Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.04.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn lllllllllllll SAMVINNUMÁL llllllllllllllllllllllllllllíllllllllllllllllllllll Kf. Suðurnesja rekið með halla Fimmtudagur 20. apríl 1989 Bv. Ljósafell SU 70 á siglingu. Hagnaður hjá Kf. Fáskrúðsfirðinga Velta Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík var rúmlega 1.157 miljónir á síðasta ári, að meðtöldum sölu- skatti, og jókst hún um 19% milli ára. Halli varð á rekstrinum að upphæð 13,8 miljónir. Þetta kom fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var fyrir skömmu. Þar kom fram að árið 1988 var mjög erfitt í rekstri félagsins. Olli þar mestu óheyrileg hækkun fjármagns- kostnaðar og svo nokkur samdráttur í sölu. Á síðasta ári urðu kaupfélags- stjóraskipti hjá félaginu, er Gunnar Sveinsson lét þar af störfum eftir nær 40 ár í starfi, en við tók Guðjón Stefánsson, áður aðstoðarkaupfé- lagsstjóri. Framkvæmdir voru litlar hjá félaginu á árinu, utan hvað unnið var að nýbyggingu verslunar- húss í Grindavík. Hefur þeirri bygg- ingu miðað vel áfram, og er ráðgert að flytja Grindavíkurútibúið í hana síðar á þessu ári. Þá var sláturhúsið í Grindavík, sem kaupfélagið hefur starfrækt í 30 ár, lagt niður, þar sem tilskilin leyfi fengust ekki lengur fyrir starfseminni. Var sláturhúsið eitt af mörgum sem rekin hafa verið með undanþágu í mörg ár. Líka var byggingavöruverslun félagsins í Grindavík seld í nóvember, en hún er þó rekin áfram í sama húsnæði og áður, og mun síðar fá á leigu um 200 fermetra í nýbyggingu félagsins á staðnum. 1 árslok voru félagsmenn 3450 og hafði fækkað um 41 á árinu. Starfs- menn voru 156, þaraf97 í hlutastörf- um. Launagreiðslur á árinu voru 117,7 miljónir. í febrúar á síðasta ári opnaði félagið sölubúð í Garði, og í maí var sölubúðin í Vogum flutt í nýtt leiguhúsnæði. I nóvember varð eldsvoði í húseign félagsins að Hafn- argötu 30 í Keflavík, og urðu þar miklar skemmdir, bæði á húsinu og eins á matvöru- og fataverslun fé- lagsins þar. Ekki var talið ráðlegt að ráðast í endurbyggingu hússins, og var það því selt og rekstri beggja búðanna hætt. í stjórn Kaupfélags Suðurnesja sitja nú Magnús Haraldsson, for- maður, Ólafur Eggertsson, Birgir Guðnason, Ólafur Gunnlaugsson og Jóhann Geirdal. Varamenn eru Guðbjörg Ingimundardóttir og Est- her Þórðardóttir, en fulltrúi starfs- manna í stjórninni er Kristján Hansson. —esig Aðalfundur Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga var haldinn í félags- heimilinu Skrúð laugardaginn 15. apríl. Þar kom m.a. fram að hagn- aður varð af rekstri kaupfélagsins árið 1988 að fjárhæð 604 þúsund krónur. Aftur varð tap á rekstri dótturfyrirtækis þess, Hraðfrysti- húss Fáskrúðsfjarðar hf., sem nam 36 miljónum króna. Þó var fjárm- unamyndun Hraðfrystihússins já- kvæð um 25 miljónir. Erfiðasti þáttur rekstrarins á liðnu ári var frystingin, en hún kom út með 29 miljón króna tapi. Aftur á móti varð hagnaður af saltfiskverkun sem nam 3,7 miljón- um. Það bættist svo við erfiðan rekst- ur hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðs- fjarðar að annar togari þess, bv. Ljósafell, var frá veiðum í sjö mánuði á síðasta ári vegna breyt- inga í Póllandi. Bv. Ljósafell hefur nú hafið veiðar að nýju, en skipið kom til landsins þann 17. mars. Hraðfrystihúsið hefur þá lokið við endurnýjun á báðum togurum sínum, en fyrri togarinn, bv. Hoffell, kom endurbyggður til Fá- skrúðsfjarðar í júlí 1987. í árslok 1987 vareiginfjárhlutfall Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar 45,8%, en var komið niður í 32,2% eftir rekstur síðasta árs. Þá varð fjármagnskostnaður beggja félag- anna, Kf. Fáskrúðsfirðinga og Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar, 82 miljónir króna á síðasta ári, en var aðeins 27 miljónir árið 1987. Heild- arfjárfesting félaganna árið 1988 nam 117 miljónum króna, og mun- ar þar mest um endurbyggingu Ljósafellsins. Kf. Fáskrúðsfirðinga og dóttur- fyrirtæki þess greiddu tæplega 200 miljónir króna í vinnulaun til 414 starfsmanna árið sem leið. Saman- lögð heildarvelta þeirra árið 1988 varð 668 miljónir. Úr stjórn átti að ganga Björn Þorsteinsson, sem verið hefur for- maður kaupfélagsins undanfarin ár, og var hann endurkjörinn á fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Aðrir í stjórn eru Kjartan Sigurgeirsson og Gunnar Jónasson. Varamaður í stjórn var endurkjörinn Lars Gunnarsson. Kaupfélagsstjóri hjá Kf. Fáskrúðs- firðinga er Gísli Jónatansson. -esig Síðasti fundurí Sambands húsinu Stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga kom saman til fundar ásamt framkvæmdastjórn hinn 5. apríl. Var sá fundur sögulegur að því leyti að hann er hinn síðasti sem haldinn er í svonefndri stjórnarstofu í gamla Sambandshúsinu við Sölv- hólsgötu. Starfsemi Sambandsins er sem kunnugt er að flytjast af Sölv- hólsgötunni og yfir í nýja Sambands- húsið við Laugarnesveg. Verða stjórnarfundir því væntanlega haldn- ir þar í framtíðinni. Myndin, sem hér fylgir, var tekin við þetta tækifæri, en á henni eru frá vinstri: Hermann Sveinbjörnsson blaðafulltrúi, ÓmarHl. Jóhannsson, Kjartan P. Kjartansson, Sigurður Markússon, Jakob Björnsson, Helga V. Pétursdóttir, Valgerður Sverris- dóttir, Þorsteinn Sveinsson varafor- maður, Ólafur Friðriksson, Hörður Zóphaníasson ritari, Ólafur Sverris- son formaður, Guðjón B. Ólafsson forstjóri, Þórarinn Sigurjónsson, Jónas R. Jónsson, Ingólfur Ólafs- son, Gunnar Sveinsson, Hinrik Hinriksson, Dagbjört Höskuldsdótt- ir, Ólafur Jónsson, Jón Þór Jóhanns- son og Árni S. Jóhannsson. -esig Aldarafmæli á Sauðárkróki Á sunnudaginn kemur á Kf. Skagfirðinga aldarafmæli og verður þess minnst með hátíða- höldum á Sauðárkróki. Við fjöll- um nánar um félagið í laugar- dagsblaðinu. Síðasti fundur Sambandsstjórnar í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu (Ljósm. Krístján Pctur Guðnason.) — m \ \l 1ZMBf -rr*r.‘ .1. , / L JJV*. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.