Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. apríl 1989 Tíminn 9 Halldór Þóröarson, Laugalandi: BLÓÐMJÓLKAD Fyrr á þessum vetri var eitt mál öðrum fremur, sem átti allan hug ríkisfjölmiðla. Það var fjármálastjórn hrepps- nefndar á Hofsósi. Kl. 7 að morgni var byrjað að segja okkur frá spillingu og afglöpum á Hofsósi og þátturinn var svo endurtekinn á hálftíma fresti til miðnættis dag eftir dag í hálfan mánuð eða lengur. Er ekki að orðlengja það að þetta „misferli“ kom mínum viðkvæmu taugum mjög úr jafnvægi, enda óvanur að heyra um illa meðferð á fjármunum almennings. Seðlabanka og Flugstöð hafði ég þó heyrt nefnd, í öðru sambandi, einnig ráðhús úr dönskum sandi, veitingahús sem snýst og stræti í Reykjavík sem voru flóruð með grjóti frá Italíu. Ekkert af þessu raskaði ró minni enda ekki um að ræða illa meðferð á almannafé, skv. skilgreiningu fjölmiðlafólks. Þess sem tekur laun, fyrst og fremst fyrir að koma eigin skoðunum á framfæri. Félagsmálaráðherra var kvaddur í sjónvarp og þaulspurður um af- leiðingar þessara afglapa á Hofs- ósi. Ráðherrann mátti vart vatni halda í alvöruþrungnum svörum við spurningum fréttamanna - sem vættu sig líka af vandlætingu, þegar þeir spurðu hvort þessir karladjöfl- ar þarna við íshafið yrðu ekki „sviptir völdum" og „dregnir til ábyrgðar". Þessar tilvitnanir voru svo endurteknar í 100 þáttum næstu tvær vikurnar. Enginn gat fullyrt hvort þessir villta vesturs lærisveinar yrðu „dregnir til ábyrgðar", en þeir yrðu „sviptir völdum". Það lá ljóst fyrir. Það eina sem breyttist meðan þáttaröð- in stóð yfir, var að í ljós kom að hreppurinn átti ekki „hlutabréf" í kaupfélaginu á Sauðárkróki, eins og talið var í fyrstu -skv. heimild- um frá mönnum sem ekki vildu láta nafns síns „getið". Að öðru leyti upplýstist málið ekki. Upp- hæðin sem hreppurinn átti í erfið- leikum með var talin um 30 millj- ónir, skv. heimildum ríkisfjöl- miðla, sem höfðu rannsakað málið. Að vísu voru þessir karlar þarna fyrir norðan í persónulegum ábyrgðum fyrir 26 milljónum af þessu sem er útaf fyrir sig næg ástæða til að „svipta þá völdum" og draga þá til ábyrgðar". Ekki kom fram að karlarnir hefðu dregið sér fé úr þessum sjóði og kemur til álita að „draga þá til ábyrgðar" fyrir að láta þá synd ódrýgða. Vanhæfni þeirra liggur í fleiru. Ef þeir hefðu keypt lottómiða fyrir hreppinn hefðu þeir getað halverað skuldina á einu kvöldi, ef heppnin hefði verið með og losnað við hinn helminginn á sama hátt um næstu helgi. A þetta er bent til athugunar fyrir ráðamennina að sunnan sem voru sendir norður til að hafa vit fyrir körlunum á Hofsósi. Það er svo aukaatriði í málinu, að þessi hreppur er sennilega búinn að greiða upphæðina til bankanna og jrað ríflega, í formi vaxta og verð- bóta. Eins og við vitum afnámu alþing- ismenn okkar fyrir nokkrum árum lög um bann gegn okri. Svoleiðis lög hafa þeir ekki í útlöndum, þessir fínu. Um leið og alþingis- mennirnir gerðu það fór að halla undan fæti hjá frumatvinnugrein- um þjóðfélagsins. Peningarnir frá Hofsósi fóru til Seðlabankans sem byggði sitt musteri „fyrir eigið fé“ skv. umsögn aðalbankastjórans þar. Breytir þar engu hvort sú bygging var upp á eina eða tvær þúsundir milljóna. Persónulegar ábyrgðir þurfti ekki til byggingar þessa húss sem geymir fjármuni sem aflað er við ysta haf. Aftur á móti gaf bankastjórnin banka- stjóranum milljón króna persónu- lega gjöf úr sjóði bankans. Auka- lega vil ég geta þess að ég heyrði aðeins nefnt einu sinni hverjar þessar „offjárfestingar" voru sem sóað var í. Farmkvæmdirnar voru víst lagfæringar á höfn svo hægt væri að landa fiskinum sem þeir virðast draga þarna norður frá. Eitthvað fór í vigt til að vigta þennan sama fisk þeirra. Sumt fór í að minnka aurbleytuna kringum frystihúsið. Þennan fisk sem þeir vinna þar selja þessir stóru fyrir sunnan, þar sem útskornar bíl- skúrshurðir forstjóranna kosta eina milljón krónur stykkið og opnast automatiskt. Aurarnir fyrir fiskinn sem karlarnir drógu þarna nyrst norður í helvíti voru líka notaðir til að borga hluta af 150 þúsund farmiðum til útlanda fyrir íslendinga sem fóru sparibúnir milli landa 1988. Ef til vill fór eitthvað til að borga sand frá Danmörku í ráðhús höfuðborgar- innar okkar allra. Fleiri liðir eru ótaldir í þessu bruðli á Hofsósi. Einn liðurinn var vatnsveita, svo að hægt væri að þvo fiskinn þokka- lega, og kerlingarnar fengju vatn í kaffi handa körlunum sínum og tilsjónarmönnunum aðsunnan. En það sem kórónaði allt var að þeir lögðu skolpleiðslu. Eins og við var að búast fór þá allt til andskotans, enda verða þeir örugglega „dregnir til ábyrgðar". Þetta var um Hofsós og þó, þetta er ekki um Hofsós, þetta er að gerast hringinn í kring- um allt ísland, þess vegna er þetta merkileg saga og þess vegna er þessi grein skrifuð. Fjárfestingar- fyllirí og offjárfesting eru orð sem heyrast á hverjum einasta degi úr munni hagfróðra manna, alþing- ismanna og ráðherra. Ólíklegustu leiðtogar hafa hneykslaðir notað orðið offjárfesting og eiga þá jafn- an við álíka framkvæmdir og gerð- ar voru á Hofsósi. Fram til síðasta áratugar voru svona framkvæmdir gerðar víða um land og þóttu sjálfsagðar og óhjákvæmilegar og allt gekk sæmilega. Eitthvað annað hefur breyst. Ef til vill var það þegar alþingismennirnir okkar af- námu lög um bann gegn okri. ef til vill var það þegar þeir bjuggu til lánskjaravísitölu með tilheyrandi verðbótum. Ef til vill var það þegar múllinn var tekinn af stóru ófreskj- unni sem etur mömmu sína. í byrjun febrúar s.l. las ég í blaði að smávægileg breyting sem gerð var á lánskjaravísitölu hefði rænt fjármagnseigendur2000milljónum þann dagogslíkt væri algjöróhæfa, áþekk og sauðaþjófnaður í gamla daga. 2000 milljónum hefði verið stolið af fjármagnseigendum. Virðulegustu blöð landsins og sjón- varpið með allskonar viðtöl og fréttaþætti voru þar í broddi fylk- ingar. í þessum þáttum mátti oft líta framámenn í launþegasamtök- um, þó ekki svarta sauðinn Guð- mund J. Guðmundsson. Á þessu máli sást eða heyrðist aldrei nema þessi eina hlið. Ég hef lítið notið fræðslu hagfræðiprófessora, ef til vill þess vegna datt mér í hug að einnig mætti orða áhrif breyting- anna á þann hátt, að þær hefðu valdið því að fjármagnseigendur oftóku 2000 milljónum minna en annars hefði verið. Ekki væru 300 milljónir taldar til tíðinda eitt kvöld í ríkisfjölmiðlum, þó þær hefðu tapast alveg í smábúðarholu í Reykjavík. „Besti fréttamaður landsins" kom patandi í sjónvarp um daginn og sagði um fyrirtæki við bæjardyr sjónvarpsins. „Þarna hafa sem sagt tapast 300 milljónir". Ekkert meira - engar útleggingar. Ekki orð um í hvað þessar 300 milljónir hefðu farið. Einu sinni trúði ég því að ekki töpuðust 300 milljónir án þess að einhver annar græddi þær og ég trúi því enn. 28.03.1989 H.Þ. Illllllllllll BÓKMENNTIR Frumþættir Hrafnkötlu Hermann Pðlsson: Mannfrœöi Hrafnkels sögu og frumþættir, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rv. 1988. Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg, hefur verið manna iðnast- ur við rannsóknir á Hrafnkels sögu á liðnum árum. Mun nú vera liðinn rúmur aldarfjórðungur síðan út kom fyrsta bók hans um söguna, Hrafn- kels saga og Freysgyðlingar, en fleiri hafa síðan fylgt í kjölfarið. Sú st'ð- asta kom núna fyrir jólin, Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir. Er hún þriðja bindið í ritröð höfundar sem hann nefnir íslenska ritskýr- ingu; áður voru þar komnar bækur hans um Njálu og Laxdælu. Meginverkefni höfundar í þessari nýjustu bók sinni um Hrafnkels sögu má teljast vera að rekja hugsanleg áhrif á hana frá öðrum ritum, ekki síst erlendum. í inngangi, þar sem hann gerir grein fyrir aðferðum sínum, leggur hann m.a. á það áherslu að sagan beri ærin merki útlends lærdóms og þau sýni glöggt hve vafasamt sé að fjölyrða um alþýðlegan uppruna hennar. Þá telur hann einnig að því verði að gera skóna að sagan hafi það sem hann nefnir siðrænan tilgang, enda beri ýmsir þættir hennar glögg einkenni dæmisagna. Aðferð hans byggist síðan á því að leysa söguna upp í það sem hann nefnir „frumþætti" hennar, og ber hann síðan þessa frumþætti saman við sambærileg atriði í öðrum ritum sem Hrafnkötluhöfundur kann að hafa lesið, jafnt íslenskum, norræn- um og latneskum. Frumþætti skil- greinir hann sem svo að þar sé um að ræða „orð, setningar; atburði, atvik; hugmyndir, siðræn verðmæti; persónur, manngerðir o.s.frv." (bls 14). í reynd er síðan svo að sjá að með frumþáttum eigi hann ekki síst við atriði eins og orðalag og fasta talshætti, sem séu með nægilega sérstæðum hætti til að mögulegt sé að leita eftir fyrirmyndum að þeim í öðrum ritum. Skiptir hann bók sinni síðan niður í nokkra kafla eftir efni. f hinum fyrsta fjallar hann almennt um af- stöðu Hrafnkötlu til ýmissa annarra rita. 1 næsta kafla fjallar hann svo í talsvert ýtarlegu máli um einstakar persónur sögunnar, eðli þeirra og einkenni hverrar um sig. Þar á eftir fer hann svo yfir einstaka frumþætti í stafrófsröð, atriði eins og ágirnd, áhyggju, áhættu, ámæli, ást o.s.frv. Þar tekur hann dæmi um hvern frumþátt fyrir sig úr sögunni og tíundar hliðstæð atriði úr öðrum verkum. Loks er svo sérstakur kafli um spakmæli og önnur kjarnyrði, sem tekist er á við með sama hætti. Það er vitað að á síðustu árum og áratugum hafa verið uppi ýmsar stefnur og vinnuaðferðir að því er varðar rannsóknir á íslendingasög- um. Einna flestir munu nú orðið hallast að því að líta fyrst og fremst á sögurnar sem listaverk, sem inni- felur þá að við þær beri að beita sem næst sambærilegum vinnubrögðum við það sem tíðkast varðandi nú- tímabókmenntir. Mér virðist að Hermann sé einna næst þeim aðferð- um í kaflanum þar sem hann er að fjalla um persónur sögunnar, en ekki fer á milli mála að þar setur hann fram margs konar gagnlegar ábendingar. Aftur á móti minna aðferðir hans í hinum köflunum mig óneitanlega töluvert miklu meira á það sem menn stunduðu hér á fyrri tímum og fólst í því fyrst og fremst að reyna að finna áhrif frá einni sögu á aðra. Þar var tilgangurinn víst oftar en ekki fyrst og síðast sá að reyna að átta sig á aldursröð sagnanna og á innbyrðis afstöðu þeirra hverrar til annarrar. Slíkt var vitaskuld gott og gilt á sínum tíma, en hér virðist mér þó að tilgangur Hermanns sé annar með þessum vinnuaðferðum en þá var. Að því er helst er að sjá vakir það fyrir honum hér að sýna fram á að Hrafnkatla sé í rauninni grein af meiði alþjóðlegra mennta samtíma síns, og að hún hafi kannski fyrst og síðast siðferðilegan boðskap að flytja. Vitaskuld er fjöldamargt áhuga- vert í þessu samanburðarsafni hans öllu. Þar kennir margra grasa og margvíslegra, sem hvert út af fyrir sig og fleiri saman geta orðið til þess að víkka skilning lesanda á einstök- um atriðum sögunnar. En á hinn bóginn virðist mér að töluvert vanti upp á að nægilega sé úr þessu safni unnið. Með öðrum orðum að ekki sé nóg að því hugað að draga ályktanir af þeim röksemdum sem hér eru á borð bornar. Þannig fann ég hér í rauninni engin haldbær rök fyrir þeirri skoðun höfundar að á Hrafnkötlu eigi að líta sem eins konar dæmisögu með sið- rænum boðskap. Þessi skoðun hans má svo sem út af fyrir sig vera rétt, en fyrir henni er þó alls ekki borinn fram fullnægjandi beinn rökstuðn- ingur í bókinni. Og er reyndar vant að sjá með hverjum hætti slík niðurstaða sé fáanleg með því einu að tína út einstök efnisatriði sögunnar og bera þau saman við svipað orðalag í Hermann Pálsson prófessor. öðrum sögum. Allt og sumt, sem slíkur samanburður sýnir, er að höfundur Hrafnkels sögu hefur verið barn síns tíma að því er varðaði bóklestur og kunnáttu í almennum menntum samtfma síns. Ef vel tekst til má í hæsta lagi vænta þess að með slíkum aðferðum megi sýna fram á áhrif frá öðrum ritum á Hrafnkötlu, eða þá öfugt, og nota þau sem röksemdir fyrir tímasetningu ein- hverra verka. Ef menn eru á hinn bóginn á höttunum eftir röksemdum fyrir því að á Hrafnkötlu eigi að líta sem siðbætandi dæmisögu af einhverri tegund, þá er að mínu viti miklu nær að leita að þeim innan sögunnar sjálfrar. Þá er miklu vænlegra til árangurs fyrir fræðimann að sökkva sér niður í byggingu sögunnar, ein- stakar persónur hennar og samspil þeirra sín á milli. Með slíku móti væru miklu meiri líkur heldur en með hinni aðferðinni á að það tækist að grafast fyrir um markmið sögu- höfundar með ritun sögu sinnar, þar með talið það mögulega markmið hans að rita sögu með siðbætandi boðskap eða tilgang. En burtséð frá þessu skal hér sfður en svo reynt að draga úr því að í þessari nýjustu bók Hermanns Pálssonar um Hrafnkötlu skortir ekki mikinn og áhugaverðan fróð- leik um söguna. Bókin ber það í hvívetna með sér að vera rituð af höfundi sem er gagnkunnugur efni sínu, jafnt sögunni sjálfri sem öðrum ritum sem hann sækir hér fróðleik í. Þess vegna á hún ótvírætt erindi til allra þeirra sem láta sig Hrafnkels sögu einhverju varða. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.