þeirra. Á sýningunni verða olíumálverk, past- elmyndir, kolateikningar, grafík, skúlp- túrar og aðrir leirmunir. Sýningin verður opin virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 1. maí nk. Á milli sýninga verður sýningarsalurinn starf- ræktur sem sölugallerí eigenda Art-Hún og verður þá opið virka daga kl. 13:00- 18:00. Sýning í Nýlistasafni Nýlistasafnið opnaði samsýningu laug- ardaginn 15. apríl. Að sýningunni standa: Ásta Ólafsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hannes Lárusson, Jón Sigurpálsson, Kees Visser, Ólafus Sveinn Gíslason, Pétur Magnússon, Ráðhildur Ingadóttir, Svava Bjömsdóttir og Þór Vigfússon. Þessi sýning er lokasýning safnsins í núverandi húsnæði. Safnið er opið daglega kl. 16:00-20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00 Sýning í HAFNARB0RG í Hafnarfirði í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, stendur nú yfir mál- verkasýning Jóns Gunnarssonar. Sýning- in er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 7. maí. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74, er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30-16:00. Listasafn Einars Jónssonar opnaðá ný Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11:00-17:00. Sýning Mattheu í FÍM-salnum Matthea Jónsdóttir sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir í FlM-salnum til 25. apríl. Opið er kl. 13:00-18:00 virka daga, en 14:00-18:00 um helgar. Sölugallerí FlM er í kjallaranum og er opið á sama tíma. Málverkasýning Hatldórs Árna í Listasafni ASÍ Halldór Árni Sveinsson opnaði mál- verkasýningu í Listasafni ASÍ, Grens- ásvegi 16, laugard. 15. apríl. Halldór Árni stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1982-’86 og lauk þaðan prófi í auglýsingateiknun. Þetta er önnur einkasýning Halldórs, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýning- um. Á sýningunni eru landslags- og modelmyndir unnar í olíu, vatnsliti og pastel. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Alþýðuleikhúsið: „Hvað gerðist í gær?“ Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið „Hvað gerðist í gær“ eftir Isabellu Leitner í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, fimmtu- daginn 20. apríl kl. 20:30, laugardaginn 22. kl. 20:30 og fimmtudaginn 27. kl. 20:30. Þetta er einleikur, Guðlaug María Bjarnadóttir fer með eina hlutverkið. Miðasalan er opin virka daga kl. 16:00- 18:00 á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3, og sýningardaga við inn- ganginn frá kl. 19:00-20:30. Miðapantan- ir í síma 15185 allan sólarhringinn. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag fimmtudag. Kl. 14:00 - frjáls spila- mennska. Kl. 19:30 - félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Athugið: Göngu-Hrólfur leggur af stað í göngu frá Nóatúni 17 kl. 10:00, laugardaginn 22. apríl. Heitt á könnunni hjá Hrólfi að lokinni göngu. Opið hús í Tónabæ, laugardag kl. 14:00. Frjálst föndur, þar verður t.d. prjónað, teiknað, málað og skorið út. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið heldur félagsvist laugardaginn 22. apríl kl. 14:00 í Húna- búð, Skeifunni 17. Árni Ólafsson í hlutverki sínu sem „Gvendur þribbi“. Revían í Keflavík Leikfélag Keflavíkur hefur í hálfan mánuð sýnt revíuna „Við kynntumst fyrst í Keflavík" eftir Omar Jóhannsson í Félagsbíói. Leikstjóri er Hulda Ólafsdótt- ir. Um 30 leikarar og hljómlistarmenn koma fram í sýningunni. Föstudaginn 21. apríl kl. 21:00 verður allra seinasta sýning. Ganga Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á laugardag 22. apríl. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Laugardagsganga Hana nú er fyrir alla - unga og aldna. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi á boðstólum. Kaffisala Kven* félagsins Seltjarnar Kvenfélagið Seltjörn heldur sína árlegu kaffisölu í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi í dag, sumardaginn fyrsta. Stórsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness kemur í heimsókn og leikur nokkur lög. Húsið verður opnað kl. 14:30. Sölusýning: Einnig verður í dag sölu- sýning hjá eldri bæjarbúum á Seltjarnar- nesi að Melabraut 5—7 og verður hún opnuð kl. 14:00. Útivistarferðir Sumardagurinn fyrsti Id. 13:00 - Land- námsgangan 10. ferð: Gengið með Laxár- vogi í Hvalfirði út að Búðasandi. Skoðað- ar rústir við Maríuhöfn eftir kaupstað frá 14. öld. Hugað aðfjörulífi.t.d. kræklingi. Stórstraumsfjara. Nýtt fólk er hvatt til að byrja í þessari skemmtilegu ferðasyrpu. Enn eru eftir 13 ferðir. Tilgangurinn er að ganga á mörkum landnáms Ingólfs. Brott- för frá BSÍ, bensínsölu, farmiðar við bíl (800 kr.) Ath. að engin ferð er kl. 10:30. Sunnudagsferð 23. apríl kl. 13:00 - Eidvörp - útilegumannakofarnir. Skoðuð ein mesta gtgaröð á Reykjanesskaga og hugað að merkilegum fornminjum norð- vestan Grindavíkur. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, farmiðar við bíl (1000 kr.) Þórsmerkurferð - 4 dagar. Brottför föstudagskvöldið 28. apríl. Einnig gengið á Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul á skíðum. Tónleikar á Selfossi Samkór Selfoss og Ámesingakórinn í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Selfosskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 17:00. Kóramir syngja fyrst hvor í sínu lagi og síðan sameiginlega. Á efnisskrá eru bæði innlend og erlend lög. Stjórnandi Samkórs Selfoss er Jón Kristinn Cortes. Stjórnandi Árnesinga- kórsins í Reykjavík er Sigurður Braga- son. Undirleikarar: Úlrik Ólafsson og Ólafur Flosason. Einsöngvarar verða: Laufey Geirsdótt- ir og Árni Sighvatsson. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins Fimmtu tónleikar á starfsárinu 1988- ’89 Kammermúsíkklúbbsins verða föstu- daginn 21. apríl kl. 20:30 í Bústaðakirkju. Þar leikur Sinnhoffer-kvartettinn frá Múnchen. Hann leikur hér á landi í sjötta sinn. Fyrst kom hann hingað 1977 á 150. ártíð Beethovens til þess að taka þátt í heildarflutningi á strengjakvartettum hans. 1 Bústaðakirkju 21. apríl er á efnisskrá strengjakvartett nr. 1 eftir Leos Janácék (1854-1928), strengjakvartett í As-dúr eftir Antonin Dvorák (1841-1904) og síðast strengjakvartett í f-moll eftir Beet- hoven. glettur r r POSTFAX TIMANS Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ UMFEROAR Irád

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.