Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 32
%
RlKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Trvggvagölu,
S 28822
VERflBRÉFflVtiBSKIPTI
SAMVINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18, SfMI: 688568
„LÍFSBJÖRG í
NORÐURHÖFUM“
Útvegsbankinn Seltj.
Gíró-1990
Gegn náttúruvernd
á villigötum
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
ri
ríniimi
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1989
Guðmundur Bjarnason, hcilbrigðis- og tryggingaráöhcrra, les niAurstöður Barkar Thoroddsen, lörmanns
Tannlæknafclagsins, á rannsókn hans á tannviðgcröiini við Svartahaf. Tímamyrid Ámi Bjarna
Tryggingaráöherra telur nauðsynlegt aö fá eðlilegan
samanburð á verðlagi í heilbrigðiskerfinu:
Ekki vanur svo
lágum upphæðum
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
las í gær niðurstöður formanns Tannlæknafélagsins um
athuganir formannsins á búlgörsku tannviðgerðunum, sem
Tíminn hefur fjallað um að undanförnu. Sagði hann að
nauðsynlegt væri að huga vel að eðlilegum samanburði við
önnur lönd varðandi verðlagningu tannlækna hér á landi.
„Það er auðvitað ágætt að hafa hér sem fullkomnast
heilbrigðiskerfi og hlýlegar tannlæknastolur, en það hljóta að
vera takmörk fyrir því hvað einstaklingarnir og Tryggingar-
stofnun geta borgað fyrir þessa þjónustu,“ sagði Guðmundur.
Tryggingaráðherra sagði það jafn-
framt hafa verið keppikefli ráða-
manna fram til þessa að flytja sem
flesta þætti heilbrigðisþjónustu inn í
landið og það teldist þvf ekki fram-
þróun ef íslendingar yrðu sendir
utan til tannviðgerða til að spara
fyrir ríkissjóð. Hins vegar væri dæmi
það sem Tíminn hefur nú dregið upp
umhugsunarefni fyrir alla aðila sem
standa að heilbrigðisþjónustu hér á
landi.
Pegar Guðntundur hafði skoðað
kostnaðaráætlun þá sem formaður
Tannlæknafélagsins lagði fram að
beiðni Tímans, eftir ítarlega rann-
sókn á Gunnari Braga Kjartanssyni
þar sem m.a. voru viðstaddir þrír
aðrir tannlæknar, sagðist hann ekki
vanur að sjá svona lágar tölur hjá
Tryggingarstofnun. „Þvert á móti
hef ég séð mun hærri tölur fyrir
tannviðgerðir sem ég held að teljist
mun minni en þær sem lýst er hér á
blaði," sagði Guðmundur. Sagðist
hann reyndar hafa séð ótrúlega háar
upphæðir fyrir tannviðgerðir sem
við sérstakar athuganir hafi reynst
réttar. KB •
Umsögn Barkar Thoroddsen, formanns Tann-
læknafélags íslands:
tannlækningar
Þær upplýsingar fékk ég í búlg-
arska sendiráðinu í Stokkhólmi að
allar tannlækningar í Búlgaríu fari
fram á ríkisreknum stofum þar
sem Búlgarar fá þjónustu án þess
að greiða fyrir hana.
Yfirmaður búlgörsku ríkisferða-
skrifstofunnar í Stokkhólmi fræddi
mig um að allt verðlag í Búlgaríu
væri mjög lágt og væri allur Saman-
burður við verðlag á Norðurlönd-
um út í hött. Starfsmaður ferða-
skrifstofunnar kvað útlendinga
geta fengið tannlækningar fyrir
hluta þess verðs sem tíðkast á
Norðurlöndum.
Ástæðan ersú, að vegna vöntun-
ar á erlendum gjaldeyri tekur ríkið
tveim höndum þeim ferðamönnum
sem vilja fá tannmeðferð í Búlgar-
íu. Þetta eru hreinar aukagjaldeyr-
istekjur fyrir ríkið. Stofurnar eru
þarna og starfsfólkið er á föstum
launum. Hægt er að sclja þjónust-
una svona ódýrt, alveg eins og
ferðaskrifstofa sem selur ónotað
sæti á niðursettu verði rétt fyrir
upphaf ferðar.
Rétt er að minna á hina röngu
skráningu austantjaldsgjaldmiðla.
í Moskvu er rúbla sögð jafnvirði
l, 60 USD en aðeins fást 10 cent
fyrir hana á svartamarkaðnum.
í tímaritinu Time 10. apríl sl.
þar sem fjallað er um hinar miklu
efnahagsbreytingar sem nú eiga
sérstað í Sovétríkjunum (perestro-
ika) cr þess getið að sjálfstætt
starfandi tannlæknar eigi sér þar
nú uppdráttar von. Þeir þolendur
opinberrar tannlæknaþjónustu.
sem efni hafa á, flykkjast nú til
einkatannlækna þrátt fyrir fjórfalt
hærra verð en á ríkisreknu stofun-
um.
Ástæðan er sú að einkatann-
læknar nota nútíma tæki og efni,
m. a. einnota deyfinálar á meðan
ríkistannlæknar vinna við frum-
stæðar aðstæður.
Sjúklingar á biðlistum einka-
tannlæknanna telja mannlegri
tannlækningar heyra nútíðinni til.
Þess má geta að íslcnsk tann-
læknasétt leggur stolt sitt í að
korna upp hlýlegum og notalegum
tannlæknastofum, vinnur með
bestu tækjum sem hægt er að koma
höndum yfir og notar þau bestu
efni sem fást á hvcrjum tíma.
I.íkur eru til þess að íslendingar
cigi eina best menntuöu tann-
læknastétt sem nokkur þjóð getur
státað af.
Að beiðni Tímans, skoðaði ég
ásamt þremur kollegum tannlækn-
isverk sem gerð voru að sögn í
Búlgaríu. Unr var að ræða tvær
plastfyllingar í forjaxla, viðgerð á
brotinni postulínsbrú og tvær
bráðabirgðaplastkrónur á fram-
tennur niðri. Þau ódýru „kemiskt”
bundnu plastefni sem notuð voru í
fyllingarnar eru talin úrelt á
Norðurlöndum og verð ekki til í
samningi Tannlæknafélags íslands
og Tryggingarstofnunar ríkisins.
Þar er eingöngu gert ráð fyrir að
notaðar séu svokallaðar Ijóshertar
fyllingar, sem er dýrara efni.
Um gæðamun að öðru leyti vil
ég einungis segja, að handbragð er
ólíkt og önnur líffræðileg sjónar-
mið cru höfð til grundvallar í
Búlgaríu en á íslandi.
Verð á ofangreindum tannlækn-
isverkum eru skv. gjaldskrá TFÍ og
TR sem taflan hér fyrir neðan
sýnir.
Grciddar voru að sögn 22
Bandaríkjadalir fyrir ofangreind
verk eða sem svarar 1100 ísl.
krónum. Trúiegt þykir mér að 22
dalir vegi a.m.k. jafnmikið og 13
þúsund krónur íslenskar í vasa
einstaklings austan járntjalds.
18. apríl 1989
Börkur Thoroddsen
form. Tannlæknafclags íslands
Gjaldskrár- Hciti aðgcrðar Verð
númcr
201 Ljóshert plastfylling (viögerð á brú) 2.565
205 Ljóshcrt plastfylling í forjaxl 2.565
205 Ljóshert plastfylling í forjaxl 2.565
665 Bráðabirgðakróna 2.605
665 Bráðabirgðakróna 2.605
12.905
Börkur Thoroddsen formaður Tannlæknafélags íslands.