Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 13 iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Róstur og verkföll í Chile: Skærulið- arfelldirí Santíagó Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa verið vinstri sinnaðir skæru- liðar voru drepnir og 143 menn handteknir í alvarlegustu óeirðum sem orðið hafa í Chile frá því að Augsto Pinochet beið ósigur í for- setakosningunum í októbermánuði. Mennirnir tveir voru drepnir þeg- ar til skotbardaga kom milli öryggis- lögreglu og skæruliðahóps sem var að koma sprengju fyrir í hverfi verkamanna í Santíagó. Einn lög- reglumaður særðist í skotbardagan- um. Þá sprengdu skæruliðar sprengj- ur við rafmagnslínur víðsvegar um landið svo að stór hluti Chile var myrkvaður í gærkveldi. Þá munu skæruliðar hafa sprengt í loft upp brú eina 200 km norður af Santíagó og lokaðist því aðalþjóð- vegurinn frá höfuðborginni í norður. Verkalýðshreyfingin í Chile stóð fyrir allsherjarverkfalli í landinu í fyrradag og var athafnalíf meira og minna lamað um allt landið. Krefst verkalýðshreyfingin hækkun á lág- markslaunum í landinu. Þá krafðist verkalýðshreyfingin þess að tveir leiðtogar hennar yrðu leystir úr haldi en þeir hafa verið í fangelsi í átján mánuði vegna hlut- deildar þeirra í skipulagningu alls- herjarverkfalls árið 1987. Eins og áður sagði voru fjölmargir handteknir vegna óeirða, flestir í höfuðborginni Santíagó þar sem vinstri sinnuð ungmenni reyndu að loka meginstrætum borgarinnar. Allsherjarverkföll eru bönnuð í Chile. El Salvador: Hjúkrun- arfólk drepið í árás stjórn- arhers Frönsk hjúkrunarkona, argent- ínskur læknir og níu skæruliðar voru drepnir í árás stjórnarhersins í E1 Salvador á herbúðir skæruliða í San Idelonso 50 km vestur af San Salva- dor. Talsmaður hersins skýrði frá þessu í gær. Hann hafði engar skýringar á því hvernig stóð á því að útlendingarnir voru drepnir í árásinni. Talmaður hersins neitaði skýrsl- um Farabundo Marti Þjóðfrelsis- fylkingarinnar um að bækistöðvarn- ar í San Idelonso væri sjúkrastöð og að flugher E1 Salvador hefði gert árás á sjúkraskýli og sært fjölda manns auk þess sem útlendingarnir féllu. í febrúar réðist hersveit úr stjórn- arhernum sem hafði verið í sérþjálf- un hjá bandarískum hernaðarráð- gjöfum á sjúkrastöð skæruliða í Chalatenangohéraði og nauðguðu mexíkönskum lækni og fjórtán ára hjúkrunarkonu og myrtu þær síðan ásamt þremur öðrum starfsmönnum stöðvarinnar. Frá þessu skýrði mannréttindanefnd kaþólsku kirkj- Vegria milliliðalausra magninnkaupa og stórgóðra samninga, getum við nú boðið Echostar gervihnattadiska, til móttöku á fjölbreyttu sjónvarpsefni fyrir alla aldurshópa, á aðeins 74.500,- kr. eða Samkort greiðslukjör til allt að 12 mán. lAð töÍQim veCá móti þér! SKIPHOLT119 SIMI 29800 Umboösm, sem selja Samkaup Njarövík Brimnes Vestm.eyjum Echostar gervlhnattadiska: Straumur ísafiröi Húsiö Stykkishólmi Blómsturvellir Hellissandi PC tölvan Akramesi Radíónaust Akureyri Stálbúöin Seyöisfiröi Eyco Egilsstööum Hegri Sauöárkróki Rafvirkinn Eskifiröi Rafw. Sv.Guöm. Egilsstööum Kf. Þingeyinga Húsavík Vöruhús K.Á. Selfossi Tónspil Neskaupstaö Frístund Njarövík Mosfell Hellu Kf. Borgfiröinga Borgarnesi Stapafell Keflavík Kjarni Vestm.eyjum Eiríkur Guöm.son Flateyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.