Tíminn - 07.08.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. ágúst 1993
Tíminn 23
Sagan hefst í St. Aug-
ustine hjá tveimur ung-
um veiðimönnum. Þeir
höfðu unun af því að
fara út í óbyggðirnar,
yfirgefa þjóðveg 16A
Orangedale, Florida og
sjá hvað biði þeirra í
skógariundunum. Þeir
höfðu farið margar
ferðir, stundum til að
skjóta dádýr, einstaka
sinnum fugla en aðal-
lega var tilgangurinn
að sleppa frá erli borg-
arlífsins.
Mánudaginn 11. nóvember 1991
höfðu þeir verið á veiðum allan dag-
inn án þess að sjá nokkuð kvikt. Er
þeir ákváðu að haetta veiðunum og
færa sig út úr laufþykkninu fundu
þeir hins vegar nokkuð sem þeir
vonast til að sjá aldrei aftur. Það var
hálfrotnuð beinagrind af konu, að
hálfu leyti falin undir laufþykkni.
Fyrir utan bein og hold var kven-
mannsjakki, skyrta, nærföt og eitt
svart stígvél. Án þess að tefja lengur
hlupu þeir af stað til byggða og til-
kynntu hvað þeir hefðu fundið.
Skipulögö
aftaka?
Það var um kl. 18.00 sem Charles
West lögregluforingi og tveir að-
stoðarmenn hans mættu á vettvang.
Farið var að skyggja verulega og það
eina sem West og menn hans gátu
gert var að innsigla svæðið og bíða
dagsbirtunnar.
Morguninn eftir mætti hópur
rannsóknarmanna til skoðunar á
líkinu og svæðinu í námunda við
það. Það bitastæðasta sem leitar-
menn fundu var lyklakippa með
áföstum svisslykli að fólksbfl. Utan
lyklakippunnar fannst ekkert annað
en rusl svo sem sígarettupakki og
filmuhylki.
Krufning leiddi í ljós að hin látna
hafði verið stungin til bana með
hnífi í hjartastað. Sennilega var um
að ræða lítinn algengan veiðihníf,
svokallaðan Bowie-hníf. Einnig
sýndi krufningin að einhver hafði
reynt að skera höfuðið af líkinu með
miklu stærra eggvopni. Það virtist
því engin tilviljun að konunni hefði
verið banað.
Sérfræðingar voru kallaðir til að
gefa sem besta lýsingu á fómar-
lambinu. Eftir nákvæmar skoðanir
var talið að konan hefði verið á aldr-
inum 20-25 ára, í kringum 1.65 á
hæð, um sjötíu kfló og ljósjarphærð.
Fyrsta verk lögreglunnar var að
fletta upp í skrám síðustu ára um
fólk sem hafði verið saknað. Til-
kynningar voru birtar í blöðum og
sjónvarpi en ekkert gerðist á næstu
dögum.
Vísbending frá
blaöamanni
Það var ekki fyrr en rúmri viku eft-
ir líkfundinn sem Charles West fékk
upphringingu frá blaðamanni á
Florida Times-Union, litlu dagblaði f
Jacksonville. Blaðmaðurinn sagði
að hann minntist símtals, fimm
mánuðum áður við konu í Wilming-
ton, Norður-Karólínu. Konan hafði
sagst vera móðir tuttugu og tveggja
ára gamallar stúlku, Stacy Ann Wil-
letts.
í stuttu máli hafi samtalið gengið
út á að móðirin vildi fá blaðamann-
inn til að birta tilkynningu um hvarf
dóttur sinnar. Hún hafði farið í
ferðalag með tveimur karlkyns
kunningjum sínum og förinni var
heitið til St. Augustine. Stacy lagði
til einkabfl sinn, grænan Mustang
árgerð ‘81 í ferðina. Skömmu eftir
að komið var til St. Augustine hafði
Stacy hringt í móður sína og sagt að
ferðalagið hefði gengið að óskum.
Stacy Ann Willetts lét blekkjast af fag-
urgala vina sinna. Hún var leidd til af-
töku f skógarjaðrinum án þess aö hafa
nokkuð til saka unniö.
En síðan hafði ekkert til hennar
spurst.
Blaðamaðurinn hafði sagt móður-
inni að það væri einungis í samráði
við lögregluyfirvöld sem slíkar frétt-
ir væru skrifaðar en móðurinni
fannst sem hún þyrfti sjálf að gera
eitthvað í málinu. Hún gaf nákvæma
útlitslýsingu á dótturinni og þegar
blaðamaðurinn hafði lesið um lík-
fundinn í skóginum, minntist hann
þess að Stacy hafði verið lýst á svip-
uðum nótum.
Lögregluforinginn þakkaði blaða-
manninum upplýsingamar og fékk
símanúmerið hjá ættingjum Stacy.
Að loknu samtali við föður hennar
þótti West æ líklegra að lfldð væri af
Stacy en hann vantaði þó tann-
læknaskýrslur til að sanna að svo
væri.
Það hafði verið föður hennar visst
áfall að heyra um líkfundinn í skóg-
inum. Þeim hjónum höfðu borist á
undanfömum 5 mánuðum nokkrar
vísbendingar sem bentu til að dóttir
þeirra væri enn á lífi en hann hafði
átt erfitt með að trúa því þar sem
samband þeirra við Stacy haJfði alltaf
verið náið.
„Hvers vegna hefur hún ekki haft
samband?“ spurði faðirinn klökkur.
„Það hlýtur að vera vegna þess að
hún er dáin, annars hefði hún alltaf
látið okkur vita af því hvar hún væri
niður komin." West gat fátt sagt til
að hughreysta föðurinn eins og mál-
in stóðu.
„Vinirnir“
Það kom á daginn að röntgen-
myndatökur af tönnum Stacy sönn-
uðu að hún var stúlkan í skóginum.
Nú beindist rannsókn málsins að því
að hafa upp á vinum hennar sem
fóm með henni í hina örlagaríku
ferð. Þeir reyndust heita John
Marquard og Michael Abshire. Þeir
vom báðir 26 ára gamlir og áttu
margra ára kunningsskap að baki en
John hafði verið kærasti Stacy,
þremur ámm áður. Upp úr sam-
bandi þeirra slitnaði og tvö ár liðu
án þess að þau hefðu nokkurt sam-
neyti. Þá hittust þau af tilviljun á bar
og svo virtist sem gamlar glæður
hefðu logað á ný. John útskýrði fyrir
Stacy að hann og félagi hans hygð-
ust færa sig í áttina að St. Augustine
því þar væri næga vinnu að fá en
vandamálið væri bara eitt. Þá vant-
aði bfl. Þegar Stacy sagðist vera til í
að koma með honum, þótti tilvalið
John Marquard mun ekki þurfa aö
kemba hærurnar enda glæpur hans
stór.
að hún bjargaði málurium með því
að leggja til Mustang bifreið sína til
ferðarinnar.
Það liðu ekki nema 3 dagar þangað
til West hafði spumir af öðmm
ferðafélaga Stacy. Eftir að búið var
að senda upplýsingar til allra lög-
reglumanna í nærliggjandi ríkjum
og fylkjum, stöðvaði athugul götu-
lögga í Pinellas County, Florida
grænan Mustang sem svipaði til lýs-
ingarinnar. Við stýrið sat Michael
Abshire.
Staöfestur
grunur
West dreif sig þegar til fundar við
Michael. Samkvæmt frásögn hans
var þetta Mustanginn sem Stacy
hafði áður átt, en Michael og John
höfðu keypt hann af henni, skömmu
eftir að þremenningamir komu til
St. Augustine. Skýringin sem Mi-
chael gaf á að Stacy seldi bflinn, var
sú að hún hafði kynnst langferðabfl-
stjóra og orðið ásatfangin af honum.
Hún hafði ákveðið að halda með
honum til Norðurríkjanna og hafði
því ekkert með bflinn að gera. Því
bauð hún félögum sínum hann til
sölu fyrir 200 dollara og þeir tóku
því tilboði fegins hendi.
Það þurfti ekki mikinn sálfræðing
til að sjá að ýmislegt kom illa heim
og saman í frásögn Michaels. Undar-
legust vom þó þau sinnaskipti sem
hann sagði að hefðu orðið á Stacy.
West þótti harla ólíklegt að hún
hefði hrifist af öðmm manni svo að
segja í sama mund og hún ákvað að
taka upp þráðinn með gamla kær-
astanum sínum. Michael virtist Iíka
í vondu jafnvægi eins og hann hefði
eitthvað að fela. Hann sagðist ekki
hafa vitað til þess að Stacy væri
saknað og þess vegna hefði hann
ekki gefið neinar upplýsingar um
málið fyrr en nú. Að lokum gaf hann
West aðsetur vinar síns, Johns, og
þar með lauk yfirheyrslunni.
Það kom á daginn að John hafði
verið fangelsaður um stundarsakir
fyrir líkamsárás. Því lá ekkert á að
hafa samband við hann og á meðan
hugðust West og menn hans ganga
frá ýmsum lausum endum.
Til að byrja með þurfti að staðfesta
að lyklamir sem fundust á líkinu í
Michael Abshire fórnaöi Iffi ungrar
stúlku til aö veröa sér úti um 10 ára
gamlan bll.
skóginum pössuðu að græna Mu-
stanginum. Svo reyndist vera, bfll-
inn rauk umsvifalaust í gang um
leið og lyklinum var snúið. Þá var
gengið úr skugga um að Stacy hefði
átt svarta stígvélið sem fannst rétt
hjá líkinu. Síðan hófst leit að hugs-
anlegum vitnum.
Daginn eftir boðaði West, Michael
Abshire á sinn fund og sagði honum
að hann væri grunaður um morð
eða aðild að morðinu á Stacy Ann
Willetts. Hann Ias honum rétt sinn
og útskýrði fyrir honum að allt sem
hann segði yrði hljóðritað og væri
heimilt að nota framburð hans síðar
gegn honum. Michael talaði eitt-
hvað um að allar sannanir vantaði
og hann hefði ekkert að fela. West
lét hann endurtaka frásögn sína í
stórum dráttum fram að þeim tíma-
punkti er Michael byrjaði að tala um
langferðabflstjórann sem Stacy
hefði skyndilega hrifist af.
„Þú veist það jafnvel og ég að eng-
inn trúir þessu kjaftæði," greip West
fram í fyrir honum. Það eru tveir
menn sem koma til greina sem
morðingjar í þessu máli. Annar er
John vinur þinn og þú ert hinn. Þér
að segja er einnig verið að yfirheyra
John á þessari stundu í Pinella Co-
unty fangelsinu og hann gæti verið
búinn að sjá að sér. Kannski ákveður
hann að segja sannleikann, eða það
sem verra er fyrir þig; hann gæti
auðveldlega reynt að sleppa undan
armi réttvísinnar með því að saka
þig um morðið. Ætlarðu að halda
þessari tímaeyðslu áfram á meðan
John er hugsanlega að hnýta snör-
una um hálsinn á þér.“
Ljót saga
Að ræðunni lokinni gaf West hin-
um grunaða tíu mínútna hlé til að
hugsa sinn gang en loks sagði Mi-
chael: „Ég veit hreinlega ekki hvar
ég á að byrja.“
„Það er best að byrja á byrjuninni,"
svaraði West um leið og hann
kveikti aftur á segulbandinu.
John hafði aldrei ætlað sér annað
en að losa sig við Stacy. Hann hafði
gert hosur sínar grænar fyrir henni í
þeim tilgangi einum að fá hana til
að útvega þeim bílinn sinn. Sam-
kvæmt frásögn Michaels var ætlun-
in að losa sig við hana strax eftir að
lagt var upp í ferðina. Þau höfðu sí-
fellt verið að kýta og samkomulagið
var slæmt. Það gerði svo útslagið
þegar á leiðarenda kom, að Stacy var
sú eina af þremenningunum sem
fékk vinnu. John hafði orðið mjög
afbrýðisamur og drakk sig fullan um
kvöldið og svaf hjá einhverri ókunn-
ugri stúlku án vitundar Stacy þó.
Þegar Stacy fór í vinnuna daginn
eftir bað John Michael að koma með
sér og skoða íbúð sem laus væri til
leigu.
„Leigusalinn tók það skýrt fram að
íbúðin væri aðeins ætluð tveimur og
þegar John samþykkti það og borg-
aði 100 dali í tryggingu án ffekari
málalenginga, vissi ég að hann væri
búinn að ákveða að drepa Stacy,"
sagði Michael.
„Hvemig datt ykkur í hug að þið
kæmust upp með að fremja morð?“
spurði lögregluforinginn.
Að sögn Michaels hafði John kom-
ið auga á fáfarinn stfg, skammt frá
þjóðvegi 16A og þeir höfðu ákveðið
að drepa hana þar og kasta síðan lík-
inu í ána þar sem krókódflar myndu
losa þá við líkamsleifar Stacy. Síðan
sömdu þeir söguna um langferðabfl-
stjórann sem átti að hafa kynnst
Stacy.
Þegar Stacy kom heim að afloknum
fyrsta vinnudegi sínum, bað John
hana að koma með þeim til kunn-
ingja sinna sem ættu fjallakofa í
grenndinni. Hann sagði að þar ætti
að vera gleðskapur um kvöldið og
hún trúði því strax. John útskýrði
fyrir henni að þetta ætti að vera svk.
„veiðimannapartý" þar sem allir
yrðu klæddir í veiðiföt, vopnaðir
hnífúm og svoleiðis. Hann gekk
meira að segja svo langt að farða
sjálfan sig og Michael til þess að líkj-
ast sem mest alvöru veiðimönnum.
„Eins og hvert
annaö verk“
Síðan héldu þau öll þrjú í Mustang-
inum á morðstaðinn. Michael og
John með alvæpni og Stacy keyrði,
gjörsamlega grunlaus um hvað biði
hennar.
„Ég fór á undan eftir að við komum
að stígnum og John og Stacy gengu
í humátt á eftir," sagði Michael. Eft-
ir því sem ég gekk lengra inn í skóg-
inn sá ég að það var alls engin á ná-
lægt eins og við héldum og því datt
mér í hug að hætta við allt saman.
West virti Michael fyrir sér með
viðbjóði. „Og hvað gerðist svo?“
spurði hann.
„Þegar stígurinn þrengdist greip
John fyrir vit hennar og risti hana á
háls með stærri veiðihnífnum sem
hann hafði meðferðis. Stacy gaf frá
sér hálfkæft óp og John kallaði á mig
og sagði mér að stinga hana í hjart-
að með litla hnífnum, sem ég gerði.
Hún hreyfði sig ennþá og gaf frá sér
hljóð þannig að ég Iagði aftur til
hennar í síðuna og eftir það virtist
hún dauð,“ sagði Michael grafalvar-
legur en án þess að verða mikið um
að rifja þetta upp.
Þeir félagarnir höfðu síðan í sam-
einingu reynt að afhausa líkið en
gáfust upp við það um síðir. Þá
reyndu þeir að grafa líkið en jarð-
vegurinn var of harður til að það
tækist og að lokum létu þeir nægja
að dysja það undir Iaufþykkni.
„Þetta var allt svolítið ógeðslegt en
ég leit samt á þetta eins og hvert
annað verk,“ endaði Michael frá-
sögnina.
West stóð upp, slökkti á segul-
bandstækinu og sagði þungur á
brún: „Þú ert búinn að gera þessa
játningu af fúsum og frjálsum vilja.
Þér hefur ekki verið lofað neinu í
staðinn og ekki er víst að þetta verði
þér til framdráttar.
Á sama tíma náðu lögreglumenn í
Pinellas County fangelsinu að knýja
fram svipaða játningu hjá John.
Hann sneri þó formerkjunum sér í
hag á flestum sviðum líkt og Micha-
el hafði gert en ekki þótti marktæk-
ur munur á sekt þeirra.
5. febrúar 1993 voru John Marqu-
ard og Michael Abshire dæmdir til
dauða fyrir vopnað rán og morð af
fyrstu gráðu. Þótt þeir geti unnið
einhvern tíma með áfrýjunaréttar-
höldum, er talið að fátt muni bjarga
þeim frá rafmagnsstólnum áður en
yfir líkur.