Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 5 Tveir af stjórnendum Grænfriðunga, þar af annar herstjóri þeirra í hvalabaráttunni gegn íslensku þjóðinni boðuðu blaðamannafund í gær: Furðu ófróðir um forsendur eigin baráttu gegn Islandi Tveir helstu stjórnendur Grænfriðunga í Evrópu ræddu við blaðamenn í gær. Þeir eru: Dr. Ros Reeve frá London, en hún er aðalstjórnandi herferðar Alþjóðasamtaka Grænfrið- unga gegn hvaiveiðum. Hún er doktor í lífefnafræði og tók við starfinu hjá Grænfriðungum í febrúar sl. Dr. Gerd Leipold er aðalfram- kvæmdastjóri V-Þýskalandsdeildar Grænfriðunga og er haffræðingur. Athygli vakti að þegar þessir for- ystumenn Grænfriðunga voru spurð- ir spurninga um mál er tengdust baráttu þeirra gegn hvalveiðum og annað er varðaði samtök þeirra, hve oft þá rak í vörðurnar og hve oft var annaðhvort svarað á skjön við spurn- ingar, eða sagt hreint út; „ég veit ekki.“ Tíminn ræddi almennt um störf, skipulag og starfsemi Grænfriðunga við dr. Ros Reeve. Þess skal getið í upphafi að blaðið hefur ritaðar heimildir fyrir öllum þeim atriðum sem spurt var um. Samtalið endaði á því að stjórnandi aðgerða gegn íslendingum vegna vísindaveiðanna beygði af og sagði; „þetta er ekki satt.“ Tíminn hefur ákveðnar vísbend- ingar fyrir því að Dean Wilkinson, fyrrum einn af aðalstjórnarmönnum Grænfriðunga og fram kemur í mynd Magnúsar Guðmundssonar; Lífs- björg í Norðurhöfum sé enn á laun- um hjá samtökunum, þrátt fyrir að hann er nú starfsmaður sjávarút- vegsdeildar viðskiptaráðuneytis BNA. Reeve var spurð hvort hún gæti staðfest þetta: „Viðtalið við hann í myndinni er gamalt þannig að hann er ekki lengur starfsmaður samtakanna. Ég veit ekki hvort hann þiggi enn laun hjá Grænfriðungum. Ég get ekkert um þetta sagt.“ - Grænfriðungar standa nú fyrir þvingunaraðgerðum gagnvart ís- lendingum. Treysta samtökin sér aldrei út í aðgerðir gegn t.d. stór- veldum eða stórfyrirtækjum sem eru raunverulegir umhverfisspillar. „Jú, vissulega. Samtökin hafa beitt sér gegn stórfyrirtækjum t.d. í V-Þýskalandi og víðar og á biðlista eru aðgerðir gegn hvalveiðum Sov- étmanna og reyndar beindust fyrstu aðgerðir gegn hvalveiðum árið 1975 gegn hvalveiðum þeirra. - Er það rétt að aðalstjórnandi samtakanna í Englandi; Melched lávarður, sé aðalerfingi Imperial Chemical Industries, (einn stærsti eiturefnaframleiðandi í Evrópu, innsk. blm.)? Ekki eftir því sem ég veit. Hann á búgarð í N-Englandi og ég veit ekki hvaða arf hann á í vændum." Væru aðgerðir gegn þessu fyrir- tæki hugsanlegar af hálfu Grænfrið- unga ef það yrði uppvíst að umhverf- isspjöllum? „Því ekki. Viltu ekki spyrja Mel- ched lávarð sjálfan? Númerið er 44 1 3545100.“ - Ýmislegt bendir til að Græn- friðungar séu einskonar fyrirtæki sem starfar í mótmælaiðnaði og markmiðið sé eins og hjá hverju öðru fyrirtæki, að skila hagnaði. Gæti hugsast að samtökin hafi á einhvern hátt hagnast á því að beita sér gegn því að kókaínuppskeran í Bólivíu væri eyðilögð ekki alls fyrir Iöngu ? „Nei. Það er óhugsandi og ósatt. Fjárhagur samtakanna byggist á frjálsum framlögum til ákveðinna þarfa (Fund Raising). Þessum fjár- munum er síðan eytt í þágu viðkom- andi málefnis. Hvala og selabaráttan er aðeins lítill hluti starfs okkar. Samtökunum vex stöðugt fiskur um hrygg og stöðugt fleiri eru að verða meðvitaðir um umhverfismál. - Þið eruð þó í mótmælabransan- um. Veljið þið ykkur ekki gróðavæn- leg mál? „Það gerum við ekki. Þetta er ósatt." - Voru um 30% af heildartekjum samtakanna síðasta ár til komin vegna hvala og sela? „Ég veit það ekki, því miður.“ - Hvalamálið er augljóslega góð tekjulind, þú hlýtur að viðurkenna það. „í fyrsta lagi geturðu ekki alhæft á þennan máta, því fólk gefur pen- inga af ýmsum ástæðum og svona gengur ekki að fullyrða. í Þýskalandi telja þeir að 5% teknanna séu til- komnar vegna hvalanna. Þeir hafa þó ekki safnað fé sérstaklega vegna þeirra síðan 1985. Hins vegar eru margir sem eru meðvitaðir um þessi mál... skilurðu... Þetta er bara ekki satt... “ Hér brast rödd Reeve og samtalinu lauk. -sá Grænfriðungar reyna að afla hvalverndarstefnu sinni fylgis á íslandi. Blaðamannafundur tveggja forystumanna hreyfingarinnar í Evrópu. Stjórnandi þeirra í V-Pýskalandi segir: Hættið hvalveiðum og við stöðvum aðgerðir Dr. Ros Reeve (t.h.) er herstjóri Grænfriðunga í baráttunni gegn hvalveiðum íslendinga. Það stríð hefur kostað okkur milljónir í viðskiptasamningum. Samt sem áður gat hún ekki svarað fullnægjandi spurningum er tengjast málinu! Tímamynd Árni Bjarna „Hvalveiðar nú eru ógnun við lífríki sjávar. Ef tækist að færa sönnur á að tilveru hvala í höfunum væri ekki ógnað þá mætti endurmeta spurninguna um hvort leyfa ætti hvalveiðar í einhverjum mæli að nýju. Sá tími er hins vegar langt í frá kominn. Hvalir eru í útrýmingar- hættu,“ sagði dr. Gerd Leipold for- stjóri v-þýskra Grænfriðunga á blaðamannafundi i gær. Þau dr. Ros Reeve, sem stýrir baráttu Grænfriðunga gegn hval- veiðum og dr. Gerd Leipold héldu í gær blaðamannafund til að útskýra markmið og tilgang Grænfriðunga í umhverfismálum og í hvalaverndun- armálum. Ros Reeve sagðist hafa átt fund með Halldóri Ásgrímssyni sjávarút- vegsráðherra og gat þess að hann væri hinn notalegasti maður og ósk- andi væri að hann væri sammála Grænfriðungum í hvalamálinu. Dr. Leipold lýsti starfsemi v- þýskra Grænfriðunga sem hann sagði að væru um 400 þúsund talsins og hjá samtökunum ynnu nú um sjötfu manns, meðal annars við að koma í veg fyrir sölu á íslenskum fiski í V-Þýskalandi. Hann ræddi síðan hættuna af kjarnorkuvígbún- aði og kjarnorkuknúnum farartækj- um á höfunum og baráttu Grænfrið- unga gegn vígbúnaði og mengun. Þá lýstu þau Reeve og Leipold helstu baráttuaðferðum og -málum. Blm. Tímans spurði hvort gróðasjónar- mið réði að einhverju leyti andófi Grænfriðunga gegn hvalveiðum. Reeve bjóst til að svara því en Leipold hinn þýski greip frammí fyrir henni og sagði að tekjur þýskra Grænfriðunga hefðu síðasta ár num- ið um 40 milljónum vþ. marka. Þær væru einkum framlög meðlimanna og fjárframlög annarra aðila. Síðasta ár hefði ekki borist króna vegna hvalastefnu samtakanna og lítið sem ekkert væri gert í að afla út á hvalina í Evrópu. Tíminn spurði hvort Greenpeace væri lýðræðislegt félag og á hvern hátt meðlimir samtakanna gætu haft áhrif á stefnu þeirra. „Já, þaðerum við,“ sagði Leipold, „en við erum samtök styrktarfélaga. (we are not a membership organisat- ion).“ Leipold sagði að alþjóðastjórn samtakanna, sem kæmi saman einu sinni á ári markaði stefnuna og í ráðinu væru nú 11 atkvæðisbærir menn. Ráðið kysi síðan yfirstjórn samtakanna sem í sætu fimm menn. -En geta almennir meðlimir haft einhver áhrif á stefnu samtakanna og ef, þá hvernig? „Já, til dæmis með því að senda okkur peninga.." -Er það höfuðtilgangurinn? „Ekki bara það. Við ræðum ítar- lega málin og t.d. meðan við erum hér á landi þá kynnum við málstað okkar og aðgerðir vandlega. Við komum af stað umræðum og við rannsökum ætíð mál vandlega og reynum að finna réttu lausnirnar á vandamálum. Þegar samtökin síðan grípa til aðgerða er sérhverjum í sjálfsvald sett hvort hann tekur þátt í þeim eða ekki. Grænfriðungarnir voru spurðir hvers vegna samtökin gerðu engan greinarmun á hvalategundum sem væru ofveiddar og þeim sem væru það ekki: Reeve sagði þá að ekki væri um neitt slíkt að ræða. Hvalir væru flökkudýr og ekki hægt að segja að þeir væru ofveiddir á einu hafsvæði en of margir á öðru og líta þyrfti á alla hvali sem eina heild í þessu tilliti. Þau voru spurð hvort Greenpeace myndi hugsanlega skipta um stefnu í málinu ef að sannað þætti að ákveðnar tegundir hvala væru ekki í hættu og þær mætti veiða. Þau svöruðu á þann veg að fræðimenn væru ósammála um þá hættu sem hvölum stafaði af veiðum íslendinga og annarra. Sumir teldu hvali ekki í útrýmingarhættu - aðrir teldu að þeir væru það og meðan svo er væri fráleitt að veiða hvali. Reeve lét þess jafnframt getið að hún teldi niðurstöður og yfirlýsingar íslenskra vísindamanna langt í frá næga ástæðu til að samtökin breyttu um stefnu í málinu. Tíminn spurði hversvegna sam- tökin beittu sér fyrir jafn alvarlegum aðgerðum og efnahagsþvingunum á jafn vísindalega veikum grundvelli og þau gera. Grænfriðungar svöruðu því til að hvalir hefðu verið ofveiddir á síðustu öldum og allt fram undir 1970. Þá vitnuðu þau til samþykktar Alþjóða hvalveiðiráðsins um algert hvalveiði- bann, (sem ekkert lagagildi hefur. Innskot blm.) Leipold sagði í framhaldi af þessu, að íslendingum væri þetta í sjálfs- vald sett. Breyttu þeir um stefnu í hvalveiðimálinu, yrði aðgerðum gegn þeim hætt á sömu stundu. Þeir virtust hins vegar engan áhuga hafa á því. Aðrir hlutir virtust skipta þá meira máli. Grænfriðungarnir voru spurðir hvers vegna þeir legðu slíka áherslu á hvalveiðar íslendinga þar sem fleiri þjóðir veiddu hvali? Er það vegna þess að íslendingar eru við- ráðanlegra skotmark? Þau sögðu að þrátt fyrir að Green- peace væru fjölmenn samtök og öflug þá væru þau ekki almáttug og yrðu að hugsa sinn gang, á hvern hátt þau næðu markmiðum sínum. Þá væri það ljóst að hvalveiðar Islendinga væru fyrst og fremst í ágóðaskyni og rannsóknirnar aðeins yfirskin. Þá hefðu þær rýrt álit Islands í alþjóða hvalveiðiráðinu. Þau Reeve og Leipold báru lof á fiskveiðistefnu Islendinga og sögðu hana skynsamlega og virta á alþjóða- vettvangi. Þeim var þá bent á að sama rannsóknastofnun stýrði fisk-- veiðunum og rannsakað hefði hvala- stofnana kring um landið. Teldu þau að meira væri að marka álit vísinda- manna stofnunarinnar hvað varðaði fiskistofna en hvalastofna? Reeve sagði þá efnislega að mun- urinn á þessu tvennu væri sá að stjórnvöld hefðu ranga stefnu í hval- veiðimálum en ekki í fiskveiðimál- um. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.