Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1992 Ada Landsbergen var myrt vegna smávægilegra mistaka morðingjans. Þegar ástæðan fyrir morðinu varð Ijós var hún svo fáránleg að annað eins hafði aldrei heyrst. Myrt vegna mistaka Arnold Lensbergen var nýgiftur og hamingjusamur maður. Hann bjó í borginni Delft í Hollandi og starfaði þar við postulínsfram- leiðslu. Hann og kona hans, Ada, bjuggu í sambýlishúsi í útjaðri borgarinnar. Þann 5. februar 1971 var Landsbergen á leið heim úr vinnu og hlakkaði til að hitta konu sína. Þegar hann kom heim, svaraði kona hans ekki er hann hringdi dyrabjöllunni. Það var óvenjulegt, því að í hinu stutta hjónabandi þeirra hafði hún tekið fagnandi á móti hon- um á kvöldin. Hann opnaði því sjálfur með lykli, en þegar inn var komið sá hann hvar kona hans lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hann hraðaði sér til henn- ar, en um leið og hann laut yfir hana sá hann blásvört fingraför á hálsi hennar og honum varð ljóst að kona hans var látin. Myrt af ókunnri ástæðu í skelfingu sinni hringdi Lands- bergen í lækni sem hann þekkti og lækninum tókst loks að fá upp úr honum gegnum símann hvað gerst hafði. Læknirinn hringdi á lögreglu og sjúkralið, sem þegar kom á stað- inn. Hari van Strien lögregluforingja brá heldur betur í brún þegar hann fékk fregnir af morðinu, því hann bjó hann sjálfur í húsinu þar sem morðið hafði verið framið. Ibúðin hans var á hæðinni fyrir neð- an. Rannsókn Ieiddi í Ijós að ekki hafði verið brotist inn í íbúðina, engu ver- ið stolið og Ada Landsbergen hafði ekki verið beitt kynferðislegu of- beldi. Dánarorsök var kyrking með berum höndum og hafði morðið verið framið um hálffjögurleytið þann 5. nóvember. Lögreglan gat alls ekki ímyndað sér hver orsökin kynni að hafa verið fyr- ir morðinu. Landsbergen og kona hans höfðu enga óvini átt svo telj- andi væri. Þau höfðu verið saman frá því í gagnfræðaskóla, þannig að varla gat verið um vonsvikinn elsk- huga að ræða, þannig að morðið virtist gjörsamlega tilgangslaust og engar vísbendingar að hafa. Morðinginn fór hæðavillt Nokkrum dögum síðar hringdi morðinginn sjálfur í lögregluna og gaf skýringu á gerðum sínum. Hann kvaðst hafa myrt Ödu Landsbergen fyrir óheppileg mistök! Þegar morðinginn hringdi bað hann sérstaklega um að fá að tala við Hari van Strien. Þegar það var feng- ið skýrði hann frá því að ætlunin hefði verið að myrða konu lögreglu- foringjans. En honum hafði orðið það á að ýta á rangan hnapp í lyft- ■XjgSM- ■ .Ci' Marjike ræstitæknir réöst á moröingjann og varö til þess aö hann náöist. unni og ekki gert sér mistökin ljós fyrr en of seint. „Ég veit að þið eruð að reyna að rekja símtalið núna. En þegar þið komið verð ég farinn veg allrar ver- aldar," sagði morðinginn. „En eitt skaltu vita, lögregluforingi, að þó ég dræpi ekki konu þína að þessu sinni er ekki þar með sagt að ég sé hættur við það.“ Dagblöðunum voru gefnar ná- kvæmar upplýsingar um allt sem morðið varðaði og konur borgarinn- ar, einkum eiginkonur lögreglu- manna, varaðar við því að morðóður maður væri á ferli. Morðinginn hélt uppteknum hætti og hringdi alltaf öðru hverju í lög- regluna með ögranir og hótanir um að hann kynni að myrða konur þeirra. Símtölin voru ávallt rakin, en höfðu komið úr símaklefum hist og her um borgina. Blóm á kostnað lög- reglunnar Þegar Ada Landsbergen var jarðsett kom blómahafið í kirkjunni flestum á óvart, þar á meðal eiginmanni hennar. Kirkjan var hreinlega troð- full af dýrum og glæsilegum blóma- skreytingum og krönsum, þannig að helst mætti ætla að verið væri að jarða þjóðhöfðingja. En skýringin á blómunum kom von bráðar. í ljós kom að morðinginn hafði hringt í hverja einustu blómaversl- un í bænum og kynnt sig sem yfir- mann hinna ýmsu deilda lögregl- unnar. Hann pantaði krans eða skreytingu af dýrustu gerð og lét senda reikninginn til lögreglunnar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.