Tíminn - 19.12.1992, Síða 23
Laugardagur 19. desember 1992
Tíminn 23
María Amalía Þórðardóttir
Fædd 16. apríl 1898
Dáin 1. desember 1992
Lát mig starfa, lát mig vaka.
Lifa meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka.
Lofsöng, Drottinn, flytja þér
meðan œvin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta þjáða styðja,
þerra tár og græða sár,
gleðja og fóma öll mín ár.
(OterdahL Margrét Jónsdóttir þýddi).
Ég vissi að lífsklukka vinkonu
minnar var farin að slitna. Hún taldi
sig samt eiga svo margt ógert. Að
vísu var hún nýbúin að taka allt hús-
ið sitt í gegn, húsið sem Ingimar
hennar hafði byggt meira og minna
með sínum tveimur höndum í frí-
stundum sínum. Hún hafði hugsað
sér að skila öliu af sér í lagi. Hún var
búin að setja nýtt gler í alla glugga,
klæða húsið að utan og nú síðastlið-
ið sumar var þakið allt endurnýjað.
Slík dugnaðarkona var hún María
mín í Skipasundinu, sem var „að-
eins 94 ára“. Við sem eftir lifum Iút-
um höfði í virðingu og þökk, er við
horfum á eftir fólkinu okkar sem var
fætt á öldinni sem leið, því við vitum
aö þar var og er kjarni þjóðar vorrar.
María hét fullu nafni María Amalía
Þórðardóttir og var fædd 16. aprfl
1898 að Auðsholti í Biskupstungum.
Hún var dóttir hjónanna Ólafíu ÓI-
afsdóttur og Þórðar Magnússonar.
Börn þeirra urðu tíu, en sex komust
til fullorðinsára. Þau eru: Magnús,
skipstjóri, sem kvæntist norskri
konu og bjó í Bergen í Noregi. Sig-
urður, sjómaður, ókvæntur. Val-
gerður, giftist norskum manni og
bjó í Tönsberg í Noregi. Helga, gift-
ist dönskum manni og bjó á Engi
fýrir ofan Reykjavíkurborg. Þóra,
bjó hér í Reykjavík, ógift. Eru nú öll
systkinin og makar þeirra horfin yf-
ir móðuna miklu.
Á þessum árum fóru ungar stúlkur
gjarnan til Reykjavíkur í vist á góð
heimili og var það talið á við bestu
húsmæðraskóla. María fór í slíkar
vistir, t.d. hjá Indriða Einarssyni rit-
höfundi. Síðar sigldi hún með
gamla Gullfossi og réðst í vist í Nor-
egi og vann einnig á hóteli í Ósló, en
alls var hún í Noregi í um tvö ár.
Þegar María kom heim aftur kynnt-
ist hún ungum manni, Ingimar Þor-
kelssyni. Þau felldu hugi saman og
giftu sig 19. maí 1928.
María og Ingimar eignuðust fjögur
mannvænleg börn. Þau eru: Hauk-
ur, bifreiðasmiður, kvæntur Ásu
Hjálmarsdóttur og eiga þau eina
dóttur, Maríu, gifta Þorsteini Sæ-
mundssyni og eiga þau tvö börn.
Þorkell, þungavélaviðgerðarmaður,
kvæntur Gretu Karlsen. Börn þeirra
eru tvö: Christian Emil, sem kvænt-
ur er Önnu Ragnheiði Harðardóttur
og eiga þau eitt barn; Anna María er
í sambúð með Páli Inga Kristjóns-
syni og eiga þau tvö börn. Martha,
fulltrúi á Félagsmálastofnun, gift AI-
exander Goodall og eiga þau tvö
börn, James Ingimar og Elísabetu.
Ólafur, sjómaður, kvæntur Guðnýju
Kjartansdóttur, en Ólafur drukknaði
er hann tók út af togaranum Guð-
mundi Pétri í desember 1973. Var
það þeim hjónum Maríu og Ingimar
sár harmur að missa son sinn frá
konu og þremur litlum börnum, en
þau eru: Halldóra Katrín, gift Kára
J. Húnfjörð og eiga þau tvö börn,
Oddur Magnús, ókvæntur, og Krist-
ján Gunnar, ókvæntur.
Eina stúlku ólu þau upp sem sína
eigin dóttur, Karlottu Áðalsteins-
dóttur, og var hún fjögurra ára þeg-
ar hún kom til þeirra, þá nýbúin að
missa móður sína. Enn barði sorgin
að dyrum hjá þeim hjónum, því
Karlotta veiktist af krabbameini og
lést í apríl 1979 frá tveimur börn-
um, Helgu, sem er ógift, og Sigurði,
sem á eitt barn með unnustu sinni.
Árið 1933 keyptu María og Ingimar
sér litla íbúð að Bjarnarstíg 3. Þetta
var á kreppuárunum. Ingimar vann
við höfnina og var oft lítil vinna,
jafnvel var vinnan skömmtuð og
ekkert eða lítið til. Þá kom sér vel að
eiga útsjónarsama konu, sem kunni
að gera mikið úr litlu. Hafa kunnug-
ir sagt mér að á Bjamarstígnum hafi
verið mikill gestagangur og gest-
risni í fyrirrúmi, svo enginn fór það-
an svangur. Árið 1955 kaupa Ingi-
mar og María húseignina að Skipa-
sundi 86, sem Ingimar endurbyggði,
og bjuggu þar æ síðan. Lóðin var
stór og María hafði nóg að gera við
að móta garðinn. Húsið og garður-
inn voru stolt Maríu, það er ekki of-
mælt að hún „hafi dekrað við garð-
inn sinn“. Matreiddi hún m.a. fín-
ustu rétti úr hinum ótrúlegustu
grösum og jurtum úr garðinum.
Þessi kunnátta nýttist Maríu vel
þegar Ingimar missti heilsuna. Þá
var ánægjulegt að sjá hvað hún
skreytti matarbakkann hans til að
hann hefði kannski betri lyst. Mann
sinn missti María í maí 1980.
Ég sem þessar línur rita hef verið
heimagangur hjá þeim hjónum og
komið til þeirra bæði í gleði og sorg.
Bæði vom þau ráðholl og úrræða-
góð. María var há og tíguleg kona.
Hún var ákaflega berdreymin, þann-
ig að hún sá oft fram í framtíðina og
margir leituðu tii hennar og ætíð
vildi hún hvers manns vanda leysa.
Góð móðir var hún einnig og mátti
ekkert aumt sjá og vildi alltaf vera að
gleðja og hjálpa. Hún fór ekki troðn-
ar slóðir. Hún skapaði sér starf sem
hún hafði mikla ánægju af, en hún
saumaði tuskudúkkur og hafði hver
dúkka sitt sérkenni eins og mann-
fólkið. Eftir að María fór að missa
sjónina lét hún ekki deigan síga, sat
oft við saumavélina og saumaði, „er
að sauma upp í pantanir". Dúkkur
Maríu hafa verið sendar út um allan
heim.
Þegar ég hugsa um alla kostgang-
arana hennar Maríu og öll litlu hús-
in, sem héngu á trjánum út um all-
an garðinn, kemur mér í hug lítið
lióð um snjótittlinginn sem Katrín
Árnadóttir frá Oddgeirshólum, upp-
eldissystir mín, orti og kom út árið
1936 í ljóðakveri sem heitir Kátir
krakkar.
En þið megið gá út um gluggann,
gæta að fuglunum smá,
þegar þeir koma og kroppa
í komið ergaman að sjá.
Fuglinn var hikandi og hrœddur
og horfði upp í loftin blá.
Svo byrjaði hann komið að kroppa
og krafsa með fótum smá.
Einn lítill fugl var mikið uppáhald
hjá Maríu. Hún gaf honum nafn og
nefndi Surtlu. Hann gerði sig
heimakominn og pikkaði í gluggann
og lét vita að gott væri að fá meiri
mat, munnarnirværu margir.Ávor-
in fjölgaði í litlu húsunum og þá
varð María að fara og skoða öll börn-
in. Að sjálfsögðu var sungið fyrir
hana í staðinn.
Svo komu þeir allir í einu,
og alltaf færðust þeir nær.
Loks svifu þeir saddir í burtu
og sungu um stúlkumar tvœr.
María og bóndi hennar höfðu ákaf-
lega gaman af að ferðast meðan
Ingimar hafði sjón og heilsu. Þá
ferðuðust þau mikiö á bfl sínum og
nutu samverunnar úti í náttúrunni
og fegurð landsins. Þau byggðu sér
lítið sumarhús í Iandi Haukholts í
Hrunamannahreppi og nefndu hús-
ið Dalakofann. Einnig þar kom ég og
gisti og naut þess að láta stjana við
mig. Þar var líka lítill garður og
hagamúsin var ekki afskipt. Þá upp-
lifði ég einu sinni enn hve María var
stórkostleg og átti fáa sína líka. Hún
hafði verið að gefa krumma mat,
setti matinn út fyrir hlið. Allt í einu
heyrist „krunk, krunk“, hún fer að
athuga og segir: „Ég er nýbúin að
gefa þér, krummi minn.“ Krummi
lét sig ekki, vildi fá hana út fyrir
hlið. Er hún kemur út fyrir er
krummi kominn með ungana sína
þrjá og var stórkostlegt að sjá Maríu
og krumma tala saman. Svona var
þetta líka í Skipasundinu, fuglarnir
virtust þekkja Maríu og skilja hana.
Lítill fugl skaust úr lautu,
lofaði guð mér ofar.
Sjálfur sat ég í lautu
sárglaður og með tárum.
(Jónas Hallgrímsson)
Um leið og ég kveð mína tryggu
vinkonu vil ég þakka henni fyrir 40
ára kynni og öll hollu ráðin sem mér
tókst ekki alltaf að fara eftir. Ég leyfi
mér að þakka öllum sem heimsóttu
Maríu og gáfu sér tíma til að líta til
hennar.
María var heima til hinstu stundar
og andaðist aðfaranótt 1. desember.
Ég bið Guð að styrkja börn hennar,
barnabörn og barnabarnabörn, svo
og alla hennar vini.
Nú legg ég augun aftur.
Óguð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo égsofi rótt.
(Foersom — Sb. 1872 — S. EgiUson)
Að ieiðarlokum óska ég Maríu
minni góðrar heimkomu og endur-
fundar við mann sinn. María var
lögð til hinstu hvfldar við hlið
manns síns. Jarðarförin fór fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 9.
desember kl. 13.30.
Veri María Þórðardóttir kært
kvödd, Guði á hendur falin. Hafi
hún hjartans þökk fyrir allt og allt.
Jónína Bjömsdóttir
frá Oddgeirshólum
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móö-
ur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu
Helgu Gunnlaugsdóttur
frá Hallgilsstööum á Langanesi
Sérstakar þakkirfæmm viö þeim sem önnuöust hana á Hjúkrunarheimilinu
Skjóli.
Böm, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabarn
______________________Z____________ J
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfraeöings, óskar eftir tilboðum í byggingu á smáhýsum og
öörum mannvirkjum í fjölskyldugaröinn í Laugardal.
Um er að ræöa 10 smáhús og skýli samtals að flatarmáli
252 m2, önnur mannvirki eru samtals 7.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavik, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu.
Tilboöin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 14. janúar
1993, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málun á íbúðum aldraðra.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. janúar 1993,
kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
0 ° ° Fríkirkjuvegi 3-Sími 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í máiun á dagvistarhúsnæði
Reykjavíkurborgar.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavik, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. janúar 1993,
kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
« ° Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
P ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum i málun á leiguíbúðum
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. janúar
1993, kl. 11,00.
INNKAÚPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
°° 6 Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
(|| ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í 13 stálhurðir og ýmsan
frágang í Laugardalshöll.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. janúar
1993, kl. 11,00.
lísÍNkAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÖRGÁR
° Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2Í800
0 r O-
Tilkynning frá
Ferðamálasjóði
Ferðamálasjóður hefur flutt aðsetur sitt. Frá og með
mánudeginum 21. desember 1992 verður hann til húsa á
annarri hæð Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Símanúmer
helst óbreytt, 624070.
Ferðamálasjóður.