Tíminn - 14.11.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 14.11.1992, Qupperneq 9
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn 9 Síöasti Rússakeisarinn og aödáendur: nú samfylkja þeir og aödáend- ur Leníns. af öllum þessum ástæðum slíkt að alger upplausn hans virðist stund- um yfirvofandi. Þegar Eistland í sumar hætti við sovésku rúbluna og tók upp eigin gjaldmiðil (sem heitir kroon, króna), hafði það í för með sér að dýrara varð fyrir rússneska hermenn að lifa þar. Fór þá drjúgur hluti rússneska hersins þar heim, að sumra sögn vegna þess að margir óbreyttir hermenn neituðu að vera lengur og foringjarnir sáu sér ekki fært að banna þeim að fara. Samkvæmt skýrslu frá Frunze- herakademíunni hafa um 600 af skriðdrekum hersins „horfið" frá því um áramót, auk slíks aragrúa af minniháttar vopnum að enginn fær tölu á komið. Hermenn af ýmsum tignargráðum lauma þessu frá herbúðunum út á svarta markaðinn. Sá, er þetta ritar, sá í sumar 12-14 ára drengi bjóða til sölu viðhafnareinkennisbúninga háttsettra sovéskra/rússneskra herforingja á „opnum“ markaði við Trakai, virkisborg Litháaher- toga á síðmiðöldum. Svo fer stundum heimsins dýrð. Eiifs og Pino- chet í Chile“ Virðingarleysið fyrir umræddum her kom líklega skýrast fram síð- ast er nýliðar voru kvaddir í hann, en almenn herskylda er í lögum í Samveldinu eins og Sovétrfkjun- um áður. Aðeins þriðjungur til- kvaddra hlýddi kallinu. Þeim, sem óhlýðnast, er nálega aldrei refsað, herforustan treystir sér ekki til þess. Auk annars, sem fælir nýliða frá hernum, er mikil slysatíðni í hon- um, að sögn fréttamiðla vegna óvandvirkni í vopnaframleiðslu, lélegrar þjálfunar nýliða í meðferð vopna og spennu innan hersins vegna ástandsins almennt. Rúss- nesk þingnefnd, sem rannsakaði þetta, tilkynnti nýlega að síðustu sex mánuðina hefðu um 1600 her- menn beðið bana í slysum. Saman við sært stolt hersins er stórrússnesk þjóðernishyggja. Mörgum herforingjum og mörg- um öðrum Rússum finnst óþol- andi að svo skuli nú komið fyrir her, sem allur heimurinn óttaðist fyrir fáeinum árum og þá átti sér engan mátulegan andstæðing nema þann bandaríska. Og að Rússland sjálft sé ekki lengur stór- veldi nema í hæsta lagi að nafninu til. Sumir herforingjanna gruna Vesturlönd um að standa á bakvið umskiptin síðustu ár, beinlínis með það fyrir augum að lama Rússland um alla framtíð. í viðtali nýlega við Der Spiegel gefur Stan- islav Terekhov, rússneskur herfor- ingi, í skyn að hann telji Vestur- lönd stefna að því að afvopna Rússland algerlega og ná til sín kjarnavopnum þess. „Þá höfum við tapað leiknum að fullu," segir Terekhov. Hann er formaður Herforingjafé- lagsins, sem um 10.000 liðsfor- ingjar miðja vega og neðanvert í tignarstiganum eru í, helmingur- inn í virka hernum, hinir í varalið- inu, að sögn Terekhovs. Félagið segist berjast fyrir „sterku ríki og endurreisn æru og virðingar". I áðurnefndu viðtali fer Terekhov ekki leynt með að félag hans líti á Þjóðfrelsisfylkinguna sem banda- mann og telur hana líklega til ár- angurs, þar eð í henni séu m.a. þingmenn og stjórnendur í her- gagnaiðnaðinum. Terekhov reynir ekki heldur að leyna því að félag hans hyggist taka völdin og beita til þess valdi, gera stjórnarbylt- ingu eins og reynt var í fyrra, með þeirri breytingu að næst verði gengið skipulega til verks. „Við ætlum að tryggja stöðugleika, eins og Pinochet gerði í Chile,“ segir Terekhov. Skammbyssur teknar af her- foringjum Jeltsín Ieysti fyrir skömmu upp 5000 manna hersveit, hverrar hlutverk var að standa vörð um æðstaráðið (þingið), sjónvarps- turninn í Moskvu og seðlabanka Rússlands. Þetta gerði Rússlands- forseti sökum þess að hann grun- aði hersveitina um græsku. Kald- hæðni má kalla að hún var stofn- uð eftir valdaránstilraunina s.l. ár til verndar gegn fleiri slíkum til- raunum. Ennfremur hefur Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra fyr- irskipað að allir herforingjar skuli afhenda yfirvöldum skammbyssur sínar. Miðað við hugmyndir í herj- um almennt um virðingu, er hætt við að á þetta verði litið sem auð- mýkjandi ofanígjöf. En það gefur einkar skýrt til kynna hversu mik- ið traust stjórn Jeltsíns ber til hers síns. Jeltsín gerir einnig ýmislegt og segir til að blíðka herinn og stór- rússneskt þenkjandi andstæðinga sína. Með það fyrir augum mun hann hafa tilkynnt að hætt verði í bráðina við að kveðja rússneskt herlið frá Eistlandi og Lettlandi, á þeim forsendum að það yrði að vera þar til verndar rússneskum þjóðernisminnihlutum. f næsta mánuði kemur saman þjóðfulltrúaþing Rússlands, eins- konar efri deild þings þess. Þjóð- fulltrúaþingið getur stjórnarskrá samkvæmt sett forsetann af með tveimur þriðju atkvæða, og það hafa andstæðingar Jeltsíns, sem fylkja sér í Þjóðfrelsisfylkingu og Liðsforingjafélagi, einmitt hugsað sér að það geri. Þeir reikna með að hafa þegar um þriðjung þjóðfull- trúa með sér og margir aðrir eru beggja blands. SACHS _ _ KÚPLINGAR í VOLVO Framleiðendur VOLVO og aðrir framleiðendur vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota SACHS kúplingar og höggdeyfa sem uppruna- lega hluta í bifreiðar sínar. Þekking Reynsla Þjónusta ÞAÐ BORGAR SIG ■" ák | UÆ U WL |® AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! ■ /t LIVI I^S 1% SUÐURLANDSBRAUT 8 • SÍMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 Subaru station 1800 4x4 árgerð 1988. Afmælistýpa, ekin 88.000 km. Mjög fal- legur bíll. Álfelgur. Vert 790.000 staðgreitt. Nissan 200 SXTurbo árgerð 1989. Ek- inn 29.000 km. Einn með öllu. Vert 1.590.000 staðgreitt. Cherokee Laredo 40L árgerð 1989. Ekinn 60.000 km. Sjálfskiptur með öllu. Vert 1.850.000 staðgreitt. Subaru Legacy 1800 árg. 1991. Ekinn 28.000 km. Álfelgur, dráttarbeisli o.fl. Vert 1.350.000 staðgreitt. Toyota Double-cab árgerð 1991. Ek- inn 70.000 km. 31" dekk, White Spook felgur. Mjög fallegur bíll. Vert 1.450.000 staðgreitl Toyota Corolla XL árgerð 1992. Ekinn 8.000 km. Miðstýrðar læsingar. 5 dyra. Vert 880.000 staögreitt. Toyota Landcruiser bensin árgerð 1981. Ekinn 158.000 km. 36" dekk, krómfelgur o.fl. Vert 980.000 staðgreitt. Toyota 4Runner V6 árgerð 1991. Ek- inn 35.000 km. Mikiö breyttur, sími o.fl. Vert 2.950.000 staögreitt. MMC Lancer 1500 GLX árgerð 1987. Ekinn 62.000 km. Sjálfskiptur, fallegur blll. Vert 480.000 staðgreitt. VW Golf GL1800 árgerð 1989. Ekinn 32.000 km. 5 dyra, topplúga, vökva- stýri. Vert 860.000 staðgreitt. Daihatsu Applause 1,6L árgerð 1991. Ekinn 8.000 km. Sjálfskiptur, miðstýrðar læsingar. VerA 930.000 staögreitt. Toyota Corolla Touríng XL árgerð 1989. Ekinn 61.000 km. Vert 960.000 staögreitt. Arctic Cat Wildcat árgerð 1991. Ekinn 400 miiur. Grind að aftan. 120 hö., sem nýr. Vert 650.000 staðgreitt. MMC Lancer 1500 GLX árgerð 1989. Ekinn 39.000 km. Sjálfskiptur, raf- magnsruður o.fl. Verð 690.000 staðgreitt. Nissan Cherry 1300 árgerð 1984. Ek- inn aðeins 33.000 km. Einn eigandi frá upphafi. Smurbók fylgir. Vert 280.000 staögreitt. Toyota Corolla GL Special series ár- gerð 1990. Ekinn 30.000 km. 5 dyra, rafmagnsrúður o.fl. Vert 760.000 staðgreitt. Volvo 740 station GLE árgerð 1987. Ekinn 60.000 km. Sjálfskiptur, álfelgur, rafmagnsrúður. Vert 1.190.000 staðgreitt. Dodge Dakota MFIV8 árgerð 1992. Ekinn 8.000 km. 38" dekk, upphækkað- ur, álfelgur, 230 hp lóran, CB-talstöð. Vert 2.400.000 staðgreitt. Toyota Corolla liftback XL árgerð 1992. Ekinn 5.000 km. Sem nýr. Vert 1.050.000 staögreitt. F A N 6 8 9 5 5 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.