Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 27

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 27 MINNING rbviviwu ■ Mnr Elisabet Guðmundsdóttir Felli í Árneshreppi Fædd 5. apríl 1906 Dáin 11. mars 1989 Þann 11. mars s.l. andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík Elisabet Guðmundsdóttir húsfreyja að Felli í Árneshreppi, af hjarta- slagi. Við Elisabet vorum fermingar- systur, þó hún væri einu ári yngri en ég. Af þeim fermingarsystkinum mínum, sem þá fermdust í Árnes- kirkju, eru nú aðeins ég og Jóhann Guðlaugsson frá Steinstúni á lífi. - Nú þegar leiðir okkar skiljast langar mig að minnast þessarar nýlátnu fermingarsystur minnar með nokkr- um orðum. Hún var fædd að Munaðarnesi í Árneshreppi þann 5. apríl 1906, og vantaði því tæpan mánuð til að verða 83ja ára er hún lést. - Foreldr- ar hennar voru hjónin Guðmundur Gísli Jónsson bóndi í Munaðarnesi og kona hans, Guðlaug Jónsdóttir frá Ingólfsfirði. - Guðlaug var ein af fjórum dætrum Jóns Sigurðssonar á Reykjanesi er hann hafði átt með jafnmörgum konum þegar hann drukknaði á Húnaflóa í för með Þorsteini Þorleifssyni á Kjörvogi, á heimleið úr kaupstaðarferð á Skaga- strönd þann 9. september 1882, því eftirminnilega hallærisári. Var Jón þá aðeins 22ja ára að aldri og kvæntur Guðbjörgu Jörundardóttur frá Hafnarhólmi. Er stór ættbogi kominn út af þeim dætrum Jóns. Þau Guðlaug og Guðmundur eignuðust 6 böm, þrjá syni og þrjár dætur. Var Elisabet næstelst þeirra systkina. Af þeim eru nú tveir bræð- urnir, Indriði og Jón Jens, á lífi. Ekki nutu þau Munaðarnessyst- kinin lengi umsjár móður sinnar. Hún lést af barnsförum 25. febrúar 1915, 39 ára að aldri. Var elsta barn þeirra, Einar, 11 ára en Elisabet á 9. ári. - Barnið, sem þá fæddist var' stúlkubarn. Það var skírt við kistu móður sinnar og gefið nafn hennar. Það var tekið í fóstur af ljósmóður þess, Steinunni Guðmundsdóttur á Dröngum, síðar húsfrú á Skriðnes- enni í Bitru. - Steinunn dvelur nú á Sjúkrahúsi Hólmavíkur, háöldruð heiðurskona. Við fráfall Guðlaugar fóru erfiðir tímar í hönd hjá Guðmundi með 5 móðurlaus börn á ungum aldri í umsjá sinni. En oft leggst líkn með þraut, og svo varð þar. Solveig systir Guðmundar, þá orðin ekkja eftir drukknun manns síns, Þórðar Þórð- arsonar Grunnvíkings, kom bróður sínum til hjálpar næstu árin við umsjá barnanna og heimilisins. Sjálf var hún með börn á framfæri sínu og varð þá mannmargt heimili á Mun- aðarnesi. En Guðmundur var ein- stakur atorkumaður og börnum sín- um ástríkur og umhyggjusamur faðir. Allt bætti þetta börnunum móðurmissinn meðan þess naut. - En hún var ekki gömul eða há í loftinu, hún Beta (svo var hún jafnan kölluð af sínu fólki og ná- grönnum) þegar húsmóðurskyldan færðist yfir hana. Strax um og eftir fermingu var hún tekin við því hlutverki og annaðist það með um- hyggju og sóma allt þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Nú myndi það vera talið eins og hver önnur fjarstæða að ætla 14 ára stúlku að taka á sínar herðar þær skyldur við heimili og fjölskyldu eins og hún gerði. Er þó ólíku saman að jafna um öll heimilisþægindi nú og þá. En allt blessaðist þetta með guðshjálp. En lítið var frjálsræði hinnar ungu stúlku. Framhaldsskólanám togaðist þá ekki á við skylduna við heimilið föður og systkini og nauðsyn þeirra. - Það var stórt hlutverk þó ekki væri það metið í prófgráðum. Árið 1935 gekk hún að eiga Guðmund Guðbrandsson frá Veiði- leysu. Fóru þau þá að búa sjálfstæðu búi á Munaðarnesi við litla ábúð, því margbýlt var fyrir. Þar bjuggu þau til ársins 1950 er þau fluttu að Felli eftir að hafa fest kaup á þeirri jörð við burtför fyrri ábúanda. Þar hafa þau búið og átt heima upp frá því. Nú síðustu árin voru þau hætt bú- skap en héldu sitt eigið heimili í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Hin síðustu ár var heilsu hennar farið að hnigna, því olli hjartabilun. Þau eignuðust tvö börn, dreng og stúlku. Drengurinn, sem var þeirra fyrra barn, varð skatnmlífur, dó aðeins fárra vikna gamall, en dóttir þeirra, Elisabet, býr á Felli með manni sínum, Maríasi Björnssyni, frá ísafirði. Bæði þau og við sveit- ungamir vorum svo lánsöm að Mar- ías fluttist hingað til brúðar sinnar, öfugt við það sem algengast er orðið, fyrst sem útibússtjóri Kaup- félags Strandamanna á Djúpuvík og síðan bóndi á Felli í félagi við tengdaforeldra sína. Það var góður styrkur við búskapinn á Felli. - Þau Marías og Elisabet eiga 5 börn, fjóra syni og eina dóttur, nú öll uppkomin og mannvænleg. Búskapur þeirra Guðmundar og Betu var ekki stór í sniðum á Munaðarnesi, en með snyrtibrag. Skilyrði til túnræktar voru þar engin áður en nútímatækni stórvirkra véla kom til sögunnar, og margbýlt var þar og þröngt setið. En þar byggði Guðmundur stórt og mikið íbúðar- hús í félagi við mága sína, sem enn stendur og þjónar sínu hlutverki. - Síðustu ár þeirra á Munaðarnesi gekk Guðmundur ekki heill til skógar. Hann fékk meinsemd í lunga og varð að vera á sjúkrahúsum syðra til lækninga. Fékk hann þar þá bót meina sinna, að hann fékk að koma heim. En lengi bjó hann að því eftir heimkomu sína og var undir eftirliti lækna nokkur ár eftir það. Þegar hann kom heim var fjölskylda hans flutt að Felli og stóð hálfbróðir hans, Sigurvin, fyrir búinu í fjárveru hans. - Höfðu þau hjónin alið Sigurvin upp, allt frá því er faðir þeirra lést árið 1935. Auk Sigurvins ólu þau upp systurdóttur Guðmundar, Mörtu Guðlaugsdóttur, búsetta á Akranesi. I búskapartíð þeirra á Felli hefur verið unnið þrekvirki, sem vart á sér hliðstæðu. Öll hús jarðarinnar hafa verið byggð upp af myndarskap, og sum tvisvar til samræmis við kröfur tímans. Og tún hefur verið ræktað við þau skilyrði, sem ég veit erfiðust hér í sveit og þó víðar væri leitað. Má segja að hver blettur af nýtan- legu landi jarðarinnar hafi verið gerður að túni. - Gamla túnið á Felli var hvorki árennilegt til nytja eða ræktunar. Það var eingöngu grjót- hólar myndaðir af jökulruðningum ofan úr Fellsdalnum þar sem heita mátti að steinn væri í hverju ljárfari, með mýrarsundum í milli. Það var ekki auðvelt að gera þetta land að véltæku túni áður en stórvirkar vélar komu til sögunnar. Það var þó gert í fyrstu með lítili Ferguson dráttar- vél, sem þeir Fellsmenn fengu snemma í búskap sínum þar. Með henni lögðu þeir til atlögu við þetta óþjála land og brutu það til ræktunar á nútíma vísu. Það var með ólíkind- um hvað þeim varð ágengt með þeim ófullkomnu tækjum. Kom þar til einstök elja og verkhyggindi Guð- mundar, fyrst með aðstoð Sigurvins bróður hans og síðan tengdasonar þeirra eftir að hann kom til bús með þeim. - Þó þarna kæmu fyrst og fremst til verk þeirra karlmannanna, þá lagði hún Beta sinn skerf ómæld- an til þeirra hluta sem gerðir voru. Þar var hún með af lífi og sál. Hún unni líka Felli og gat ekki til annars hugsað en að vera þar. Og þar vildi hún fá að bera beinin. - I raun má segja að henni hafi orðið að þeirri ósk sinni þó dauða hennar bæri að annarsstaðar. af sérstökum ástæð- um. Þar hafði svo margt erfitt hand- takið verið tekið og margur svita- dropi fjölskyldunnar fallið í skaut þeirrar jarðar af erfiði hennar, að það var orðinn henni helgur staður. Þar hafði hún líka notið margra yndisstunda með fjölskyldu sinni og uppvaxandi mannvænlegum barna- börnum, sem nutu umhyggju hennar. 1 byrjun febrúar s.l. tóku þau sig til gömlu hjónin á Felli til dvalar á Heilsuhælinu í Hveragerði, ætluðu þeim til hvíldar og hressingar. Ný- komin þangað veiktist Elisabet af lungnabólgu og var flutt á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Þar dvaldi hún þar til yfir lauk. Hún var búin að yfirstíga það veikindakast og ákveðið var að útskrifa hana af sjúkrahúsinu og senda hana heim til vina og ættingja þar syðra þar sem hún hugðist dvelja þar til hún gæti haldið heim með bónda sínum. En þá stóð svo á, að þar heima var ekki hægt að taka á móti henni vegna veikinda á því heimili. Var þá heim- för hennar af sjúkrahúsinu frestað um eina nótt. En þann dag hneig hún örend niður. - Löngu og starf- sömu lífi hennar var lokið. - Þannig er gömlum og þreyttum gott að hverfa frá þessu lífi yfir á Iand eilífðarinnar. Nýkomnum heim eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi er mér enn ljósara en áður hvað erfitt hlutskipti bíður margra ellihrumra og sjúkra á þeim stofnunum þrátt fyrir ágæta aðhlynn- ingu, fjarri öllu sínu og sínum. Því er það kærkomin lausn að fá að hverfa af þessu jarðvistarsvæði okk- ar sem hún, þegar þrekið er þorrið og starfsdeginum í raun og veru lokið, þá er það náðargjöf. - Lík hennar var flutt heim f flugvél þann 17. mars. Því fylgdu heim fósturdótt- ir hennar og barnabörn til að fylgja henni hinsta spölinn í þakkarskyni. - Jarðarför hennar fór fram annan páskadag. Hafði frestast um viku frá því sem ætlað var vegna veðurfars. Gott var að koma að Felli. Þar mætti hverjum gestkomandi hlýja og gestrisni. Þess naut ég oft og margir aðrir. Þar átti Beta sinn hlut í. Gott var að eiga þau hjónin að nágrönnum og gott að njóta greið- vikni þeirra. Nú þegar leiðir skiljast eru henni færðar þakkir fyrir það allt. Hún hafði ung tekið á sínar herðar hús- móðurskyldur og gegnt þeim skyld- um lengur en nokkur önnur kona, mér vitanlega, hér í sveitinni okkar og með því lagt stóran skerf til uppbyggingar heimila sinna og þess samfélags, sem hér hefur verið búið við, en á nú meira undir högg að sækja en nokkru sinni fyrr. - Þar stóð hún ókvikul á verði til hinstu stundar. Vinir hennar skyldir og vandalausir þakka henni það að leiðarlokum. Ég læt þessum fátæklegu minning- arorðum um hina nýlátnu fermingar- systur mína lokið, með þakklæti frá mér og mínum fyrir samfylgdina. Vini mínum, Guðmundi manni hennar, dóttur hennar og öðrum aðstandendum sendi ég samúðar- kveðju mína og konu minnar. Heim- ili hennar bið ég blessunar. Guðmundur P. Valgeirsson Suðurnesjamenn VORHÁTÍÐ Vorhátíð Framsóknarfélaganna í Keflavík verður haldin i Glaumbergi (K.K. sal) föstudaginn 21. apríl og hefst ki. 19.30. Verð kr. 1.500,- Steingrímur Jóhannes Dagskrá: Ávarp, Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál. Einsöngur, Guðmundur Sigurðsson við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Góður matur - Happdrætti o.fl. Sérstakir gestir verða Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Guðný Gunnarsdóttir, Níels Arni Lund og Kristjana Benedikt- dóttir. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nánari upplýsingar og miðapantanir ( símum: 13764 Drífa - 13484 Skúli - 15410 Gunnar. Sunnlendingar! Guðmundur Bjamason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁmessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðah reppi: Aðalfundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Stjórnin. Aðalfundur Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18, Hótel Lind. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.