Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 22

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 Bækur áfram á „gamla verðinu" Verð á jólabókum er það sama og verið hefur undanfarin tvö ár. Þá eru bókatitlar álíka margir og verið hefur eða um 500. Þetta kemur fram í frétt frá Félagi ís- Ienskra bókaútgefenda. Þar kemur fram að ævisögum hefur fjölgað mest á kostnað bóka almenns efnis. Fjórð- ungur bóka í ár eru bama- og ung- lingabækur og er það svipað og var í fyrra. íslenskum bókatíðindum er nú dreift sem fyrr á heimili Iandsmanna. -HÞ Ævi Bergmans Fjölvi hefur gefið út bókina Töfra- lampinn eftir Ingmar Bergman í þýð- ingu Jóns Þ. Þórs. Bók þessi er ekki sjálfsævisaga í venjulegum skilningi, heldur eins og ferð um víðáttur átakamikils sálarlífs. Sagan er mótuð líkt og kvikmyndahandrit, með sí- felldum leiftursýnum (flassbakk) aft- ur í sálræn fylgsni bemskunnar og áhrif þeirra á fullorðinsárum. Ingmar lýsir öllu af fullkominni hreinskilni, líka því allra leyndasta og viðkvæm- asta í fjölskyldulífi, innstu kenndum eins og heiftúðugu viðhorfi til for- eldra, annarlegum kenndum til kvenna, leyndum eigin kynlífs, allt frá því að vinnukonan tók bamið með sér í bað upp í hin miklu átök sem stundum jöðmðu við brjálsemi í samskiptum við konur. Bókin er eins og margar kvikmyndir Ingmars, mis- kunnarlaus kmfning mannlífsins, í þetta skipti hans sjálfs. Bókin er 269 bls., prentuð hjá Prent- stofu G. Ben. Höfundur: Simon Wiesenthal Réttlæti ekki hefnd „Þér emð eins og allir vita, baráttu- maður." Þannig byrjaði Mitterrand, forseti Frakklands, kveðju sína til Simons Wiesenthal á áttugasta af- mælisdegi hans. Bókin lýsir þessari baráttu, sem leitt hefur til þess að rúmlega eitt þúsund glæpamenn úr röðum nasista hafa verið leiddir fyrir rétt. En bókin er annað og meira en reikningsskil starfsemi hans sem „nasistaveiðara", þótt sá hluti hennar geri hana áhrifaríkari og meira spennandi en nokkra aðra sakamála- sögu. Hún er sömuleiðis ákall til nú- tímafólks og hrífandi en óvæminn vitnisburður um það sem liggur að baki starfs hans. Það var Wiesenthal nauðsyn að leiða hina seku fyrir rétt. Ekki af því að hann hafi verið haldinn hatri og hefndarþorsta, heldur af því að hann vildi koma fram réttlæti fyrir hina látnu, sem lifa stöðugt í huga hans og til að réttlæta það að hann skyldi FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverð- launa verða ein heildarverðlaun: Dagsferö fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hlotið vinning I jólaalmanaki SUF: l.desember: 525,3570. 2. desember: 3686, 1673. 3. desember: 4141, 1878. 4. desember: 1484, 2428. 5. desember: 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389. 7. desember: 3952, 5514. 8. desember: 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169. 10. desember: 5060, 289.11. desemben 1162, 1601. 12. desember: 1235, 522. 13. desember: 4723, 2429 14. desember: 288,2834. 15. desember: 1334, 4711. 16. desember: 2833, 4710 17. desember: 3672,1605. 18. desember: 3235, 4148. 19. desember: 3243, 2497. Reykjanes Skrífstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá ki. 20.30 tii 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og veríð hefur undan- farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjamnálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögöu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgarness. Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lftiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin Jólaglögg nefnda SUF Hið áriega ómissandi jólaglögg nefnda SUF verður að venju haldið á Fógetanum laugardagskvöldiö 19. desember og hefst kl. 21.00. Dagskrá: Hátlðarávörp formanna nefnda. Minningarorð Hriflusamtakanna. Óvænt uppákoma. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Utanríkismilanefnd SUF Þjóðmálanefnd SUF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ KÓPAVOGUR Svæöisstjóm málefna fatlaöra á Reykjanessvæði leitar eftir kaupum á hentugu húsnæöi fyrir sambýli i Kópavogi. Um er aö ræöa einbýlis- eða raðhús, 150- 220 m2 aö stærð aö meðtalinni bílgeymslu, helst i vesturbænum. Tilboö, er greini staösetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af- hendingartima og söluverö, sendist eignadeild fjár- málaráöuneytisins, Amarhvoli, 150 Reykjavik, fyrir 6. mars 1993. Fjármálaráðuneytiö, 18. desember 1992 Þorbjöm Magnússon Fæddur 3. júlí 1920 Dáinn 10. desember 1992 Andans mikilmenni hefur nú kvatt! Það er haustið 1975. Ungur piltur, að hefja nám í menntaskóla og ný- fluttur í Sjálfsbjargarhúsið, er að snæða sína fyrstu kvöldmáltíð í mat- sal hússins. Hann lítur yfir matsal- inn til að finna sér sæti og rennir sér þvínæst upp að borði ekki fjarri af- greiðslunni, á móti skarpleitum og skörulegum manni, og spyr galsa- lega hvort hann megi sitja þar. „Og hver ætti svo sem að banna þér það?“ er svarað. Þannig hófust kynni mín af Þor- birni Magnússyni, kynni sem áttu eftir að þroskast og eflast allt til hinstu stundar. Þorbjörn var ákaf- lega sérstakur persónuleiki. Þor- björn var ekki margmáll, en leiftr- andi athugull og þegar hann lagði orð í belg í umræðum, var að finna í athugasemdum hans visku sem ekki hefði verið komið betur á framfæri í löngum orðræðum. Þyrfti maður að leysa úr málum sem þurftu sérstakr- ar athugunar við, bar maður það gjarnan undir Þorbjörn og gat þá verið viss um að málið yrði rætt af skarpskyggni og íhygli. Þorbjörn var sannur sósíalisti og félagshyggju- maður og fylgdist vel með þjóðmála- umræðunni. Hann tók virkan þátt í baráttu Sjálfsbjargar fyrir fullri þátt- töku og jafnrétti fötluðum til handa og átti alltaf góð ráð að gefa þegar málefni Sjálfsbjargar báru á góma. f----------------------------------V V.....................J Við borðið í matsal Sjálfsbjargar voru oft fjörugar umræður um ým- islegustu málefni, allt frá dægur- málum til eldheitra stjómmálaum- ræðna. En það var önnur og ekki síðri hlið á Þorbirni. Glettni hans og athuga- semdir, sem hann læddi út úr sér með prakkarasvip svo lítið bar á, voru einstakar. Þorbjörn var líka maður gleðinnar og veisluhalda. Þá naut hann sín og Iék á als oddi. Um- fram allt var Þorbjörn þó listamaður og bókaunnandi. Kveðskapur hans var sérlega vandaður og fallegur og bókasafnið sem hann átti bar vott um djúpstæðan áhuga hans á bók- menntum og kveðskap. Auk síns eigin bókasafns sá hann um bóka- safn Sjálfsbjargar og útlán frá Borg- arbókasafni Reykjavíkur í Sjálfs- bjargarhúsinu. Flestir, ef ekki allir, sem komu í Sjálfsbjargarhúsið minnast þó Þorbjarnar vegna þess að öll þau ár, sem hann bjó í húsinu, sá hann um að selja matarmiða í matsal hússins. í því sem öðru, er hann tók sér fyrir hendur, sýndi hann slíka trúmennsku að ef honum svo mikið sem seinkaði í matinn var alveg víst að eitthvað sérstakt var á seyði. Með Þorbimi er horfmn á braut mikill maður, góður vinur og trú- fastur félagi. Við Sjálfsbjargarfélagar kveðjum Þorbjörn með söknuði og óskum systkinum hans og fjölskyld- um þeirra Guðs blessunar. F.h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Jóhann Pétur Sveinsson Þráhyggj a krata Þeir, sem fylgst hafa með krötum gegnum tíðina, hafa greint tvær meinlokur, sem þeir losna ekki við. Önnur er eins konar alþjóðahyggja, hin óvild til bænda. Við skulum at- huga þetta nokkru nánar. _ Kratar em ekki þjóðernissinnaðir. ísland, ættjörðin, er ekki það, sem meginmáli skiptir. Þannig eru þeir ævinlega opnir fyrir samvinnu og samruna við önnur ríki. Þeir vildu ekki slíta sambandinu við Dani og stofna sjálfstætt lýðveldi 1944. Þeg- ar EB-umræðan komst í hámæli um og upp úr 1960, vildi viðskipta- ráðherra þeirra, Gylfi Þ. Gíslason, ólmur sækja um aðild þá þegar. Aðrir réðu þó ferðinni í viðreisnar- stjórninni, og fundin var millileið, fríverslunarsamningur EFTA. Nú gengur utanríkisráðherra þeirra, Jón Baldvin Hannibalsson, ber- serksgang til að koma okkur í EES, sem þó felur í sér bæði valda- og opnun landhelginnar. Svo mikið liggur á, að ekki má leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Al- C — ''v Lesendur skrifa v____________________ J þingi starfar í umboði kjósenda, og þó á einfaldur meirihluti þar að þvinga EES upp á þjóðina. Það er vissulega brot á lýðræðisreglum, ef ekki á stjórnarskránni. Þessi al- þjóðahyggja krata kann að hafa orðið til þegar við stofnun Alþýðu- flokksins 1916, þegar flokkurinn starfaði undir kjörorðinu: „Öreigar allra landa sameinist!" Hin áráttan er líka gömul. Fylgi flokksins í upphafi var bundin við verkamenn í þorpum og kaupstöð- um við sjávarsíðuna. Framsóknar- flokkurinn var stofnaður sama ár sem bændaflokkur, og litu kratar á hann sem keppinaut og andstæð- ing. Nú vill Alþýðuflokkurinn flytja inn búvörur að utan, sem njóta rík- isstyrkja þar. Búvörustyrki hér á skv. þeim að leggja niður. Þetta mun kollvarpa íslenskum landbún- aði, þar með þeirri ómetanlegu menningu og uppeldi, sem sveit- irnar hafa verið landsins börnum. Fiskimiðin geta eyðst með inn- göngu í EES, ef litið er til reynslu Nýfundnalands. Ef kratar fá að ráða, verður kjöt líka ófáanlegt í landinu. Aldrei skyldi því þó gleymt að íslenskar búvörur eru með öllu ómengaðar og mættu af þeirri ástæðu einni kosta tvöfalt meira en innflutta varan. Á.S. Meðleigjandi Single White Female ★★★ 1/2 Handrit: Don Roos. Byggt á skáldsögu Johns Lutz, „SFW Seeks Same". Framlelöandi og leikstjóri: Barbet Schroeder. Aöalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Brídget Fonda, Steven Weber, Peter Fríedman og Stephen Tobolowsky. Stjömubió. Bönnuö innan 16 ára. Það er vinsælt efni í kvikmyndum þessa dagana að láta geðsjúkar per- sónur ryðjast inn í líf venjulegs fólks með fagurgala og leggja svo líf þeirra smátt og smátt í rúst. Nægir þar að nefna The Hand That Rocks the Cradle og Unlawful Entry, og af aðeins eldri myndum má nefna Pacific Heights. Meðleigjandi óskast byggir á sömu forskrift og er, líkt og hinar þrjár, góð spennumynd, ef ekki betri. Þetta er mjög góð form- úla fyrir spennumyndir, ef handrit, leikstjórn og leikur eru til fyrir- myndar. í Meðleigjandi óskast eru allir þessir þættir fjarska vel unnir, sem gerir hana að fyrsta flokks spennumynd og góða byrjun á jóla- vertíð kvikmyndahúsanna. í byrjun myndarinnar stendur til að Allie Jones (Fonda) og Sam, unn- usti hennar, gangi í hjónaband, en hún aflýsir giftingunni þegar hún kemst að framhjáhaldi hans. Hún auglýsir eftir einhleypri konu til að Ieigja með sér íbúðina sína og lýst best á Hedru Carlson (Leigh). Þeim kemur í fyrstu mjög vel saman, en óskast fljótlega fer Hedra að sýna á sér ein- kennilegar hliðar. Hún byrjar að líkja eftir Allie í klæðaburði og hár- greiðslu, og tekur því ekki íþrótta- mannslega þegar Sam og Allie taka saman aftur. Allie fer að gruna ýmis- legt og kemst að því hver fortíð Hedru er, en það er hægara sagt en gert að koma henni úr íbúðinni. Myndin byrjar hægt, jafnvel of hægt, en spennan tekur að magnast og síðustu 40 mínúturnar er hún allt að því óbærileg. Eins og alltaf í spennumyndum er nauðsynlegt að tónlistin sé góð og Howard Shore, sem sér um þann þátt myndarinnar, lætur mann finna vel fýrir áhrifa- mætti hennar. Barbet Schroeder hefur gert geysisterka mynd, sem sýnir um leið fjölhæfni hans sem leikstjóra. Síðustu myndir hans, Barfly og Reversal of Fortune, báðar velheppnaðar, eiga fátt sameiginlegt með Meðleigjandi óskast. Bridget Fonda og Jennifer Jason Leigh leika sambýlingana mjög vel, en sú síðarnefnda er þó alltaf skrefi framar í frábærri túlkun sinni á Hedru Carlson. Þessi sakleysislega og hlédræga persóna, sem umturn- ast svo stigvaxandi, verður eftir- minnileg öllum sem sjá þessa mynd. Aukaleikararnir þrír standa sig einnig vel, en Steven Weber er fremstur meðal jafningja í hlutverki Sams. Það er rétt að komi fram að algert glapræði væri fyrir spennufíkla að missa af þessari mynd. Þetta er frá- bær afþreying og gott betur, vegna eftirminniiegrar frammistöðu Leigh. Öra Markússon Danskur talkennari óskar eftir starfi Danskur talkennari, sem vill flytja til Islands, leitar aö hentugu starfi meöan hann lærir íslensku, t.d. á hjúkrunarheimili eöa slíkri stofnun á Reykjavíkursvæðinu. Getur byrjaö 1. febrúar eða slöar. Verður á Islandi frá og meö 18. des. nk. til 3. janúar. Nánari upplýsingar gefnar í síma 46454. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélrítaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.