Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn. .Frétta-síminii.«68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminii—68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminnL-.68-7S-48- Laugardagur 7. ágúst 1993 146. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Landbúnaðarráðherra gagnrýnir harðlega skýrslu um norrænan landbúnað: Sighvatur hugi aö störfum í eigin húsi Halldór Blöndal Iandbúnaðar- ráðherra segir að ríkisstjórnin verði að endurskoða stefnu sína í vaxtamálum. Það gangi ekki til lengdar að vextir séu hærrí hér á landi en í öðrum löndum. Halldór telur ennfremur að við verðum að endurskoða stefnu okkar í málefnum íslensks skipasmíðaiðnaðar. Hann segir að sú stefna sem rekin hafi verið í þessum málaflokki á undan- fömum árum sýni að við höfum ekki gert okkur grein fyrir mik- ilvægi þess fyrir okkur sem fisk- veiðiþjóð og eyland að eiga öfl- ugan skipasmíðaiðnað. „Ég er því þeirrar skoðunar, al- veg eins og Sighvatur telur að þau mál sem undir mig heyra hljóti alltaf að vera til endur- skoðunar, að hann geti líka Iit- ast um í sínu eigin húsi og at- hugað hvort þar sé allt í eins góðu lagi og hann kysi sjálfur," segir Halldór Blöndal í viðtali við Tímann. í viðtalinu svarar Halldór efnis- lega gagnrýni á landbúnaðar- stefnu ríkisstjómarinnar sem sett var fram á blaðamannafundi sem Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra boðaði til til að kynna norræna skýrslu um kostnað neytenda af landbúnað- arstefnunni. Halldór segir þessa skýrslu ónothæfa þar sem hún byggi á úreltum upplýsingum. -EÓ Halldór Blöndal landbúnaöarráöherra. Útflutningur fýrra árshelmings 4% minni en í fyrra: Innflutningur hefur minnkað um 21 % á tveimur árum Vöruinnflutningur hefur farið snarminnkandi annað árið í röð. Verömæti innflutnings var rúmlega 9% minna á fyrra helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra, en þá hafði hann dregist saman um nærri 13% m.v. fyrra árshelming 1991. Þannig að alls hefur inn- flutningur minnkað um rúman fimmtung (21%) á tveggja ára tíma- bili. Alls voru fluttar inn vörur fyrir rúma 38 milljarða á fyrra helmingi þessa árs sem er rösklega 10 millj- örðum kr. minna en á sama tíma fyrir tveimur árum, reiknað á föstu gengi. Útflutningur hefur á sama tíma minnkað kringum 5 milljarða. Þar er þó a.m.k. einn ljós punktur, að útflutningur kísil- jáms hefur rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Á innflutningshliðinni munar miklu að fjárfesting í skipum og flugvélum hefur minnkað geysi- lega, eða í aðeins tæpar 660 millj- ónir á fyrri helmingi þessa árs frá því að vera um 3.300 milljónir fyr- ir tveimur ámm. Innflutningur stóriðjufyrirtækjanna hefur minnkað um 20%. En almennur innflutningur hefur einnig minnkað um 16% á tveimur ámm. Þessi „spamaður" hefur skilað um 2,3 milljörðum hagstæðari vömskiptajöfnuði en á sama tíma í fyrra og um 5,3 milljörðum hag- stæðari en á miðju ári 1991, þegar innflutningur og útflutningur stóðust nánast á. Útflutningur hefur nefnilega líka stórlega minnkað, eða um tæp 4% firá í fyrra og samtals kringum 10% á tveimur ámm. Alls var búið að flytja út vömr fyrir 43,6 milljarða króna á miðju þessu ári. Reiknað á föstu gengi er það rúmlega 1,2 milljörðum minna en á miðju ári í fyrra og nærri 5 milljörðum minna útflutningsverðmæti en á fyrri árshelmingi 1991. Sem fyrr segir sýna útflutnings- tölurnar gífurlega aukningu í út- flutningi kísiljárns. Hann nam að- eins 575 milljónum króna á fyrra árshelmingi 1991, óx upp í 800 milljónir f fyrra og enn upp í tæp- ar 1.200 milljónir á fyrra helmingi þessa árs. - HEI Bandaríkin gefa út staðfestingarkæru á hendur Norðmönnum vegna hrefnuveiða. Þorsteinn Pálsson: Hefur ekki áhrif á okkar afstöðu Bandaríska viðskiptaráðuneytiö hefur gefiö út staðfestingar- kæru á hendur Norðmönnum vegna hrefnuveiöa. Það er nú undir Bandaríkjafor- seta komið hvort gripið verður til viðskiptaþvingana gegn Noregi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra furðar sig á þessari ákvörðun en segir hana engin áhrif hafa á stefnu íslendinga í hvalveiðimálum. „Sjálfir fengum við staðfestingar- kæru af þessu tagi þegar við stunduðum vísindaveiðar á sínum tíma. Það leiddi ekki til þess að Bandaríkjaforseti tæki ákvörðun um viðskiptaþvinganir af neinu tagi og hafði lítil sem engin áhrif á okkar viðskipti við Bandaríkin. Ég geri ekki ráð fyrir því að þetta muni hafa nein alvarleg áhrif fyrir Norðmenn, jafnvel þó gripið verði til einhverra takmarkaðra við- skiptaþvingana. Það á hins vegar eftir að koma á daginn,“ segir Þor- steinn. „Hins vegar er ekki hægt annað en að furða sig á ákvörðunum sem þessum. Þær stríða gegn alþjóð- legum skuldbindingum Banda- ríkjanna." — Telur þú meirí líkur á því að það verði gripið til viðskiptaþving- ana núna en þegar staðfestingar- kæra var síðast samþykkt í for- setatíð Bush? „Ég get ekki sagt til um það. Hitt er þó ljóst að núverandi ríkisstjóm Bandaríkjanna hefur breytt um stefnu í grundvallaratriðum að því er varðar nýtingu auðlinda sjávar- ins með því að hafna því að taka ákvarðanir þar um á vísindalegum grundvelli. Það er alveg ljóst að ef ríkisstjóm Bandaríkjanna telur að hún geti fylgt fram stefnu sem ekki byggist á vísindalegum rök- um að því er varðar hvali þá gæt- um við alveg eins átt von á því að hún tæki samskonar afstöðu að því er varðar fiskveiðar. Þess vegna er þessi stefna mjög varhugaverð fyrir utan það að hún brýtur gegn hvalveiðisáttmálunum og GATT- samkomulaginu og er í fullkomnu ósamræmi við niðurstöður um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna,“ segir Þorsteinn. ÞESSI BORN lögðu hönd á plóginn í gær og tóku fyrstu skófiustungurnar að nýjum leikskóla í Smárahvammi við Smára- tún í Kópavogi. Skólinn verður tekinn i notkun voríð 1994 og veröa þar pláss fyrír 130 börn. Sigurður Geirdal, bæjarstjórí í Kópa- vogi, fylgist með bömunum. Tlmamynd Aml BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.