Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðarbúið í dag er sumardagurinn fyrsti samkvæmt gömlu, íslensku tímatali. Sumardagurinn fyrsti hefur verið hátíðisdagur á íslandi um aldaraðir, og segja fróðir menn að hann hafi í hugum fólksins haft á sér helgi og virðingu sem jafnaðist á við jól og páska. Eins og svo oft áður heilsar þessi þjóðlegi hátíðisdagur ekki með sérstöku sumarbragði, því að varla mun enn sjást gróðurnál í landinu svo að neinu nemi. íslenska sumarið kemur ekki eins og kveikt sé á peru. Á íslandi vorar hægt og seint. Samt er sumardagurinn fyrsti vonardagur um að sumarið sé í nánd, hinn mikli fagnaðardagur árstíðaskiptanna. Sá siður er sagður hafa verið fyrrum, að á sumardaginn fyrsta hafi bóndi og húsfreyja farið saman eftirlitsför um hlöður og peningshús til þess að kanna ástand búsins á mörkum vetrar og sumars. Á grundvelli slíkrar könnunar spáðu þau um búskaparhorfur og afkomu bús og heimilis næstu vikur og mánuði. Þegar þessi gamli sveitasiður er rifjaður upp, er ástæða til að nota árstíðaskiptin til þess að svipast um í íslensku þjóðfélagi og átta sig á hvernig horfir um hag þjóðarbúsins. Pví er ekki að leyna að skuggi hvílir á þróun þjóðfélagsmála um þessar mundir. íslenskt þjóðarbú hefur þolað mikinn efnahagsvanda síðustu 3-4 misseri, allt síðan á árinu 1987. Það fórst fyrir að mæta þessum vanda þegar hans varð vart fyrir nærri tveimur árum. Það var ekki fyrr en með myndun núverandi ríkisstjórnar í lok september 1988 að gerð var alvarleg tilraun til þess að snúa óheillaþróuninni við. Kjarni málsins var sá að treysta skyldi rekstrargrundvöll útflutnings- og samkeppnis- greina og halda verðbólgu í skefjum. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar gengu allar í þessa átt og báru sinn árangur meðan þær fengu að njóta sín. En sá tími hefur reynst alltof stuttur. í stað þess að í kjölfar óhjákvæmilegra stjórn- valdsaðgerða komi allsherjarsamkomulag samtaka vinnumarkaðarins um að halda endurreisnarstarf- inu áfram á frjálsum grundvelli og af fullri skynsemi, hafa upphafist ótímabærar vinnudeilur með óraunsærri kröfugerð sem flest bendir til að ætli að ljúka með allsherjarverkfallsboðun, sem enginn veit hvern endi hefur. Ef ekki finnst leið út úr þeirri torfæru sem kjaradeilurnar eru komnar í, með fullu tilliti til efnahagsástandsins, þá stefnir í ófæru nýrrar verðbólguskriðu. Grundvallaratvinnuvegir þjóðar- innar þola ekki slíka kollsteypu. Þvert á móti er brýnt að halda áfram þeirri endurreisn, sem stjórnaraðgerðir hafa stefnt að og vonir frjáls- lyndra manna hafa staðið til að hagsmunasamtökin í landinu ætluðu að virða. Innilegri sumarkveðju til landsmanna fylgir ósk um að öll hagsmuna- og áhrifaöfl þjóðfélagsins sameinist um að virða heildarhagsmuni íslensks þjóðarbús og víki sérhagsmunastreitunni til hliðar. GARRI TILLITSLEYSI Það var eiginlega ekki tiltakan- lega skemmtilegt að sjá hvernig sjónvarpsfréttamenn á báðum stöðvunum vöktu líkt og hræ- gammar í fyrrakvöld yfir mönnun- um tveim sem lentu í flugslysinu á Mosfellsheiði. Á Stöð tvö gengu þeir meira að segja svo langt að láta sér detta í hug að biðja þá um viðtal þegar verið var að flytja þá til rannsóknar inn á Borgarspítal- ann. Hér var á ferðinni tillitsleysi af verstu tegund. Þegar menn eru nýbúnir að lenda í alvarlegu slysi, jafnvel þótt allt hafi farið vel, þá er það lágmarkskurteisi að þeir fái að vera í friði fyrir fjölmiðlum. Þegar hurð hefur skollið nærri hælum, líkt og hér var, er alls ekki hægt að ætlast til að menn séu svona bein- línis upplagðir í það að tala við fjölmiðla. Þetta vita reyndir blaðamenn, og þetta þurfa fréttaþyrstir fjöl- miðlahákar nútímans að muna. Hér gildir það sem Einar Bene- diktsson sagði að „aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Menn þurfa stundum að fá að vera í friði. Strætisvagnar Og í dag er sumardagurinn fyrsti, þannig að núna fer væntanlega að sjá fyrir endann á einum snjó- þyngsta vetri sem menn um allt land minnast lengi. Frá vetrinum er Garra meðal annars minnisstætt hvað erfitt hefur reynst að nýta þjónustu strætisvagna í ferðum að og frá nýja Hálsahverfinu í útjaðri Reykjavíkur þar sem Tíminn er núna með aðsetur. Þetta er fjölmennt iðnaðar- og verslunarhverfi í örri uppbyggingu. Samt er svo að sjá að borgaryfir- völd geri ekki ráð fyrir öðru en að þangað eigi enginn erindi utan að hann sé akandi á eigin bíl. Og það á vel búnum jeppa, þegar færðin er eins og hún hefur verið í vetur. Vagnaþjónustan í hverfið er með þeim hætti að Grafarvogsvagninn ekur inn í það stuttan hring einu sinni á klukkustund, á uppeftirleið á morgnana en á niðureftirleið síðdegis. Hann ekur þó ekki nema til klukkan sjö á kvöldin þannig að eftir það eru engar ferðir. Ef menn hitta ekki á réttan tíma dagsins getur þetta kostað alllanga ökuferð um Grafarvogshverfið, kannski á dýrmætum annatíma. Þá var einnig nýlega bætt við vagni sem ekur milli Grafarvogs og Breiðholts. Garri hefur það þó eftir skilgóðu fólki úr Breiðholtinu að sá vagn aki ekki heldur um Hálsahverfið og einnig sé leið hans skipulögð með þeim eindæmum að hann aki ekki nema rétt inn í Hólahverfið, þó að hann hafi næg- an tíma til að fara einhvern hring um hverfið og aka til dæmis niður í Mjódd, þar sem auðvelt er að skipta yfir í aðra Breiðholtsvagna, eða vagna til Kópavogs. Skortur á þjónustu Það er vitað að yfir harðasta ófærðartímann að vetrinum vilja margir leggja bílum sínum og nota vagnana í staðinn. Þá ætti að vera vertíð hjá SVR og fyrirtækið að leggja sig fram við að veita sem besta þjónustu. Ef það sama gilti hjá SVR og fyrirtækjum á hinum almenna markaði þá myndi það leggja sig fram við að ná í sem flesta farþega á þessum tíma, með því til dæmis að hagræða ferðunum eftir þörfum viðskiptavina sinna. Þá myndi fyrirtækið líka auglýsa þjónustu sína og reyna með þeim hætti að ná til sín viðskiptum. Það myndi reyna að auka hjá sér velt- una og þar með að ná inn meiri tekjum á móti rekstrarkostnaði. Það myndi reyna að beita hagræð- ingu, til dæmis með litlum vögnum sem notaðir væru á þeim tímum og leiðum sem farþegar eru fæstir á. I þessu tilviki er hins vegar ekki svo að sjá að SVR eða borgaryfir- völd kæri sig um viðskipti þeirra sem starfa í nýja Hálsahverfinu eða eiga erindi þangað. Að ekki sé talað um að yfirvöld borgarinnar telji sér skylt að veita sömu þjón- ustu í þessu hverfi og öðrum. Og að alls ekki sé minnst á að þar sé áhugi á því að auka tekjur SVR með því að ná meiri viðskiptum til fyrirtækisins. Þetta er eiginlega hálfgerð synd, því að eins og kunnugir vita getur oft og tíðum verið ákafiega þægi- legt að fara ferða sinna um Reykja- vík með vögnum SVR. Með því að reyna með bættri þjónustu og áróðri að auka notkun þeirra hafa borgaryfirvöld líka galopna leið til að létta á umferðarþunganum í borginni, sem þegar er orðinn ailt of 'mikill. Að þeim orðum rituðum sendir Garri lesendum sínum bestu óskir í tilefni dagsins og vonar að þeir eigi upp til hópa gott og ánægjulegt sumar framundan. Garri. Ilillllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Ráðherrar í eldlínunni Ráðherrar Alþýðubandalagsins standa í eldlínunni þessa dagana og gera sitt ýtrasta til að vernda þá hagsmuni sem þeim er trúað fyrir. Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, er kallaður verkfallsbrjótur af forystuliði kennara í verkfalli, vegna þess að ráðuneytið sem hann stýrir gerir hvað hægt er til að sem flestir nemendur geti lokið sam- ræmdum prófum í vor. Hóta verk- fallsmenn að koma í veg fyrir að nokkur unglingur ljúki samræmdu prófi í verkfalli. Þar sem hlutverk menntamála- ráðuneytisins er fyrst og fremst að skapa skilyrði til að mennta þjóð- ina er höfuðskyldan að koma ne- mendum gegnum skólakerfin, þar með að gera þeim mögulegt að taka sín próf. Menntamálaráðuneytið á ekki að sjá kennurum farborða. Það er í verkahring fjármálaráðuneytis- ins, enda snúa kennarar sér þangað með kröfur sínar. Það er því hart að væna mennta- ntálaráðherra um tilraun til verk- fallsbrota fyrir að sinna þeirri frum- skyldu að liðka fyrir nemendum í skólum landsins að taka próf til að geta haldið námi áfram í fram- haldsskólum á eins ótruflaðan hátt og unnt er vegna launadeilu kennara og fjármálaráðuneytisins. Trúr yfir miklu - eða litlu Háskólamenn í þjónustu ríkis- kerfa eru óhressir með kaupið sitt, eins og allir aðrir sem sjá sér og sínum farborða á launatekjum. En sem allkunnugt er gera háskóla- mennirnir eitthvað í málinu og veifa nú verkfallsvopninu af færni og fimi. Það er meira en Ögmund- arliðið sá sig knúið til og fékk sínar kauphækkanir og vildarkjör fyrir konur án alls hetjuskapar. Fjármálaráðherrann okkar, hann Ólafur Ragnar, heldur eins fast um ríkisútgjöldin og honum er unnt og berskylda til. Þótt háskóla- menntaðir í ríkisþjónustu sæki fast í sjóðinn og haldi að ráðherrann sé sá veifiskati að guggna fyrir hótun- um og frýjuorðum lætur hann eng- an bilbug á sér finna og harðnar við hverja raun. Eftir að verkfallsmenn svöruðu síðast tilboði fjármálaráðuneytis- ins um bætt kjör með gagntilboði þar sem enn var hert á kröfum, ákvað ráðherrann að hætta öllum viðræðum á meðan menn eru í því skapi að ekki er um neitt að tala. Fordæmisgildi Ólafur Ragnar segir að kröfur háskólamenntaðra um margfaldar launahækkanir miðað við aðra op- inbera starfsmenn og síðan margra tuga prósenta launahækkun í fram- haldi af því sé einfaldlega ekki inni í myndinni. Þess verður líka að gæta, að samningar standa yfir á almennum vinnumarkaði og sér hver einasti ályktunarbær maður í landinu, að samningur í einhverja þá veru sem verkfallsmenn krefjast, hlýtur að hafa fordæmisgildi, jafnvel fyrir verkafólkið. En þeir mest mennt- uðu í ríkisbáknunum sjá ekkert orsakasamhengi þar á milli og rýna í einhver allt önnur kort en þeir Svavar og Ólafur Ragnar og aðrir alþýðumenn þessa lands. Óft var mikill siður hjá opinber- um launamönnum þessa lands, þegar þeir stóðu í kjarabaráttum, að gera mikið úr að sitjandi ríkis- stjórn væri þeim óvinveitt. Óvinveitt ríksvald, sögðu þeir þegar kaupið var ekki hækkað að þeirra vild og Þjóðviljinn skartáði hugtakinu mjög í fyrirsögnum. Sem betur fer hafa núverandi kröfugerðarmenn séð sóma sinn í að leyfa málgagninu að hafa neitt eftir sér um fjandsamlegt ríkisvald, enda hefur upphrópun af því tagi hvorki fyrr né síðar átt við nein rök að styðjast. Það hefur ávallt verið, og er enn, skylda fjármálaráðherra að halda þétt um ríkiskassann þegar í hann er sótt, hvort sem menntaðir ríkis- starfsmenn eru þar á ferð eða einhverjir aðrir. Á sama hátt er hlutverk menntamálaráðherra að koma ungviðinu til þess þroska sem hver og einn er fær um að meðtaka og gera skólafólki kleift að ná prófum til áframhaldandi náms. Allt tal um verkfallsbrot ráðherrans er út í hött. Þeir ráðherrar Alþýðubanda- lagsins sem standa í eldlínunni hafa ekki brugðist þeim trúnaði sem þeir tóku á sig með því að setjast í ráðherrastóla. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.