Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Manfred Miiller skildi ekkert í því hver það gat verið sem sendi honum skrautlegan brennivínsbrúsa. Hann stakk brúsanum upp í skáp og gleymdi honum þartil kunningi hans bankaði upp á og kvartaði um kvef: Óvæntur glaðningur Einn daginn fékk Manfred pakka í pósti. í pakkanum var leirbrúsi með áfengi sem var sérstakur minjagripur frá bænum Pfalz. Brúsanum fylgdi kort sem á stóð: “Njóttu vel. Kveðja frá Pfalz.” Eng- in undirskrift var á kortinu, en á Manfred Muller slapp naumlega frá því að hljóta kvalafullan dauödaga. Albert Blummer þáöi í staup hjá vini slnum og það varð honum að bana. Brúsinn með banvænu veigunum. fred skenkti honum. En hann hafði ekki fyrr kyngt en hann blánaði í framan og greip um háls sér. “Hver fjandinn er þetta? Það bragðast eins og þvottalögur,” sagði Albert. Manfred stakk þá tungunni niður í vínið og fann samstundis að ekki var allt með felldu. Veigamar brenndu hann í Blásýra í brúsa Manfred Miiller var hvorid sérlega myndarlegur né gáfaður. Hann hafði aldrei haft mikið sjálfs- traust og því varð enginn meira undrandi en hann þegar Christl féllst á að giftast honum. Hún var ári eldri en hann, glæsileg dökk- hærð kona, fráskilin og átti eitt bam frá fyrra hjónabandi. Man- fred og Christl höfðu verið gift í tæp þrjú ár og áttu einn son sam- an. Hjónabandið gekk vel, Christl var góð húsmóðir og þeim kom vel saman. En Manfred vildi afla sér frek- ari menntunar til að geta betur séð fyrir íjölskyldunni. Hann sótti því um að komast í nám á flugvelli í Múnchen til að geta síðar stund- að veðurathuganir. Einn galli var þó þar á, hann varð að yfirgefa heimili sitt og fjölskyldu og búa í Múnchen á meðan á náminu stæði. Nemalaunin vom líka lág þannig að Christl fékk sér starf á krá í heimabænum til að fram- fleyta fjölskyldunni. Tekjur þeirra beggja nægðu einnig til þess að Manfred gat einstöku sinnum skroppið heim um helgar. fylgiseðlinum stóð að sendandinn héti B. Schiller. Manfred hafði gegnt herþjónustu skammt frá 3 Pfalz og gat sér þess helst til að einhver af gömlu félögunum úr hernum hefði sent honum brús- ann, þó svo að hann kæmi nafninu ekki fyrir sig í bráð. Hann stakk brúsanum upp í skáp og gleymdi honum brátt. Kvöld nokkurt skömmu síðar kom einn vinnufélagi Manfreds í heimsókn til hans. Sá hét Albert Blummer og kvartaði sáran undan kvefi. Manfred mundi þá eftir leir- brúsanum og bauð vini sínum upp á snafs til að hressa hann við. Al- bert þáði það með þökkum og stakk strax út úr glasinu sem Man- munninn. Þeir félagamir hröðuðu sér fram á salemið og skoluðu munninn. Albert reyndi hvað hann gat að kasta upp en án árang- urs. Fljótlega féll hann í gólfið í krampaflogum. Manfred hringdi á sjúkrabíl í snatri. Sjúkrabfllinn kom fljótt og Albert var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Manfred hafði tekið brúsann með sér og var hann síðar afhentur lög- reglu. Við rannsókn kom í ljós að vínið var blandað margfaldlega banvænum skammti af blásým. Bæði Manfred sjálfum og lög- reglunni var strax ljóst að tilgang- urinn með því að senda Manfred eitraða áfengið gat varla verið ann- ar en að ráða honum bana. Man- fred kvaðst aðspurður ekki hafa hugmynd um hver hefði áhuga á að ganga af sér dauðum. Hann kvaðst aldrei hafa verið mikill kvennamaður, aðeins haft áhuga á konunni sem hann var kvæntur, þannig að ástæðan gæti varla verið afbrýðisemi. Annars konar óvini kvaðst hann heldur ekki eiga. Dularfulla ljóskan Lögreglan hélt nú til Neustadt þar sem pakkinn hafði verið póst- lagður. Afgreiðslumaður á póst- húsinu mundir eftir pakkanum af því að sérlega falleg Ijóshærð kona hafði afhent hann. Hann sagði að hún hefði sagst vera meidd á hendi og því beðið sig um að útfylla fylgi- skjalið. Það var því ekkert á rit- höndinni á því að græða. Þegar rannsókninni í Neustadt var lokið var haldið til Kempten, heimabæjar Manfreds. Lögreglan hélt heim til hans, en kona hans var þá ekki heima. Rætt varvið ná- grannakonu þeirra hjóna sem bar þeim vel söguna. Hún benti lög- reglumönnunum á að ræða við Leinauer-hjónin, þau væm bestu vinir Múller-hjónanna og um- gengjust þau mikið. Lögreglan hélt nú til bflaverk- stæðisins þar sem David Leinauer starfaði. Hann hafði vitanlega lesið um blásýmmorðið í blöðunum, en kvaðst ekki geta ímyndað sér hver hefði haft áhuga á að drepa Man- fred. Nema kannski fyrrverandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.