Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn „Enm mesti arkitekt íslensks þjóðfélags66 Hermann Jónasson. „Ættjörð mín kæra“, síðara bindi ævisögu Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra eftir Indriða C. Þorsteinsson rithöf- und, er komið út. Útgefandi er bókaútgáfan Reykholt. í þessu bindi, sem spannar árabilið 1939-1976, segir meðal annars frá þætti Hermanns í að verjast ásókn Þjóðverja í ítök hérlendis fyrir upphaf heimsstyrjaldar- innar, myndun þjóðstjómarinn- ar og fleiri örlagaþrungnum at- burðum í lífi þjóðarinnar, þar sem söguhetjan var í framlínu. Við áttum stutt spjall við Indr- iða um ritun verksins og kynni hans af Hermanni. „Ég hóf vinnu að sögu Her- manns árið 1989 og kom fyrra bindið, „Fram fyrir skjöldu", út haustið 1990. Þar náði sagan fram til þess tíma er horfði til stríðsátaka í Evrópu, en þá hafði Hermann nýlega tekið á móti dönsku konungshjónunum og Friðriki krónprins, sem hann fylgdi norður í land og varð það talsverð svaðilför, þar sem þeir lentu í miklum vatnavöxtum. Stjórn Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks sat að völdum og var það langt og gott stjórnar- samstarf, þótt það ætti rætur í þeim undarlegu tilvikum er Al- þýðuflokksmenn settu það skil- yrði að Jónas frá Hriflu yrði utan stjórnar. Það var þá sem hinir svonefndu „bæjarradikalar" Jón- asar, Hermann og Eysteinn Jóns- son, fóru í stjórnina í staðinn. Hermann var þá nýiega orðinn þingmaður Strandamanna eftir að hafa fellt Tryggva Þórhalls- son, sem sætti miklum tíðindum í þá daga.“ — segir Indriði G. Þorsteinsson um Hermann Jónasson forsætisráðherra, en síðara bindi ævi- sögu hans, „Ættjörð mín kæra “, er nú komið út Snör viðbrögð á örlagastundu „í þessu seinna bindi er þráður- inn tekinn upp 1938-1939 þegar Lufthansa fór að falast eftir flug- vallaraðstöðu á íslandi. Þetta voru sem kunnugt er þeir tfmar þegar enginn þorði annað en sitja og standa eins og Hitler þóknaðist — nema Hermann Indriði G. Þorsteinsson. Jónasson. Því var ekki að undra að New York Times kom með frétt þess efnis að loksins hefði fyrirfundist í heiminum maður sem þorði að segja „nei“ við þýska einræðisherrann. Nú reyndist líka skammt að bíða Þjóðstjórnarinnar, sem Fram- sóknarflokkurinn myndaði með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki undir forsæti Hermanns. Mun um alla tíð verða í minnum haft hve snögg viðbrögðin voru þegar fréttin barst um töku Danmerk- ur 10. apríl 1940, því klukkan tvö nóttina á eftir var haldinn þingfundur og ákveðið að færa ríkisráðið inn í landið. Þótt fyrir því væru augljós rök, sannaðist þarna snerpa Hermanns að nota sér samstundis það færi, sem nú bauðst, til að losa um böndin við Dani.“ ,^Ættjörð mín kæra“ „Ég þekkti Hermann ágætlega og hann var mér alla tíð sérlega vinsamlegur og ræddi við mig um atla heima og geima, þótt talsverður aldursmunur væri á okkur. Það hefur verið Skagfirð- ingurinn sem því olli, þar sem Hermann var mikill Skagfirðing- ur í sér og alúðlegur við þá. Gerði hann engum jafn hátt undir höfði að því leyti nema þá Strandamönnum sínum. Það var ákaflega mikill strákur í honum og meðan ég hafði hárið enn, átti hann til að taka í lubbann á hausnum á mér og hrista mig til. Svona var hann oft. Mér var það að vonum gleðiefni að takast á við það verkefni að rita sögu ævi hans, þótt oft óskaði ég þess að hann hefði skilið meira eftir sig af persónu- legum plöggum. Ekki síst voru það bréf til Strandamanna sem urðu mér mikils virði, en að öðru leyti var gagnasöfnun oft torveld. Ég held að hann hafi forðast að skilja mikið eftir sig um persónuleg efni og mér skilst að sjálfs hans meining hafi verið sú að það ætti ekkert að vera að skrifa ævisögu hans. En mergurinn málsins er sá að hjá því varð ekki komist. Þetta var einn mesti arkitekt íslensks þjóðfélags á löngum tíma í sögu þess og það á afar þýðingarmikl- um tíma. Nú, um titilinn á þessu síðara bindi sögunnar, „Ættjörð mín kæra“, er það að segja að hann er sóttur í alkunna vísu, sem Her- mann orti er hann gekk út úr Stjórnarráðinu 1942 í lok ráð- herratíðar sinnar þá. Mér fannst sem þessi orð væru vel valin, því verk á borð við þau, er Hermann vann fyrir þjóð sína, verða ekki unnin nema af ríkri tilfinningu fyrir heill hennar, og þeirri til- finningu hélt hann alltaf.“ AM Alþýðuleikhúsið: Hræðileg hamingj a Alþýðuleikhúsið frumsýndi nýlega verkið hræðileg hamingja eft- ir Svíann Lars Norén. Hafnarhúsið, lYyggvagata 17, varð fyrir valinu sem sýningarstaður og hentar húsnæðið merkilega vel sem leikhús. Hræðileg hamingja er um tvö pör, þau Teo og Tessu annars veg- ar og Helen og Erik hins vegar, sem hittast eina nótt hjá þeim fyrrnefndu til að eiga huggulega kvöldstund saman heima. Það er óhóflega drukkið og margt ber á góma. Kynlífið er ofarlega á baugi og ekki allt með felldu í þeim málum. Kynferðisleg sambönd þessara fjögurra persóna eru ei- lítið flókin og blandast nokkuð milli para. Þetta eru pör sem eru saman af leiðum vana og hvað Helen og Erik varðar, er sonurinn Hinrik það eina sem haldið hefur þeim saman. Árni Pétur Guðjónsson og Rósa Guðný Þórsdóttir Ieika þau Teo og Tessu. Þau eru feikigóð og gaman væri að sjá meira til Rósu Guðnýjar á sviði. Valdimar Örn Flygenring og Steinunn Ólafs- dóttir leika Helen og Erik. Spennan á milli þeirra kemst vel til skila og verður nærri því nógu mikil til að hægt væri að tyggja hana. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri hefur valið vel í hlutverkin og unnið prýðilega með hópnum. Þýðing Hlínar er jafnframt vönd- uð. Leikurinn fer allur fram í íbúð Teos og er Elín Edda Árnadóttir höfundur leikmyndar. fbúðin fell- ur vel að persónuleika Teos og er sniðuglega gerð. Hún blasir við leikhúsgestum um leið og þeir koma inn og nær langt út íýrir sjálft leikrýmið. Elín Edda hefur fengið skemmtilegt húsnæði að vinna í og útkoman er henni til sóma. Hún sér jafnframt um bún- ingana, sem hæfa persónunum vel. Lýsing Jóhanns Bjarna Pálma- sonar er eðlileg, sem og förðun Guðrúnar Þorvarðardóttur. Verkið er ágætlega skrifað, um fólk sem við gætum öll þekkt. Það er þó dálítið langdregið eftir hlé, en góður leikur bætir þaö upp og gerir sýninguna að góðri kvöld- stund. Gerður Krist- Dýrin Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egn- er hafa nú loksins verió sett afínr á svið, en 16 ár eru liðin síðan ég sá verkið sið- asL Þetta er eins konar Rocky Horror- sýning fyrir böm, sýnd öðru hvoru og allir eru með lögm og helstu frasana á tæru. í Dýrunum í Hálsaskógi eru þeir Lilli klifurmús og Mikki refúr aðalpersón- umar. Lilli og vinur hans Marteinn skóg- armús eru búnir að fá sig fullsadda á ágangi refeins, uglunnar og broddgaltar- ins, sem éta önnur dýr. Þeir taka því tíl bragðs að semja lög til að allir getí lifað í sátt og samlyndi án stöðugs ótta. Það er svo ekki að sökum að spyrjæ dýrin verða öll vinir og syngja lag saman, en tónlist- in er einmitt stór þáttur í verkinu. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir verkinu og hefúr valið vel í hlutverkia Mikki re- fúr er leikinn af Sigurði Sigurjónssyni. Sigurði tekst frábærlega vel upp sem hinn slægi refúr og sama er að segja um öm Ámason sem leikur Lilla klifurmús. Marteinn skógarmús er leikinn af Ólafi'u Hrönn Jónsdóttur og er dálítíð ósam- ræmi í hennar túlkun á músinni og ann- arra leikara. Hin dýrin haga sér nefnilega eins og mannfólkið, en Marteinn stingur í stúf, með snöggar músarlegar hreyf- ingar, sem hinar mýsnar ættu í raun að hafalíka. Hlutverk Patta broddgaltar og hundsins Hannibals eru bæði í höndum Hilmars Jónssonar og fer hann vel með þau. Sér- staklega er hann góður sem broddgölt- urinn. Herdís Þorvaldsdóttir er indæl amma skógarmús. Guðrún Þ. Stephen- sen og Erlingur Gíslason eru góð sem bangsamamma og bangsapabbi. Ragn- heiður Steindórsdóttir er skvísuleg húsamús og er túlkun hennar mjög skemmtileg. Með önnur hlutverk fara þau Sigurður Skúlason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sem maðurinn og konan á bænum, Flosi Ólafsson sem Héra- stubbur bakari, Hjálmar Hjálmarsson sem bakaradrengurinn, Bjöm Bjöms- son sem elgurinn, Þóra Friðriksdóttir sem krákan og Sigríður Þorvaldsdóttir sem uglan. Böm em í hlutverkum íkoma, bangsa- drengs og músabama og standa sig vel, þó stundum hafi verið erfitt að heyra hvað þau sögðu. Sylvia von Kospoth sér um dansa og hreyfingar og hefúr unnið sérlega vel með bamahópnum. Leikmyndin er gerð af Messíönu Tónv LEIKHÖS \______________/ asdóttur og er hún góð, en búningamir em æði misjafnir. Refurinn feer mjög góðan búning, en sumir em blátt áfram afkáralegir. Lilli feer appelsínugul fot og skikkju í sama lit, svo hann minnir einna helst á Magna mús með gulu. Af hverju þarf Lilli klifúrmús skikkju? Elgurinn er ekki elgslegri en ég sjálf og konan á bæn- um er eins og geimfari í silfúrlitum föt- um. Hljómsveitina skipa þau Hallftíður ÓÞ afedóttir, Sigurður I. Snorrason, Bijánn Ingason, Snorri Öm Snorrason, Birgir Bragason, Pétur Grétarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Hljómsveitarfólkið feer að vera með í verkinu. Refúrinn talar til þess og segir því jafnvel fyrir verkum. Áhorfendur fó jafnframt góða tilfinningu fyrir skottum dýranna, sem dýrin virðast ekki alveg vera orðin vön ennþá og eiga það til að meiða sig í þeim. Það er engum blöðum um það að fletta að þeir Sigurður Sigurjónsson og Öm Ámason em sterkustu hlekkimir í sýn- ingunni. Þeir eiga athygli yngstu áhorf- endanna óskipta og gera sýninguna að fiörugri og góðri skemmtua Geröur Kristný

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.