Tíminn - 07.08.1993, Side 4

Tíminn - 07.08.1993, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 7. ágúst 1993 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Öivisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Skrifstofur. Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð (lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 r I ólgusj ó Það verða hörkuátök í haust, segja bæði fulltrúar út- gerðar og sjómanna í viðtölum við Tímann. Það gengur enginn að því gruflandi að engin sátt er um skiptingu tekna milli útgerðar og sjómanna og enn síður um ráð- stöfun kvóta, en sjómenn mótmæla harðlega og kalla kvótabrask. Þá telja bæði sjómenn og útgerðarmenn að Þróunarsjóður leysi engan vanda, að minnsta kosti ekki þann sem þeim kemur við. Kjarasamningar milli útgerðar og sjómanna eru lausir og veit enginn enn sem komið er hvernig taka ber á þeim málum, þar sem fiskveiðistefna er óljós og er raunar eng- in. Nýtt fiskveiðiár hefst um næstu mánaðamót, eða 1. september, og fyrir þann tíma verður búið að tilkynna út- gerðum hver fiskveiðikvótinn verður fyrir hvert skip næstu tólf mánuði. Lög um stjómun fiskveiða verða að vonum ekki lögð fram íyrr en þing kemur saman og þá fyrst er hægt að átta sig á hvernig fiskveiðum skuli hagað og hvernig hlutaskipti verða. Óvissa er því um allt sem að sjávarút- vegi snýr, nema að hörkuátök verða á milli útgerðar- manna og sjómanna. Áreiðanlega blandast fiskverkunin og landverkafólk inn í átökin og munu deilur magnast milli atvinnugreina, starfsstétta, landshluta og alls kyns hagsmunaaðila. Skattar launafólks eru hækkaðir, en stórfyrirtæki fá hundmð milljóna í sumargjöf úr ríkissjóði með skatta- eftirgjöf. Augljóst er að samningar á vinnumarkaði, sem undirrit- aðir vom ekki alls fyrir löngu, voru engin þjóðarsátt, ekki einu sinni vísir að þjóðarsátt, og em enda lítt marktækir. Til að mynda var samið um lækkun vaxta og lofað aðhaldi í verðhækkunum. Gengislækkun, hraðhækkandi verðlag á vöru og þjón- ustu og síðan hver vaxtahækkunin af annarri er það, sem Iaunþegar og atvinnuvegir bera úr býtum, og stendur ekki steinn yfir steini í þeim loforðahlaða sem tryggja átti að samningamir héldu. Ljóst er að þorskaflinn hrapar svo langt niður að það er borin von að afkoma útgerðar verði viðunandi. Þar á ofan verða aflaheimildir margra annarra tegunda skertar vemlega, svo að ekki blæs byrlega fyrir undirstöðuat- vinnuveginum nú þegar nýtt fiskveiðiár er að hefjast. Skuldsett útgerðarfyrirtæki og fjárvana fiskvinnslu- stöðvar munu ekki standast þau átök sem framundan em. Munu fyrirtækin hrífa margt annað með sér í fallinu og er ógjörningur að spá um til hvers þau ósköp munu leiða. Hörkuátökin, sem útgerðarmenn og sjómenn búa sig nú undir að eiga í hvorir við aðra, em ekki þeirra einka- mál. Þvert á móti munu þau setja mark sitt á allt þjóðfé- lagið með margs konar hætti. Stöðugleiki í efnahagsmálum er rokinn út í veður og vind, sjávarútvegurinn veltist um í ólgusjó fiskleysis og skulda, hjaðningavíg hagsmunaaðila eru í sjónmáli og vinnumarkaðurinn allur í uppnámi. Ríkisstjórnin leikur sér út og suður og þekkir hvorki hlutverk sitt né vitjunartíma. Þegar og ef hún gerir eitt- hvað í málunum, er óhætt að ganga út frá því sem vísu að það verður of lítið og of seint. Ef nokkuð heldur okkur fslending- um saman sem þjóð, þá er það að tala þetta undarlega tungumál sem aðeins 250 þúsund hræður skilja. Ef landar hittast erlendis, er tungu- málið staðfesting á sameiginlegum uppruna. Vegna þess hve fáir skilja þjóðtungu okkar, þurfum við nokk- uð fyrir því að hafa að ná til um- heimsins með viðunandi hætti. Kunnátta í erlendum tungumálum er þjóðinni lífsnauðsynleg, ef hún á að komast af í viðskiptum og öðrum samskiptum í samfélagi þjóðanna. Góð tungumálakennsla ætti því að vera ofarlega á baugi í skólakerfmu og það er ekki nóg að kenna erlend mál. Okkar eigið tungumál er margslungið og list að fara rétt með það. Ég held að það liggi í hlutarins eðli að maður, sem hefur ekki til- finningu fyrir sínu eigin móður- máli, eigi ekki gott með að tileinka sér aðrar þjóðtungur svo vel sé. íslensk tunga hefur auðvitað tekið breytingum í tímans rás. Gömul orð detta út úr málinu og verða fomgripir, meðal annars vegna breyttra atvinnuhátta; orðatiltæki verða ekki lengur gegnsæ af sömu ástæðu. Hvemig á ungt fólk að sjá fyrir sér hvemig er að „hafa bæði töglin og hagldimar", svo eitthvað sé nefnt. Ný orð koma inn í málið af sömu ástæðu. Mörg nýyrði hafa fest í íslensku máli og unnið sér þegn- rétt. Allir nota orðin þota og tölva, sem eru vel heppnuð nýyrði, en yfir önnur fyrirbrigði eru notuð erlend Islenskan og sjálfstæðið orð lítt eða ekki breytt. Nægir þar til dæmis að nefna orðið jeppi, sem fellur vel að íslensku máli. Metnaður fyrír tungumálið Það er ekkert við því að segja að snara erlendum orðum, ef þau taka beygingum og öðrum reglum ís- lensks máls. Þrátt fyrir það er nauð- syn að málhagir menn hugi að því hvort tæknimál falli að íslensku máli. Ég geng út ffá því sem vísu að við viljum halda tungumáli okkar og höftim þann heilbrigða metnað að vilja fara vel með það um leið og við tileinkum okkur önnur tungu- mál. Abyrgð fjölmiðla Því miður verður að segja að margt bendir til þess að tilfinningu yngri kynslóðarinnar fyrir réttri notkun íslenskunnar hraki. Þetta er mjög áberandi hjá ungu fólki, sem hefur atvinnu af dagskrárgerð í fjölmiðl- um. Það mundi æra óstöðugan að skrá niður alla þá flóru málvillna sem heyrist á útvarpsstöðvunum dag hvem. Skakkar beygingar, af- bökuð orðatiltæki, allt er þetta dag- legt brauð. í sumum tilfellum er fólki vor- kunn, til dæmis með orðatiltæki sem eru ekki lengur gegnsæ vegna breytinga sem hafa orðið á lífshátt- um þjóðarinnar. Beygingarreglur og málfræðireglur em hins vegar í fullu gildi og allt það ágæta fjöl- miðlafólk, sem hefur atvinnu af því að skrifa og tala, á auðvelt með að tileinka sér þessi ffæði, ef eftir því væri gengið. Því miður virðist á það skorta. Sennilega er ekki „inni“ að vanda mál sitt, svo notað sé orðatil- tæki seinni tíma. „Nú duttu Danir í það“ Þegar ég var í skóla í gamla daga, var það einn skólafélagi minn sem Jón Kristjánsson skrifar hafði gaman af því að breyta orðatil- tækjum. Hann sagði „Nú duttu Danir í það“ í stað „Nú lágu Danir í því“ og „Það em ýmisleg höfuð á kúnni" í stað „Margt er skrítið í kýr- hausnum". Það var mikið hlegið að þessu, enda sett ffam til þess. Þessi ágæti félagi minn hefur greinilega verið langt á undan sinni samtíð. Nú mundi vart verða tekið eftir svona lagfæringum á gömlum og gildum orðatiltækjum. Hraðmæltir og hressir Qölmiðlamenn Beinar útsendingar í fjölmiðlum, þar sem auk þess er talað hratt af hressu fólki, gera miklar kröfur um kunnáttu í að beita tungumálum rétt. Því að reka útvarp, sjónvarp eða blöð fylgir mikil ábyrgð. Venjist fólk því að hlusta á eða lesa málvill- ur árið út og árið inn, hrakar ís- lenskunni smám saman. Tungu- málið verður ekki samt og áður, til- finningin fyrir því dofnar og það sem hættulegast er, fólk missir að fullu metnaðinn í því að vanda mál sitt, ekki síst yngri kynslóðin. Veðurstofan og þágufallið Hins vegar er nokkuð langt gengið í þessu efni, þegar þágufall er kom- ið inn í kjarasamninga hjá Veður- stofu íslands. Andkannalegur lestur aðstoðarmanna á Veðurstofunni á veðurlýsingum hefur verið í frétt- um undanfarið. Ef lesa á staðanöfn í þágufalli á að lesa forsetningamar líka, annað misbýður máltilfinn- ingu fólks og sem betur fer virðast hlustendur veðurfrétta hafa hana svo mikla að þeir sperra eyrun við þegar talað er um „Hrauni", „Kambanesi" o.s.frv. Það er satt að segja undarlegt að íslensk málnefnd skuli leggja bless- un sína yfir að kippa eðlilegri hrynj- andi málsins svo úr sambandi sem þama er gert. Vonandi verður þessu breytt og veðurfréttimar færðar á sinn gamla tíma í dagskrá ríkisfjöl- miðlanna, svo að ekki verði frá manni tekinn enn einn fastur punktur í tilverunni. Sjálfstæðið og tungumálið Margir kunna að segja sem svo að þægilegast væri fyrir okkur íslend- inga að tala bara ensku. Ef svo færi, yrðum við vart sjálfstæð þjóð til lengdar. TUngumálið bindur okkur saman og eflir þjóðemisvitundina. Góð kunnátta í erlendum málum er okkur þó bráðnauðsynleg, en það er nauðsyn að sú fæmi komi ekki nið- ur á meðferð íslenskunnar. Því er það mín skoðun að tungumála- kennslu og þar með íslensku- kennslu eigi að hefja til vegs og virðingar. Það er eina leiðin til þess að skila tungumálinu yfir til yngri kynslóðarinnar, sem verður að taka við svo miklum erlendum áhrifum og tækninýjungum sem íslenskan á ekki orð yfir. í kvæði Einars Benediktssonar um móður sína standa þessar ljóðlínur: Ég skildi að orð eru á íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Það er kannske einum of mikið sagt að svo sé, en vissulega er hægt að fella nýja hugsun að íslensku máli. Nýyrðasmíð hefur oft tekist vel og fólk með tilfinningu fyrir máli á auðvelt með að fella erlend orð að íslenskum málfræðireglum. Meðan svo er, þá er tungumálinu ekki hætta búin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.